Titanic er að sökkva ...

Á Alþingi fór fyrir nokkrum dögum fram umræða um stöðu evrunnar. Hér verður gripið ofan í ræður tveggja vinstri manna. Lilja Mósesdóttir sagði:

 Vanda evrusvæðisins má rekja til rangrar efnahagsstefnu, stefnu sem hefur verið keyrð í gegn af Þjóðverjum sem eru ekki tilbúnir að taka á rót vandans heldur aðeins afleiðingum hans. Vörur og fjármagn ríku evrulandanna hafa frá upptöku evrunnar streymt inn í fátækari evrulöndin og búið til eignabólur eins og til dæmis á Spáni. Eignabólur springa vegna þess að fjármagn er notað til þess að hækka eignaverð en ekki til þess að keyra upp hagvöxt og þar með tryggja að til séu peningar til að greiða af lánum og vexti.

Þjóðverjar hafa neytt fátækar þjóðir Evrópu til að auka skuldsetningu ríkissjóða og skera niður ríkisútgjöld til að fjármagna töpuð lán banka. Þannig eru töpuð útlán bankakerfisins í fátækum evrulöndum gerð að skuld skattgreiðanda. Þegar enginn vill lána skuldsettum evruþjóðum og fjármagnsflótti er hafinn kemur Evrópski seðlabankinn til aðstoðar og lánar, ekki þjóðríkjum af því að Evrópski seðlabankinn má ekki lána þjóðríkjum, heldur bönkum í þjóðríkjum með ábyrgð frá ríkissjóðum um að þeir muni sjá til þess að lánin verði greidd, með öðrum orðum með ríkisábyrgð.

Evran hefur gert fjármagnsfólki kleift að flytja allar eigur sínar frá fátækari evrulöndum og skilja skuldirnar eftir. Brotthvarf skuldsettra þjóða úr evrusamstarfinu mun því verða mjög sársaukafull fyrir almenning að öllu óbreyttu.

Frú forseti. Ósjálfbærar skuldir hafa ekki síður eyðileggjandi áhrif á samfélög og líf einstaklinga en stríð. Ósjálfbærar skuldir á að (Forseti hringir.) afskrifa í nafni mannúðar.

 Jón Bjarnason var annar tveggja talsmanna VG í umræðunni og sagði:

 ... Trond Giske, atvinnumálaráðherra Norðmanna, hélt nýlega ræðu á fundi forustumanna í norsku atvinnulífi og gerði að umtalsefni ástandið á evrusvæðinu þar sem skuldirnar og atvinnuleysið og örbirgðin fer ört vaxandi. Með leyfi forseta, vitna ég til eftirfarandi orða:

„Þegar ég stend hér í einum glæsilegustu salarkynnum Óslóborgar og ræði um ástandið í ESB finnst mér eins og ég sitji á efsta þilfari Titanic meðan sjórinn er farinn að flæða inn á neðri þilförin."

Þetta sagði norski ráðherrann og að því er ég best veit er hann líka krati.

„Þetta er ekki aðeins efnahagsleg kreppa, heldur einnig mikil félagsleg kreppa." - Bætti ráðherrann við og vísaði til hins gífurlega atvinnuleysis meðal ungs fólks í Evrópusambandinu - „Heil kynslóð á það á hættu að bjóða fram starfskrafta sína á fullorðinsárum án þess að fá nokkuð að gera sem vit er í."

Þetta er staða Evrópusambandsins og þetta speglast kannski líka í þeirri stöðu sem evran nú er í.

Angela Merkel sagði í Der Spiegel nýlega: „Við þurfum að búa til pólitíska einingu. Við verðum skref fyrir skref að framselja vald okkar til miðstýrðs valds í Evrópusambandinu því að það hefur svo góða yfirsýn og þess vegna þarf allt vald og öll ákvarðanataka að geta færst þangað inn.:

Frú forseti. Við eigum ekkert erindi þarna inn. Við eigum á hættu að sogast lengra inn í kjölsog Titanics eins og norski ráðherrann lýsir því. Við eigum að afturkalla umsóknina að Evrópusambandinu nú þegar, og vinna á okkar eigin forsendum að lausn okkar mála til framtíðar, hætta þeim blekkingarleik að það sé hægt að sækja gull í greipar Evrópusambandsins. (Forseti hringir.) Nei, alveg eins og Landsbankinn lokaði á Súðavík til þess að bjarga sér og efnahag Landsbankans (Forseti hringir.) gerir Þýskaland nákvæmlega það sama. [Frammíköll í þingsal.]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eignabólan í evrulöndum hefur lítið með evruna að gera eins og við ættum að vita þjóða best. Að vísu varð meira freistandi að taka lán þegar vextir lækkuðu með upptöku evru.

En það hefði átt að bregðast við því með einföldum hagstjórnartækjum. Í staðinn var allt látið reka á reiðanum. Vandi fylgir vegsemd hverri.

Það var einfaldlega ekki brugðist rétt við þeirri velmegun sem fylgdi evrunni. Reyndar væru þessi lönd ekki síður í alvarlegum vanda þó að þau hefðu ekki tekið upp evru því að þá hefðu gjaldmiðlar þeirra hrunið.

Stjórnvöld hefðu átt að auka bindiskyldu banka og leggja á þá frekari kvaðir til að minnlka útlán. Einnig hefði átt að hækka skatta og draga úr opinberum framkvæmdum til að slá á þenslu.

Fjármagnsflótti á milli landa hefur heldur ekkert með evru að gera nema síður sé. Hér á landi gripu auðmenn til þess ráðs, þegar allt var að fara í kaldakol, að kaupa gjaldeyri og koma honum úr landi. Það átti stóran þátt í hruni krónunnar. 

Það er miklu meiri ástæða til að koma fé úr landi þegar hrun gjaldmiðilsins blasir við.  Á slíku eru yfirleitt engar hömlur þó að nú séu höft á  Íslandi um ófyrirsjáanlega framtíð vegna neyðarástands.

Á Íslandi varð stærra hrun en á evrusvæðinu. Flest evrulöndin eru með betra lánshæfismat en Ísland. Menn hreykja sér af meiri hagvexti hér en víða á evrusvæðinu án þess að sjá heildarmyndina.

Sannleikurinn er sá að landsframeiðslan hrundi meira hér en annars staðar og hún er enn verulega minni en fyrir hrun. Á evrusvæðinu er landsframleiðslan hins vegar nærri jafnmikil og fyrir hrun. Menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Gengi evrunnar er enn tugum prósenta hærra gagnvart dollar og pundi en um aldamótin. Krónan hefur hins vegar lækkað um ca helming gagnvart þessum gjaldmiðlum frá 2008.

Í Þessum samanburði á annars vegar ESB og evru og hins vegar Íslandi og krónu kemur ESB og evra mun betur út.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 20:45

2 identicon

Það þarf að finna upp nýtt orð fyrir þetta sorglega tilvistarástand Ásmundar. Heilaþvottur, heimska, hroki, hálfvitaskapur, óþroski.. and the list goes on and on and on...

Kanski það fáránlegasta við þennan apakött er að hann heldur virkilega að fólk á þessari vefsíðu taki eitthvað mark á honum!

Alvarlega sorglegt gangandi stoðkerfið fyrir heilaskemmdir.

Gerðu Íslandi og heiminum greiða, Ásmundur, og stökktu fram af kletti.

palli (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 21:04

3 identicon

Lettar eru enn að bíða eftir ódýru húsnæðislánunum sem þeim var lofað. Eina sem gerist er að verðlag hækkar og atvinnuleysi eykst.

GB (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband