Vandræðagangur evrusvæðisins tefur fyrir afnámi gjaldeyrishafta
12.6.2012 | 11:55
Áróðurskvörn Össurar þyrlaði því upp um daginn að ESB myndi hjálpa þjóðinni að losna við gjaldeyrishöftin. Þessu er þó einmitt öfugt farið. Evrukreppan tefur beinlínis fyrir afnámi haftanna. Forysta ESB gerir okkur helst gagn með því að hysja upp um sig og koma sínum málum í lag.
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB og Össur utanríkisráðherra, tilkynntu nýlega með pompi og prakt að skipuð yrði sameiginleg nefnd Íslands og ESB til að skoða hvernig helst mætti afnema gjaldeyrishöftin. Füle og Össur urðu þó að viðurkenna að þeir væru ekki með neinar hugmyndir um það í hverju sú aðstoð yrði fólgin. Nefndarskipunin er því bersýnilega lítið annað en ein af þessum mörgu flugeldasýningum sem Össur skipuleggur til að gera ESB-aðild girnilegri í augum landsmanna.
Í seinustu viku spurði Mbl. fjóra fjármálasérfræðinga hjá jafnmörgum stofnunum hver yrðu áhrif evrukreppunnar á gjaldeyrishöftin. Þeir hölluðust allir að því að vegna hins háskalega óvissuástand sem ríkjandi væri á evrusvæðinu yrði talið öruggara fyrir Ísland að framlengja gjaldeyrishöftin. Svör þeirra sýna vel hve áróðurstilburðir Össurar eru yfirborðslegir.
Gjaldeyrishöftin eru vissulega flókið og erfitt vandamál að leysa. Eftir að opnað var fyrir óhefta fjármagnsflutninga í samræmi við ESB-reglur og EES-samninginn voru bankarnir einkavæddir og þá hófst gífurlegt innstreymi erlends fjármagns inn í íslenskt bankakerfi sem varð til þess að umsvif þeirra tífölduðust á fáeinum árum. Þegar þeir svo hrundu fáum árum síðar lokuðust hér inni miklar krónueignir vogunarsjóða og annarra erlendra fjárfesta sem gert höfðu sér vonir um skjótfenginn gróða, byggðan á háu vaxtastigi. Ef höftin væru nú afnumin snögglega og þetta fjármagn fengi að flæða óhindrað út færi efnahagslíf okkar aftur á hvolf.
Þess vegna hefur Seðlabankinn unnið að því að leysa þennan vanda með því að hleypa út úr stíflunni eða minnka snjóhengjuna smám saman í mörgum áföngum með sérstökum gjaldeyrisútboðum sem leiða til þess að krónueignir erlendra aðila ganga til þeirra sem vilja kaupa þær með verulegum afslætti. Innilokaðar birgðir aflandskróna hafa þegar lækkað með þessum hætti um 62 milljarða króna og samtals hefur verið losað um 182 milljarða króna, þ.á.m. 35 milljarða í gegnum svonefnda fjárfestingarleið.
Vandinn er hins vegar sá að eigendur aflandskróna eru nú farnir að bíða eftir því að Ísland gangi í ESB því að þá muni þeir verða keyptir út á miklu hærra verði en nú er í boði. Þeir gera sér vonir um að hjálp Seðlabanka ESB felist í því að hann kaupi upp aflandskrónurnar og skuldfæri Seðlabanka Íslands (þ.e. íslenska ríkið) fyrir upphæðinni. Hjálpin yrði þá fyrst og fremst á kostnað íslenskra skattgreiðenda þegar upp væri staðið.
Veruleg hætta er á að yfirborðslegt áróðurstal Össurar og stækkunarstjóra ESB verði fyrst og fremst til þess að hvetja eigendur aflandskróna til að bíða átekta. Viðleitni Seðlabankans til að losa um gjaldeyrishöftin í mörgum smáum áföngum sem milligönguaðili á milli seljanda og kaupenda án þess að eyða til þess fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna gæti því tekið lengri tíma og borið minni árangur en ella, ef eigendur aflandskróna leggja trúnað á þann blekkingaáróður Össurar að ESB-aðild leysi brátt úr þessum vanda.
Hins ber þó að geta að Steingrímur J. Sigfússon gerði sér far um í kvöldfréttum RÚV 28. maí s.l að draga úr þeim væntingum sem Össur ýtti undir með fyrrnefndri nefndarskipun. - RA
Athugasemdir
Gjaldeyrishöftin eru komin til að vera meðan krónan er enn gjaldmiðillinn.
Krónan hefur verið í höftum nánast alla tíð frá því að hún fékk sjálfstæða gengisskráningu fyrir nærri öld. Aðeins í nokkur ár fyrir hrun voru frjáls viðskipti með krónur. Allir vita hvernig þau enduðu.
Menn reyna kannski að setja krónuna á flot en það gengur ekki til lengdar. Vonandi endar sú tilraun ekki með ósköpum áður en höftin verða tekin upp aftur.
Höftin eru okkur óhemjudýr. En þau er einfaldlega hluti af því háa verði sem örþjóðir verða að greiða fyrir að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.
Það er betra að aflétta höftum meðan helstu viðskiptagjaldmiðlarnir eru veikir. Þá er minni hætta á hruni krónunnar gagnvart þessum gjaldmiðlum. Á hinn bóginn eru allar sviptingar óheppilegar eftir að höftum er aflétt.
Ég hef enga trú á að ESB sé tilbúið til að gera það sem til þarf til að verja krónu á floti falli fyrr en aðild hefur verið samþykkt. Slík aðstoð gæti kostað mikil fjárútlát fyrir ESB sem óvíst er að skili sér aftur ef þjóðin hafnar aðild.
En það er í góðu lagi að byrja að ræða þessi mál svo að lausnin liggi fyrir þegar aðild verður samþykkt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 14:07
Við þurfum svo sem ekkert að kjósa um aðild að ESB þar sem ég er búin að ákveða að ykkur er fyrir bestu að ganga skilyrðislaust í ESB, ykkur er ekki treystandi fyrir að komast að réttri niðurstöðu í kosningum.
Ómar Bjarki og Jón Frímann verða síðan gerðir að hundraðshöfðingjum og munu þeir stýra ykkur með sinni alkunnu visku og framtíðarsýn um ókomna tíð.
Svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá er þessi athugasemd eftir mig, þ.e mig Ásmundu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 16:08
Aldrei geta þessir Ásmundar verið sammála.
Væri gaman ef þeir myndu allir viðra skoðanir sínar á því af hverju gjaldeyrishöftin urðu nauðsynleg, upphaflega.
Voru ef til vill of margir vogunaraðilar sem sáu ómælda gróðavon í þessu örsmáa samfélagi? Eftir hverju sóttust þeir; náttúrunnar auðlindum eða afrakstri vinnuaflsins?
Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 16:31
Þið tókuð eftir hvað ég sagði kl. 14:07: Það er í góðu lagi að byrja að ræða þessi mál svo að lausnin liggi fyrir þegar aðild verður samþykkt. Þið tókuð eftir að ég sagði þ e g a r aðild verður samþykkt.
Það er nefnilega það eins og ég hef ítrekað sagt. Þið verðið ekkert spurð bjálfarnir ykkar. Við tökum upp vönduð lög ESB í staðinn fyrir þá hrákasmíð sem íslensk lög eru. Það er samt ekkert fullveldisafsal, heldur bara svona sameiginlegt fullveldi þar sem ESB ræður öllu.
Ykkur kemur fullveldi og sjálfstæði landsins ekkert við fíflin ykkar. Við í Samfylkingunni ráðum öllu í þessu landi þar til ESB tekur yfir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 16:52
Eins og fyrri daginn á palli geðsjúki meirihlutann af athugasemdum í mínu nafni. Ég á aðeins #1.
Það virðist vera eftirsóttur gæðastimpill að skrifa í mínu nafni. En því miður nægir ekki stimpillinn einn ef innihaldið er ruslahaugamatur
Getur Vinstrivaktin ekki gert grein fyrir afstöðu sinni til gjaldeyrishafta og hvernig hún hefur hugsað sér að við lifum með krónu í framtíðinni.
Hvernig er hægt að réttlæta að gífurleg verðmæti fari í súginn vegna míglekra hafta? Hvernig er hægt að réttlæta glötuð viðskiptatækifæri og atvinnutækifæri vegna hafta sem óhjákvæmilega leiða til mikillar lífskjaraskerðingar og atgervisflótta?
Og hvernig vill Vinstrivaktin koma í veg fyrir hrun krónu sem er á floti?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 21:06
Kolbrún, gjaldeyrishöftin voru sett á til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar hryndi áfram eftir að það hafði lækkað um helming eða þar um bil.
Það er eðli gjaldmiðla örríkja, sem frjáls viðskipti eru með, allavega ef utanríkisviðskipti eru mikil, að gengið hrynji öðru hvoru. Þegar uppgangur hefst verður óhjákvæmilega til bóla sem að lokum springur með hruni gjaldmiðilsins.
Allar stórar framkvæmdir hafa þessi áhrif. Á árunum fyrir hrun var lengi reynt að koma í veg fyrir hrun með því að láta hverja stórframkvæmdina taka við af annarri.
Það hafði þau áhrif að bólan stækkaði og stækkaði og hrunið varð gríðarlegt í samræmi við það.
Ýkt viðbrögð krónunnar hafa geigvænleg áhrif. Þess vegna er hún ónothæf.
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 00:04
Hahaha... Ásmundur er ekki bara geðsjúkur, hann er líka ótrúlega tregur.
Ef ég væri að skrifa undir þínu nafni, Ásmundur, þá myndi ég bara viðurkenna það. Ekkert að því. Ég myndi gera þetta sjálfur ef ég nennti því.
Hver sem þetta er, þá er það bara gott mál hjá honum.
Svo segir hálfvitinn : "Það virðist vera eftirsóttur gæðastimpill að skrifa í mínu nafni"
Hahaha.... Ásmundur, er ekkert sem þú getur sagt sem er ekki uppfullt af hroka, sjálfsupphafningu, sjálfsblekkingu, veruleikafirringu eða ótrúlegri heimsku?
Þú ert steiktasta fífl sem nokkru sinni hefur tjáð sig á íslensku. Farðu bara í greindarvísitölupróf og þá geturðu séð það sjálfur á svart og hvítu.
Jesús fokking Kristur hvað þú ert misheppnaður einstaklingur!!
palli (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.