Hörð gagnrýni flokksmanna VG á aðildarferlið

Mikil ólga er meðal flokksmanna VG vegna þess hvernig Össur fær að ráðskast með ESB-málið. Mikill meirihluti landsmanna er andvígur aðild og flestum þykir forysta VG hafa sýnt þessu dekurmáli Samfylkingar ótrúlegt langlundargeð og óttast að það skaði mjög stöðu VG í komandi kosningum.

 

Þegar meirihluti þingflokks VG samþykkti aðildarumsóknina átti svo að heita að kannað yrði hvað í boði væri af hálfu ESB, jafnvel þótt flokkurinn væri eindregið andvígur aðild. En smám saman hefur umsóknarferlið breyst í grímulausa aðlögun Íslands að regluverki ESB ásamt ýmiss konar áróðurs- og mútustarfsemi ESB hér á landi þótt upphæðirnar sem þar um ræðir, m.a. umdeildir IPA-styrkir, vegi ekki þungt í samanburði við ESB-skattana sem þjóðin þarf að reiða af hendi til Brussel ef til aðildar kæmi og næmu margfalt hærri upphæðum.

 

Nýleg samþykkt sem gerð var í Skagafirði er til marks um hug stuðningsmanna VG víða um land til flokksforystunnar:

 

„Stjórn Svæðisfélags VG í Skagafirði harmar framgöngu þingmanna og ráðherra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem flestir greiddu atkvæði með svokölluðum IPA styrkjum, þrátt fyrir samþykktir flokksins um að ekki verði tekið við styrkjum til aðlögunar að EB. Sýnir þetta betur en flest annað á hvaða vegferð forysta flokksins er, sem leynt og ljóst berst fyrir áframhaldandi samningum við Evrópusambandið, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.“


mbl.is Þrír kaflar opnaðir til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Ekkert annað en landráð og allt kapp lagt á að ná Bessatöðum til að hægt sé að fullkomna verkið.Það trúir því ekki nokkur maður að þetta lið færi eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðlsu eftir það sem á undan er gengið.

http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs&feature=results_main&playnext=1&list=PL2352BA6FF267D1A3

Auður Lilja Erlingsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldvin Jónsson (leysir af Birgittu), Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson , Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (leysir af Lilju Rafney), Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Bjarnadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Össur Skarphéðinsson. Greiðir ekki atkvæði: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson

Örn Ægir Reynisson, 22.6.2012 kl. 13:12

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hefur þjóðin engann atkvæðarett í þessu máli- fyr en það er of seint- EINN MAÐUR FER MEÐ VALDIÐ ÁN STUÐNINGS ÞJÓÐAR SEM VIRÐIST HÆTT AÐ ANDMÆLA ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.6.2012 kl. 20:29

3 identicon

Rándýrar heilsíðuauglýsingar þóru minna mig á icesave auglýsingarnar hérna um árið og orðalagið í auglýsingum Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar um vinnu og velferð, skjaldborg um heimilin og fleira.

Í dag fór ég og kaus utankjörstaða og um leið spurði ég starfsfólkið sem tók á móti mér hvernig fyrirkomulag væri á kerfinu þegar talið væri upp úr kjörkössunum. Hvort t.d.Samfylkingin eða aðrir gætu komið völdum aðilum að við það verk og látið t.d. telja vitlaust upp úr kössunum.Svarið sem ég fékk var að fjöldi manns kæmi að talningu út um allt land þar á meðal fólk sem fjármálafyrirtækin leggðu til vegna þess að það væri svo fljótt að telja atkvæðin. Því langar mig að vita er þetta löglegt?

Er löglegt að ákveðin hópur fyrirtækja, fjármálafyrirtækja sem eru í eigu meðal annars erlendra aðila sem enginn veit hverjir eru leggi til fólk við að telja upp úr kjörkössum í kosningum til æðsta embættis Ríkisins?

Örn Ægir (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 22:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það virðist enginn nenna að mótmæla hressilega við Alþingishúsið. Það vantar forystu til þess. Þegar ég var þarna, var einn hópurinn við Sjórnarráðið,annar að hengja upp allskonar drasl á snúrur,sem komið var fyrir milli trjáa, við Alþ.húsið,sem sagt engin samstaða,því þar fóru hópar hver með sínar áherslur. Ég var að vona að Magnús Sigmundss.,sem samdi lagið ,,Freyja mín,, sem er um fósturjörðina,sungið af karlakór og leikið á fiðlu á Þingvöllum,væri til í að koma og flytja þetta,stuttar ræður,sæu aðrir um og hvettu Jóhönnu til að segja af sér. Þess er vandlega gætt að,, að okkur sé ekki þrengt meira meðan þau þreyta okkur til uppgjafar. Fyrir 2 árum komum við saman í mótmæli 8-þús til 10,000 manns.Þá var sagt að Jóhanna væri á fremsta hlunni að segja af sér en var talin ofan af því af svikaranum Steingrími. Þá áttum við að reka flóttann. Ef við látum þetta yfir okkur ganga,munum við aldrei sjá Ísland (eða þau yngri)eins og það ætti að vera,það þarf ekki að vera sérstaklega svartsýnn til að sjá hvað er í gangi. Við gátum hafnað Icesave,oftar en 1 sinni,við verðum að láta til okkar taka núna,því við vitum hvernig þau (lepparnir)fá Esbéið í lið með sér,koma því þannig fyrir að ekkert sé tekið mark á þjóðar atkv.Þau eru að leggja gildrur núna. Þurfum að stoppa þetta helst áður. En Ólaf verðum við að kjósa,er viss um að hann vinnur þessar kosningar.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2012 kl. 23:07

5 identicon

"Í dag fór ég og kaus utankjörstaða og um leið spurði ég starfsfólkið sem tók á móti mér hvernig fyrirkomulag væri á kerfinu þegar talið væri upp úr kjörkössunum. Hvort t.d.Samfylkingin eða aðrir gætu komið völdum aðilum að við það verk og látið t.d. telja vitlaust upp úr kössunum."

Drottinn minn!!! Paranojusjúklingar virðast jafnalgengir í hópi stuðningsmanna ÓRG og i hópi ESB-andstæðinga enda er þetta mikið til sama fólkið. 

Að láta sér detta í hug að Samfylkingin eða aðrir fái aðgang að talningu atkvæða til að stunda kosningasvindl að hætti gjörspilltra ríkja er með því fáránlegasta sem ég hef heyrt.

Hvorki Samfylkingin né aðrir stjórnmálaflokkar eiga neina aðild að þessum kosningum. Allir frambjóðendur njóta stuðnings úr öllum flokkum. Þekktir sjálfstæðismenn eru td mjög áberandi í stuðningsmannaliði Þóru.  

Þessir stuðningsmenn ÓRG virðast eiga erfitt með að skilja að þjóðin muni taka ákvörðum um ESB-aðild hver sem verður forseti. 

Ef svo ólíklega vill til að reynt verði að fara framhjá þjóðarvilja mun Þóra sem forseti koma í veg fyrir það að eigin sögn.

Hverju búast menn eiginlega við af ÓRG? Eru þeir að vona að ef þjóðin samþykkir aðild að þá muni hann synja henni staðfestingar og boða aftur til þjóðaratkvæðis?

Hugsa ÓRG og stuðningsmenn hans ekki skýrt?   

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 00:57

6 identicon

Ásmundur þetta er ekki paranoja heldur fullkomlega eðlileg viðbrögð eftir það sem á undan er gengið ásamt hegðun forystumanna ríkistjórnarinnar. Og að fjármálastofnanir af öllum stofnunum eftir það sem á undan er gengið m.a.einkavæddar af Steingrími J Sigfússyni til erlendra vogunasjóða og margar með sömu starfsmönnum og fyrir hrun reddi starfsfólki til að telja upp úr kjörkössunum vegna þess að það sé svo fljótt að telja er tortryggilegt!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 02:09

7 identicon

Örn Ægir, þú hefur afskaplega lítinn skilning á störfum ríkisstjórnarinnar og ber afstaða þín til hennar vott um ekki svo litla paranoju.

Steingrímur og ríkisstjórnin ber enga ábyrgð á því að vogunarsjóðir voru búnir að kaupa upp skuldabréf gömlu bankanna og voru því orðnir kröfuhafar í þrotabú þeirra. 

Nýju bankarnir voru reistir á rústum hinna gömlu og voru því hluti af þrotabúum gömlu bankanna að frádregnu framlagi ríkisins í þá sem er nú hluti ríkisins í nýju bönkunum.

Með neyðarlögum voru innistæður gerðar að forgangskröfum. Við það misstu kröfuhafar það sem var þeirra lögvarin eign fyrir hrun. Að taka enn meira af þeim með því að hirða af þeim eign þrotabúanna - nýju bankana - hefði aldrei staðist fyrir dómstólum.

Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Enginn hefði trúað því að við værum þetta vel á vegi stödd svona stuttu eftir hrun. Erlendir sérfræðingar eru agndofa yfir því.

Skuldavandi heimilanna er vegna ónýtrar krónu. Ríkisstjórnin ber ekki ábyrgð á henni og getur ekki fært til fé eftir geðþótta. Það væri brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Meðan krónan er enn gjaldmiðillinn verður lántaka á Íslandi alltaf fjárhættuspil.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 08:08

8 identicon

Það er athyglisvert hve mikið af fólki sem gegnt hefur ábyrgðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn er  í kosningaráði Þóru Arnórsdóttur. Þeir eru:

  1. Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
  2. Þrír fyrrum aðstoðarmenn ráðherra Sjálfstæðisflokksins; Friðjón Friðjónsson, Hanna Kristín Friðriksdóttir og Steingrímur Sigurgeirsson.
  3. Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ.
  4. Guðrún Pétursdóttirfyrrverandi borgarfilltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Fleiri þekktir sjálfstæðismenn eru í kosningaráði Þóru. Mér finnst líklegt að sumir þeirra hafi gegnt ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn þó að ég viti það ekki.

Allir þeir sem kepptu við ÓRG um forsetaembættið 1996 taka nú virkan þátt í kosningabaráttu Þóru. Þetta eru Pétur Hafstein, Guðrún Pétursdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. Allavega tvö þeirra fyrrnefndu eru sjálfstæðismenn.

Var einhver að tala um að framboð Þóru væri á vegum Samfylkingarinnar? 

http://thoraarnors.is/kosningarad/

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 08:49

9 identicon

Skýrt merki um hvað Ásmundur er fullkomlega vangefinn einstaklingur, er að hann er virkilega að halda því fram að Ólafur forseti myndi hafna lögum um aðild að ESB.

Í fyrsta lagi er þjóðin aldrei að fara að samþykkja þetta kjaftæði, eins og jafnvel fáráðlingum eins og Ásmundi ætti að vera ljóst,

og í öðru lagi þá getur forsetinn bara vísað málum í þjóðaratkvæðisgreiðslu, ekkert meir. Ef forseti synjar lögum um aðild, sem eru SAMKVÆM þjóðaratkvæðagreiðslu, þá þyrfti þjóðin bara að staðfesta sína skoðun.

Ólafur forseti hefur sýnt og sannað að hann stendur með þjóð sinni, og hann er ekki ESBfáviti heldur, svo að hann mun sjá til að þegar þjóðin hafnar þessum fullveldisafsals-aðlögunarsamning, að þá mun sú niðurstaða standa, sama hvað myglaða pakkið á alþingi gerir.

Þóra er ESBsinni, svo það eitt er nóg fyrir mig til að efast um hennar vitsmuni og geðheilsu. Ólafur hefur próf í að standa með þjóðinni, Þóra er spurningarmerki.

Forsetinn getur ekki breytt eða stöðvað þjóðina í að taka ákvörðun um ESB, hann getur aðeins tryggt að alþingi fari eftir henni.

Er Ásmundur virkilega að halda því fram að Ólafur muni synja lögum sem eru samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslu... til þess eins að það fari aftur í þjóðaratkvæðisgreiðslu?

..og þess vegna eigi að kjósa Þóru??

Hahahahahahahahaaa!!!!

Ertu hinn fullkomni fáviti, Ásmundur?

palli (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 15:50

10 identicon

Fyrir utan að þessi aðlögun á að stoppa hið fyrsta.

Það er ekkert í neinu ríkisstjórnarsamning um aðildarviðræður sem gúddera beina aðlögun að ESB, áður en þessi samningur lítur dagsins ljós.

Og þetta væl í Ásmundi og öðrum sauðkindum, um að það þurfi að sjá samningin er rökleysa. Meira að segja ESB segir að samningurinn er alls ekkert nauðsynlegur til að sjá hvað nákvæmlega er í boði við aðild.

Lygar, lygar og aftur lygar. Það er ekkert nema lygaþvættingur sem kemur frá ESBsinnum. Landráðaræflar og aumingjar, og einstaklega heimskt fólk.

palli (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 15:55

11 identicon

Þóra virðist vera að sækja gífurlega á ÓRG þessa dagana.

Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar2 sem var birt 15.6. hafði ÓRG um 30% forskot á Þóru. Þetta forskot er nú aðeins 8% skv nýjustu skoðanakönnunum Capacent og MMR. 

Ég tel allar líkur á að straumurinn sé enn til Þóru og að hún eigi því góða möguleika á að vinna kosninguna.

Það virðist vera miklu meiri stemning kringum framboð Þóru meðal stuðningsmanna en framboð annarra frambjóðenda. Stuðningsmennirnir virðast einnig miklu fúsari til að leggja framboði hennar lið með fjárframlögum eins og kemur fram í auglýsingum síðustu daga.

Stuðningsmenn annarra býsnast yfir þessum auglýsingum sem þó eru aðeins brot af því sem tíðkast hefur í kosningum undanfarin ár að ógleymdu framboðoi ÓRG 1996 sem safnaði tugum milljóna í skuldir.

Þannig  virðist vera miklu meiri alvara á bak við stuðning við Þóru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 23:20

12 identicon

Spurningin sem þú þarft að spyrja þig, Ásmundur, er sem fyrr:

Hverjum er ekki skítsama um hvað þér finnst??

palli (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 07:30

13 Smámynd: Elle_

- - - Ásmundur þetta er ekki paranoja heldur fullkomlega eðlileg viðbrögð eftir það sem á undan er gengið ásamt hegðun forystumanna ríkistjórnarinnar.- - -

Já,  hví ættum við að halda að eitt einasta orð sé að marka þetta síljúgandi fólk?  Það er ekkert að marka það.  Þau munu ekki líta á vilja þjóðarinnar fremur en vanalega í þessu máli og öðrum.

Elle_, 25.6.2012 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband