Línurnar sem lagðar voru 1993 eru enn í fullu gildi: Evrópusambandið ER gott hvað sem hver segir!

Árið 1993 kom út skýrsla á vegum ESB sem fljótt hlaut mjög vafasama frægð og erfitt hefur verið að nálgast á netinu. Þessi skýrsla hefur stundum verið kennd við ,,hina vitru menn" undir forystu Willy de Clercq fyrrum þingmanns á þingi Evrópubandalagsins (eins og ESB hét þá) með meiru. Danska fræðikonan og feministinn Drude Dahlerup gaf mér eintak af skýrslunni á ráðstefnu sem við báðar töluðum á í Finnlandi árið 1994 og ég fjölfaldaði og setti í hendur nokkurra blaða- og fréttamanna, þar sem mér þótti hún forvitnileg. Engin umfjöllun kom í kjölfarið en einn vinur minn sem fékk hana í hendur og vann þá á ríkisfjölmiðli sagði hreinlega að hann yrði látinn fjúka ef hann fjallaði um hana. Mitt seinasta eintak lenti í útláni og skilaði sér ekki. Af og til síðan hef ég reynt að hafa upp á þessu efni á netinu, en nokkuð djúpt hefur verið á því, fyrr en nú að ég fann hana hér:

http://aei.pitt.edu/29870/1/DE_CLERCQ_REPORT_INFO._COMM._POLICY.pdf

Þetta er reyndar ekki eins stórhættulegt efni og ætla hefði mátt á viðbrögðum, ekki aðeins hérlendis heldur hafa nokkrir vinir mínir erlendis haft svipaða reynslu og ég. Hvað um það, nokkuð forvitnilegt er að skoða sumt af því sem kom fram í þessari greiningar- og stefnumótunarskýrslu, og læt ég síðan hverjum um sig eftir að skoða frumheimildina.

Sá kafli sem mér hefur jafnan þótt einna merkilegastur er greining hinna ,,vitru manna" á því til hvaða hópa ætti einkum að beina áróðrinum um ágæti ESB og hvers vegna. Lauslega snarað á íslensku stendur í kafla 3.7 í skýrslunni meðal annars:

Alla þegna Evrópu ætti að sannfæra um að ESB og starf stofnana ESB séu allra hagur, engu að síður eru ákveðnir hópar sem ætti að tryggja að yrðu sannfærðir. Þetta eru:

Meðal almennings eru það þeir sem eru óákveðnir eða áhugalausir og þarf að styrkja í trúnni.

Sérstaklega ætti að beina sjónum að eftirtöldum innan þessara hóps, sem eru líklegir til að verða jákvæðir (taka betur á móti upplýsingum og svara þeim jákvætt), sérstaklega:

Konur: Konur eru stór (og ef til vill móttækilegasta) ,,kjördæmið" í Evrópu. Ef kostir ESB eru ,,persónugerðir" fyrir konur, þá munu þær fljótlega kunna að meta hvernig þessir kostir koma þeim, lífi þeirra, fjölskyldu þeirra, börnum þeirra og vinnu þeirra til góða.

Til að ná þessu markmiði þarf að koma upplýsingum á framfæri á persónulegan hátt svo konurnar muni segja við sjálfar sig: ,,þessi skilaboð koma mér við", ,,ég sé að þeir/það/þau eru fyrir mig".

Konur eru líklegri til að átta sig með innsæi, fyrr en karlar, tilvistarkosti ,,Betri framtíðar". Þær hafa það í sér að vera andvígar stríði og ágengni, og leggja áherslu á samskipti við annað fólk, siðferði og öryggi, samskipti almennt og sérstaklega við fjölskyldur sínar.

Þær geta orðið skoðanamyndandi fyrir Evrópu, eru móttækilegastar og duglegastar að koma skoðunum á framfæri.

[Næst er fjallað um að hafa áhrif á unga fólkið en ég held áfram þar sem talað er um hvernig nálgast skuli fjölmiðlafólk].

Blaðamenn, ritstjórar og þáttastjórnendur: Allir sem hafa skoðanamótandi áhrif í miðlum sínum gegnum fjréttir, ritstjórnargreinar og sjónvarps- eða útvarpsþætti.

Góðar fréttir eru ekki endilega fréttir, en það verður að freista þess að láta miðla fjalla um árangur, ávinning og möguleika á jákvæðan og bjartsýnan hátt og ekki að dvelja við gagnrýni eða mistök. Það ætti alltaf að flétta ,,Evrópu" eins mikið inn í upplýsingar, skemmtun, auglýsingar og frásagnir allra miðla en ekki halda slíku efni í sérstakri umfjöllun.

[Að lokum er fjallað um hvernig nálgast skuli fólk í viðskiptum svo og stjórnmála- og kerfisfólk]

Varla þarf að efast um að eftir þessum ráðleggingum hefur verið farið.

Í samhengi við núverandi ástand í Evrópu, ástand sem við vonum að vari sem skemmst, er dálítið einkennilegt að lesa þennan texta, einkennilegast vegna þess að svo virðist sem sú mantra sem þarna er lagt til að kyrjuð verði, ,,allt í lagi í Evrópu" sé enn í fullu fjöri.

-ab


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gott að þessi lymskulegi áróðursfarsi Klamúterunar í Brussel er upplýstur og gerður hér aðgengilegur.

Fólk þarf svo sannarlega að vera á varðbergi, gagnvart þessum ísmeygilega áróðri.

ESB stjórnsýsluapparatið og þeirra áróðursmála apparöt eyða nú meiri fjármunum í að auglýsa og prédika yfirburði og fullkomleika ESB valdsins, heldur en sjálf Coca Cola alheims samsteypan gerir til þess að auglýsa drykkjarvörur sínar um heim allan.

Íslenska fjölmiðlaelítan, háskóla- og fræðimanna elítan á Íslandi hafa að stærstum hluta fyrir löngu selt sálu sína fyrir ESB áróðrinum og þeirra bellibrögðum til að kaupa þá til fylgilags.

Eitt aumkunnarverðasta dæmið um slíkan lymskulegan málflutning eru margir fréttamenn RÚV og ég tala nú ekki um þáttastjórnandan Egil Helgason sem í einum nýjasta pistli sínum lýsir því yfir að hann gæti alls ekki verið stolltur af íþrótta fólki okkar á Olympíu leikunum. Það er víst eitthvað svo ó ESB/EVRÓPSKT og hallærislegt að geta haft snefil af þjóðarstolti.

Gunnlaugur I., 9.8.2012 kl. 16:36

2 identicon

Það er ekkert að því að sannfæra fólk um ágæti ESB ef menn halda sig við sannleikann eins og ESB hefur gert. Annars hef ég lítið sem ekkert orðið var við þessa kynningu af hálfu ESB. 

Verri er blekkingaráróðurinn sem andstæðingar ESB-aðildar hafa stundað með þeim árangri að stór hluti þjóðarinnar er haldinn algjörum ranghugmyndum um ESB. 

Þessi gangrýni á ESB kemur því úr hörðustu átt, ekki síst frá mönnum eins og Gunnlaugi sem í mörg ár hefur kosið að búa á evrusvæðinu til að njóta þeirra kosta sem því fylgir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 17:30

3 identicon

Bað Önnu um þetta.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 21:58

4 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Gott að koma þessu texta í umferð á nýjan leik. -ab

Vinstrivaktin gegn ESB, 9.8.2012 kl. 22:59

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elítu-karlarnir í toppnum á valdapíramída heimsins hafa alltaf vitað hvernig þeir geta höfðað til framagjarna og gráðugra einstaklinga. Þeir hafa séð sér hag í að gera út á konur með þessi áhugamál. Kannski er auðveldara að hafa áhrif á konur og stjórna þeim.

Það er rétt að fólk kynni sér hvers vegna það það eru einungis karlar í yfirstjórn ESB. Þeir karlar hafa ekki áhyggjur af hvernig ESB-atvinnuleysið bitnar fyrst á konum í heilbrigðisgeiranum og opinberri-þjónustu.

"Umhyggjusemi" valdagráðugu elítu-karlanna ristir ekki svo djúpt, sem þeir láta líta út fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2012 kl. 09:09

6 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Skýrslan í heild er mjög fróðleg lesing ekki síst út frá þeirri kynjaslagsíðu sem þú getur um, Anna Sigríður. Það er augljóst að þeir sem hana skrifa telja konur, ungt fólk og fjölmiðlafólk einkar áhrifagjarnt og því skal höfða til þessara hópa.

Vinstrivaktin gegn ESB, 10.8.2012 kl. 10:40

7 identicon

Þessi skýrsla er skrifuð fyrir nítján árum og á því ekki við í dag nema að takmörkuðu leyti.

Það er alls ekki verið að gera lítið úr konum, ungu hólki eða fjölmiðlafólki. Þvert á móti endurspeglar skýrslan að þessir hópar eru ekki taldir vera með óhagganlegar skoðanir og geti því breytt um skoðun með nýjum upplýsingum.

Eða að þeir hafi ekki myndað sér skoðun fyrr vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar lágu ekki fyrir. Þetta er gjarnan skynsamt fólk sem sér í gegnum blekkingaráróður og tekur upplýssta ákvörðun þegar það er tímabært. 

Fjölmiðlafólk er auk þess í aðstöðu til að miðla slíkum upplýsingum áfram og tala fyrir þeim niðurstöðum sem upplýsingarnar leiða til.

Það er miklu frekar að skýrslan geri lítið úr karlmönnum sem eru komnir af léttasta skeiði. Þeir eru taldir flana að sínum ávörðunum sem eru óhagganlegar eftir það.

Er ekki meirihluti andstæðinga aðildar einmitt af þeirri gerðinni?

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 11:10

8 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Býst við að hver og einn geti dæmt fyrir sig.

Vinstrivaktin gegn ESB, 12.8.2012 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband