Hrós til ESB vegna ACTA en efnahags- og evruvandinn óleystur

Aldrei þessu vant unnu lýðræðisöflin innan ESB sigur í gær, þegar hinu innræmda ACTAsamkomulagi, sem framkvæmdastjórnin barðist fyrir að yrði samþykkt, var hafnað af miklum meirihluta í Evrópuþinginu. Það mun því ekki taka gildi innan ESB og því fagna flestir þeir sem vilja sporna gegn ritskoðun, málfrelsisskerðingu og höftum á netinu. Ástæða er til að gleðjast yfir þessu.

Margir vilja einnig fagna niðurstöðum leiðtogafundar ESB í síðustu viku, eða kannski öllu heldur því að náðst hefur niðurstaða. Þar aftur á móti, er lítil ástæða til að fagna, þótt sumir láti sig hafa það. Framundan eru brýn verkefni, bilið milli Bretlands og annarra ESB-landa hefur breikkað og þar eru mörg óleyst vandamál sem varða fjárlagagerð og fleira. Ný stjórnarskársamkunda ESB vorið 2015 er ekki öllum tilhlökkunarefni og enn síður fyrirsjáanlegar þjóðaratkvæðagreiðslur í kjölfarið.   

Það sem veldur þó enn meiri áhyggjum er að fjármálakreppa evrusvæðisins er fjarri því leyst. Grikkland er enn á hausnum og kröfugerð ESB á hendur blönku evruþjóðunum ber vott um skammsýni, hún eykur fátækt í þessum löndum og skapar þannig enn meiri kreppu. Vonir um að stöðugleiki yrði farinn að ríkja og markmið í þeim efnum hafa ekki gengið eftir. Skoðanaágreiningur er einfaldlega of mikill til þess að vænta megi sáttar og uppbyggingar og á meðan er hætta á enn meiri niðursveiflum og jafnvel hættuástandi.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband