Danir hræðast óvissuna og upplausnina í ESB

Forsætisráðherra Dana hefur tekið af skarið að ekkert þjóðaratkvæði verði í Danmörku næstu árin um undanþágur sem Danir fengu frá regluverki ESB fyrir 20 árum vegna þess að mikill ótti og óvissa sé um framtíð ESB. En á Íslandi er ákaft reynt að keyra landið inn í ESB óvissu og upplausnar.

 

Fyrir tveimur áratugum gekk ekki átakalaust hjá ESB að knýja í gegn svonefndan Maastricht-samning sem fól í sér enn eitt framsal fullveldisréttinda frá aðildarþjóðunum til miðstýrðrar yfirstjórnar í Brussel. Í það skiptið var um að ræða veigamikla uppstokkun á grunnstoðum ESB í átt til aukins samruna. Danskir kjósendur sögðu hins vegar nei í þjóðaratkvæði!  Og þar sem sáttmálinn útheimti samþykki allra aðildarríkja var hann í raun fallinn.

 

En leiðtogar ESB hafa aldrei tekið mark á því þótt aðildarþjóð segi nei. Þá er aðeins gert hlé í nokkra mánuði og áróðursflóð sem kostað er af sjóðum ESB látið dynja látlaust á viðkomandi þjóð. Síðan er kosið aftur. Og þá er oftar en ekki að viðkomandi þjóð þorir ekki að veita frekari viðspyrnu.

 

Í þetta sinn var þó meira haft við til að blíðka Dani en oftast nær, enda lá mikið við og því var brugðið á það ráð að veita þeim nokkrar undanþágur frá sáttmálanum, m.a. í varnar- og lögreglumálum. Þeir þurftu ekki að taka upp evru. En þrátt fyrir þá niðurstöðu hafa leiðtogar ESB og ákafir ESB-sinnar í Danmörku aldrei verið í rónni. Fyrir rúmum áratug var aftur reynt að fá Dani til að jáast undir evruna en tókst ekki.  Nú hafa ESB-sinnar hvatt til þess í nokkur ár að reynt yrði í þriðja sinn að þvinga fram „rétta“ niðurstöðu í þjóðaratkvæði.

 

Reynsla Dana er ágæt sönnun fyrir þeirri reglu hjá ESB að segi þjóð já við auknu framsali fullveldisréttinda er aldrei kosið aftur. En ef hún segir nei er endalaust nuddað áfram, eins og menn skilji ekki þar á bæ orðið nei, ekki frekar en nauðgararnir. Þetta eigum við Íslendingar vafalaust eftir að kynnast þótt þjóðin hafni ESB-aðild.

 

Þegar Danir tóku við forystu í ráðherraráði ESB þótti krötum, sem nú eru jafnframt í stjórnarforystu þar í landi, ekki annað við hæfi en að láta kjósa enn einu sinni um þessar frægu undanþágur sem Danir fengu viðurkenndar fyrir 20 árum. En nú á miðju sumri bregður svo við að þau áform eru lögð á hilluna. Forsætisráðherrann, Helle Thorning-Schmidt, viðurkennir hreinskilnislega að það sé óskynsamlegt eins og á stendur og gefur þá skýringu að „mikill ótti og óvissa sé um framtíð Evrópusambandsins“. Undir niðri er ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu að sjálfsögðu sú að Thorning-Schmidt veit að Danir myndu kolfella tillögu um niðurfellingu undanþáganna.

 

Jóhanna Sigurðardóttir, flokkssystir Thorning-Schmidt á forætisráðherrastóli, er hins vegar ekki af því tagi að hún horfist í augu við veruleikann í kringum hana. Hún þykist hvorki sjá né heyra að nokkur óvissa sé um framtíð ESB en hottar ákaft á embættismannalið sitt að keyra aðildarvagninn áfram með landslýðinn innanborðs í átt til „ESB óttans og óvissunnar“.

 

Á sama tíma hafa Norðmenn aldrei verið fjær því að ganga í ESB og Bretar hugleiða að segja sig úr því. - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Áfram er keyrt á hatursáróðri gegn jafnaðarstefnunni. Kemur eigi á óvart þegar kjánaþjóðrembingar eru annars vegar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2012 kl. 12:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góða grein og þarfa ábendingu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2012 kl. 12:52

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hérna í Danmörku hafa danir fyrst og fremst áhyggjur af stöðu peningamála hjá sér. Svo mikið innflæði er af fjármagni að illa gengur að halda aftur af því. Enda eru stýrivextir orðnir neikvæðir um -0.2%. Danir eru langt því frá að hræðast einhverja óvissu innan ESB. Sem er reyndar ekki til. Það eru efnahagsvandamál, sem verða eingöngu leyst með því að laga þau. Sem verður gert, og er í raun búið að gera að mestu leiti.

Ástæða þess að ekki er kosið um evru-aðild núna eru óvinsældir og ekki hefur náðst samkomulag um þessar kosningar innan dönsku stjórnarflokkana, og stjórnarandstöðuflokkana (ég hef þó trú á því að nasistaflokkurinn Danske folksparti verði hunsaður þegar á reynir í þeim viðræðum). Danska krónan er ennþá fast tengd evrunni á genginu 7,46 DKK = 1€. Danir eru því de facto með evruna, og hafa verið það síðasta áratuginn.

Ég reikna með að stýrivextir haldi áfram að vera neikvæðir hérna í Danmörku um einhvern tíma.

Jón Frímann Jónsson, 8.7.2012 kl. 13:15

4 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

 Ruglid i tessari grein,sem greinilega er skrifud af einhverjum sem annadhvort tekkir afskaplega litid til inn og uanrikismala i Danmørku eda ta er visvitandi ad fara med rangt mal,

Þorsteinn J Þorsteinsson, 8.7.2012 kl. 17:58

5 identicon

Þann tæpa áratug sem ég bjó í Danmörku lærði ég að hafa varann á mér gagnvart sósíal demókrötum. Þeir voru slyngir að koma krumlunum í seðla almennings og á þeim tíma var í sumum störfum skylda að greiða af launum í verkalýðsfélög sem öll styrktu flokkinn.  Það þótti mér undarlegt því sósíalistar og enhedslisten voru að mínu mati miklu líklegri til þess að bæta hag verkafólks en nokkurn tímann sósíal demókratar. Það eina sem þeir höfðu áhuga á var að raka saman fé af þeim sem áttu lítið eða mikið og moka undir danska meðaljónin. 

Ég hafði hins vegar trú á SF þegar ég flutti til Íslands og þótti nokkuð til Ingibjargar Sólrúnar koma. Taldi að í þeim flokki mætti hugsanlega finna fólk sem hefði í alvörunni áhuga á að hjálpa þeim sem minna mega sín en í leiðinni að tryggja þeim sem geta séð um sig sjálfir frelsi til athafna. Það fuðraði hins vegar allt saman upp í hruninu og eftir stendur flokkshrúgald sem gerir út á nákvæmlega sömu yfirborðsmennskuna og Paul Nyrup Rasmussen var búinn að sérhæfa sig í.

Og hverjum geta svo Danir þakkað þann mikla stuðning sem Pia Kjaersgaard og dansk folkeparti hefur haft í meira en áratug?  Það geta þeir þakkað áðurnefndum Paul Nyrup Rasmussen sem í fáfræði sinni fór að tala um óhreina flokka og óhrein viðhorf eins og yfirlætisfullum jafnaðarmönnum er einum lagið.  Og það var ekki að sökum að spyrja.  Danskir kjósendur refsuðu honum með því að koma dansk folkeparti í nærri því 20% fylgi eftir að hafa verið algjör jaðarflokkur fram að því.

Ég geri ráð fyrir að mínir gömlu félagar í DK prísi sig nú sæla að þjóðin hafi ekki fylgt leiðsögn danskra öfgajafnaðarmanna á sínum tíma þegar kosið var um evruna.

Seiken (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 18:15

6 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Viltu ekki útskýra Þorsteinn hvað er rangt í greininni?

Vinstrivaktin gegn ESB, 8.7.2012 kl. 18:16

7 Smámynd: Elle_

Ekki þvælast útskýringar Þorsteins um ruglið enn beint fyrir okkur.  Nú er ég búin að bíða róleg og ekkert kemur.  Takk fyrir góðan pistil.

Elle_, 9.7.2012 kl. 00:15

8 identicon

Jón snillingur Frímann segir

" Danir eru langt því frá að hræðast einhverja óvissu innan ESB. Sem er reyndar ekki til. Það eru efnahagsvandamál, sem verða eingöngu leyst með því að laga þau."

Þetta hlýtur að vera e.k. met í fáránleika og heimsku, sem og fullkominni veruleikafirringu og afneitun á augljósum staðreyndum.

Jón, hvers vegna heldurðu að þú sért yfirleitt tekinn marktækur á þessari vefsíðu?

palli (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 10:48

9 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Elle eg var nu bara ad gera annad enda annad vid minn tima ad gera en ad svara einhverju rugli her a Blogginu,øfugt vid suma adra sem ekki virdast hafa annad fyrir stafni en ad byda,numer 1 tad ver ekki eftir tristing fra ESB sem tjodaratkvædagreidslan su seinni for fram a synum tima en aftur a moti eftir samkomulag milli flestra stjornmalaflokka i Danmørku,tetta var um fyrsta ruglid i tessari grein

2 Helle Thorning seigir ekki eins og stendur i tessaru grein ad ad ekkert verdi af tessu um okomna framtid,heldur seigir hun jeg har sværtmed at se hvårfor Danskerne skal hæfte for gæld i andre lande,en af tvi ad tad er svo mikill oroleiki a evrusvædinu tel eg ekki radlegt ad far ut i tjodaratkvædagreidslu um tessi 4 atridi eins og er tar sem tad er kreppa i Evropu.Mer finnst ekkert ad tvi ad byrta greinar med eda a moti EU,en laagmarkid er ad fara med rett mal hvoort sem folk er med eda a moti,taad er tessvegna sem eg kalla tessa grein rugl.e.Eg bjo i DK i yfir 20 ar og fylgdist og fylgist mikid med i politik tar greinilega øfugt vid greinarhøfund allavegana ef ad hann heldur ad afstada Dans til EU snuist ad mestu um tessi 4 atridi hef ekki ordid var vid annad en Danir hafi notid meira gods af tvi ad vera i EU en ef teir hefdu verid utan tess,

Auk tess er Helle Thorning greinilega haldi tessum smitsama sjukdom sem hrjair krata og vinstri flokka virdist vera tad er kroniskur lygari.Helle hefur tekist ad sla storligarana Johønnu og Steinngrim i ad svikja gefin loford og tad seigir nu ansi margt,og er buin ad koma krøtum i algjørt lagmark i fylgi,sem ALDREI hefur mælst jafn litid

Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.7.2012 kl. 12:41

10 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Elle eg gleimdi tvi ad hun lofadi reindar adeins tjodaratkvædi um 2 atridi af 4,sem greinarhøfundar af tægilegum astædum gleimir ad nefna

Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.7.2012 kl. 12:43

11 Smámynd: Elle_

Að vísu geri ég nú ýmislegt nema bíða, Þorsteinn.  Og var núna svona sem dæmi að koma inn með glænýja ýsu úr ísl. veiðilögsögu.  Fannst bara leiðinlegt að þú skyldir saka Vinstrivaktina um rugl.  Þeir vanda nefnilega það sem þeir skrifa og svo voru það þeir sem báðu um svar. 

Elle_, 9.7.2012 kl. 15:29

12 Smámynd: Elle_

Nú er ég löngu búin að elda ýsuna úr fiskveiðilögsögu OKKAR.  Með íslenskum kartöflum úr íslenskri mold:)  Sem Danir hefðu ábyggilega ekki getað veitt í sinni fiskveiðilögsögu.  Og við ekki heldur ef við værum svo vitlaus að vera í þvingunarveldinu.  Vegna þess að Bretar og Spánverjar væru löngu búnir að sópa miðin okkar og af eintómri gæsku og mannúð hefðu skilið eftir fyrir okkur nokkra sílissporða.

Elle_, 9.7.2012 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband