EFTA er til
26.7.2012 | 12:27
EFTA er enn við lýði, stundum þarf að minna á það. EFTA-ríkin eru þriðji stærsti aðilinn sem á vöruviðskipti við Evrópusambandið á eftir Bandaríkjunum og Kína og næststærsti hópurinn sem ef litið er til þjónustuviðskipta á eftir Bandaríkjunum.
Nú eru vinstrimenn ekki gagnrýnilausir á fríverslunarbandalög og eðli þeirra frekar en aðra strauma í heimsviðskiptum og alþjóðavæðingu. Engu að síður hefur í seinni tíð komið í ljós að viðskiptasamningar ríkja EFTA og annarra eru nákvæmlega það sem þeir eru sagðir: Viðskiptasamningar. Samanburðurinn við ESB er sláandi, ekki síst nú þegar í ljós er að koma hvílíkir afarkostir eru boðnir þeim sem eiga undir högg að sækja og hver valdahlutföll innan ESB eru í raun, þar sem fjármálum og stjórnmálum er grautað saman sem aldrei fyrr.
Jo Stein Moen er norskur ESB-andstæðingur sem hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa skilgreint andstöðu Norðmanna við ESB upp á nýtt, þar sem margt hefur breyst bæði hjá ESB og öðrum löndum og heimsviðskiptin og -myndin breyst mikið frá því Norðmenn sögðu seinast Nei við aðild að ESB árið 1994.
Jo Stein Moen er áhrifamaður í norska Verkamannaflokknum, sem ólíkt Samfylkingunni er krataflokkur sem rúmar fjölmarga áhrifamikla andstæðinga ESB, en eftir að Stefán Jóhann Stefánsson gekk úr Samfylkingunni og Hörður Guðbrandsson hætti sem forseti bæjarstjórnar í Grindavík hefur furðu lítið spurst til slíkrar andstöðu innan raða krata hér á landi. Lesendur Vinstrivaktarinnar geta ef til vill rifjað upp eitthvað sem skrifari ekki man. Jo Stein var til dæmis varaformaður ungliðahreyfingar norska verkamannaflokksins.
Nýverið skrifaði Jo Stein grein um EFTA og ESB sem vert er að vekja athygli á og lesa, hver með sínum gleraugum. Það er nokkuð merkilegt að sjá í þessari grein að ekki verður annað séð en að ESB-sinnar í Noregi vilji gera hlut EFTA sem allra ósýnilegastan:
http://neitileu.no/aktuelt/nytt_fra_nei_til_eu/et_fint_trygt_alternativ
Ætli íslenskir ráðamenn hafi einnig tilhneigingu til að láta sem EFTA sé ekki til?
Athugasemdir
Alveg rétt hjá VV, hverju sem um er að kenna.
Yngri kynslóðin, allt að miðjum fertugsaldri, þekkir ekki EFTA og heldur oft að átt sé við EES - bara með annarri skammstöfun.
Kolbrún Hilmars, 26.7.2012 kl. 13:46
Takk fyrir að minna okkur á EFTA.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 14:14
Þessi bloggfærsla er fyrir margt áhugaverð. Sérstaklega í ljósi þess að höfundur þessar bloggsíðu var sjálfur á móti EFTA aðild Íslands á sínum tíma. Talaði þá um að ástandið á Íslandi yrði verra við EFTA aðild Íslands. Ekkert var auðvitað fjarri sannleikanum.
Síðan kom röðin að EES samningum. Á þeim var Ragnar Arnalds einnig á móti. Hafði uppi stór orð um EES samninginn og hversu slæmur hann væri yfir íslendinga.
Þegar á reyndi. Þá hefur aðild íslendinga að EFTA og EES reynst íslendingum vel. Þvert á spádóma Ragnar Arnalds og hans líka. Það er því rökrétt afstaða hjá mér að komast að þeirri niðurstöðu að Ragnar Arnalds hefur rangt fyrir sér hérna eins og áður. Af þessu má líka draga að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni reynast íslendingum vel þegar á reynir. Þvert á dómsdagsspár þær sem ESB andstæðingar hafa sett upp núna í dag.
Jón Frímann Jónsson, 26.7.2012 kl. 14:16
Þeir heiðursmenn Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér. Kannski vegna þess að þeir kynna sér málin áður en þau eru afgerð.?
EFTA aðildin varð okkur nú ekki sælan ein, eins og við þau eldri munum.
Kolbrún Hilmars, 26.7.2012 kl. 14:32
Meira rétt fyrir sér en einstefnugutti, sem er með leppa fyrir báðum augum og fullyrðingaglaður í þokkabót. Njóttu þín bara í Danamarka Jón Frímann minn, og hættu að hafa áhyggjur af okkur hér heima, við búum hér og ætlum að vera hér áfram og viljum þess vegna sjálf fá að ákveða okkar réttindi og skyldur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 14:40
Vegna orða Jóns Frímanns:
Ég greiddi atkvæði gegn aðild að EFTA með þeim rökum að aðildin yrði sennilega nýtt sem fordyri að ESB. Það reyndist rétt. Fáum árum eftir að Ísland gekk í EFTA var reynt að fá öll EFTA-ríkin inn í ESB. Bretar og Danir fóru inn en Norðmenn og Svisslendingar neituðu í þjóðaratkvæði, svo og Íslendingar. Þá hófst áróðurinn fyrir inngöngu í ESB hér á landi fyrir alvöru. Á Íslandi þurfti þó ekki að kjósa um það því að mikill meirihluti þings og þjóðar var því andvígur. Með EES-samningnum var reynt að stíga skref að hluta til inn í ESB. Við sem greiddum atkvæði gegn því bentum á að sú tilhögun fæli í sér brot á stjórnarskrá. Nú er sá ágalli notaður af ESB sinnum til að hvetja til þess að við stígum skrefið til fulls.
Bæði EFTA og EES voru notuð sem biðsalur við anddyri ESB á sínum tíma. Nú eru aðstæður gjörbreyttar. Ég tel æskilegast að EES-samningnum yrði breytt í tvíhliða samninga ESB við Noreg og Ísland. Það er sú leið sem Svisslendingar fóru og hefur reynst þeim vel.
EFTA-samningurinn hentar okkur hins vegar ágætlega. EFTA í dag eru allt önnur samtök en EFTA fyrir 44 árum. Í því felst hugsanavilla Jóns Frímanns. - Ragnar Arnalds
Vinstrivaktin gegn ESB, 26.7.2012 kl. 14:51
Nei, Kolbrún, Ragnar og Hjörleifur hafa yfirleitt haft rangt fyrir sér varðandi samninga Íslendinga við önnur ríkjasambönd eins og dæmin sanna. Jón Frímann rekur þetta í athugasemd sinni hér fyrir ofan.
Þeir voru á móti EFTA og EES þó að þeir samningar hafi reynst okkur afar vel. Af nákvæmlega sömu ástæðum eru þeir á móti ESB sem einnig kemur til með að reynast okkur afar vel ef þeir og fleiri koma ekki í veg fyrir að fáum að njóta þess.
Ertu sátt við þá lífskjaraskerðingu og einangrun sem óhjákvæmilega mun fylgja höfnun á ESB? Ef þú telur að hægt sé að koma í veg fyrir slíka þróun hvernig viltu fara að því?
Þú veist væntanlega hve skaðleg gjaldseyrishöft eru þegar til lengdar lætur. Og þú veist trúlega hve dýrt það er að reyna að halda krónunni á floti.
Það kostar óhemjustóran gjaldeyrisvarasjóð sem væri betur varið til að greiða erlendar skuldir eftir að evra hefur verið tekin upp eða krónan komin í var.
Krónan er svo litill gjaldmiðill að hún er dæmd til að hrynja einn góðan veðurdag þrátt fyrir digran gjaldeyrisvarasjóð. Það gæti hæglega þýtt gjaldþrot Íslands.
ESB-aðild leiðir til framfara, betri lífskjara og meiri og betri samskipta við aðrar þjóðir. Höfnun þýðir ekki bara skert lifskjör heldur einnig einangrun. Evrópulönd verða ekki lengur opin okkur til náms og starfa nema í algjörum undantekningartilvikum.
Gjaldeyrishöftin munu óhjákvæmilega versna eftir því sem lengra líður. Það eru aðeins örfáir áratugir síðan ferðamannagjaldeyrisskammturinn nægði ekki fyrir uppihaldi svo að allir voru neyddir til að kaupa gjaldeyri á svörtu eða sitja heima. Hugnast þér slík framtíðarsýn?
Svo má ekki gleyma því hvernig fullveldið eflist með ESB-aðild eins og er reynsla Dana sbr Spegilinn 20. júlí sl.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 18:39
Jón Frím. rekur ekki neitt nema eigin rökvillur. Jón er eins og lítil lús rökhugsunarlega við hliðina á þessum mönnum. Svo ´Ási´ minn, þú getur sleppt þessu.
Elle_, 26.7.2012 kl. 19:00
Ásmundur, þú hittir á slæma stund hjá mér!
Dóttir mín, hámenntaður hjúkrunarfræðingur, að grunni í Þýskalandi, er nýfarin til Noregs. Skilur eftir sig eiginmann og þrjá krakka á viðkvæmum aldri. Sem munu fylgja á eftir þegar fjölskyldunni hentar.
Þessi dóttir mín HNUSSAÐI þegar ég spurði hana af hverju hún færi ekki frekar til Þýskalands þar sem hún talar málið eins og innfædd og ætti að geta gengið að vísu starfi í gegn um gömul tengsl!
Það liggur við að ég ráðleggi þeim hjónum að selja kínverskum einbýlishúsið gamla, sem þau hafa eytt öllu sínu í til þess að endurnýja/byggja síðustu 15 árin!!!
Eins og ég sagði í upphafi, Ásmundur minn, þá er ég ekki viðræðuhæf í augnablikinu!
Kolbrún Hilmars, 26.7.2012 kl. 19:09
Og svo tekur hann ´Ásmundur´ ekki mark á þeim sem skýra sitt mál. Skýra hvað þeir sjálfir hugsuðu og sjálfir meintu. Nei, spólar bara til baka og beint í skýringar Jóns Frímanns af öllum mönnum.
Elle_, 26.7.2012 kl. 19:20
Hvað ég skil þig vel Kolbrún mín, þrjú af mínum börnum búa erlendis tveir synir í Noregi dóttirin í Austrurríki. þar í landi er alveg ljóst að austurríkismenn eru orðnir seinþreyttir á að borga hærri skatta til að styðja við bruðl í sunnanverðri ESB álmunni. Þeir munu því ólíklega taka að sér meiri álögur og nánara fjármálasamstarf. Það þýðir því lítið fyrir Jóna Frímenn og falska Ásmunda hér að reyna að telja okkur trú um sæluríkið ESB. Það er blinda sem segir bara eitt, þeir eru ekki alveg í lagi. Ef til vill með sama sjúkdóminn ef það kallast þá sjúkdómur að vera með asberger.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 19:42
Maður á náttúrulega að vera þakklátur, og það skal ég vera, og þakka þeim sem þakkir verðskulda.
Takk Ásmundur, að láta aldrei þessa yfirgripsmiklu vanþekkingu þína á öllum málum, aftra þér að fjalla um þau.
Skemmtilegast þykir mér, þegar þú dubbar þig upp í hagfræðing, og kemur með svona dásemdir eins og að gengisfall krónu þýði gjaldþrot Íslands. Vel innréttaður einstaklingur myndi leiðbeina þér, og benda þér á, að Ísland getur aldrei orðið gjaldþrota í krónum, hversu ódýr sem hún kann að vera. Verra er, ef við eigum ekki erlendar myndir, nú eða gull.
Ég hef líka reynt að rukka aðdáendur gjaldþrota ESB á því, hver kostnaðurinn við gengishöft er. Árangurlaust, að sjálfsögðu. Ef þeir myndu reyna það, þyrftu þeir að útskýra af hverju Kína rakar saman auði í enn stífari gjaldeyrishöftum en á Ísland.
Og hitt, óhjákvæmilegt gengishrun krónu. Skemmtilegt að aðdáandi gjaldþrota ESB skuli segja þetta, á sama tíma og evran hefur hrunið um rúm 10% gagnvart krónu síðustu vikurnar, og ekkert útlit fyrir að það hrun hætti í bráð.
Ogsvo er það fátæktin utan ESB. Grikkland gjaldþrota, og verður uppiskroppa með lánsevrur 20. ágúst, og fá ekki fleiri. Spánn að undirbúa gjaldþrot, og óskir um "bailout".
Sem flýtir fyrir falli Ítalíu, og gerðir enn gjaldþrotin á Írlandi og Portúgal, og sennilega ýtir fleiri ofurskuldsettum þjóðum ESB yfir brúnina. Þýskaland, sjálfur bjargvætturinn, horfir fram á lækkun lánshæfismats, sem hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér. Nú þegar hafa þýskir ríkisbankar verið lækkaðir, sem þýðir að ekkert traust ríkir lengur til bjargvættarins.
Fátækt, atvinnuleysi, hnignandi framleiðni, ósjálfbær efnahagskerfi, ofurskuldsetning, spilling, vanhæfni eru bara nokkur af þeim orðum sem má nopta til að lýsa raunveruleikanum innan ESB.
Aldeilis gott að hafa íslenska krónu og vera utan ESB sem val gegn hörmungunum sem innlimun í ESB myndi þýða fyrir okkur.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 19:55
Jú, þetta er rétt hjá Jóni Frímanni. Alveg sama umræðan af hálfu Andsinna - og reynar af hálfu sömu manna!
Nákvæmlega sama umræðan.
Í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að umheiminum - þá byrjar alltaf alveg nákvæmlega sama umræðan. Sem innifellst aðallega í því að útlendingar séu svo afskaplega vondir og innbyggjarar svo stórkostulega frábærir o.s.frv. Alltaf sama umræðan.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.7.2012 kl. 20:01
Elle, rök Ragnars eru mjög veik enda er það fjarri því að vera skilyrði fyrir ESB-aðild að hafa áður verið í EFTA eða EES. Reyndar gengu flest ESB-löndin beint í ESB án milliliða.
Voru þetta rök Ragnars á sínum tíma? Ég man ekki til þess að andstæðingar EFTA og EES hafi lagt áherslu á þetta atriði í andstöðu sinni við aðild á sínum tíma. Það hefði ekki komið í veg fyrir að Ísland gæti gengið beint í ESB. Kannski værum við þá þar núna.
Jón Frímann kemur fram með staðreyndir sem hann styður með hlekkjum á heimildir. Auk þess hefur Ragnar í athugasemd sinni óbeint viðurkennt þessar staðreyndir. Það er því ansi langsótt að gera lítið úr þeim.
Elle, hvernig heldurðu að hér væru umhorfs ef vilji Ragnars hefði náð fram að ganga og við hefðum hvorki átt aðild að EFTA né EES?
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 20:05
Athyglisvert hversu framsýnn Ragnar hefur verið. Hafði rétt fyrir sér með að þetta væri biðsalur stórríkisins.
Enn athyglisverðari eru pælingar um það, hvernig Ísland væri utan EES. Og jafnvel EFTA. Við hefðum allavega losnað við bankahrunið. Fjárglæframenn hefðu ekki fengið að leika lausum hala, verndaðir af hryggilegu regluverki ESB.
Hugsið ykkur hvernig lífið væri innan ESB og með evru. Atvinnulaus, eignalaus, með betliskál í Brussel og þyrftum samt að skrapa saman peningum fyrir Icesave.
Og almáttugur, ef við hefðum evruna í ofanálag. Værum að hugsa það núna, hvernig við gætum svelt okkur meira, bjargarlaus án fiskvinnslu og veiða, til að bjarga Grikklandi fyrir 20. ágúst, og Spánverjum eitthvað fyrr. Og værum sjálfsagt á hnjánum í kirkjum landsins, og biðja almættið um að þyrma hinum gjaldþrota evruríkjunum. Ekki væri nóg að beina vonaraugum að Þýskalandi, þar sem það land er víst á leiðinni í vaskinn eins og hin.
Þetta er víst draumsýn sértrúrhóps ESB sinna. Liggja á hnjánum, vona og biðja.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 20:36
Hann sagði ekki að það væru skilyrði, ´Ásmundur´. Hann sagði að EFTA og EES hafi verið notuð sem biðsalur við anddyri ESB á sínum tíma. En annars getur hann skýrt sig sjálfur.
Og þið eruð enn að nota þetta. Það er nýjasta nýtt og ein fáránlegasta staðhæfingin ykkar að nú verðum við að ´endurheimta fullveldið´ og ganga í miðstýringarveldið. Við séum hvort sem er búin að taka upp 80% af Brussellögum, kolrangt. Vitnaðu í Jón Frímann og þú verður enn ótrúverðugri.
Við verðum ekki að vera í EEA eða EFTA til að geta lifað sæmilegu lífi. Við gætum kannski verið í NAFTA. Já eða kannski sómalíska ræningjabandalaginu. Við værum allavega frjáls.Elle_, 26.7.2012 kl. 20:38
Ragnar Arnalds og Elle. Það er kolrangt hjá ykkur að EFTA sé einhversskonar biðsalur fyrir aðild ríkja að Evrópusambandinu. Ástæða þess að Bretland stofnaði til EFTA var sú að eftir höfnun umsóknar Bretlands að EEC árið 1963 (neitun Frakklands, sem óttuðust bandarísk áhrif frá Bretlandi á EEC). Síðan ætluðu Bretland sér að nota EFTA sem mótvægi við EEC. Staðreyndin er hinsvegar sú að það mistókst, og EFTA varð aldrei það mótvægi við EEC sem Bretland ætlaði sér. Enda fór það svo að Bretland gafst upp á hugmyndinni um EFTA árið 1973 og gekk í EEC.
EFTA er til í dag, þó eingöngu í mýflugumynd og stenst enganvegin við það sem ESB gerir í dag þegar það kemur að áhrifum og viðskiptasamningum innan Evrópu og utan hennar.
EES samningurinn hefur síðan það hlutverk að einfalda aðgang (EES samningurinn er tvíhliðasamningur milli EFTA ríkjana (nema Sviss)) EFTA ríkjanna að innri markaði Evrópusambandsins. Annar er ekki tilgangur, og engin biðsalur fyrir aðild ríkja að Evrópusambandinu að ræða hérna.
EES samningurinn virkar mjög svipað og þeir 120 tvíhliða samningar sem Sviss sem hefur gert við ESB undanfarna áratugi. Sviss, eins og EES ríkin verða að taka upp lög ESB án þess þó að hafa eitthvað um umrædda lagasetningu að segja. Það er munur á framkvæmdinni á milli Sviss hinsvegar og síðan EES annarsvegar. Framkvæmdin er einfaldari innan EES en í tvíhliða samningum Svisslands. Áhrifin eru hinsvegar þau sömu að langmestu leiti.
Svissland sótti um aðild að Evrópusambandinu árið 1992. Það kemur að því að Svissland mun kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Ég vonast til þess að gerist eftir 20 til 40 ár eða svo (beint lýðræði vinnur mjög hægt).
Jón Frímann Jónsson, 26.7.2012 kl. 20:59
Afsakið, hérna á að standa "(EES samningurinn er tvíhliðasamningur milli EFTA ríkjana (nema Sviss) og ESB).
Ég biðst afsökunar á þessum mistökum.
Jón Frímann Jónsson, 26.7.2012 kl. 21:03
Hilmar, hagfræði er mikið til rökrétt hugsun eða hæfileiki til að draga ályktanir út frá staðreyndum. Þar bregst þér heldur betur bogalistin þrátt fyrir háar hugmyndir um eigin greind.
Það þarf gjaldeyri til að greiða erlendar skuldir. Ef gengi krónunnar lækkar um helming þá tvöfaldast skuldirnar í krónum talið. Ef skuldabyrðin er þung fyrir verður hún ill- eða óviðráðanleg eftir slíkt hrun gjaldmiðilsins.
Ef þú heldur að þetta sé ekki vandamál vegna þess að við getum bara prentað endalaust af krónum til að kaupa gjaldeyri og borga skuldirnar þá hefurðu ekki hugsað dæmið til enda.
Það myndi nefnilega hafa þau áhrif að krónan myndi falla enn meira í verði eða með öðrum orðim gjaldeyririnn verða enn dýrari. Þannig yrðum við enn fjarri því að geta greitt skuldirnar.
Ef gjaldeyrir er ekki til eða er af svo skornum skammti og svo dýr að ríkið getur ekki keypt hann þá blasir greiðsluþrot við.
Við getum prentað eins mikið af krónum og okkur sýnist en það hjálpar ríkinu ekki í að greiða skuldir í gjaldeyri.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 21:03
Elle, Danir telja að ESB-aðildin hafi eflt fullveldi Dana (sjá Spegilinn 20. júlí sl.)
Það er þó ekki vegna þess að EES-samningnum fylgi meira fullveldisafsal en ESB-aðild. Danir voru nefnilega ekki í EES áður en þeir gengu í ESB enda var EES þá ekki til.
Það er hins vegar sú styrking sem fylgir samstarfi margra ríkja sem hefur eflt fullveldi Danmerkur að mati Dana enda vex ríkjum ásmegin með því að mynda samband um að vinna að sameiginlegum hagsmunum.
Hokur og einangrun eru slæm örlög, engum til góðs. Samvinna er leið til hagsældar og frelsis.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 21:21
Já, það var nákvæmlega sem ég sagði Mundi. Hagfræði er að hluta til common sense, og þú er svo dásamlega skemmtilegur að láta skortinn á honum ekki aftra þér.
En kútur minn, við greiðum erlendar skuldir með erlendri mynt, en ekki íslenskri. Það skiptir því nákvæmlega engu hver gengisskráningin er. Af hverju Mundi minn? Jú, af því að við höfum tekjur í erlendri mynt. Ríkið "kaupir" því aldrei erlenda mynt Mundi minn.
Skemmtilegt hversu rosalega lítið þekkingin er að rugla þig í ríminu. Hinsvegar þakka ég enn og aftur þá skemmtun sem þú leggur okkur hinum til.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 21:31
´Ásmundur´, ´hokur og einangrun´ kemur ekki málinu við nema ef við værum einangruð og hokandi inni í sambandinu. Og út frá 92% hins stærri heims. Og orðið ´sam-vinna´. Hahhh, hhahh, áttu annan? Spegillinn er ómarktækur, kallaði ICESAVE alltaf skuld ísl. ríkisins.
Elle_, 26.7.2012 kl. 21:39
Nei, Hilmar, þú botnar greinilega ekkert í þessu. Og látalæti eru þér ekki til framdráttar.
Við erum að tala um skuldir ríkisins og hættuna á að ríkið verði gjaldþrota. Ríkið hefur engar tekjur í gjaldeyri. Það þarf því að kaupa hann til að greiða erlendar skuldir.
Það munar sannarlega um það fyrir ríkið þegar gjaldeyririnn tvöfaldast í verði á sama tíma og skatttekjur minnka vegna samdráttar sem fylgir gengishruni krónunnar.
Afneitun á staðreyndum einkenna allan málflutning ykkar andstæðinga ESB-aðildar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 21:50
Þú ert skemmtilegur fýr Mudni. Ekki greindur, en mjög skemmtilegur. Í gamla daga voru menn eins og þú bundir við staura, og hentu menn að þeim gaman. Því miður, vil ég segja. Miklu skemmtilegra hefði verið að reyna að halda uppi samræðum.
En aftur, takk fyrir að veita okkur innsýn í hugarheim sem er flestu fólki framandi. Þú ert baráttuhundur, og lætur ekki hamlanir aftra þér. Allir eiga þann rétt að tjá sig, og þú ert sko ekki undanskilinn. Í raun ertu dægurhetja, og gætir orðið öðrum þroskahömluðum fyrirmynd.
Ljóst er þó, að stuðningsnetið sem þú hefur, er greinilega gisið, og þú færð ekki þá hjálp sem þú átt skilið. Athugaðu hvort það er ekki einhver þarna nálægt þér, sem er tilbúinn til að útskýra fyrir þér gjaldeyrismál, og hvernig erlendur gjaldeyrir er meðhöndlaður við komuna til Íslands, og hvernig honum er ráðstafað.
Ef enginn er tilbúinn til að hjálpa þér, gætir þú reynt að stauta þig í gegnum síðu Seðlabanka Íslands.
Baráttukveðjur.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 22:06
þeir Alþýðubandalagsenn voru líka hræddir um að viðskipti við Sovétríkin mundu leggjast af - og einna helst að Bretar mundu banna lík viðskipti. Allt kunnuglegt að breittu breitanda sko.
Margt skringilegt við Alþýðubandalagið gamla. Td. skilur maður ekki að alveg þetta Rúmeníudæmi hjá þeim. Þeir voru stundum á einhverjum fundum hjá kommúnistaflokki Rúmeníu. Maður bara áttar sig ekki á þessu alveg í dag. Hvað var málið eiginlega. Sjásjeskú maður og alles. Ólafur Ragnar var þar nú inná gafli og lofaði mikið, ef eg man rétt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.7.2012 kl. 22:08
Hilmar, þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að vera langt frá því að geta talist greindur. Þú getur ekkert að því gert. Það er mjög margir eins og þú hvað þetta snertir.
Verra er að þú virðist hafa einhverja þörf fyrir að vera greindur og ímyndar þér því að þú sért það. Þetta er sálfræðilegt vandamál sem þú ættir að leita þér aðstoðar víð áður en illa fer.
Það er skelfilegt að eyða ævinni í að þykjast vera eitthvað annað en maður er. Þannig verðurðu ómarktækur.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 22:35
Sko, það er þetta sem ég meina Mundi, þú ert algjör hetja.
Flestir hefðu lagt niður skottið og látið sig hverfa, eftir að hafa orðið uppvísir um svona fádæmalausa fávísi.
En þú lætur sko ekki eihvern gúbba á internetinu eyðileggja fyrir þér Sólheimaskapið.
Hitt er þó rétt hjá þér, aldrei þessu vant, að ég virðist haldinn einhverri þörf að vera greindur.
Mundi minn, þó þú hafir aldrei fundið fyrir þeirri þörf að vera greindur, þá er það ekki sjúkdómur.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 22:51
Hilmar, það er sjúkdómseimkenni að þurfa að láta eins og maður sé greindur þegar maður er það augljóslega ekki.
Það endar yfirleitt með því að maður kemst í miklar ógöngur eins og þú hér.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 23:20
Hann er fljúgandi greindur. Vonandi eruð þið samt ekki hættir að segja skrýtlur. Verst að maður verður andvaka í nótt.
Elle_, 26.7.2012 kl. 23:29
Ekki ætla ég að þræta fyrir þessa greiningu á greindarskorti og ógöngum. Þú hefur það sannarlega yfir mig, að hafa gengið í gegnum þær hremmingar, og það oftar en einu sinni, og síðast hérna fyrir ofan, þar sem þú lætur ekki skilningsleysi á gjaldeyrismálum þjóðarinnar og greiðslum á skuldum ríkisins, aftra þér sem neinu nemur.
Hitt er slæmt, að ég greini hjá þér dálitla beiskju yfir því, að einhver skuli vita eitthvað um gjaldeyrismál og skuldaskil íslenska ríkisins.
Þú ert þó vanur að fá á baukinn hérna, og hristir þetta af þér, eins og allt annað sem þú hefur þurft að þola.
Ef ég þekki þig rétt, þá verður þú farinn að fullyrða um eitthvað allt annað á morgun, sem þú hefur jafn lítið vit á.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 23:38
Hilmar, þú heldur áfram á sömu braut enda alls ekki við öðru að búast.
Ég er ekkert beiskur enda snerta þín vandamál mig ekki neitt. Annars er það tímasóun að tala við þig. Ég er því hættur því.
Hilmar (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 00:04
Ásmundur á að sjálfsögðu að standa undir athugasemd #31. Það er greinilega kominn tími til að fara að leggja sig.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 00:16
Ég sé að ég hef misst af miklu eftir að ég setti þessa bloggfærslu inn á hádegi. Nenni ekki að elta ólar við rangfærslur sem hafa verið á kreiki, en tek fram að ég hafði ekkert tækifæri til að vera með eða á móti EFTA þegar Ísland gekk inn og ég var enn í menntaskóla. Hins vegar var ég þátttakandi í mjög fróðlegri ráðstefnu í Slóveníu fyrir átta til tíu árum þar sem verið var að fjalla um aðra valkosti en ESB og fjallaði þá ásamt Dananum Lave Brock um EFTA. Sem vinstri manneskja er ég ekki gagnrýnilaus á fríverslun og alheimsvæðingu viðskipta, en mér finnst hins vegar einkennileg þöggun í kring um það að EFTA er til og virkar jafnvel betur nú en þegar við gengum inn. Og að öðru leyti vísa ég bara í pistilinn á VV (sem margir eru komnir langt út fyrir) og umfjöllun Jo Steins.
Anna Björnsson
Vinstrivaktin gegn ESB, 27.7.2012 kl. 00:29
Eitt enn, þakka Ragnari félaga mínum af Vinstrivaktinni fyrir sinn rökstuðning, sem ég er afskaplega sammála.
Anna
Vinstrivaktin gegn ESB, 27.7.2012 kl. 00:33
Nei... ekki fara Mundi. Það er ólíkt þér að gefast svona upp. Þú hefur nú áður haft enn meira rangt fyrir þér og orðið að enn meira athlægi, án þess að láta þig hverfa.
Við bíðum öll spennt, enda áttu náttúrulega algerlega eftir að útskýra hvernig ríkið fer að því að borga erlendu skuldirnar sínar. Fer fjármálaráðherra með ríkisbaukinn með krónunum, út í næsta sparisjóð, hellir innihaldinu á borðið og biður um evrur og dollara?
Paypal?
Ferðatékkar?
Hringir og spyr "Do you accept Visa?"
Hilmar (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 00:37
Hilmar þreytist ekki á að færa okkur heim sanninn um þær ógöngur sem það leiðir til að þykjast vera miklu greindari en maður er. Hafi hann þökk fyrir það.
Meðal annars er hann ekkert feiminn við að sýna aftur og aftur að þrátt fyrir háar hugmyndir um eigin greind skilur hann ekki að þeir sem hafa ekki tekjur í gjaldeyri, hvort sem það er ríkisjóður eða aðrir, verða að kaupa hann á markaðsverði.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 08:37
"Þú ert heimskur!" "Nei þú!" "Nei þú!" O.s.frv.
Plííís! Geriði það, hættið að láta eins og smákrakkar! Þetta hljómar bara eins og á Alþingi...
Skúli (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.