Játningar utanríkisráðherra

Það er orðið langt síðan Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur svarað íslenskum fjölmiðlum með öðru en útúrsnúningi og misvel heppnuðum gamanmálum. Þessvegna er nokkur tilbreytni að hlusta á viðtal sem France24 tekur við ráðherrann. (5-7 mínúta í pistlinum). Fréttamaðurinn spyr eðlilega í nokkurri undrun hversvegna Ísland eigi að gagna í Evrópusambandið og Össur svarar því til að Ísland sé í Evrópu og þurfi evru vegna þess hversu óstöðug krónan sé.

Látum vera að ráðherrann viti ekki að Noregur og Sviss eru líka í Evrópu. Það er lakara að sjá hann og aðra í ríkisstjórninni sparka í krónuna sem er sú sem endurreist hefur íslenskt efnahagslíf eftir hrun hversu mjög sem aðrir guma af því að það sé þeirra verk!

En rúsínan í viðtalinu við Össur er ekki til heimabrúks en þykir fullgóð í evrópskan blaðamann sem er með múður og á bágt með að trúa því að Íslendingar samþykki ESB aðild. (Svo í þýðingu mbl.is)

„Það verður erfitt að sannfæra þjóðina eins og staðan er núna. En ég er algerlega sannfærður um að þegar vandamál evrunnar hafa verið leyst og við höfum þann möguleika að losna við krónuna, sem leiddi yfir okkur mörg vandamál, og taka upp evruna í framtíðinni þá held ég að það verði ekki of erfitt," sagði Össur og bætti við að það væru tiltölulega fá ár síðan mikill meirihluti Íslendinga hefði bæði viljað evruna sem gjaldmiðil og ganga í Evrópusambandið.

Össur skreytir þetta svo með því að minna á að hann hafi oft brotið harðar hnetur en einnig það er gott ofan í útlendinga sem ekki vita að Össur á sér þá rós fegursta í pólitískum ferli að hafa komið svilkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu í ítrekuð vandræði í stjórnmálum. Að Ingibjörg sú sé hörð hneta eru Íslendingum skrýtin sannindi sem og það að einhverntíma í fyrndinni hafi verið þeir dagar að meirihluti þjóðarinnar vildi í ESB. Gallup hefur engar heimildir um slíka daga þó einhverntíma hafi mælst fylgi við kíkja-í-pakkann kenninguna.

Mestu skiptir þó að Össur viðurkennir að eins og staðan er sé vonlaust að sannfæra þjóðina um kosti ESB aðildar. Slíka viðurkenningu hefur utanríkisráðherra ekki gefið íslenskum fjölmiðlum enda hvorki viðurkennt vanda evrunnar né fylgisleysi ESB umsóknarinnar. Össur bætir við að hann sé sannfærður um að þegar vandamál evrunnar hafi verið leyst verði staðan önnur. Nú eru hvorki sérfræðingar né hinir markaðir með nokkra sannfæringu fyrir því að vandamál evrunnar verði leyst. Slík sannfæring hjá íslenskum utanríkisráðherra er aðeins skrýtla suður í Evrópu.

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrum stjórnarmaður í ESB-aðildarsamtökum hefur líkt vegferð inn í ESB við að ana inn í brennandi hús.

Nú er ekki annað eftir en að sannfæra nokkra VG ráðherra um að Össur og Þóra hafi rétt fyrir sér. Að ESB vegferðin sé bæði vonlaus og vitlaus. 


mbl.is Mögulegt eftir lausn evruvandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir hrun vildi Össur lítið tjá sig um efnahgasmál eða undanfara hruns, og bar fyrir sig að hann hefði ekkert vit á efnahagsmálum.

Gaman að geta staðfest það, að Össur hafi rétt fyrir sér. Hann hefur ekkert vit á efnahagsmálum.

Það er sennilega ástæða þess, að hann sparkar ítrekað í bjargvætt Íslands, krónuna.

Það mættu fleiri forystumenn Samfylkingar, íhuga að opinbera þá játningu, að þeir hafi ekkert vit á efnahagsmálum.

Ósk um innleiðingu í ESB og upptaka evru er byggð á vanþekkingu á efnahagsmálum.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 12:04

2 identicon

Það er ein blekkingin að gengishrunið hafi bjargað okkur í hruninu og að án þess væri hér sviðin jörð. Skoðum það nánar:

Ef við hefðum haft evru hefðu skuldir ekki hækkað. Sveitarfélög og mörg fyrirtæki þar á meðal opinber fyrirtæki eins og OR skulduðu í erlendum gjaldeyri. Þær skuldir tvöfölduðust í krónum vegna hrunsins. Þetta á eftir að valda okkur miklum vandræðum um langa framtíð.

Hækkun skulda hefur kostað okkur gífurlega fjármuni í afskriftum og skuldalækkunum sem hefðu ekki komið til nema vegna gengishruns krónunnar.

Með evru hefði skuldir aldrei orðið svona miklar. Erlend lán lokkuðu vegna hás gengis krónunnar. Menn ætluðu á græða á genginu eins og útlendingarnir með jöklabréfin.

Gengishrunið hafði engin umtalsverð áhrif á magn útflutnings né heldur verð talið í erlenda gjaldmiðlinum nema kannski í ferðaþjónustu. Með evru hefðu kjör fólks verið betri en hagnaður útgerðarinnar minni. Þannig hefði útflutningstekjur dreifst á réttlátari hátt.

Með evru hefðu innlendir vextir lækkað mikið vegna hrunsins. Þannig hefði ríkið getað bætt hag sinn með hagstæðum lánum (eins og reyndar núna). Einnig hefði verið hægt að bæta hag ríkisins með því að hækka skatta.

Kollsteypan sem varð vegna gengishrunsins hefur haft gífurlega alvarlegar afleiðingar. Það þurfti í raun að stokka kerfið upp á nýtt og  og er ekki enn séð fyrir endann á því. Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að illa hafi tekist til með uppstokkunina og er óánægjan gríðarleg.

Margir sáu fyrir að gengishrun væri í vændum enda var gengi krónunnar í hæstu hæðum. Þeir komu auðævum sínum úr landi og tvöfölduðu þau þannig á kostnað almennings.

Gengishrun er gríðarleg tilfærsla á fé oftast til sérhagsmunahópa frá almenningi. Það ætti því ekki að líðast. Það eru til aðrar réttlátari leiðir til að bregðast við vandanum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 15:18

3 identicon

Erlendir andstæðinagr ESB og/eða evru hafa verið iðnir við að benda á Ísland sem dæmi um hve mikilvægt er að hafa eigin gjadmiðil. Þannig sé hægt að bæta samkeppnishæfnina með því að lækka gengi gjaldmiðilsins.

Gallinn við þessa kenningu varðandi Ísland er hins vegar sá að Íslendingar hafa ekki lækkað verð á útflutningsvörum enda ekki þurft það. Allt selst og ekki er hægt auka framleiðsluna.

Að heimfæra þessa kenningu upp á Ísland ber einnig vott um algjöra vanþekkingu á íslenskum aðstæðum. Vandamál Grikkja og annarra landa í vanda eru miklar ríkisskuldir. Skuldir þjóðarbúsins skipta einnig máli.

Íslenska ríkið skuldaði hins vegar nánast ekki neitt fyrir hrun. Skuldir þjóðarbúsins voru hins vegar gífurlegar. Langmest af þessum skuldum voru erlendar skuldir bankanna.

Mikill meirihluti þeirra, og þar með mikill meiri hluti af skuldum þjóðarbúsins, verða afskrifaðar þegar uppgjör þrotabúanna hefur farið fram enda voru bankarnir einkafyrirtæki með enga ríkisábyrgð á skuldum.

Ástæðan fyrir því að okkur gengur betur en sumum evrulöndum er með öðrum orðum að íslenska ríkið skuldaði ekki neitt auk þess sem mikill meirihluti af skuldum þjóðarbúsins verður afskrifaður vegna þess að bankarnir fóru í þrot.

Að þetta hafi eitthvað með krónuna að gera er víðs fjarri öllum sanni eins og ég rek í athugasemd #2. Auk þess er það reyndar alveg óvíst hvort nokkurt hrun hefði orðið ef við hefðum verið með evru. Það hefði allavega verið miklu vægara en reyndin varð með krónu.

Skaðsemi krónunnar í hruninu varð gífurlegt og er ekki séð fyrir endann á því. Skuldahækkanir, afskriftir, verðfall eigna og lækkun á kaupmætti launa eru allt afleiðing af að krónan var okkar gjaldmiðill.

Krónan olli gífurlegum eigna- og tekjutilfærslum frá almenningi og fyrirtækjum, sem eru ekki í útflutningi, til útflutningsfyrirtækja einkum sjávarútvegsfyrirtækja og erlendra eigenda stóriðjufyrirtækjanna.

Eflaust hefur orðið einhver aukning á erlendum ferðamönnum vegna gengishruns krónunnar. Það telur þó eflaust ekki mikið í samanburði við skaðsemi af völdum krónunnar. Aukningin er einkum í fjölda þeirra sem eyða litlu. Auk þess voru eldgos gífurleg auglýsing fyrir Ísland sem ferðamannaland.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 18:25

4 identicon

Þakka þér fyrir þessa yfirgripsmiklu lýsingar á vanþekkingu þinni á efnahagsmálum og hagfræði, Ekki-Mundi.

Það eru ekki allir sem eru tilbúnir til að bera sig svona gersamlega fyrir alþjóð.

Þú ert sannarlega Samfylkingarmaður.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 18:34

5 identicon

Rökþrot Hilmars eru með þeim neyðarlegri á netinu.

Hann getur alveg slappað af. Enginn býst við að hann geti rökstutt sín innantómu slagorð.

Að krónan sé bjargvættur þjóðarinnar er með því heimskulegasta sem sést hefur í bloggheimum.

Krónan er gífurlegur skaðvaldur.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 22:27

6 identicon

Þú myndir ekki þekkja rök, þó þau bitu þig í afturendann Ekki-Mundi. Hvers vegna að eyða tímanum í að hrekja þig ofan í holuna, trekk í trekk, eins og svo margir hafa gert?

Þú poppar alltaf upp aftur, eins og hver önnur óværa.

Sjáðu til Mundi, það er víst þekkt í afbrotafræðinni, að það er oftast nær verra að rannsaka mál heimskra glæpamanna. Ástæðan ku vera sú að þeir heimsku neita alltaf staðfastlega, jafnvel þó þeim séu sýnd óhrekjandi sönnunargögn. Jafnvel mynd af þeim fremjandi glæp er ekki nóg. Þeir neita.

Þeir greindu reyna oftast nær að búa til sennilegar sögur, en jafnvel greindasti glæpon flækir sig að lokum. Frammi fyrir óhrekjandi sönnun játa þeir oftast nær, enda hafa þeir greind til að sjá að spilið er búið.

Já Mundi minn, frammi fyrir óhrekjandi sönnunum, þá neitar þú staðfastlega. Evruhrun, atvinnuleysi, fátækt, samdráttur, óhemjanlegur halli á ríkisjóðum.... Allt er þetta skjalfestar sannanir, og fyrir þeim órækar sönnur.

En Mundi kallinn neitar alltaf jafn staðfastlega.

Össur er hin gerðin. Hann reynir að segja sennilegar sögur. Reyndar búinn að margflækja sig og upp á síðkastið farinn að viðurkenna, að þetta sé algert rugl.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 23:02

7 identicon

Það þarf ekki hagfræðilegar pælingar til átta sig á hve gífurlegir skaðvaldur krónan er. Fyrir marga er nóg að líta í eigin barm. Aðrir vita af slíkum dæmum.

Vegna krónunnar hækkuðu skuldir margra Íslendinga upp úr öllu valdi við hrunið á sama tíma og söluverð íbúðarinnar lækkaði mikið og tekjur minnkuðu.

Þrátt fyrir að hafa lagt margra ára sparnað upp á fleiri milljónir í íbúðina sat fólk uppi með skuldir upp á milljónir umfram söluverðmæti íbúðarinnar. Eigið fé upp á milljónir varð ekki bara að engu. Fleiri milljóna skuld kom í staðinn. 

Slík dæmi þekkja flestir. En átta þeir sig á því að þetta gerðist eingöngu vegna þess að við vorum með krónu sem gjaldmiðil? Ef við hefðum haft evru hefði skuldir ekkert hækkað og laun hefðu staðið í stað ef eitthvert hrun hefði orðið sem er alveg óvíst.

Vegna krónunnar jókst hagnaður útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegsfyrirtækja og erlendra stóriðjufyrirtækja. Þessa hagnaðaraukningu greiddi almenninmgur í hækkun lána og lægri tekjum auk þess sem íbúðarverð lækkaði.

Af þessu er ljóst að lántaka í krónum er fjárhættuspil. Þetta er því ein af mörgum ástæðum fyrir því að krónan er ónýt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 00:35

8 identicon

"Evruhrun, atvinnuleysi, fátækt, samdráttur, óhemjanlegur halli á ríkisjóðum.... Allt er þetta skjalfestar sannanir, og fyrir þeim órækar sönnur."

Þessi skrif Hilmars eru með því heimskulegasta sem ég hef lengi lesið og er þá mikið sagt.

Í mörgum ESB- og evrulöndum er lítið atvinnuleysi, góður hagvöxtur og almenn velsæld. Og evran er fjarri því að hafa hrunið. Hún hefur reyndar hækkað um 20% gagnvart bandaríkjadollar frá aldamótum.

Fáfræði Hilmars er pínleg. Hann virðist halda að sama efnahagsástand ríki í öllum ESB-löndum. ESB-ríkin er sjálfstæð fullvalda ríki sem eru jafnólík og þau eru mörg. Td er atvinnuleysið 4% í Austurríki en 24% á Spáni. Og í Danmörku eru lágmarkslaun um tólf sinnum hærri en í Búlgaríu.

Þar sem atvinnuleysi er mikið í  ESB-löndum var það mikið  áður en þessi lönd gengu í ESB. Hilmar þarf að afla sér lágmarksþekkingar til að vera gjaldgengur í umræðunni.

Grikkland er ekki ESB. Vandamál Grikkja er þeirra eigið sjálfskaparvíti. Þeir kenna hvorki ESB né evru um sín vandamál og vilja umfram allt halda áfram í ESB með evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 01:18

9 identicon

Og ég sem hélt allir færu að trúa kjaftæðinu ef ég bara segði það aftur og aftur og aftur. En allir sem koma hingað fara að sjá í gegnum mig.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 01:21

10 identicon

Össur í Undralandi

Umboðslausi utanríkisráðherrann lifir í eigin Undralandi, telur sig vita að Evran og Evrulönd eigi eftir að braggast, algerlega í andstöðu við flesta heimsins fjárfesta, sérstaklega innan Evrópu, en þeir flýja sem fætur toga til Ameríku og til Asíu.

Andstaðan brotin niður

Ótrúleg eru rök Össurar, að íslenska þjóðin eigi að fylkja sér undir fána ESB af því að hann sé sannfærður um það að Evran muni batna, þegar tuttugasti neyðarfundurinn til bjargar Evrunni sem gjaldmiðils skilaði engu. Staðreyndirnar hreinlega öskra gegn Össuri, þoturnar strika yfir himininn „Evran er búin að vera“, nákvæmlega enginn leiðtogi þjóðar í Evrópu segir núverandi kerfi geta gengið áfram án fjármálalegrar yfirstjórnar, en Össur hlær að þessu, hann skuli sko brjóta þessar hnetur, andstæðinga ESB- aðildar á Íslandi.

Maðurinn er fáviti en svona erum við trúarbræðurnir líkir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 01:39

11 identicon

Össur í Undralandi

Össur veit betur en 70% Íslendinga, hann heldur enn völdum  á óskiljanlegan hátt og misbeitir þeim á fullu til ESB- aðildar þar til að þjóðin fær nóg. Af hverju fær hún ekki nóg í dag?

Við trúarbræður og systur í Samfylkingunni vitum sko hvað er ykkur aumingjunum fyrir bestu. Þið, 70% Íslendinga, eruð ekki þjóðin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 01:48

12 identicon

Þú heldur áfram Ekki-Mundi, að dæla út ekki-hagfræðinni.

Skuldir Íslendinga hækka ekki vegna gengisfalls krónu, heldur vegna vísitölubindingar.

Vísitala hefur nákvæmlega ekkert með gjaldmiðil að gera. Jafn kjánaleg hugmynd að álíta að vísitölubinding reddi málunum og að evra reddi þeim.

Hér með ertu útnefndur ekki-hagfræðingum Moggabloggs.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 01:50

13 identicon

Ekki-Mudni, ekki-hagfræðingur, þú hefur ekki lesið þetta með heimsku glæpamennina, sem standa frammi fyrir óvéfengjanlegum sönnunum, en neita samt?

Nærri 12% atvinnuleysi í ESB að meðaltali, mest um fjórðungur íbúa og helmingur ungmenna. Gríðarlegur halli á flestum ríkjum, skuldsetning upp í rjáfur og ég veit ekki hvað og hvað.

Þýðir annars lítið að ætla að vitna í eitthvað gamalt Mundi minn. Frá tímum fyrir evru. Enda á evran að redda öllu, er það ekki?

Samkvæmt ekki-hagfræðingum Samfylkingar, þá skiptir engu máli hversu slæm málin eru/voru, evran reddar þeim.

Með evru á því ekkert atvinnuleysi að vera, enginn skuldahali, enginn halli, allt í blóma bara.

Vonlegt að fólk velti því fyrir sér, af hverju hvert evruríkið á fætur öðru fer á hausinn, evran hríðfalli og enginn fundur í ESB er öðruvísi en alvarlegur evru-krýsufundur, í þessari evru-sælu.

Gaman væri að ekki-hagfræðingar Samfylkingar myndu útskýra, af hverju það er alltaf að gerast, sem ekki á að gerast, samkvæmt ekki-hagfræðingunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 01:59

14 identicon

Hilmar skilur greinilega ekki að helmingslækkun á gengi krónunnar veldur tvöföldun á innflutningsverði innfluttra vara og tvöföldun á erlendum skuldum.

Við það hækkar verðlagsvísitalan mikið. Lán hækka í samræmi við hækkanir á verðlagsvísitölu. Auk þess voru margir með erlend lán sem tvöfaldast þegar gengi krónunnar lækkar um helming.

Það var þó hundaheppni margra þeirra að bankarnir gerðu mistök sem ollu því að erlendu lánin reyndust ólögleg. Þess vegna sluppu margir með skrekkinn í þetta sinn.

Margir sitja þó í súpunni þar á meðal mörg ef ekki flest sveitarfélög landsins. Einnig OR. Erlendar skuldir þessara aðila lenda á skattgreiðendum.

Það hlýtur að vera hámark afneitunarinnar að loka augunum fyrir skelfilegum afleiðingum þess síðustu fjögur árin að hafa haft krónu sem gjaldmiðil.

PS: Það þarf varla að taka fram að athugasemdir #9, 10 og 11 eru ekki frá mér komnar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 08:55

15 identicon

Áfram heldur hobbý-hagfræðingurinn.

Nei Mundi minn, helmingslækkun krónunnar hækkar ekki erlendar skuldir Íslands. Þær verða nákvæmlega þær sömu á eftir.

Þeir sem eru með tekjur í krónum og skulda í erlendri mynt eru hinsvegar í djúpum skít, en það er ekki krónunni að kenna, heldur þeim sem taka þá fáránlegu áhættu að taka lán í mynt sem þeir fá ekki greitt í. Utanríkisverslun Íslands er, og hefur alltaf verið í erlendri mynt, og verður svo um ókomin ár, sem betur fer.

Og svona þér að segja, þá hækkar vöruverð ekki um helming þó svo að krónan lækki um helming. Það er svolítið til sem heitir innlendur kostnaðaður, og hann er í íslenskum krónum.

Þú ert alveg ótrúlega "clueless" þegar kemur að hagfræði. Sannur Samfylkingur.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 12:45

16 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Íbúðaverð í ESB löndum Lækkar og lækkar og skuldir hækka og hækka. Er það eitthvað öðruvísi en hefur verið hér, Ásmundur???!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.8.2012 kl. 14:05

17 identicon

Nú er Hilmar í vondum málum. Öll hans rök, ef rök skyldi kalla, til varnar krónunni hef ég hrakið án þess að hann hafi hnekkt neinum af mínum rökum fyrir skaðsemi hennar.

Hann reynir að krafsa sig út úr ógöngunum af veikum mætti en gerir bara illt verra. Til að fá hlutina til að ganga upp segir hann mig hafa talað um verð á Íslandi þegar ég tala um innflutningsverð og á þá að sjálfsöðu við það verð sem greitt er til birgja erlendis.

Hann segir að erlendar skuldir hafi ekkert hækkað við hrunið. Hann ætti að láta OR og sveitarfélögin vita enda telja þau sig vera að drukkna í erlendum skuldum af völdum gengishruns krónunnar.

Þegar sagt er að erlendar skuldir hafi tvöfaldast við helmings lækkun á gengi krónunnar er að sjálfsögðu verið að tala um skuldir reiknaðar í íslenskum krónum. Það er eina rétta viðmiðunin þegar tekjur eru í íslenskum krónum.

Mikið hefði þjóðin þurft að njóta ráðgjafar Hilmars fyrir hrun þegar allir voru að taka erlend lán. Flestir ef ekki allir ráðfjafarnir mæltu með erlendum lánum, þar á meðal Vilhjlámur Bjarnason og Ingólfur Ingólfsson. Hilmar vissi betur, eftirá.

Í vörn sinni fyrir krónuna hefur Hilmar beðið algjört skipbrot. Við höfum nærri aldargamla reynslu af krónunni. Hún (gömul króna) er nú komin niður í 1/2000 af danskri krónu sem hún var á pari við í upphafi.

Krónan hefur að undanskildum fáum árum fyrr hrun alltaf verið í höftum. Það frelsi krónunnar endaði með ósköpum. Krónan hefur alltaf verið til vandræða en með hnattvæðingu er hún nú orðin alveg ónýt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 14:30

18 identicon

Eyjólfur, það stenst ekki að lán í ESB-löndum hækki og hækki enda engin verðtrygging þar.

Íbúðarverð getur hins vegar lækkað enda ráða framboð og eftirspurn verði.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 14:48

19 identicon

Kallaðu mig þrjóskan Mundi, en ef hægt er að kenna öpum að tjá sig með einföldu táknmáli, hundum að velta sér á bakið og þykjast dauðir og köttum að skíta í sandkassa, þá er hægt að kenna þér eiföldustu staðreyndir hagfræði:

1. Erlend vara hækkar í verði við gengisfall krónu = minna keypt af erlendu vörunni = minna eytt af erlendum gjaldeyri í að kaupa þessa vöru.

2. Erlend vara hækkar í verði við gengislækkun krónu = minni innkaup af erlendu vörunni = meira keypt af innlendri vöru sem ekki hefur hækkað á sambærilegan hátt.

3. Erlend vara hækkar í verði vegna gengissigs krónu = minna keypt af vörunni = ienhverjir sjá sér hag í að framleiða sambærilega vöru hér innanlands. (Gallinn er bara sá, að Samfylking og VG sjá til þess að enginn stofni ný fyrirtæki)

Hvað OR varðar, þá er það nú einu sinni svo, að Samfylkingarnir þar ákváðu að taka geypihá erlend lán, en eru með tekjur í íslenskri. Eina ráðið sem ég hef við svona heimsku, er að kjósa ekki Samfylkingu. Það er eina vörnin.

Erlend lán OR hafa ekki hækkað um dollar, evru, svissneskan franka, jen eða í hvaða erlendu mynt sem hún er tekin í.

OR missti því af tækifæri, þegar krónan lækkaði. Skelfileg fjármálastjórn Samfylkingar, sá til þess.

OG svona í leiðinni, þá skiptir engu hversu mikið íslenska krónan hefur fallið gagnvart annarri mynt, nema til góðs. Vísitölureikningar sýna nokkuð nákvæmlega hvað hefur gert, og síðan nýkrónan var fyrst slegin og fram til ársins 2006 hækkuðu laun að meðaltali 2% á ári umfram vísitölu neysluverðs. Ekki slæmt það, í þjóðfélagi sem á að vera með ónýta mynt?

Þú ferð að ná þessu Mundi minn, ekki ertu heimskari en meðal-api, er það nokkuð?

Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 15:16

20 identicon

Alveg er það merkilegt hvað náunginn er fokking heimskur!

Er hann  nýkominn niður úr trjánum, eða??

palli (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 15:43

21 identicon

Þetta síðasta innlegg þitt sýnir að þú hefur ekki botnað neitt í neinu og hef ég þó talað skýrt. Eitthvað virðist skorta á lesskilninginn.

Hvers vegna ertu annars alltaf að tala um Samfylkinguna sem hefur alls ekki verið til umræðu? 

Það er eins og þú verðir að taka afstöðu með ónýtri krónu af því að Samfylkingin vill taka upp evru. Ertu á valdi Davíðs Oddssonar?

Svo heiti ég ekki Mundi. Ekki-mundi var því nær lagi. En slíkur talsmáti er þó fyrst og fremst lágkúrulegur og til marks um að þú sért ekki merkilegur pappír. 

Það ætti því ekki að koma á óvart að ekki stendur steinn yfir steini í vörn þinni fyrir krónunni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 16:01

22 identicon

Sjáðu til Mundi minn, þú ákvaðst að draga OR inn í umræðuna, sem sönnun á einhverju. Ég var bara að benda þér á, að fjármálastjórn OR er ekki til fyrirmyndar, og er og var undir stjórn Samfylkingar. Þú ert Samfylkingur, og hefur greinilega sömu þekkingu á fjármálastjórn og þeir aular sem stýra og stýrðu OR.

Þar að auki, er bara einn flokkur sem boðar evra og ESB. Og sá flokkur heitir Samfylking og hefur ákaflega lítið traust meðal þjóðarinnar, og eðlilegasta mál í heimi að taka þveröfuga afstöðu til mála, en sá armi flokkur.

Það er svo líklegra en hitt, að Davíð Oddson hafi svipaðar skoðanir á Samfylkingu og ESB bröltsins, og ég, en það er eðlilegt, þar sem líklegra er að Davíð sé í hópi þeirra 82% Íslendinga sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokkinn, en þeirra 18% sem hafa ekki nægilega þekkingu á efnahagsmálum og geta hugsað sér að kjósa hann.

Þar sem þú ert Ekki-Mundi og Ekki-Ásmundur, þá gildir það einu hvað ég kalla þig. Lyga-Mundi væri sennilega réttast.

Við gætum svo sem sæst á það, er það ekki?

Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 16:19

23 Smámynd: Elle_

Drephlægilegur pistill um sorglegan mann.  En ætlum við ekki að fara að reka hann?  Hvað á hann að fá að eyðileggja orðstír okkar lengi í útlöndum?  Verst fyrir hann að hann gerir sjálfan sig að alheims-skrýtlu í leiðinni.  Og ´Ási´ minn, Samfylkingin er til umræðu ef Össur er það.

Elle_, 2.8.2012 kl. 17:22

24 identicon

Það er gott að Hilmar viðurkennir að hann hugsar ekki sjálfstætt og tekur því ekki sjálfstæða afstöðu til mála. Ef Samfylkingin er fylgjandi máli þá er Hilmar á móti. Hilmar lýsir sig hér með ómarktækan.

Það þarf ekki annað en að nefna OR og miklar erlendar skuldir fyrirtækisins, án þess að blanda pólitík í málið, þá breytir Hilmar um umræðuefni og fer að tala um Samfylkinguna. Önnur vísbending um að hann er pólitískt heilaþveginn.

Þó að það komi málinu ekkert við frekar en Samfylkingin er rétt að benda á að mest af skuldum OR varð til í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.

Á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn var við völd fyrir hrun tvöfölduðust skuldirnar reiknað í erlendum gjaldmiðlum og fjórfölduðust í krónum.

Hvort Samfylkingin er með eða á móti máli er það eina sem Hilmar þarf að vita til að taka afstöðu til þess . Hilmar minnir þannig meira á hund sem er kennt að bregðast við á ákveðinn hátt frekar en hugsandi veru.

Svo er auðvitað allt sagt vera lygi sem samræmist ekki blekkingaráróðri trúarsafnaðarins.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 17:47

25 identicon

Það gildir í sjálfu sér einu, hvort ég hugsa sjálfstætt, eður ei, Mundi minn, sannleikur er sannleikur, hver sem heldur honum fram.

Allar þessar gríðarlegu skuldir OR urðu til á tíma Samfylkingar, allar ákvarðanir sem leiddu þessa hörmung yfir veitur Reykjavíkur, voru vegna rækjueldis, gagnaveitu, virkjana o.sv.frv. Allar þessar skuldir voru í erlendri mynt, allir samningar í erlendri mynt, og allar greiðslur í erlendri mynt, þó svo að tekjurnar séu í íslenskri. Það er náttúrulega bara helber heimska. Sú heimska skrifast á Samfylkingu, kúturinn minn.

Þetta er sama Samfylkingin og boðar gjaldþrota evru, til að redda einhverju hér á Íslandi. Sama evra og er að leggja stóran hluta Evrópu í rúst, og ber ábyrgð á hnattrænum erfiðleikum. Hvernig gjaldþrota evra reddar einhverju er þó algerlega hulið þenkjandi mönnum, eins og sú ákvörðun að skuldsetja Reykvíkinga og nærsveitarmenn í erlendum myntum.

Það er svo útaf fyrir sig, góður mælikvarði á mál, hvaða afstöðu Samfylkingin tekur. Þegar reynslan sýnir okkur, að allar ákvarðanir Samfylkingar, og skoðanir, reynast rangar, þá er rökrétt að önnur skoðunin sé rétt. Það er nú bara líkindareikningur, Mundi minn, og fyrir sinn hatt, nægjanleg til ákvörðunartöku, ef forsendurnar eru svo traustar og raun ber vitni.

Það er náttúrulega frábært að hafa svona vindhana eins og ykkur. Við höfum lært það af reynslunni, að það blæs úr öfugri átt miðað við það sem þið sýnið.

Þú ert fínn vindhani, Mundi minn.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 18:57

26 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Fyrir utan þessa lygabloggfærslu, sem er ekki mark á takandi. Ástæða þess að illa gengur að sannfæra íslendinga um Evrópusambandið er sú staðreynd að milljörðum króna er eytt í lygaáróður gegn Evrópusambandinu á Íslandi. Þá sérstsaklega í gegnum Morgunblaðið. Síðan eru það bloggsíður eins og þessi hérna, sem dæla út röngum upplýsingum, lygum og spuna um Evrópusambandið, evruna og Evrópu almennt. Þetta er ekkert nýr spuni. Þessi spuni er orðin meira en 50 ára, enda eru andstæðingar Evrópu búnir að vera lengi til staðar á Íslandi.

Framsóknarflokkurinn sem dæmi hefur verið á móti Efnahagsbandalagi Evrópu síðan árið 1963, það er hægt að sjá hérna. Skemmdarverk Evrópuandstæðinga á þessu ferli eru heldur ekkert nýtt fyrirbæri, eins og hægt er að sjá hérna.

Það er ennfremur staðreynd að þó svo að Ísland gangi í Evrópusambandið og að evrukreppan væri í fullum gangi. Þá mundi Ísland ekki taka upp evruna fyrstu næstu 2 - 3 árin eða svo. Þannig að áhrifin til styttri tíma yrðu engin. Það er einnig ljóst að áhrifin til lengri tíma yrðu mjög takmörkuð til engin. Sérstaklega þar að ríki sem vill taka upp evruna þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Í dag tryggir Evrópusambandið að það ríki sem ætlar sér að taka upp evruna sem gjaldmiðil uppfylli þau skilyrði nákvæmlega eftir bókstafnum. Það er sá lærdómur sem Evrópusambandið dróg af Grikkjunum á síðustu árum. Engar undanþágur, engin frávik. Uppfylla skilyrðin eins og þau standa, eða engin evra fyrir viðkomandi aðildarríki Evrópusambandsins.

Hvað Evrópuandstæðinga varðar. Þá hagar þetta fólk sér hreinlega bara kjánalega. Enda hef ég ekki séð nein haldbær mótrök gegn Evrópusambandinu hjá þessu fólki.

Ég er núna búsettur í Evrópusambandinu (Danmörku). Öll mín fjárhagslegu vandamál eru á Íslandi, og eru íslensku krónunni að kenna. Ekkert annað er vandamál hjá mér.

Jón Frímann Jónsson, 2.8.2012 kl. 21:46

27 Smámynd: Elle_

Svo þú býrð í Danmörku.  Hví ertu þá að skipta þér af fullveldi okkar og stjórn okkar lands?  Og okkur yfirleitt?  Geturðu ekki bara verið sæll þarna þar sem ekki má passa landamærin í friði fyrir ´you know who´?  Mundu bara eftir eftirfarandi:

Danir sömdu á sínum tíma um sérundanþágu frá reglum ESB, þeir einir mega beita slíkum takmörkunum. Þær standa engum öðrum til boða. Alls ekki landi sem óskar eftir aðild að sambandinu. En Danir voru í aðstöðu til að fá sérákvæði fram fyrir sig, vegna þess að þeir voru meðlimir að ESB þegar þær samkeppnisreglur voru settar. Þeir hótuðu að beita neitunarvaldi - fengu sitt fram. Um öll lönd sem hafa síðar fengið aðild, eða eru að óska aðildar; þá stendur ekki til boða að fá að beita sambærilegum ákvæðum. Það sama á við um Ísland sem meðlimur EES. Það er ekki mögulegt að setja slíkar takmarkanir meðan EES regluramminn er í gildi.

Elle_, 2.8.2012 kl. 22:27

28 identicon

Ójú, þín vandamál er stærri, fleir og dýpri en þig sjálfan grunar. Þú ert eitt mesta fífl í sögu mannkyns. Sjálfsupphafin sauðheimsk hrokabytta.

Ætlaðir þú ekki að annars gera mig frægan?

Ég er ennþá að bíða.

Er nákvæmlega EKKERT að marka neitt sem þú segir?

Hlakka til að hitta þig, litla fitupeð.

Prófaðu síðan að leita þér að atvinnu. Eða ertu kanski þessi andlegi öryrki sem þú sýnist vera.

Þú ættir að læra að halda kjafti þegar fullorðið fólk er að tala saman.

palli (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 22:31

29 identicon

Ef eitthvað er að marka þessa ljósmynd sem þú notar af sjálfum þér, þá er þitt fyrsta vandamál í speglinum.

Ég á annars erfitt með að trúa því að þetta sért þú.

Þú setur varla jafn aulalega ljósmynd af sjálfum þér á netið.

Er þetta ekki eitthvað grín?

Ertu virkilega svona mikill brandari? Sooorglegur brandari.

palli (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 22:34

30 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Þar sem þú ert þjóðremba og stórhættulegur sem slíkur. Þá ætla ég að meðhöndla þig sem slíkan. Eins og annað öfgafólk. Þá ætla ég að biðja þig um að halda kjafti. Sérstaklega í ljósi þess að þú hefur aldrei nokkurntíman haft vit á því sem þú tjáir þig um hérna. Evrópusambandið þá sérstaklega.

Ég mælist ennfremur til þess að þú kynnir þér undanþágur Dana áður en þú ferð að tjá þig um þær. Það væri mikil tilbreyting ef að andstæðingar Evrópusambandsins færu að kynna sér það, svona áður en þeir færu að tjá sig um það til að byrja með.

Þessi Einar sem þú vitnar um fer með rangt mál. Enda er hérna um að ræða staðarlög í Danmörku. Eitthvað sem hefur ekkert með ESB að gera. Samkvæmt aðildarsamningi Danmerkur og ESB. Þá voru takmarkanir (eða eru) á sumarhúsaeigin þjóðverja í Danmörku. Það hefur komið til tals að fella þá undanþágu úr gildi. Enda um innistæðulausan ótta að ræða hjá dönum varðandi hættuna á því að þjóðverjar mundu kaupa upp allt sumarbústaðarland í Danmörku.

Jón Frímann Jónsson, 2.8.2012 kl. 22:54

31 identicon

Þó að ég hafi ekki mikið álit á andlegu atgervi Hilmars þá bjóst ég ekki við að hann myndi opinbera sjálfan sig sem vanvita.

Hann telur að það sé óþarfi að hugsa sjálfstætt því að það sé algjör trygging fyrir því að maður hafi rétt fyrir sér að taka afstöðu gegn afstöðu Samfylkingarinnar.

Svona hugsunarháttur olli hruninu á Íslandi. Davíð Oddsson var leiðtogi þeirra sem hugsuðu svona. Þeim fannst þægilegt að láta hann um að hugsa fyrir sig svo að þeir gætu einbeitt sér að því að græða á daginn og grilla á kvöldin.

Verst var þó að jafnóheppilegur maður var vandfundin fyrir þetta hlutverk. Því fór sem fór. Gáfumaður er Davíð enginn. Skapgerðargallarnir eru hins vegar miklir og siðferðið í lakara lagi.

Reyndar efast ég um að Hilmar sé miklu meiri vanviti en meirihluti þeirra sem eru á móti ESB-aðild. Slík afstaða ber nefnilega vott um annaðhvort sérhagsmunagæslu eða greindarskort.

Ný könnun Capacent-Gallup sýnir Samfylkinguna í stórsókn. Hún eykur fylgi sitt úr 18% í 21% frá síðustu könnun.

Annað ánægjulegt við könnunina er að lýðskrumsflokkur Lilju Mósesdóttur, sem í upphafi fékk  mikið fylgi, hefur nú glutrað því niður að mestu og nær ekki manni á þing.

Ég er ekki í Samfylkingunni og veit ekki enn hvað ég kýs næst. En mér finnast þó þessi tíðindi ánægjuleg.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 23:03

32 Smámynd: Elle_

Hægan, Jón Frímann öfgamaður.  Get ég bætt við ´útlendingahatari´?  Ekkert nýtt þú kallir fólk öfgamenn fyrir að trúa ekki kjaftæðinu þínu um dýrðarveldið. Og get ekki sagt að það komi neitt við mig komandi frá ómarktækum blekkjara og rembingi.  Einum ómarktækasta af öllum ómarktækum sem ég vitað um.  Misstu samt ekki andann af bræði og ofsa.  Og haltu þínum kjaftfora kj. sjálfur.

Elle_, 2.8.2012 kl. 23:15

33 identicon

Þið tveir (?) eruð tvö mestu fífl sem um getur.

Þið eru auðvitað of fokking ruglaðir í hausnum til að nokkru sinni átta ykkur á því sjálfir.

Hallærislegustu hálfvitar Íslandssögunnar. Það er alveg ótrúlegt að horfa upp á þetta.

Og þið haldið virkilega að það sé tekið eitthvað mark á ykkur, að þið séuð ekki athlægi á þessari vefsíðu (og víðar örugglega), að þetta endalausa blaður og della í ykkur sé að hafa einhvern árangur.

Get a life!

Hvernig andskotans líf eigið þig eiginlega? Vaðið óvelkomnir inn á þessa vefsíðu með ykkar endalausa súperheimska áróður, ekki í neinni einustu tenginu við raunveruleikann, og lifið í einhverjum óskhyggju draumaheimi þar sem ESB er svar við öllum gátum.

Þvílíkir hálfvitar.

Það er eins og að horfa á bílslys í slowmotion að fylgjast með ykkur opinbera algjöran skort á nokkrum vitsmunum og þennan herfilega heilaþvott.

Þið eruð skilgreiningin á fábjánum. Það er enginn sem getur verið meiri fábjáni en þið tveir. Það er bara ekki hægt.

Reyndar er þetta svo svakalegur hálfvitaskapur að ég efast um að þið séuð tveir.

Ein ráðlegging til ykkar. Setjið ykkur eigin mörk. Segið við sjálfa ykkur, ókey, ef þetta gerist og þetta gerist, þá ætla ég að endurskoða minn hug.

Hvað þarf nákvæmlega til þess að þið mynduð endurskoða ykkar hug? Eru einhver takmörk yfirleitt?

Hvað þyrfti að gerast í ESB, hvað þyrfti ástandi að verða slæmt, til að þið mynduð yfirleitt voga ykkur til að efast um eigin trúarjátningar?

By they way, ef þið getið ekki einu sinni sett slík mörk, þá er það mjög skýrt merki um að þið eruð gjörsamlega heilaþvegnir, og ættuð að leita ykkur professional aðstoðar. (Jón Frímann er örugglega í einhverri meðferð, ef þetta er virkilega ljósmyndin af honum sem hann notar.)

Jón (Ásmundur) Frímann. Hvað ertu að gera þarna í Danmörku? Á hverju lifir þú, þ.e.a.s. á hvernig bótum ertu? Hvað nákvæmlega er að sem gerir þig að öryrkja? Hvað í andskotanum er vandamálið í þínu lífi?

Ó, hvað ég hlakka til að hitta þig einn daginn.

palli (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 23:25

34 identicon

Nei Elle, þetta er sami hálfvitinn. Fíflið kann ekki málfræði.

Sjáðu síðustu setninguna hjá "ásmundi". Hann setur punkt á undan, en ekki kommu.

Nákvæmlega það sama að í fyrstu línunum hjá Jóni Frímann.

Ég vissi þetta! Nú er kominn sönnun. Ekki séns að tveir hálfvitar geti verið jafn illa ruglaðir, og bjagaðir af sömu málfræðivillunum.

Líkurnar á því eru hverfandi.

Og er maður eitthvað hissa að jafn bilarðu einstaklingur og Jón Frímann notist við tvö nöfn (og örugglega fleiri). Hann er fíflið á kassanum, að æpa sinn áróður. Sami hroki. Sama heimsa. Sama geðbilun.

Hann vill ekki líta út eins og einstaki geðsjúklingurinn sem hann er, svo hann skáldaði Ásmund út úr eigin görn.

palli (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 23:36

35 Smámynd: Elle_

Palli, ég sé þetta ekki með punktinn en Jón Frím. er slakur í stafsetningu.  Hann skrifar sömu orð ýmist með hástaf eða lágstaf.  Í blogginu hans skrifar hann líka heilu kaflana um sjálfan sig:

Rugludallar | Jón Frímann

Útlendingahatur

Þjóðremban

Elle_, 3.8.2012 kl. 00:02

36 Smámynd: Elle_

Elle_, 3.8.2012 kl. 00:09

37 identicon

Ásmundur:

Ég er ekki í Samfylkingunni og veit ekki enn hvað ég kýs næst. En mér finnast þó þessi tíðindi ánægjuleg.

Jón Frímann:

Elle, Þar sem þú ert þjóðremba og stórhættulegur sem slíkur. Þá ætla ég að meðhöndla þig sem slíkan. Eins og annað öfgafólk. Þá ætla ég að biðja þig um að halda kjafti.

Sama villan. Punktar og nýjar setningar, þegar það ættu að vera kommur.

Ekki séns að þetta séu tveir einstaklingar, plús hvað þeir eru báðir jafn snælduruglaðir á sama hátt. Það eru meiri líkur á að þú sért kanína, en að Jón Frímann og Ásmundur séu tveir einstaklingar.

palli (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 00:10

38 identicon

Hahahaha!!

Jón Frímann vælir um hótun um ofbeldi af minni hálfu á vefsíðunni sinni.

Svo það var þetta sem þú varst að tala um, Jón? Að gera mig frægan á vefsíðunni þinni?

HAHAHAHAHAHA!!!!

Já, ég ætla að lemja þig í plokkfisk ef ég hitti þig úti á götu, litla fitupeð.

...en þetta er ekki hótun, Jón. Þetta er eitthvað sem ég ætla að gera.

Hvernig færðu það út að ég sé að hóta þér??

En þú ert of fokking heimskur til að skilja muninn auðvitað.

Ó, hvað ég hlakka til að hitta þig.

Ef ég á leið um Danmörk, kanski maður lítið við. Hvar í Danmörku ertu?

palli (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 00:19

39 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Palli, Ég hef látið lögregluna vita af þessu háttalagi þínu. Sérstaklega þar sem svona hótanir eru brot á 66. gr almennra hegningarlaga. Hvað gerist næst veltur á svörum lögreglunar sem ég fæ. Ég hef einnig beðið lögregluna um að athuga afhverju stjórnendur þessa bloggs hafa ekki brugðist við svona hegðun og komið í veg fyrir hana. Eftir allt saman. Þá bera þeir sem reka þetta blogg einnig ábyrgð á því sem gerist á því.

Elle, Afskaplega er þetta nú lélegt hjá þér. Sakar mig um eitthvað og getur síðan ekki komið með mótrök sem eru haldbær. Staðreyndin er sú að þetta er það sem evrópuandstæðingar eru, og hafa alltaf verið á Íslandi. Alveg frá árinu 1957. Ef ekki fyrr. Svo gömul er umrædd þjóðremba, sem byggir örugglega á kommúnisma hinsvegar og síðan fasisma nasista (sem voru lengi vel starfandi á Íslandi) hinsvegar. Síðan allar aðrar útgáfur sem hægt er að finna á Íslandi.

Því meira sem ég skoða málið. Því meira verð ég sannfærður um að þetta sé það sem er í gangi á Íslandi og ekkert annað. Þetta blogg hérna ber þess sannarlega merki, ásamt fleiri öfgabloggurum til hægri og vinstr á Íslandi. Svona hugsunarháttur er sem betur fer nærri því útdauður í restinni af Evrópu (svona að mestu leiti. Sum ríki eru verri en önnur í þessum efnum).

Síðan er afskaplega kjánalegt að saka mig um lélega málfræði. Sérstaklega þar sem það er bara haugalygi. 

Jón Frímann Jónsson, 3.8.2012 kl. 14:14

40 identicon

Hahaha!!!

Ó guð, ég er svo hræddur núna, Jón Ásmundur Frímann!! Ég skelf á beinunum!!

Löggan hefur nefnilega svo rosalegan áhuga á ófrömdum líkamsárásum!!

Geturðu kanski ekki bara hringt í lögguna og tekið það upp. Það væri gaman að heyra þá hlæja að vitleysunni í þér!

En satt að segja, þá slysaðist ég til að lesa smá af blogginu þínu, eftir að Elle linkaði á það, og ég get nú varla farið að lemja einstakling eins og þig. Þú ert of aumkunarverður, með öll þín vandamál.

Furðulegt að þú viljir opinbera eigið líf svona berlega, en þú um það

http://www.jonfr.com/?p=6809

Þú ert bara ruglaður í hausnum, eins og þú lýsir því sjálfur.

Þú ættir að reyna að gera eitthvað annað þarna úti í Danmörku en að hanga á netinu á íslenskum vefsíðum, með þinn tilgangslausa hrokafulla trúarofstækisáróður. (Já og skrifa undir nafni Ásmundar og fleiri).

Reyndu að öðlast eitthvað líf.

Þessi ESB bilun í hausnum á þér mun ekki leiða neitt gott af sér. Þú þarft bara að sleppa þessu, fyrir eigin geðheilsu.

Það er hvort sem er enginn sem trúir orði sem þú segir, eins og kemur í ljós aftur og aftur.

Þjóðin er búinn að gera upp hug sinn. Það er alveg augljóst hvað er í boði í ESB og við höfum ekki áhuga, sama hvað þú vælir mikið yfir því.

Og þú virðist vera of fokking heimskur til að átta þig á því að þessi hrokaáróður í þér gerir bara illt verra fyrir þenna aula boðskap þinn.

Slepptu þessu bara, kallinn. Reyndu að finna þér félagsskap þarna úti, eins og þú talar um í þessu bloggi þínu.

Þú gengur greinilega ekki heill til skógar. Pældu meira í sjálfum þér frekar en nokkru öðru, hvað þá jafn vonlausum málstað og ESBaðild Íslands er.

palli (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 17:35

41 identicon

Og þú virðist ekki mjög sleipur í málfræði, þ.e. setningarskipan, og tókst að opinbera án nokkurs vafa að þú stundar ummælaskrif undir nafni Ásmundar, og örugglega fleiri nöfnum.

Sem aftur opinberar þinn innri mann.

palli (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 17:39

42 Smámynd: Elle_

Jón Frímann ´öfgamaður´ getur vitað að ég bara nenni ekki að ræða við ´rugludalla og öfgamenn´ eins og að fara að svara honum núna.  Maður rökræðir ekki við slíka menn.  Hann hefur sagt það skýrum orðum að hann ætli að búa í Danmörku en ekki í þessu ömurlega landi.   Hann gæti núna gert það sem hann ætlar öðrum: ´Halda kj´.  Og hætta að skipta sér af okkar landi yfirleitt. 

Það er allt öðruvísi ef Gunnlaugur I sem dæmi, skrifi um þetta mál þó hann búi erlendis.  Vegna þess að hann ætlar ekki að eyðileggja, honum er ekki sama.

Vá, svo hann lét lögreglu vita af Palla og Vinstrivaktinni, mannorðsmorðinginn sjálfur.  Vinstrivaktin skelfur varla, enda nóg af níði í síðunni af völdum hans.

Elle_, 3.8.2012 kl. 18:48

43 Smámynd: Elle_

Og ég sá málvillurnar sem ég setti inn óvart að ofan. 

Elle_, 3.8.2012 kl. 19:11

44 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

palli. Þar sem þú hefur svona gaman af því að ásaka mig um að skrifa undir öðrum nöfnum. Þá vænti ég þess og krefst þess að þú sannir þitt mál. Annars ertu bara að gera það sem þú hefur gert mjög mikið af hérna. Ljúga bara upp á fólk, og notar það síðan sem aðferð til þess að reyna þagga niður í því. Sú aðferð reyndar virkar ekki á mig. Þar sem mér stendur alveg á sama um. Hvað ég tjái mig um, og hvernig ég nota mitt blogg kemur þér ekkert við.

Hvað svona grammar nasista eins og þig varðar. Þá tek ég ekki mark á svona þvælu er þetta varðar. Enda ertu sjálfur afskaplega lélegur í því sem þú ásakar mig um.

Stjórendur þessa bloggs geta ennfremur alveg staðfest við þig að ég er ekki Ásmundur.

Elle, Miðað við sögu Íslands síðustu 70 ára, eða síðan Ísland fékk sjálfstæði og  fullveldi. Þá reikna ég ekki með miklum breytingum á næstunni. Enda hefur það sýnt sig að íslendingar hafa lítið lært á þessum tíma, og ég reikna ekki með því að það breytist neitt á næstunni. Sagan á Íslandi hefur einnig sýnt það að sérhagsmunir eru skaðlegir, og hafa valdið mestum skaða á undanförum áratugum. Jafnframt sem að umræddir sérhagsmunir hafa dregið úr framboðum og lífsgæðum íslendinga undanfarna áratugi. 

Sérstaklega þegar haft er í huga að sérhagsmunavaldið hefur marga verjendur eins og þig og höfunda þessa bloggsíðu.

Gunnlaugur I er búsettur í ESB ríkinu Spáni. Þar sem að hann skrifar bara illa um ESB og tóma þvælu að auki. Þá ertu sammála honum. Þar sem ég er búsettur í ESB ríkinu Danmörku, en skrifa vel um ESB þá ertu mjög svo á móti því sem ég hef að segja. Kemur mér persónulega lítið á óvart.

Jón Frímann Jónsson, 3.8.2012 kl. 22:19

45 identicon

Þú ert svo heimskur og hrokafullur að það er alveg ótrúlegt.

Og skrifar svo á bloggið þitt eitthvað væl um hvað þú ert einmana, og hafir flutt til Danmerkur til að finna félagsskap.

Hefurðu aldrei pælt í því að fólk vilji kanski ekki umgangast hrokabyttur eins og þig? Þín skrif í ummælum hljóta auðvitað að endurspegla þína sál, og það er nú ekki falleg sjón.

Varðandi að kalla mig grammar nastista, þá er það jafn heimskt og allt annað sem kemur frá þér. Ég var ekki að kvarta yfir slæmri málfræði, ég var að benda á nákvæmlega sömu villu í setningarskipan, sem sýnir og sannar að þú ert Ásmundur. Það eru ekki tveir jafn kolbilaðir og hrokafullir fábjánar á þessari vefsíðu, sem gera nákvæmlega sömu villur. Ekki eru þær algengar.

Mér er skítsama um sjálfa málfræðina enda bjánalegt að gagnrýna slíkt á ummælum. Ég geri sjálfur fullt af innsláttarvillum, og leiðrétti ekki aðra.

En þú ert of heimskur til að skilja það, auðvitað, eins og allt annað, Jón Ásmundur Frímann.

Ef þú fluttist til Danmerkur til að leita að félagsskap, hvers vegna í veröldinni gerirðu ekkert annað en að hanga á íslenskri vefsíðu?

Hmm... nei annars, ég ætla að lemja þig í plokkfisk ef ég rekst á þig úti á götu. Sorry, mér er sama þótt þú sért þroskahefur. Þú ert ekki nógu þroskaheftur, sem og kjaftfullur af hroka og öðrum viðbjóði, að þú átt einfaldlega skilið að vera vel laminn.

Andlegt viðrini.

Já, og ég bíð spenntur eftir löggunni, maður!

Þú ert fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband