Hvalveiðar bannaðar og refurinn friðaður

Löngu er ljóst orðið að veiðar á hval og sel yrðu bannaðar við inngöngu í ESB. Hitt kemur á óvart að refaveiðar verða takmarkaðar svo mjög að þær leggjast af í núverandi mynd með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sauðfjárbúskap í landinu og fuglalíf.

Eins og við bentum á hér á síðunni 8. nóv. s.l er það alþekkt úr íslenskri sögu að búfé okkar sem einangrað hefur verið í þúsund ár er afar viðkvæmt fyrir erlendum dýrasjúkdómum. Þess vegna er innflutningur bannaður á lifandi dýrum. Það rímar hins vegar hreint ekki við regluverk ESB sem hefur gert alvarlegar athugasemdir við það að íslensk lög um matvælaöryggi, dýra- og plöntusjúkdóma falli ekki að ESB-lögum. Sérstaklega eru athugasemdir gerðar varðandi bann Íslendinga við innflutningi á lifandi búfé og plöntum.

Það eru ekki aðeins bændur sem óttast hvað gerst geti ef frjáls innflutningur lifandi dýra verður leyfður að kröfu ESB. Hestamenn um land allt hafa þungar áhyggjur af þessu máli. Jón Bjarnason hefur margsinnis lagt þunga áherslu á að áframhaldandi bann við innflutningi lifandi dýra hljóti að vera ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Íslendinga og bent á: „Þetta er líka hluti af okkar fæðuöryggi og hluti af því að við stöndum vörð um okkar viðkvæma búfé."

Guðlaugur Þór Þórðarsonar, alþingismaður, benti jafnframt fyrir nokkrum dögum á það, að refaveiðar yrðu takmarkaðar svo mjög að þær myndu leggjast af í núverandi mynd við inngöngu Íslands í ESB, einnig yrðu selveiðar mjög takmarkaðar og hvalveiðar bannaðar. Eitthvað megi þó e.t.v. milda með undanþágum sem við þurfum að sækja, en þar sé þó ekkert í hendi. Þá skipti ekki minnstu að hlunnindi verði ekki gild ástæða nýtingar náttúruauðlinda á borð við fuglaveiðar og eggjatöku.

Guðlaugur Þór bendir á að refurinn sé forgangstegund samkvæmt vistgerðatilskipun ESB og settur á lista í viðaukum II og IV. Samkvæmt viðauka II skuli ríki tryggja tegundinni friðlönd en samkvæmt viðauka IV ber að friða refinn.


mbl.is Aðlögun í felulitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvað kallar þu matvælaröryggi?

Er olía, fóður, tæki og varahluti ekki innflutt?

Matvælaröryggi er bara blekkingin ein.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 10:47

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Matvælaröryggi er bara blekkingin ein." enda er fæðan frá fyrirheitalandinu flutt inn með skipum og flugvélum knúin áfram af vígðu vatni og bila ekki.

Fæðuörygg er eitt mikilvægasta öryggismál hverrar þjóðar, Evrópskt fæðuöryggi er ekki sama og Íslenskt fæðuöryggi, við yrðum "afgangsstærð" í matvælaöryggi Evrópusambandsins (ef við værum þar inni) sem gengur út á að tryggja sem flestum (ekki endilega öllum) lámarksfæðu á viðsjálverðum tímum t.d stíð, svarti dauði o.s.f.

Það á að vera forgangsmál hverrar ríkisstjórnar að efla fæðuöryggi landsins með því að t.d auka framleiðslu á innlendu eldsneyti, innlendu fóðri (hvar er áburðarverksmiðja?) en tækjum gætum við viðhaldið áratugum saman ef útí það yrði farið (Amerískir bíla á Kúbu :) )

Eggert Sigurbergsson, 5.5.2012 kl. 11:50

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við getum brauðfætt þjóðina margfallt með matnum í sjónum. Holl og próteinrík fæða.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 12:34

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Já það væri frábært að geta knúið fiskiskipaflotan með innlendu eldsneyti!

Eggert Sigurbergsson, 5.5.2012 kl. 13:03

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því.

Svokallað fæðuöryggi ætti frekar að snúast um það atriði í staðinn fyrir að kasta 14milljarða á ári í Landbúnaðarkerfið (m.a til að flytja út niðurgreiddan mat)

Getur þú ímyndað þér hvað við værum langt kominn með innlenda eldsneytisframleiðslu ef einungis hluti af þessum 14milljörðum væri eytt í rannsóknir, þróun og menntun á því sviði?

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 13:14

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef ykkur tvíeyki er sama, þá vil ég frekar brakandi ferskt grænmeti í öllum regnbogans litum en þarablöðrur úr fjörunni.  Og gómsætt landdýrakjötmeti í bland við fiskinn.  Svo ekki sé nú talað um nýbakað brauð...

Hafið þið félagar lesið skáldsöguna  "Waterworld" eftir Collins, þar sem blómapottur með mold og ræfilslegri plöntu var mesti dýrgripur í heimi?

Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 14:05

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Grænmeti er ekki ríkisstyrkt og ekki verndað af tollum. Enda blómstrar grænmetiiðnaðurinn á Ísland og mun gera það áfram. Enda er hann ekki hóður neinu nema innlendu rafmagni.

Svo leggst sauðbúnaður ekkert af þó að kerfið verður gert skilvirkara.

Svo er gaman að þú nefnir brauðið vegna þess að hveiti og kornið í brauðinu er allt innflutt frá útlöndum. 

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 14:18

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, lestu aftur innlegg þitt #3.   

Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 15:30

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú bara bónus ef tekst að friða refinn. Að sjálfsögðu á að friða þennan frumbyggja hérna. Að sjálfsögðu.

Og þetta minnir á söguna af kallinum sem sagði að hann hefði verið refaskytta í 30 ár. Mönnum þótti þetta nú merkilegt og einhver viðstaddra spurði hvað hefði orðið til þess að hann hætti veiðunum. þá sagði kallinn: Ég náði refnum!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2012 kl. 00:19

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mig langar að benda á að ESB gerir kröfur um að olíubirgða-öryggi sé fullnægt í aðildarlöndum. Getur verið að olíubirgðir séu taldar mikilvægari en fæðubyrgðir í landinu? Það er alveg óraunverulegt að hlusta á ESB-fræðingana tala um að tryggja olíubyrgða-öryggi innan ESB-landa, en gera fæðuöryggis-kröfur innan ESB-landanna samtímis að engu.

Það ættu allir að verða "hamingjusamir" yfir því, hér á hjara veraldar, þegar Grímsstaðir fjallanna verða aðal-Kína-þrælabúðirnar á Íslandi. Eða kannski er ég að misskilja "virðisaukann" af herlegheitum þrælahaldsins á Kína-fjöllum Grímsstaða. Mér fyrirgefst það vonandi vegna ófullnægjandi skóla-fræðinga-gráðu-viðurkenninga hins opinbera og "alvitra/algóða".

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2012 kl. 00:51

11 identicon

Anna Sigríður, að sjálfsögðu eru olíubirgðir á landinu mikilvægari en fæðubirgðir.

Þær geymast lengur og tryggja að við getum veitt fisk okkur til matar auk þess sem tæki í landbúnaði og til annarrar matvælaframleiðlu geta gengið áfram.

Umræðan um Nupo er á villigötum. Það er engin ástæða til að tortryggja hann þó að hann hafi unnið fyrir kínversk stjórnvöld sem ungur maður fyrir mörgum áratugum. Það er ekkert grunsamlegt við það.

Auk þess verður hann að fara að íslenskum lögum. Hann verður að fylgja byggingar- og skipulagslögum og -reglugerðum og greiða laun og tryggja aðbúnað starfsfólks í samræmi við kjarasamninga.

Hann getur ekki ráðið Kínverja til starfa nema hann fái undanþágu vegna þess að íbúar utan EES hafa ekki dvalar- og atvinnuréttindi hér. 

Það eru margir á Íslandi miklu líklegri en Nupo til að sniðganga lög enda er hann vel liðinn og talinn heiðarlegur maður af þeim sem til hans þekkja.

Ögmundur ætti að fara að draga sig í hlé í stað þess að þvælast fyrir nauðsynlegri uppbyggingu. Erlend fjárfesting er nauðsynleg vegna þess að ekki er óhætt að taka  meira af lánum.

Við höfum ekki efni á að láta tækifærin okkur úr greipum ganga vegna tortryggni og vanmáttarkenndar.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 07:36

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég er eiginlega undrandi á afstöðu ríkisstjórnar, þ.e. Samfylkingarhlutanum og meðreiðarsveinanna í VG.

Við vitum öll að ESB er þeirra draumastórveldi - en af hverju er þetta sama fólk nú að daðra við Kínaveldi? Er meiningin að efna til einvígis um yfirráðin yfir Íslandi?

Þú hefur hingað til ekki veigrað þér við að sálgreina eitt og annað varðandi ESB - kanntu einhverja skýringu á þessum ríkisstjórnargeðklofa?

Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 15:29

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já Kolbrún.

ESB og Kína hafa það að markmiði að yfirtaka þetta litla land......

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2012 kl. 17:04

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, var samið um það þegar leiðtogar ESB fóru sína betlileiðangra austur í Kínaveldi?

Eða fáum við að sjá stjörnustríðsleiki um yfirráðin?

Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 17:43

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta var samið í leynibyrgi þessara tveggja stórþjóða.

Fyrsti liðurinn er Grímastaðir svo mun hertaka allt landið.

Enda mikilvægasta land í heimi.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2012 kl. 18:10

16 identicon

Kolbrún, hvorki ESB né Nupo stefna að yfirráðum yfir Íslandi.

Í báðum tilvikum er um hagsmuni Íslendinga að ræða. Með inngöngu í ESB fæst hagsæld, nauðsynlegur stöðugleiki og mikilvægir bandamenn.

Með Nupo fæst erlend fjárfesting sem einnig er á stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar enda ljóst að frekari erlendar lántökur eru óæskilegar.

Þetta eru tvö óskyld og ólík mál sem hafa ekkert með yfirráð yfir Íslandi að gera og samrýmast prýðilega hvort öðru. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:12

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, væri þá ekki alveg gráupplagt að Möðrudælingar leigðu rússneskum oligark sína jörð til fjárfestingar?

Þá myndi nú færast fjör í leikinn...

Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 19:43

18 identicon

Það fer allt eftir því til hvers hann ætlar að nota hana.

Nupo ætlar að fjárfesta í ferðaþjónustu sem veitir mörg hundruð störf og dregur mikinn fjölda ferðamanna til landsins væntanlega einkum frá Kína þer sem vöxturinn er talinn verða mestur.

Það er ekkert nema jákvætt við svona uppbyggingu og algjört aukaatriði hverjir starfrækja hana ef vel er staðið að málum.

Þeir sem til þekkja treysta Nupo til að standa vel að málum enda er hann mikill unnandi menningar og fagurrar náttúru.

Nupo er háður starfsleyfi og samþykktu skipulagi. Allar teikningar þarf að samþykkja í byggingarnefnd.

Þeir sem vantreysta honum þurfa því ekki að óttast að hann noti landið til einhvers annars en ferðaþjónustu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 22:53

19 identicon

300 ferkílómetrar undir hótel?

Maður þarf að vera þónokkuð grunnhygginn til að trúa því að bara einhverjar ferðaþjónustupælingar séu í gangi.

En við vitum öll að þú ert ekki sjálfstætt hugsandi mannvera, Ásmundur, og hefur aldrei verið.

palli (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 10:16

20 identicon

Ögmundur heldur því fram að Nupo vilji byggja flugvöll á Grímsstöðum á Fjöllum.

Þetta hef ég ekki heyrt áður. Ekki getur það verið skilyrði fyrir því að hann taki landið á leigu því að enginn getur lofað honum flugvelli á þessari stundu. Kannski er þetta aðeins liður í áróðursstríði Ögmundar sem nýtur ekki mikils stuðnings í þjóðrembu sinni.  

Flugvöllur er háður samþykki skipulagsyfirvalda. Það er langt ferli að fá samþykki fyrir honum. Ég myndi leggjast alfarið gegn flugvelli þarna og tel engar líkur á að hann verði samþykktur. Flugvöllur á Húsavík myndi þjóna staðnum vel.

Ferðaþjónusta á Grímsstöðum á Fjöllum gæti gert reglubundið áætlunarflug til Húsavíkur mögulegt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 10:25

21 identicon

Já finnst þér það????

Það bíða nefnilega allir eftir þínum skoðunum á þessari vefsíðu!!

Það hefur nefnilega komið í ljós aftur og aftur, að það vilja allir vita hvað þér finnst, Ásmundur!!!!

Er ekki kominn tími til að horfast í augu við staðreyndir, Ásmundur??

Þú ert ekki velkominn hérna inni, þér er sífellt sagt að hypja þig með þitt kjaftæði, og það er öllum skítsama hvað þú segir. Það eina sem þú gerir er að bögga fólk.

Til hvers ertu að þessu, Ásmundur?

Geturðu virkilega ekki svarað þessu?? Really??

Er veruleikafirringin og afneitunin komin á það stig, að þú getur ekki einu sinni hugleitt eigin tilgang??

Þú talar alltaf eins og fólk hafi áhuga á því sem þú segir, og taki eitthvað mark á þér yfirleitt.

Hvers vegna er það, Ásmundur?

Er það ekki augljóslega í æpandi mótsögn við móttökurnar?

Er þetta ekki merki um þráhyggju og heilaþvott???

Þú heldur áfram og áfram þótt það þjóni augljóslega engum tilgangi.

Ertu svo hissa að þú sért kallaður geðsjúkur?!?

Er páfinn kaþólskur? Kúkar björninn í skóginum?

Farðu nú að horfast í augu við staðreyndir, litla fífl, og reyndu svo að öðlast einhvern smá snefil af tilgangi með þessu auma lífi þínu, til tilbreytingar.

palli (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband