Pukrast með fjöreggið
24.6.2012 | 11:46
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gumaði af því í fundarsölum ESB nú í vikulokin að samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum lægju fyrir. Þetta er vafalaust rétt. Heimildir Vinstri vaktarinnar herma að fullbúinn pappír með þessum markmiðum hafi legið fyrir snemma í vor. En íslenska þjóðin hefur ekkert fengið að sjá. Ekki einu sinni opinberir fulltrúar hennar í utanríkismálanefnd Alþingis. Össur, Steingrímur J. og fámennur hópur embættismanna hefur pukrast með plagg þetta vikum saman.
Þegar samningahópi Íslands um landbúnað var falið að svara opnunarskilyrðum ESB í kaflanum um landbúnaðarmál var svar einnig útbúið í litlum hópi embættismanna. Áður en sjálfur samningahópurinn var kallaður saman var farið með plaggið til Brussel og evrópskir embættismenn fengnir til að veita því óformlega blessan. Fyrst eftir það fengu þeir sem formlega áttu að svara að sjá hverju þeir svöruðu. Og síðast fékk svo utanríkismálanefnd Alþingis að líta á pappírana margblessuðu.
Af fjölmiðlum var það Agence Europe sem fyrst fékk að vita að samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegi lægju fyrir og um leið sagði utanríkisráðherra að hann væri sannfærður um að samningar tækjust.
Ossur Skarphédinsson, Iceland's Foreign Minister, said that fishing is very important for Iceland. With the EU's good understanding, I think we shall manage to reach an agreement, he said with confidence. When asked about fisheries, he said: We must enter negotiations, deal with problems and from all that we shall reach an agreement that Iceland will comply with. We are ready to present our negotiation positions. The Iceland minister concluded: The EU has always been determined to find tailor-made solutions taking into account the specific interests of candidate states, without trampling on the basic principles that are dear to those states. I expect creative solutions. We are different from Norway, which twice said no to the EU. (Lauslega þýðingu þessarar fréttar Agence Europe má finna hér á vef Mbl.is)
Það er orðið lítið eftir af hinu opna lýðræðislega ferli sem þjóðinni var lofað í sambandi við ESB. Utanríkisráðherra hefur engar áhyggjur af því og ekki heldur af því að erfitt verði að semja, hann treystir fullkomnlega góðvilja ESB! Hvernig er komið fyrir þeirri þjóð sem felur Össur Skarphéðinssyni að fara með fjöregg sitt í skjóðu um alla tranta heimsins.
Athugasemdir
Spurningin er bara hvernig kemst einn maður og nokkrir undirsátar hans upp með svona pukur og pot? Hvar er eftirlitið og lýðræðið?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 13:13
Ásthildur í stuttu máli kemur fram hér treystið ekki stjórnmálamönnum ykkar:
http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs&feature=results_main&playnext=1&list=PL2352BA6FF267D1A3
Örn Ægir Reynisson, 24.6.2012 kl. 15:05
Já, það er vissulega lítið orðið eftir af því sem þjóðinni var lofað í kosningabaráttunni vorið 2009.
Kosningabeita VG var loforð um eindregna andstöðu við ESB aðild.
Kosningabeita SF var gegnsæi; að ÖLL mál yrðu uppi á borðum.
Skjaldborg um heimilin reyndist svo líka úldin gulrót.
Greinilega nær metnaður forystu stjórnarflokkanna ekki lengra en til eins kjörtímabils.
Kolbrún Hilmars, 24.6.2012 kl. 15:53
Þetta er röng spurning: Þjóðin hefur EKKI falið Össuri, Steingrími né Jóhönnu NEITT umboð til eins né neins í þessu máli. Þjóðin er alls ekki með í þessu máli. Alls ekki. Þetta er einkastjórn hinna útvöldu og kosningasvikara.
Kosningasvikaformaður Vinstri grænna hélt með hugleysishönd sinni valdagræðgisskammbyssu upp að höfði þingmanna flokks síns til þess að kúga út úr þeim samþykkki fyrir þessu ógeði. Í algjöru umboðsleysi kjósenda. Þjóðin er því alls ekki með hér. Hún er ekki með. Þetta er einkaklúbbur ESB-sinna Vinstri grænna og Samfylkingar.
Frekar ættu menn að spyrja sig að því hér á þessari ágætu síðu hvað menn eins og Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson og Bjarni Harðarson séu að gera í þessum þjóðsvikaflokki sem fer svona framhjá þjóðinni og kjósendum undir þrotabússtjórn Steingríms J. Sigfússonar. Af hverju eruð þið í þessum flokki með svona svikula forystu? Þetta myndi ég ekki láta bjóða mér.
Ég veit að það er erfitt að yfirgefa það sem maður sjálfur stofnaði og fékk til að vaxa. En þegar félagið er gjaldþrota að öllu leyti og komið undir varanlega og yfirþyrmandi þrotabússtjórn stjórnmálaglæfra þá þurfa menn að horfast í augu við staðreyndir og taka hatt sinn. Þetta gildir að minnsta kosti úti í hinu almenna þjóðfélagi þar sem menn baksa við að hafa í sig og á í rekstri og tapa oft aleigunni í þeirri viðleitni. Þurfa þá að taka hatt sinn og fara slyppir frá æfistarfinu. En halda þó stundum ærunni.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2012 kl. 16:07
Hvernig getur ein þjóð látið loddara og lygara komast upp með alla þessa vitleysu. Það er hann sem matar rétt ofaní ESB eftir þeirra formúlu. Þetta er grátlegt.
Valdimar Samúelsson, 24.6.2012 kl. 19:29
Já og enginn sem getur gerir neitt, hvar endar þetta?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 19:31
það verður nú auðvet að semja um þetta. Taka kvótann frá LÍÚ og láta Spánverja fá hann. Fá almennilega menn í þetta. Málið dautt og allir sáttir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 16:41
Er hægt að láta út úr sér jafn heimsk orð og Ramó hér að ofan?!?
Ef ég héldi að Ramó hefði lágmarksgáfur til að skilja einföldustu rök, þá myndi ég svara honum.
Ramó, sem vildi vera Rambó, það vantaði bara eitthvað í hann.
palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.