Það er ákveðinn skortur á sögulegri yfirsýn að telja að þær Evrópuþjóðir sem standa utan ESB geri það af þjóðernisástæðum (og fordæma það) en neita að horfast í augu við að innan ESB grasserar þjóðernisstefna og -öfgar sem aldrei fyrr. Saga Evrópu sýnir glöggt við hvaða aðstæður þjóðernisöfgar eiga hvað greiðasta leið til vaxa og dafna. Þótt þjóðríki séu frekar ungt fyrirbæri sem ríkjandi mynstur í sögu Evrópu þá hafa þjóðernishreyfingar og öfgar verið mjög mótandi fyrir sögu álfunnar.
Dæmi úr sögunni ættu að vera víti til varnaðar. Saga Júgóslavíu á tuttugustu öld er eitt dæmið. Hún hófst með sameiningu nokkurra ríkja á Balkanskaga eftir fyrri heimsstyrjöld undir nafninu Konungsríki Serba, Króata og Slóvena. Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland og Makedónía voru hluti þessa ríkis. Nafnið Júgóslavía, land suður-Slava, var tekið upp árið 1929. Þessi landsvæði höfðu verið undir yfirráðum stórríkja á borð við Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland, en voru sameinuð eftir hildarleik fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þessi sameining varð þó alls ekki til þess að slá á þjóðernisraddir, á einfaldaðan hátt má segja að sameiningin hafi verið sterkasta ríkinu, Serbíu, mjög þóknanleg enda réðu þeir lögum og lofum og konungsættin sem réð ríkinu var serbnesk. Smærri aðilar að ríkjabandalaginu, svo sem Króatar, voru óhressari og jarðvegur fyrir þjóðernisöfgar því frjór. Í síðari heimsstyrjöldinni endurspeglaðist þessi skipting, Þjóðverjar hernumu Júgóslavíu og patríotarnir, einkum í Serbíu, Bosníu-Hersegóveníu og Svartfjallalandi háðu harða baráttu fyrir frelsi Júgóslavíu en í Króatíu var stofnað fasískt leppríki Þjóðverja og minni áhugi áað frelsa sameinaða Júgóslavíu. Eftir seinni heimsstyrjöldina var stofnað kommúnískt sambandslýðveldi sex ríkja og tveggja sjálfstjórnarsvæða eftir markalínum semenn byggðu á þjóðernishyggju fyrst og fremst. Sjálfstjórnarsvæðin tvö voru byggð minnihlutahópum, Ungverjum í norðri í Vojvodina og Albönum í suðri í Kosovo. Þótt frelsishetjan Tító marskálkur hafi náð að halda ríkinu saman þokkalega þá dóu þjóðernisraddirnar aldrei út og það voru, eftir á að hyggja, helst þeir sem sáu fyrir sér stórt slavneskt ríki (Stór-Serbíu) sem voru sáttir við sambúðina. Eftir lát Títós kom ólgan betur fram en áður og þegar við bættist óðaverðbólgaog efnahagsörðugleikar seint á níunda áratugnum var aðeins tímaspursmál hvenær ríkið liðaðist sundur. Framhaldið þekkja flestir og nú hefur Júgóslavía að mestu liðast í sundir eftir fyrri þjóðum. Það sem leit út eins og býsna sameinað ríki var það víst aldrei, undir niðri kraumaði afl þjóðernisstefnunnar.
Saga Júgóslavíu og ESB erekki oft borin saman, en önnur hliðstæð á mun stærri skala, er oft tekin sem dæmi um þá þróun sem gæti orðið innan ESB, það er saga Sovétríkjanna. Þau vorulíka safn þjóðríkja sem liðuðust í sundur við fall kommúnismans. Undir niðri kom í ljós að bullandi þjóðernisátök höfðu alla tíð beðið eftir að koma upp á yfirborðið og ekki sér fyrir endann á þeirri sögu. Í bland við þjóðernisátök erí báðum (öllum) tilvikum um að ræða trúar- og menningarmun.
Sá lærdómur sem er hægt að draga af þessum dæmum úr sögunni er að því harðar er gengið fram í að sameina ólíkar þjóðir, þeim mun betri jarðvegur er fyrir þjóðernisöfgar. Sameining er yfirleitt þeim sterkustu mjög þóknanleg en hinir smærri og valdaminni í bandalaginu eru vansælli og þar er farvegur fyrir öfgar í þjóðernisstefnu. Það er ástæðulaust að loka augunum fyrir því að þjóðernisöfgaöfl þrífast víða innan ESB og því meiri þvinguð sem sameiningin erog því meiri völd sem ,,hinir sterku fá, þeim mun frjósamari er jarðvegurinn fyrir þess konar stefnur. Ef síðan er bætt við efnahagserfiðleikum getur verið erfitt að halda lokinu á pottinum og hætt á að uppúr sjóði.
Athugasemdir
Aðild að ESB er ekki þvinguð. Ennfremur sem að höfundur þessar greinar skilur söguna ekki. Júgóslavía varð til þegar austurríska heimsveldið hrundi í upphafi fyrstu heimsstyrjaldarinnar. Hugmyndin var þó eldri en fyrri heimsstyrjöldin.
Ekkert af þessum ríkjasamböndum var þvingað, og hrun þeirra olli stríði í Evrópu í nokkur ár til áratuga.
Þjóðernisöfgar þrífast í skjóli einangrunar, lyga og uppblásinar þjóðrembu um ágæti viðkomandi þjóðar. Eins og sést vel núna í dag á íslendingum. Stofnendur þessar síðu, og þess félagsskapar sem tengjast henni eru ennfremur lifandi dæmi um hvað einangrun og ranghugmyndir gera fólki.
Jón Frímann Jónsson, 12.7.2012 kl. 16:58
Hvenær ætlið þið ESB-sinnar að fá vit og siðferðisþroska til að nálgast hugtakið "einangrun" af skilningi? Með innlimun í yfirþjóðlegt ríkjasamband erum við að einangra okkur frá stærstum hluta heimsins. Þið eru svo skyni skroppin að þið snúið umræðuefninu við og nálgist það frá afturendanum.
Eruð þið virkilega svo hræðilega sjúk af ótta við frelsið að ykkur sé um megn sú tilhugsun að lifa við það?
Hvaðan dregur þú upp ályktanir um þjóðrembuna sem boðar að Íslendingar standi öðrum þjóðum framar um eðlisfar? Áreiðanlega eru þeir til rétt eins og hinir sem fyrirverða sig fyrir eigð þjóðerni. Ég hef svo sannarlega rætt við þá og allir eru þeir á einu máli um að við þurfum að hraða för inn í ESB.
Árni Gunnarsson, 12.7.2012 kl. 18:15
Höfundur þessarar færslu er sennilega allnokkuð sögufróðari en Jón Frímann og hefur sérstaklega skoðað sögu Júgóslavíu, sem á sér mun flóknari aðdraganda fall Austurríki-Ungverjalands. Hins vegar er hverjum frjálst að hafa skoðanir á sögunni og eðli ESB.
Vinstrivaktin gegn ESB, 12.7.2012 kl. 21:00
Ég trúi ekki fullyrðingum þessa höfundar. Enda er ljóst að hérna er farið á skjön við sögulegar staðreyndir málsins. Eins og er tíður siður Evrópuandstæðinga á Íslandi.
Hrun Júgóslavíu má helst benda til hrun USSR (sem margir Evrópuandstæðingar eru mjög svo hrifnir af ennþá í dag). Það hrun setti af keðjuverkun innan Júgóslavíu sem síðan olli hruni þess ríkis. Ásamt þeirri spennu sem var komin upp í ríkinu vegna ofstjórnar kommúnista og valdabrjálæðis sem þeim fylgdi.
Evrópuandstæðingum er frjálst að ljúga til um söguna. Slík hegðun kemur bara niður á þeim. Þó eru sögulegar staðreyndir málsins aðgengilegar öllum þeim sem nenna að leita.
Hérna er yfirlit BBC News um þessa atburðarrás. http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/4997380.stm
Árni: Þegar ég rölti yfir til Þýskalands núna fyrr í dag. Þá varð ég voðalega lítið var við þessa einangrun sem þú talar um að sé innan Evrópusambandsins. Evrópusambandið er ennfremur mun stærra viðskiptabandalag í heiminum en EFTA nokkurntíman (sem Ísland er hluti af í dag).
Jón Frímann Jónsson, 12.7.2012 kl. 21:51
Ósköp var þetta nú rýrt hjá þér Jón minn Frímann, þetta með röltið yfir til Þýzkalands. Heldurðu virkilega að það sé bæði hægt að girða sig af og ganga svo áfram úti í frelsinu? Til hvers er ESB?. Til hvers erum við búin að vera í þriggja ára samningaferli við ESB og fullnusta fjölda af tilskipunum sem taka yfir okkar eigin lög og tilskipanir ef við erum ekki að afsala neinu af eigin valdi? Hverskonar rugl treystið þið ESB sinnar ykkur EKKI til að bera á borð ef þið teljið ykkar trúarbrögð krefjast þess?
Kristnin segir reyndar að vegir Guðs séu órannsakanlegir þegar í vörðurnar rekur með svör.
Árni Gunnarsson, 13.7.2012 kl. 12:54
Árni. Staðreyndin er að ESB girðir ekki neitt af. Það hentar ekki hagsmunum þeirra þjóða sem þar eru aðilar að gera slíkt.
Íslendingar eru hinsvegar mjög öflugir í því að girða af, viðhalda einokun og koma upp viðskiptahindrunum á Íslandi. Fremstir þar í flokki eru höfundar þessar vefsíðu, sem á sínum valdatíma stóðu fyrir baráttu gegn afnámi hafta, tollmúra og einokunar. Slík er heiftin hjá þessu fólki að hún er ekki ennþá runnin af þeim, rúmlega 40 árum síðar.
Hérna er síðan mynd sem ég tók af landamærum Danmerkur og Þýskalands. Þetta er á hljólreiðaleið og gönguleið yfir til Þýskalands. Hérna er síðan sami stígur. Nema að ég er að horfa yfir til Danmerkur frá Þýskalandi
Íslendingar í dag taka upp 2/3 hluta af lögum ESB í gegnum EES samninginn. Þó án þess að hafa nokkurn samningsrétt eða nokkuð um gerð og stefnu umræddra laga. Það er afskaplega mikill skammtímahugsunarháttur að hafna aðild að Evrópusambandinu vegna þess að hugtak eins og "fullveldi", "sjálfstæði" eru misnotuð af þjóðrembum og fasista bjálfum.
Staðreyndin er sú að án samvinnu við aðrar þjóðir. Hvort sem það kemur að efnahagslegum eða pólitískum málum. Þá er íslenska þjóðin ekki neitt. Hvorki fugl eða fiskur, og það hefur sínar afleiðingar. Eins og íslendingar fengu að reyna á árunum eftir seinna stríð. Þegar innflutningshöft voru aðalsmerki spillingar og alræðisvald íslenskra ráðherra.
Fortríðarþráin hjá mörgum andstæðingum Evrópusambandsins hérna er skelfileg. Ég er ekki frá því að þetta sé andleg kreppa margra andstæðinga Evrópusambandsins sem eru komnir á efri ár. Hinir eru bara fasista bjálfar, og hafa ekkert breyst frá fyrri tíð grunar mig.
Jón Frímann Jónsson, 13.7.2012 kl. 15:39
Góður pistill. Líka þessi:Bæði ESB og Kína hafa sérstakan augastað á Íslandi vegna norðurslóða.
Svo Jóni Frím. finnst hann ekki einangraður labbandi um götur þarna? Var það annars ekki Brusselklíka sama Jóns sem sakaði fullveldissinnaða íslenska ríkisborgara um að vera ´einangrunarsinna´? Já og ´útlendingahatara´? Það er líka frelsi að vera fullvalda og sjálfstæður í eigin landi.
Elle_, 13.7.2012 kl. 22:02
Núna var ég líka að lesa um ´fasistabjálfana og þjóðremburnar´ hins ótrúlega Jóns Frímanns. Minnist ekki á ´samvinnuna´ (túlkist ráðstjórn og yfirráð) og ´skammtímahugsunina´ í FASISTARÍKINU hans.
Elle_, 13.7.2012 kl. 23:07
Er Jón Frímann kanski Ásmundur?
Ásmundur hverfur (guð sé lof) en þá birtist Jón Frímann og tekur við áróðursgasprinu?
Báðir eru í löðrandi afneitun og ímyndunarveiki, sauðheimskar hrokabyttur.
Og báðir halda af einhverjum óútskýranlegum ástæðum að þeir séu að ná fram einhverjum árangri með þessu sífellda blaðri sínu á þessari vefsíðu.
Það er erfitt að finna heiladauðari einstaklinga en þessa tvo (nema auðvitað Ramó).
Jón Frímann, geturðu bara ekki verið þarna úti í Danmörku og hætt að pæla í Íslandi? Hvers vegna ertu að ummælast á þessari vefsíðu?
Áttu þér virkilega engan tilgang í lífinu?
Prófaðu að leita þér að vinnu. Það er kanski ekki auðvelt fyrir vitsmunalegt viðrini eins og þig að finna vinnu við hæfi, en þú verður að reyna.
Og aftur: hvað nákvæmlega fær þig til að halda að ein einasta sála á þessari vefsíðu taki eitthvað mark á þessar dellu sem vellur upp úr þér?
Þvílíkt fábjánabarn!!
palli (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 09:12
Svo vegsamar hann landamæri Danmerkur, landamærin sem hið´sjálfstæða ríki´ innan Brusselvaldsins fær ekki að verja með sjálfstæðum vilja í friði fyrir yfirstjórninni.
Svo er það gömul lygasaga Brusselklíkunnar og Jóns Frímanns að við tökum um 67% af lögum sambandsins í gegnum EES-samninginn. Svona hundleiðinleg Grýlusaga. Við erum ekki með 67% af þeirra tonnum af skrifuðum lögum.
Elle_, 14.7.2012 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.