Að vera eða vera ekki vinstri maður
27.7.2012 | 14:07
Engum dylst að flokkur íslenskra vinstri manna, Vinstri hreyfingin grænt framboð er í miklum vanda og langt síðan fall eins stjórnmálaflokks hefur verið eins mikið á eins stuttum tíma. Ástæðurnar eru margar og ein sú nærtækasta vitaskuld að það sé róttækum flokki erfitt að sitja að völdum. En hér kemur fleira til.
Áratugagömul skipting svokallaðra vinstri manna í tvo flokka er gömul á Íslandi og styðst við raunverulegan hugmyndafræðilegan ágreining. Þeir sem halda að flokkslegur aðskilnaður VG og Samfylkingu sé aðeins byggður á aðildarspurningunni um ESB fara villur vegar. Miklu nær er að segja að það sé afstaðan til markaðshyggjunnar og kapítalismans sem ráði.
Síðustu áratugi með Blair-isma og Jóni Baldvin hér heima hefur raunar mátt draga í efa að íslenskir kratar tilheyri vinstri stefnu. Þeir sem aðhyllast óheftan heimskapítalisma og markaðshyggju eru eðlilega hrifnir af Evrópusambandinu. Mismunandi afstaða til þess er því afleiðing ekki orsök aðskilnaðar.
Nú ber nýrra við í íslenskum stjórnmálum. Kínverskir pabbadrengir Kommúnistaflokksins þar eystra fara nú land úr landi með fullar hendur fjár og braska. Þeir hafa víða komið ár sinni fyrir borð í þriðja heiminum. Fjárfestingum þeirra hafa fylgt yfirráð og völd. Harðstjórnarríkið Kína virðir þar lítils almennar reglur eða fullveldi sinna skuldunauta. Á Vesturlöndum hafa menn eðlilega viljað fara varlega í að hleypa þeim að með fyrirætlanir sínar. Þar skilur þó í milli þar sem hinir áköfustu markaðssinnar eru því miður þeirrar tegundar að hrífast af öllum peningum.
Hér á landi kemur ekkert á óvart að íslenskir hægri kratar gegni lykilhlutverki í heldur óskemmtilegum leik. Hitt er miklu alvarlegra fyrir okkur kjósendur VG ef það reynist rétt sem m.a. má lesa út úr málflutningi Ögmundar Jónassonar að undanþágubeiðnir Huang Nubo hafi verið teknar úr hendi innanríkisráðherra og fengnar öðrum ráðherra sama flokks sem hafi svo afgreitt þær. Eins og áður hefur verið vikið að hér á síðunni berast böndin þar að Steingrími J. Sigfússyni sem gegnir allmörgum ráðherraembættum.
Í samtali við Morgunblaðið í vikunni kom Steingrímur sér undan að svara blaðamanni og fyrir Morgunblaðið má það einu gilda hver ráðherrann það var sem veitti undanþáguna. Fyrir okkur sem stöndum vaktina vinstra megin við miðju gegnir öðru máli.
Athugasemdir
Ja, hví er hinn hættulegi stjórnmálamaður enn í forystu VG með öðrum jafn skæðum? Og getur hann rænt málum/völdum af öðrum eins og Ögmundi? Og rekið menn eins og Jón og komist upp með það? Við búum ekki í alræðiskommúnistaríki enn þó hann og Jóhanna haldi það.
Elle_, 27.7.2012 kl. 19:08
Ef þið viljið vera flokkur eftir næstu kosningar, þá losið þið ykkur við ódrátt eins og Steingrím J. Sigfússon, og það strax.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2012 kl. 19:10
Ætti Ögmundur ekki að segja NEI? Þú stelur ekki mínum málum?
Elle_, 27.7.2012 kl. 19:59
það sem má draga í efa er, hvort að þjóðrembingsarmur VG sé í raun vinstri menn.
það er óumdeilt að Jafnarmenn eru leiðandi afl vinstri hugmyndarfræði. þetta afl, Jafnaðarhugmyndafræðin, hefur fært Evrópu og heiminum öllum mestu hagsæld og mesta félagslegt réttlætti sem dokkjumentað hefur verið. Óumdeilt.
þjóðrembingsöfgaarmur Vg og Alþýðubandalagsins ef því er að skipta er í raun barasta skæruliðahópur Sjallaflokks. Sjallar arga þessum hóp út og suður til skemdarverka. það er þannig sem þetta virkar.
Og talandi um Alþyðubandalagið, að þá var náttúrulega svo margt undarlegt við sem að nefnt bandalag tók uppá eða hluti þess bandalags tók uppá að surrealískt er. Súrrealiskt. Hér má td. sjá formann Alþýðubandalagsins á fundi Kommúnistaflokks Rúmeníu 1969. Halló! Nicolae Ceausescu þá í forystu.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=219604&pageId=2821276&lang=is&q=Arnalds%20Ragnar%20Arnalds
Og ef linkur virkar ekki þa er þetta í þjóðviljanum 24.08 1969 bls. 7.
þarna má sjá mynd af formann Alþýðubandalagsins, Ragnari Arnalds, bukta sig og beygja fyrir Nicolae Ceausescu. Alveg kengboginn í hnjánum og beygir höfuðið nánast alveg niður í gólf! Fyrir Nicolae Ceausescu. Barasta súrrealískt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.7.2012 kl. 20:22
Sæl verið þið; síðuhafar / greinarhöfundur, svo og aðrir skrifarar og lesendur !
Forgöngumönnum Vinstri vaktarinnar til glöggvunar; er hreyfing ykkar - sem kennir sig við Vinstri hreyfingu - grænt framboð, einkaeignar Svavars nokkurs Gestssonar, álíka óviðfeldinn og ógæfulegur félagsskapur, sem önnur Kommúnísk og kratísk samtök - og eigið raunar margt sameiginlegt með frjálshyggju Kapítalistunum, og áþekkum áhangendum þeirra, víðs vegar.
Mér þykir furðu gegna; að mætar fornvinkonur mínar - þær Elle Ericsson og Ásthildur Cesil Þórðardóttir, skuli yfirhöfuð, nenna að elta ólar, við hugaróra Ögmundar Jónassonar, og annarra þeirra, sem eru svona viðlíka marktækir í orðræðunni, eins og ljósastaurarnir, hér heima í Hveragerðis og Kotstrandar skírum, nema; hvað ljósastaurarnir hafa reynst gagnlegri til þessa, en liðónýtir stjórnmálamenn ALLRA flokka, hérlendra.
Hvort sem; Ragnar Arnalds, eða þá einhver annarra, er höfurndur þessa greinarkorns hér efra, læt ég nú reyna á, hvort þeir félagar hendi út athugasemd minni, að Austur- Þýzkum hætti, eða gefi henni tóm til að standa, að nokkru.
Fróðleg verður; framvinda Vinstri vaktarinnar, sé miðað við þá 1/2 velgju, sem hún hefir fyrir staðið í þjóðmálunum, til þessa, gott fólk.
Með Falangista kveðjum; og and þingræðislegum vitaskuld, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 22:24
Óskar minn Helgi, ég er ekki að elta neina óra Ögmundar. Og sagði opinberlega fyrir löngu að ég væri hætt að skilja hann. Hinsvegar skil ég vel að Ragnar Arnalds er heiðarlega á móti þvingunarveldinu og ekkert fals þar. Vildi samt sjá VG MIKLU harðari gegn skröttunum úr flokknum. Ögmundur rekur ekki þessa síðu og okkar í milli þoli ég engan alþingismann úr VG.
Elle_, 27.7.2012 kl. 23:28
Ein mistök, get ekki sagt að ég þoli ekki Jón eða Ögmund.
Elle_, 27.7.2012 kl. 23:31
Vinstri grænir geta tæplega kallast vinstri flokkur og varla grænn heldur.
Allavega er ljóst að áhersluatriði þeirra á þingi og í fjölmiðlum hafa oftast ekkert með jafnaðarmennsku að gera. Þetta á allavega við um órólegu deildina, sem nú er að mestu horfin úr flokknum, en einnig ýmsa aðra.
Það sem einkennir þennan arm Vg er afturhald, kreddur, þjóðremba og almenn neikvæðni gagnvart öllu sem til framfara horfir. Að þessu leyti eiga Vinstri grænir mest sameiginlegt með Davíðsarni Sjálfstæðisflokksins.
Það má ekki á milli sjá hvor er meiri afturhaldskommatittsflokkur - svo að notað sé orðbragð Davíðs - Vg eða Sjálfstæðisflokkurinn. Það er því ekki að ófyrirsynju að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óskasamstafsaðili í ríkisstjórn fyrir þennan arm Vg.
Fyrir kosningarnar 2007 ku Hjörleifur Guttormsson, Svavar Gestsson og Davíð Oddsson hafa lagt á ráðin um stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokks. En aldrei þessu vant sýndi Geir Haarde sjálfstæði og neitaði að starfa með Vg.
Ólýðræðisleg vinnubrögð einkenna þennan arm Vg eins og sést best á virðingarleysi hans fyrir meirihlutasamþykktum í flokknum og stjórnarsáttmálanum sem þeir þó samþykktu.
Hörð andstaða gegn því að þjóðinni sé gefinn kostur á að kjósa um aðild, þegar samningur liggur fyrir, er annað dæmi um ólýðræðisleg vinnubrögð.
Flokkur sem horfir aðgerðarlaus upp á landið verða örfoka af völdum sauðkindarinnar verðskuldar ekki að kalla sig grænan.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 23:44
´Órólega deildin´ er nefnilega það sem þú heldur að sé rólega deildin. Mistök að sjálfsögðu. Nefnilega Steingrímur og heimakettir hans. Og þeir líkjast allir Jóhönnu og Össuri og co. Í eðli og í framan.
Elle_, 28.7.2012 kl. 00:00
Fólk, VG er alvöru vinstri. Marxistar meira að segja, hefur mér sýnst.
Samfó & sjálfstæðisflokkurinn eru á mjög svipuðum slóðum - bæði verandi sósíaldemókratískir flokkar. Of lítill munur í raun til að rífast mikið yfir - munurinn er sýnist mér í hvaða klíkur eru á bakvið hvorn um sig, frekar en einhver hugmyndafræði - og kjósendur fatta þetta sumir, og flakka á milli þeirra ef annar hvor pirrar þá meira en hinn.
Svo koma þessir kínverjar...
Vinstri, lengra til vinstri eða ennþá lengra til vinstri... no matter. Kínverjar eru vísir til að múta þeim öllum.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.7.2012 kl. 07:08
Þeir sem skrifað hafa blogg á þessai síðu eru margir hverjir hlynntir því að auðmenn njóti forréttinda og geta því ekki talist vinstrimenn. t.d. hér
http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1229356/
Hér er því virkilega haldið fram að Steingrímur J hafi stöðvað "ósóma" þegar Steingrímur J hafði samþykkt þennan ákveðna "ósóma" allan tíman og annan ósóma sem eftir er í lögum um gjaldeyrismál.
Það er löngu kominn tími á að vinstrimenn vakni og átti sig á því hvernig samfélag ójöfnuðar og óréttlætis verið er að búa til.
Lúðvík Júlíusson, 28.7.2012 kl. 09:24
Það er grundvallarmunur á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sérhagsmunaafla.
Samfylkingin gerir sér grein fyrir að of mikið af boðum og bönnum dregur úr framkvæmdagleði fólks og fyrirtækja og getur því haft slæm áhrif á kjör almennings. Sú misskipting sem slíkt frjálsræði leiðir til leiðréttir Samfylkingin með öflugu félagsmálakerfi.
Sjálfstæðisflokkurinn vil helst engin boð og bönn og vill greiða sem lægsta skatta svo að samneyslan verði sem minnst. Þannig vill hann auka ójöfnuðinn í þjóðfélaginu með því að bæta kjör hinna best settu á kostnað hinna verst settu.
Bjarni Ben og Illugi Gunnarsson hafa nýlega staðfest þessa stefnu. Þeir vilja niðurskurð og skattalækkanir sem augljóslega leiðir til aukins ójöfnuðar.
Munurinn á flokkunum er miklu meiri en reyndin sýnir þegar þeir komast í stjórnaraðstöðu. Fyrir utan að í samsteypustjórnum verður að miðla málum þá gera flokkarnir sér grein fyrir að það er takmarkað sem fólk lætur bjóða sér.
Það kemur hins vegar í ljós að þegar Sjálfstæðisflokkurinn er lengi við völd þá færist hann smám saman upp á skaftið. Með hverju árinu sem líður sölsa þeir undir sig meira og meira ýmist í formi einkavæðingar ríkisfyrirtækja eða með lækkun á sköttum hinna efnameiri og hækkun á sköttun hinna efnaminni.
Skattar hinna efnaminni eru hækkaðir með því að hækka ekki skattleysismörkin með verðbólgunni og með því að hækka skattprósentuna.
Á árunum fyrir hrun voru skattar hátekjumanna lækkaður með því að afnema hátekjuskatt. Og með því að greiða sér arð í stað launa komust þeir upp með miklu lægri skatta en lægsta skattþrep.
Afnám eignaskatta kom sér sérstaklega vel fyrir efnafólk. Einnig fjármagstekjuskattur upp á 10%. Þetta var algjör bylting á skattkerfinu sem miðaðri að því að lækka skatta hinna efnameiri og tekjuhærri á kostnað þeirra sem minna höfðu úr að spila.
Í Bandaríkjunum og Bretlandið lækkuðu skattar hinna efnameiri á árunum fyrir hrun. En Ísland mun vera eina landið þar sem skattar hinna efnaminni hækkuðu. Ég er ekki að tala um að skattar hafi hækkað vegna þess að tekjur hækkuðu heldur á ég við skatta á jafnháum tekjum verðbreytt.
Sá misskilningur hefur verið uppi að Samfylkingin dragi taum fjármálafyrirtækja. Ástæðan er meðal sú að lánardrottnar gömlu bankanna eignuðust nýju bankana að mestu.
Nýju bankarnir voru reistir á rústum hinna gömlu. Þegar búið var að greiða forgangskröfuhöfum áttu lánardrottnar það sem eftir var af þrotabúum gömlu bankanna þar á meðal nýja bankana að frádregnu því fé sem ríkið lagði í þá.
Ríkið hefði því aldrei komist upp með að nota verðmæti nýju bankanna í eitthvað annað eins og td að greiða niður skuldir heimilanna.
Afskriftir fyrirtækja og eigenda þeirra eru alfarið mál bankanna. Ríkisstjórnin hefur ekkert með þær að gera.
Ásmundur (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.