Norskur ráðherra telur ástæðu til að óttast að evruskipið sé að sökkva

Ráðherra norska Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, hikar ekki við að líkja evrunni við Titanic í sinni síðustu ferð. Á sama tíma lifir Samfylkingin í draumaheimi ESB-glýjunnar og hamast við að koma Íslendingum inn í ESB svo að þeir geti tekið upp evru.

Fyrir tveimur vikum lýsti Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, því yfir að Spánverjar þyrftu ekki aðstoð frá öðrum ríkjum. En svo hratt gerast nú hremmingarnar á evrusvæðinu að í gær neyddist Rajoy til að biðja ríkisstjórnir evruríkja að veita Spáni neyðarlán að upphæð 100 milljarða evra til bjargar spænskum bönkum. Það er gífurleg upphæð.

Ef Íslendingar væru með evru yrði það hlutverk þeirra að leggja um 0,1% af þessari fjárhæð eða um 1600 milljónir króna í púkkið, en það er svipuð upphæð og Möltuverjum er ætlað að leggja fram og eru þeir þó ein af mörgum evruþjóðum sem nú standa á bjargbrúninni.

Trond Giske, atvinnumálaráðherra Norðmanna hélt nýlega ræðu á fundi forystumanna í norsku atvinnulífi og gerði ástandið á evrusvæðinu að umtalsefni þar sem skuldirnar, atvinnuleysið og örbirgðin færi ört vaxandi.

„Þegar ég stend hér í einum glæsilegustu salarkynnum Óslóborgar og ræði um ástandið í ESB finnst mér eins og ég sitji á efsta þilfari Titanic meðan sjórinn er farinn að flæða inn á neðri þilförin“, sagði Giske.

„Þetta er ekki aðeins efnahagsleg kreppa heldur einnig mikil félagsleg kreppa“, bætti ráðherrann við og vísaði til hins gífurlega atvinnuleysis meðal ungs fólks í ESB. „Heil kynslóð á það á hættu að bjóða fram starfskrafta sína á fullorðinsárum án þess fá nokkuð að gera sem vit er í.“

„Ef evrusamstarfið hrynur mun það einnig koma niður á okkur Norðmönnum. Við sökkvum þó ekki. En evruskipið getur sokkið. Við höfum að vísu nóg af björgunarbátum, en engu að síður munum við verða vör við ölduganginn.“ Það sama gildir um Íslendinga.


mbl.is Bretar að fara íslensku leiðina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

ESB blokkin stendur í björtu báli, Össur vill samt flytja inn enda sér hann "björtu" hliðarnar á bálinu!

Eggert Sigurbergsson, 11.6.2012 kl. 12:23

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Össur veit að hans tími hér á Íslandi er búinn og er ekki nokkur von fyrir hann lengur að blekkja eyru Islendinga með lofsöng sínum um ágæti hins og þessa á því besta fyrir okkur Þjóðina vegna þess að í dag þá veit Þjóðin að svoleiðis söngur frá Össuri er blekking ein þegar um Össur Skarphéðinsson er að ræða...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.6.2012 kl. 12:51

3 identicon

Mikið er ég orðinn þreyttur á þessum innantóma áróðri. Hvaða máli skiptir hvað einhver norskur ráðherra segir? Er það frétt að Vigdís Hauksdóttir eigi sér samherja í Noregi?

Öll góð samtök verða að ganga í gegnum kreppur til að styrkjast. Ekkert benditr til að ESB eða evra séu að líða undir lok. Gengi evru er enn sem nemur tugum prósenta hærra gagnvart dollar og pundi en í upphafi aldarinnar.

Við erum ekkert að ganga Í ESB alveg á næstunni. Samningurinn liggur ekki fyrir fyrr en eftir nokkur misseri og enn lengra er í að við getum tekið upp evru.

Þá er líklegt að allt verði fallið í ljúfa löð enda er hér aðeins um vanda fáeinna ríkja að ræða sem hafa farið illa að ráði sínu eða sofið á verðinum.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 15:17

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

ESB er semsagt eins konar "Pleasantville" þangað til einhver fer illa að ráði sínu?

Einhverjir hafa eflaust séð þá ágætu kvikmynd og muna að þar var hinn hamingjusami endir sá að "Pleasantville" breyttist í "Realisticville".

Kolbrún Hilmars, 11.6.2012 kl. 15:39

5 identicon

Hvað er að ykkur að halda að það skipti máli hvað ráðherra í Noregi segir? Samfylkingarráðherrarnir Jóhanna og Össur eru ósammála öllum öðrum og það er það sem skiptir máli. Við í Samfylkingunni erum alvitur hversu vitlaus sem við erum og við ráðum líka öllu hér. Þar að auki ætlar Össur að fá fína vinnu í Evrópusambandinu af því enginn mundi kjósa hann aftur. Það er það sem skiptir máli.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 15:47

6 identicon

Grey palli aftur í öngum sínum yfir því að enginn les óra hans. Þá er að skrifa í nafni einhvers annars eins og hann gerir í #5.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 17:03

7 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er nú meira en svo.

Eitt aðalefni fundar norrænna forsætisráðherra í norður Noregi sem akkúrat er að ljúka var;

"Hættan sem stafar af vanda ESB og Evrunnar".

Mikið hefur verið rætt um þetta í Noregi. 

Og svona meðal annarra orða.  Það var agaleg skelving að horfa upp á gömlu konuna og eðalkratan Jóhönnu á þessum fundi.  Hún dinglaði sér þarna ein, alveg eins og hún væri kolvillt, vitlaus kona á vitlausum stað á vitlausum tíma.

Hefur RÚV frétt af fundinum?

Jón Ásgeir Bjarnason, 11.6.2012 kl. 17:15

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þetta er nú vandamálið við að vera Ásmundur - allir vilja vera Ásmundur.

Mig minnir að Oscar Wilde hafi tekið þetta vandamál fyrir í "The Importance of Being Earnest". Þar vildu allir vera Earnest!

Mig minnir líka að hann hafi gefið lausnina; vertu bara sá sem þú segist vera!

Kolbrún Hilmars, 11.6.2012 kl. 17:17

9 identicon

Aumingja Jóhanna sem ræður öllu á Íslandi gat engu ráðið í Noregi. Hún gat ekki sagt norrænu ráðherrunum hvað þeir mættu og mættu ekki segja eins og hún hótar og ráðskast með alla sína Samfylkingarmenn og þar með talinn mig. Meira að segja Árna Þór og Steingrím og næstum alla í samstarfsflokknum. Þau eru hvort sem er á leiðinni inn í Samfylkinguna því annars yrðu þau þurrkuð út.

Mun Össuri takast með minni hjálp að ljúga Evrópusambandið upp eftir að hafa verið flatt út í Noregi? Vonandi eru ekki alveg allir farnir að sjá í gegnum bull og lygar okkar.

En ég er ekki Palli. Ég er Ásmundur Samfylkingarmaður og hægri hönd Össurar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 17:52

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Ásgeir, hér er enn mest lítið fjallað um þessa óvenjulegu fundaraðstöðu norskra fyrir norrænu forsætisráðherrana.

Var þessi ráðstefnustaður um borð í M/S Finnmarken valinn af ásettu ráði sem mótvægi við evruskipið?

Kolbrún Hilmars, 11.6.2012 kl. 17:54

11 identicon

Hahaha...  pælið í þvílíkum hálfvita!!

Hann hefur mært og básúnað þessa norsku "sérfræðinganefnd" sem heldur því blákalt fram að fullveldi muni endurheimtast við ESBinngöngu, með öll sín 0,8% vægi í ESB.

En ef það er eitthvað annað sagt sem er mótfallið dellugrautnum sem lekur út um eyrun á honum, þá er sko annað hljóð í hrokabyttunni:

"Hvaða máli skiptir hvað einhver norskur ráðherra segir"

hahaha...  Ásmundur, þú ert bara svvooo ótrúlega mikil fábjáni að það er alveg með ólíkindum.

Og já, vældu um vonda palla þegar fleiri og fleiri fá hreinan viðbjóð á þinni tilganglausu og hrokafullu tilvist.

Þú ert og verður landsins mesti heimskingi.

palli (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 22:40

12 identicon

Þannig fór um sjóferð þá:

http://www.youtube.com/watch?v=cwWzFSePevw  

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 00:06

13 identicon

Norska nefndin var allt annað því Eiríkur Bergmann eldheitur ESB-sinni og Samfylkingarmaður var í henni. Hann og Samfylkingin gátu ákveðið saman hverju hann ætti að ljúga um evru, ESB og endurheimtinguna á fullveldi Íslands þegar við förum í ESB og tökum upp evru. Við munum lúta lögum ESB en það er samt bull og algjör forherðing að halda fram þeirri fjarstæðu að við afsölum fullveldinu af því við ráðum samt 0,0% af ESB lögum sem við þurfum mjög mikið á að halda. Svo munum við líka ráða 0,0% af íslenskum lögum.

Það er paranoja og minnimáttarkennd í Íslendingum að halda að við missum fullveldið bara af því ESB fari að stjórna öllu. Íslendingar eru yfir höfuð með útlendingaphóbíu og halda sig hafa þau forréttindi yfir aðrar ESB-þjóðir að þurfa ekki að ganga í ESB. Víst er það endurheimting á fullveldinu ef Ísland afsalar fullveldinu og ræður þar 0,0%. Þannig reiknum við í Samfylkingunni það út og við vitum best.

Þið hlýðið okkur hljóðalaust því við ráðum öllu hér.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 00:47

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mér finnst ekkert hlægilegt við það hvernig er verið að fara með saklausan almenning á Spáni og í Grikklandi núna. Og það er verið að fara illa með almenning þar, til þess að bankar og verðbréfabraskarar fá meir en allt, og gangi fyrir öllu. Er fólk búið að gleyma því hvernig okkur leið fyrst eftir hrun, og vissum ekki hvort yrðu til lyf og fleira lífsnauðsynlegt út mánuðinn? Það voru ekki hlægilegir tímar, og fólk er enn að jafna sig á áfallinu og forsendubrestinum.

Það er bara alveg hræðilegt að fylgjast með fréttum frá þessum löndum þessa dagana. En líklega er RÚV ekki búið að frétta af neinu nema boltanum eins og venjulega, því það var ekki orð um þetta erfiða ástand í sjónvarpsfréttunum.

Eins var átakanlegt að fylgjast með Jóhönnu í Noregsheimsókninni. Það er ekki ólíklegt að hinir ráðherrarnir hafi velt fyrir sér hversu lengi Jóhanna myndi verða forsætisráðherra á Íslandi. Hún virtist vera utan gátta og ringluð.

ESB er löngu sundrað í minnst 2 fylkingar, og það hefur til og með Eiríkur Bergmann viðurkennt. Það er spurning við hvorn partinn er verið að láta Ísland "semja", og um hvað er hægt að semja af ábyrgð, á svona óvissutímum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2012 kl. 01:11

15 identicon

Þessi örvænting sem palli sýnir með því að skrifa í nafni annars er einkenni þess alvarlega geðsjúkdóms sem hann er haldinn. 

Hann getur trúlega ekkert að þessu gert svo að við skulum sýna honum umburðarlyndi. Hann er viðstöðulaust í öngum sínum. Það er þó óþarfi að lesa hann af hreinni meðaumkvun. 

Það er auðvelt að sleppa því þegar hann skrifar í eigin nafni en verra þegar hann skrifar í nafni annars. Ég get það þó eðlilega að mestu. 

Eins og flestir væntanlega gera sér grein fyrir ber palli ábyrgð á meirihluta athugasemda í mínu nafni við þessa færslu eða #5, 9 og 13.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 08:08

16 identicon

Ef þetta væri ég þá myndi ég viðurkenna það.

Ertu alveg í sjokki að fólk sé almennt að fá fullkominn viðbjóð á þínum skrifum.

Viltu ekki væla um þessa norsku "sérfræðinganefnd" og "endurheimt fullveldis með ESBaðild"?

Þú ert steiktasti hálfviti sem Ísland hefur gefið af sér, ever.

palli (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 12:21

17 identicon

Og hvað í veröldinni fær þig til að halda að þú hafir eyru lesenda á þessari vefsíðu?

Hversu veruleikafirrtur ertu eiginlega?

Talar við lesendur eins og þeir hafi ekki allir sagt þér að troða þínum trúarofstækisáróðri, eins og þeir hafi einhvern áhuga á því sem þú skrifar.

Er sjálfsblekkingin alveg að fara með þig??

Það ætti að koma þér fyrir á safni, þín brenglun slær öll met.

palli (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband