Að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri
21.6.2012 | 11:59
Stjórnvöld á Íslandi hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Annars vegar er utanríkisráðherra í einhvers konar skjallbandalagi með ESB, þar sem menn hrósa hverjir öðrum kurteislega fyrir aðildarviðræður Íslands, eins og allt sé í himnalagi í þeim, einstaka ávítandi orð koma frá stjórnmálamönnum ef keyrir um þverbak í samskiptum Íslands og ESB, ,,uss, uss, ekki vera að segja þetta út af makríldeilunni/Icesave ... " segja íslenskir ráðamenn fyrir siðasakir ,,uss, uss, ekki vera að gera þetta í makríldeilunni/Icesave" segja embættismenn ESB og meina það. En embættismönnum er gert að halda áfram að halda andliti vegna aðildarviðræðnanna og IPA-styrkir eru samþykktir af öllum sem ráða, þótt ESB sé fullljóst að ekki er vilji fyrir aðild meðal almennings á Íslandi, samt á að bera fé á okkur til öryggis, ef ske kynni! Sumir íslensku ráðamannanna eru nógu óforskammaðir að láta sem það sé sómi af því að þiggja þessa aðlögunarstyrki af því þeir eiga að vera óafturkræfir.
Í hinu orðinu stöndum við í raunverulegum, áþreifanlegum og alvarlegum deilum við ESB og mótmælum formlega (loksins) íhlutun þeirra og óbilgirni. Þessi rödd er öll önnur en silkimjúka samningaröddin. Hér má lesa um nýjasta framlag í málflutningi Íslands út af Icesave:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/20/motmaela_malflutningi_esb/
Athugasemdir
Hér höfum við skýr skilaboð frá Evrópumanni sem þekki aðferðir Evrópusambandsins treystið ekki stjórnmálamönnum ykkar þegar kemur að Evrópusambandinu:
http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs&feature=results_main&playnext=1&list=PL2352BA6FF267D1A3
Hér höfum við þá sem samþykktu og sátu hjá við afgreiðslu IPA styrkjana
Auður Lilja Erlingsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldvin Jónsson (leysir af Birgittu), Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson , Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (leysir af Lilju Rafney), Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Bjarnadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Össur Skarphéðinsson. Greiðir ekki atkvæði: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson
Örn Ægir (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 17:12
Já, geymum endilega á vísum stað hvaða alþingismenn það voru sem neituðu ekki skítugum peningum frá Brussel. Það voru nokkurn veginn þeir sömu og stóðu ekki gegn mútustofunni og óleyfisumsókninni í júlí, 09 og nokkuð þeir sömu og vildu ICESAVE. Það skal ekki vera neitt ógert fyrir hag Brusselveldisins og gegn Íslandi.
Elle_, 22.6.2012 kl. 00:02
ESB-umsóknin og makríldeilan eru tvö óskyld mál. Það er þroskamerki að láta þau ekki hafa áhrif hvort á annað.
Það getur vel verið að meirihluti Íslendinga sé andsnúinn ESB-aðild núna. Það skiptir þó engu máli fyrir aðildarumsóknina vegna þess að það er langt í að kosið verði um aðild. Þegar þar að kemur gæti aðild hæglega verið samþykkt.
IPA-styrkir eru styrkir sem allar þjóðir sem sækja um aðild fá. Þeir hafa engin áhrif á umsóknina né afstöðu fólks til ESB-aðildar og eru óafturkræfir þó að aðild verði hafnað.
Það er auðvitað sjálfsagt að þiggja þessara styrki eins og aðrar þjóðir hafa gert. Annars er hætta á að við drögumst aftur úr þeim því að ekki er annað fé á lausu til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 10:08
Ásmundur hefur viðurkennt að um aðlögunarferli er að ræða, ekki samningsferli, enda ekki hægt að segja mikið á móti skýrum texta frá Brussel þar sem þetta er beinlínis stafað.
En Ásmundur talar samt um "aðildarumsókn" og að það sé sko í besta lagi að það malli bara áfram og áfram. Ha? Er meirihluti Íslendinga andsnúinn ESBaðild, Ásmundur? Heldurðu það í alvöru? Döhhh!
En er það tilefni fyrir Ásmund að hinkra aðeins með AÐLÖGUNARFERLIÐ? Nei, auðvitað ekki. Hann Ásmundur veit betur en þessi heimska þjóð hans sjálfs.
Það má auðvitað ekki leyfa þjóðinni að taka þessa ákvörðun, hvort haldið sé áfram í AÐLÖGUNARFERLINU. Það mátti ekki spyrja þjóðina í byrjun, því það var nú bara aðeins verið að kíkja í pakkann og sjá hvað væri í boði, sko.
Það er þjóðin sem ræður, litla óhugnarlega heimska geðbilaða grey.
Lygarnar í þér og þínum eru öllum augljósar en nei, auðvitað heldur þú áfram í þínum lygavef og trúarofstækisáróðri.
Er það svo "auðvitað sjálfsagt" að þiggja aðlögunarstyrki?
Það er nákvæmlega ekkert sem þið ESBsinnar hafið sagt frá upphafi sem hefur staðist eða ekki verið hrein lygi. Þið eruð geðsjúklingar, haldnir veruleikafirringu og afneitun.
Átti ekki aðal- og eina ástæða umsóknar að vera evran? Þarf að segja eitthvað meira um þetta pakk?
...eða voru það lygarnar um "endurheimt fullveldis" og eitthvað annað kjaftæði sem hvaða skólabarn sér í gegnum.
Þú ert kominn svo langt yfir línuna að þú sérð hana ekki lengur, en haltu þessu bara áfram. Opinberaðu eigin geðsýki, heimsku og hroka.
Þinn hroki er annars á svo viðbjóðslegu stigi, Ásmundur, að annað eins hefur aldrei sést. Þú ert mesta fífl og heimskingi sem ég hef nokkru sinni vitað um. Landráðaræfill og andlegur aumingi.
Og þinn tími mun koma.
palli (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.