Er andstaðan við ESB aðild af menntunarskorti

 Andstaðan við inngöngu í Evrópusambandið er mest áberandi meðal landsbyggðarfólks, fólks með minni menntun og tekjur, og fólks sem er lakar sett á vinnumarkaði eða stendur utan hans.

(Ríkisútvarpið, fréttastofa 27. apríl 2012)

Ofanritað er ekki bein tilvitnun í opinberan talsmann Evrópusamtakanna heldur greining Fréttastofu ríkisútvarpsins á andstöðu landsmanna til ESB. Þessi sama setning hefur verið notuð aftur og aftur í greiningum RÚV á sambærilegum könnunum. Og eins og áður er ekki gerð frekari efnisleg grein fyrir nýjustu könnun nema við fáum að vita að 54% landsmanna eru andvíg aðild á meðan 28% eru henni hlynnt og rest eða 18% taka ekki afstöðu.

Við önnur tækifæri hefði þetta heitið að 66% þeirra sem afstöðu taka væru á einu máli. Eða með öðrum orðum, aukinn meirihluti er andvígur aðild.

En er þetta þá eins og Ríkisútvarpið gefur í skyn að andstaðan sé vegna menntunarskorts og fátæktar? Er það svo að þeir sem hafa komið í skóla, séð sig um í heiminum og eru ekki í þeirri vonlausu aðstöðu að vera atvinnulausir „skilji“ að Ísland eigi að vera í Evrópusambandinu?

Nei, eins og svo oft halda fjölmiðlar að okkur villandi mynd. Samkvæmt könnunum nú og oft áður er meirihluti háskólamenntaðra Íslendinga andvígur ESB aðild.

Sú staðreynd heyrist samt ekki í fréttatímum RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lygar, sjálfsupphafning og hroki er það sem hefur alltaf einkennt ESBsinna.

palli (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 11:29

2 identicon

RÚV er rammskakkur áróðursmiðill ESB trúboðsins á Íslandi eins og sést alveg greinilega á ofanritaðri fréttabrenglun og hreinni féttafölsun Fréttastofu RÚV.

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 14:03

3 identicon

Auðvitað. Minna menntað fólk er heimskara en þeir sem hafa eytt fjórum árum í háskóla.

Það vita það allir, að menntaður kynjafræðingur er mun greindara fyrirbæri, en sá sem heimskaðist í iðnnám, eða jafnvel ekkert nám. Garðyrkjufræðingur hefur að sjálfsögðu ekki sömu burði til að setja upp ríkisgleraugu, og skynja að lífið snýst um kynjun. Öll vandamál og lausnir, verða léttari eftir fjögurra ára kynjunarnám.

Þetta vita allir, og þess vegna á kynjunarfræðingurinn ekki í neinum vanda að verða sér úti um gott eitt eilífðar ríkisstarf. Og þarf að sjálfsögðu ekki að hafa áhyggjur af samkeppni við pólska kynjafræðinga.

Það vita það líka allir, að miklu betra er að hafa lögfræðing í vinnu hjá ríkinu, við að skrifa byggingareglugerð, heldur en mann sem hefur haldið á hamri, og veit raunverulega hvernig á að byggja. Enda fagna menn ákaflega hverri nýrri byggingareglugerð sem lögfræðingarnir skrifa. Enda er nú svo komið, að það er miklu betra að mennta sig sem lögfræðing en smið ef maður ætlar að byggja, því venjulegur smiður er löngu hættur að skilja nokkuð í reglugerðunum.

Lögfræðingurinn hjá ríkinu þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af samkeppni við litháískan lögmann. Sem betur fer.

Lögfræðingarnir og kynjunarfræðingarnir halda að sjálfsögðu með ESB, enda vita þeir, að ef Ísland er innlimað, þá fyrst hefst gósentíð ríkisstarfsmanna, enda hundruð þúsunda síðna sem þarf að innleiða sem lög og reglugerðir.

Einungis ómenntaðir vitleysingar vilja koma í veg fyrir þau uppgrip, sem þessi laga- og reglugerðaorgía hefur í för með sér fyrir fólk, sem eyddi fjórum árum í að koma sér upp ríkismenntun.

Vitleysingarnir, sem ekki skilja gang lífsins, þjást að sjálfsögðu bara af zenófóbískum ótta um framtíð sína. Og þeir skynja að sjálfsögðu ekki þau verðmæti sem fólgin eru í góðri menntun við að innleiða lög og reglugerðir, og framfylgja þeim.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 14:55

4 identicon

Öll rök hníga að ESB-aðild svo að þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.

Andstæðingar ESB-aðildar eru almennt ófærir um að rökstyðja mál sitt. Þeir grípa því til slagorða og blekkinga og ríghalda í þau þó að þau hafi fyrir löngu verið hrakin.

Þeir sem láta blekkjast geta ekki verið með mikla menntun þó að auðvitað geti verið á því undantekningar.

Það er þó engin trygging fyrir því að einstaklingur með góða menntun sé betur að sér og hæfari til rökhugsunar en annar með litla skólagöngu að baki.

En skoðanakannanir mæla meðaltalið. Að meðaltali hlýtur meiri menntun að tryggja meiri rökhugsun og meiri vilja til að kryfja mál til mergjar.

Það er vitað að stór hluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins lætur forystu flokksins ráða hvernig hann greiðir atkvæði og hugsar ekkert um að með því getur hann verið að vinna gegn eigin hagsmunum.

Þetta skýrir væntanlega hvers vegna sjálfstæðismenn hafa minni menntun en stuðningsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þetta hefur komið fram í skoðanakönnunum.

Fólk ætti að íhuga þá staðreynd hvers vegna þeir sem eru líklegastir til að setja sig inn í málin og draga sínar eigin ályktanir velja aðild frekar en hinir sem gera það ekki.

Annars eru andstæðingar aðildar ekki allir sama marki brenndir.

Sumir eru að hugsa um eigin hag. Þetta er fámennur hópur sem er í aðstöðu til að stórgræða á sveiflum á gengi krónunnar á kostnað almennings. Kvótagreifar óttast einnig að þeir geti ekki lengur arðrænt almenning eftir inngöngu í ESB.

Sumir eru einfaldlega afturhaldssamnir í eðli sínu og eru yfirleitt á móti breytingum. Þeir eru haldnir Bjartsheilkenninu og hirða ekkert um nauðsyn þess að aðlaga sig breyttum heimi. Frekar kjósa þeir einangrun.

Fjölmennasti hópurinn hefir einfaldlega látið blekkingaráróður andstæðinga aðildar hafa áhrif á sig. Vottur af Bjartsheilkenninu getur hafa hjálpað til.

Stór hluti af síðasttalda hópnum á eftir að breyta um skoðun eftir að hið sanna kemur í ljós. Það mun ríða baggamuninn.     

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 16:26

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Andstæðingar ESB aðildar hljóta koma úr öllum áttum; vel menntaðir, illa menntaðir, mitt á milli menntaðir. Það sýnir fjöldinn; 2/3 af þeim sem hafa tekið afstöðu í skoðanakönnunum.

Ýmislegt annað hefur líka komið í ljós í könnunum; t.d. að yngra fólkið 18-29 ára er meira á móti ESB aðild en eldra fólkið 50-69 ára. Semsagt, mjög breiður hópur sem erfitt er að draga í dilka.

En Ásmundur hefur ráð við því og skilgreinir tölurnar þannig: Að fjölmennasti hópurinn sé í rauninni í hjarta sínu ESB sinnar en séu alvarlega haldnir masókisma.

Eins og Ásmundur bendir á mun það ríða baggamuninn að lækna þennan masóskisma. Sjáum svo til hvernig það tekst...

Kolbrún Hilmars, 4.5.2012 kl. 18:23

6 Smámynd: Elle_

´Ásmundur´ vill þá væntanlega að við ´leitum okkur hjálpar´ við masókismanum eins og öðru?? :)

Elle_, 4.5.2012 kl. 19:00

7 Smámynd: Elle_

En þetta er til mikillar skammar af RUV.  Óásættanlegt.

Elle_, 4.5.2012 kl. 19:02

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Sumir eru einfaldlega afturhaldssamnir í eðli sínu og eru yfirleitt á móti breytingum. Þeir eru haldnir Bjartsheilkenninu og hirða ekkert um nauðsyn þess að aðlaga sig breyttum heimi. Frekar kjósa þeir einangrun."

Skrifar Ásmundur !

Það geislar af röksemdum JÁ sinna, ekki hægt að segja annað

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.5.2012 kl. 19:10

9 identicon

Kolbrún, það er auðvitað enginn masókismi að breyta um skoðun þegar þegar nýjar öruggar upplýsingar koma fram eins og þegar samningur liggur fyrir.

Að sjálfsögðu er það ekki þannig að ákveðnir hópar styðji annaðhvort ESB-aðild eða ekki. En skiptingin á milli aðildarsinna og andsinna er mjög mismunandi í hinum ýmsu hópum.

Dæmi um þetta er að hlutfallslega mun fleiri þeirra sem hafa mikla menntun styðja ESB-aðild en þeir sem hafa litla menntun. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 19:20

10 Smámynd: Elle_

Í hverju ætli ´einangrun´ Brusselsinna-moldarkofabúanna liggi?  Í Brusselinu í 8% heimsins?????  Ætli Össur hafi skrifað ´röksemdirnar´ fyrir RUV??

Elle_, 4.5.2012 kl. 19:30

11 identicon

"Það geislar af röksemdum JÁ sinna, ekki hægt að segja annað."

Það er eitthvað annað en nei-sinnar sem hafa engin rök.

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 19:31

12 identicon

Það er til marks um fáfræði nei-sinna að þeir átta sig ekki á hættunni á einangrun Íslands ef ESB-aðild verður hafnað.

Með einangrun á ég ekki við algjöra einangrun eða því sem næst, þó að vissulega sé hún hugsanleg ef menn neita að taka mark á úrskurðum EFTA-dómstólsins, greiða ekki erlendar skuldir eða fara sínu fram án tillits til annarra þjóða.

Með krónu sem gjaldmiðil verðum við að hafa gjaldeyrishöft. Það verður reynt að setja krónuna á flot. Það mun óhjákvæmilega enda með nýju hruni enda fara vogunarsjóðir og aðrir stórfjárfestar létt með að keyra gengi krónunnar niður úr öllu valdi með skortsölu til þess eins að stórgræða.

Íslenskir auðmenn munu einnig flytja fé úr landi þegar gengi krúnunnar er hátt og valda þannig mikilli gengislækkun. Næsta hrun verður mun alvarlegra en 2008 vegna þess hve mikið ríkið skuldar. Með krónu eru því gjaldeyrishöft komin til að vera, þó hugsanlega með afdrifaríkum hléum.

Gjaldeyrishöft samrýmast ekki EES-samningnum. Við verðum því að fara úr EES. Við það munu störf í ESB-löndum ekki vera í boði fyrir Íslendinga nema kannski í algjörum undantekningartilvikum.

Staðan verður miklu verri en áður en Ísland varð aðili að EES-samningnum vegna þess hve mörg lönd hafa gengið í ESB og vegna þess hve ásókn í störf og nám erlendis hefur aukist. Við verðum þá í sömu sporum í ESB-löndum og útlendingar utan EES-svæðisins eru hér.

Gjaldeyrishöft eins og önnur höft leiða til enn frekara hafta á öðrum sviðum. Það kemur að því að það þarf að skammta gjaldeyri til innflutnings og ferðalaga erlendis. Við höfum reynsluna frá síðustu öld þegar innflutningur og ferðalög voru háð gjaldeyrisleyfum.

Fólk sem er enn á miðjum aldri man þá tíð þegar gjaldeyrir til utanlandsferða var svo naumt skammtaður að hann nægði ekki fyrir uppihaldi . Menn voru því neyddir til að útvega sér gjaldeyri á svörtu.

ESB-aðild og upptöku evru fylgir algjört frelsi í viðskiptum, ferðalögum, vali á hvar maður vill starfa eða stunda nám. Þetta frelsi skerðist verulega með því að hafna ESB-aðild.

Ég kalla það einangrun að geta ekki starfað eða jafnvel stundað nám í ESB-löndum, geta ekki flutt fjármagn til útlanda eða jafnvel ekki keypt það sem mann lystir frá útlöndum.

Vonandi verður staðan þó aldrei svo slæm að Íslendingum verði bannað að flytja úr landi svo að einhverjir verði eftir til að greiða niður skuldir.

Gjaldmiðill þarf að hafa minnst tíu sinnum meiri útbreiðslu en íslenska krónan til að virka sem slíkur án hafta. Gjaldmiðill í höftum virkar ekki.

ESB-aðild Íslands og upptaka evru er aðlögun að breyttum alþjóðavæddum heimi. Án aðildar munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum og einangrast.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 22:49

13 identicon

Á sama hátt og stuðningur við ESB-aðild eykst með meiri menntun, eykst stuðningur við Þóru Arnórsdóttur sem forseta eftir því sem menntun kjósenda er meiri.

Ólafur Ragnar hefur vinninginn meðal þeirra sem aðeins hafa grunnskólapróf en yfir 60% þeirra sem hafa lokið háskólaprófi styðja Þóru.

Þetta sýnir væntanlega að eftir því sem menntunin er meiri gera menn sér betur grein fyrir misnotkun Ólafs Ragnars  á forsetaembættinu.

Þrátt fyrir að um 70% þingmanna samþykktu síðasta Icesave-samning og öruggur meirihliti kjósenda var samþykkur honum skv skoðanakönnunum synjaði hann honum staðfestingar.

Afleiðingarnar eru mikið fjarhagstjón fyrir þjóðina. Lækkun lánshæfismats í ruslflokk olli minna trausti á Íslandi. Við það glötuðust viðskiptatækifæri, vextir á erlendum lánum hækkuðu og gengi krónunnar lækkaði eða varð lægra en ella. Þetta er eflaust tjón upp á hundruð milljarða.

Til viðbótar þessu tjóni bætist við það sem við verðum dæmd til að greiða að loknum öllum málaferlunum sem væntanlega munu standa í mörg ár. Ekki má gleyma gífurlegum málskostnaði.

Margt fólk sem hefur aðeins grunnskólapróf trúir því að Ólafur Ragnar hafi veitt þeim umboð til að ákveða að greiða ekki skuldir óreiðumanna. Það er því honum óendanlega þakklátt.

Það veit ekki að með þessu ráðslagi sínu lagði Ólafur Ragnar þvert á móti á það miklar álögur.

Það skiptir engu máli fyrir ESB-umsóknina hver verður forseti. Forseti ákveður ekki þjóðaratkvæðagreiðslu í því máli. Hún hefur þegar verið ákveðin.

Þó er þjóðaratkvæðagreiðslan aðeins ráðgefandi. Alþingi verður að taka afstöðu til aðildar ef þjóðin segir já. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að meirihluti alþingismanna hunsi vilja þjóðarinnar.

Ef það gerist mun Þóra að eigin sögn efna til þjóðaratkvæðisgreiðslu um þá ákvörðun.

Spurningin er hins vegar hvort ESB-andstæðingurinn Ólafur Ragnar muni aftur misnota aðstöðu sína og staðfesta ákvörðun Alþingis og ganga þannig gegn vilja þjóðarinnar.

http://www.ruv.is/frett/dregur-saman-med-thoru-og-olafi

Ég vil gera athugasemd við fyrirsögn þessarar fréttar Rúv. Það er ekki hægt að fullyrða að þessi skoðanakönnun sýni að það dragi saman með Þóru og Ólafi Ragnari vegna þess að ekki er um að ræða skoðanakannanir frá sama aðila. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 07:51

14 identicon

Ég velti því fyrir mér á hvaða landi hann Ásmundur býr...???? "Það verður að teljast afar ólíklegt að meirihluti alþingismanna hunsi vilja þjóðarinnar" Ertu ekki að grínast...????  Úrslit Icesafe kosninganna sýndu tvímælalauast hver vilji þjóðarinnar var. Samt var haldið áfram af því að útkoman var ekki hentug "Já" sinnum. Hvar í ósköpunum færðu þú út skoðanakönnum sem sýnir að meirihluti kjósenda hafi verið þessu Ice safe bulli..???? Hvergi til. Bara til að árétta það einu sinni enn fyrir ykkur "Já" sinnum, þá fór ÓRG eftir vilja meirihluta þjóðarinnar og hafnaði þessum ósóma ykkur í óþökk. Það dugar ekki fyrir ykkur að hátt yfir 90% kjósenda hafi hafnað þessu, þá skal bara kjósa og kjósa þangað til hentug niðurstaða kemur, því fólk hlýtur að þreytast á því að mæta á kjörstað. Þetta er ykkar aðferð við að virkja lýðræðið. Þjóðin var ekki spurð um hvort ætti að fara í þessa vegferð, og af hverju ekki..??? Því meirihluti var á móti þessu, það var vitað og í ykkar lýðræðishefðum var það bara sniðgengið og "VILJI ÞJÓÐARINNAR HAFÐUR AÐ ENGVU. Ef þið hefðuð þor, sem þið hafið ekki, þá ætti að vera alveg sjálfsagt að kjósa um hvort við höldum áfram eða hættum þessari vitleysu. En, nei, þið vitið hver niðurstaðan yrði og það yrði þá enn og aftur ekki lýðræðislegt að láta þjóðina ráða.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 08:17

15 identicon

Enn lætur Ásmundur gjamminn geisa. Það er dálítið fyndið hvað hann er yfirborðskenndur og vitlaus, að hann heldur virkilega að hann sé að gera sínum málstað gagn með því að opinbera eigið sálfræðilegt ástand á þessari vefsíðu.

Besserwisser fábjáni.

Og Ásmundur, hvernig gengur að koma með svör við því af hverju þú ummælist hérna endalaust, þegar það þjónar greinilega engum tilgangi?

Svarleysi þitt sýnir bara og sannar hvað þú ert galtómur einstaklingur, haldinn þráhyggju á háu stigi.

Í hvert skipti sem þú ummælist þá sýnirðu öllum lesendum hversu langt leiddur þú ert í þínum hugmyndum um eigið ágæti. Berð hausnum í steininn og heldur að þú sért að gera eitthvað gagn.

Ef það er greinilegt að þú ert ekki að hafa áhrif á eina einustu sál hérna inni, og þvert á móti, pirrar bara það fólk sem leitar að rökræðum um þetta, hvers vegna í veröldinni heldurðu áfram og áfram?

Það kallast þráhyggja á mannamáli.

Eða heldurðu virkilega að þú sért að hafa áhrif á einhvern?? Þú ert eins og klikkaði karlinn á kassanum úti á torgi, organdi þinn áróður. Þú ert aðshlátursefni, þ.e. fyrir þá sem finnst þú meira hlæilegur en pirrandi.

Haha... þvílíkt og annað eins fífl.

Endilega haltu þessu áfram. Skjóttu sjálfan þig í fótinn aftur og aftur og aftur.

Þú ert íslandsmet í heimsku.

palli (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 08:44

16 identicon

Sigurður, í hlekknum hér fyrir neðan má sjá að skv skoðanakönnun Gallup, sem var gerð 23 febrúar 2011, vildu 63% kjósenda samþykkja Icesave-samninginn. MMR-könnunin sem var gerð nokkru seinna sýndi einnig meirihluta fyrir samþykkt hans.

Hvað í ósköpunum áttu við með að segja að samt hafi verið haldið áfram þó að þjóðin hafi hafnað Icesave. Hélstu virkilega að málið yrði úr sögunni með höfnun þess? Það var ESA en ekki Íslendingar sem héldu málinu áfram eins og var fyrirséð.

Þú spyrð hvort ég sé að grínast þegar ég segi að það sé ólíklegt að meirihluti þingmanna hunsi vilja þjóðarinnar ef hún kýs aðild. Svo að þú treystir á að ef svo fer að þá muni Alþingi koma í veg fyrir aðild.

Og væntanlega treystirðu þá einnig á að ÓRG, ef hann verður enn forseti, muni ganga gegn vilja þjóðarinnar og staðfesta ákvörðun þingsins.

Ertu ekki að grínast?

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 09:09

17 identicon

Eru engin takmörk fyrir þinni ótrúlegu grunnhyggni og heimsku, Ásmundur??

Þú ert alveg í sérdeild!!

Hefurðu aldrei gengið til sálfræðings eða geðlæknis og reynt að gera eitthvað með þína löðrandi geðbilun?? Þú hlýtur að sjá það sjálfur að þú gengur ekki alveg heill til skógar. Er það ekki nokkuð augljóst? Ætlarðu að lifa í afneitun og sjálfsblekkingu til æviloka??

Eina grínið hérna ert þú, Ásmundur. Þú ert sorglegur brandari.

Til dæmis þegar þú segir:

"

Þú spyrð hvort ég sé að grínast þegar ég segi að það sé ólíklegt að meirihluti þingmanna hunsi vilja þjóðarinnar ef hún kýs aðild. Svo að þú treystir á að ef svo fer að þá muni Alþingi koma í veg fyrir aðild.

Og væntanlega treystirðu þá einnig á að ÓRG, ef hann verður enn forseti, muni ganga gegn vilja þjóðarinnar og staðfesta ákvörðun þingsins. "

Hahahaha....  þú ert bara svo illa veruleikafirrtur!!  Hahaha...

Þjóðin að kjósa aðild??   Á hvaða plánetu býrð þú???

Æjá, það er plánetan "Óskhyggja".

Og Ólafur forseti stendur með þjóð sinni, eins og hann hefur sýnt og sannað.

Þetta er nú meira bull röfl og tuð grautur sem vellur upp úr þér viðstöðulaust.

Ásmundur, færðu aldrei ógeð á sjálfum þér? í alvöru?

palli (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 10:13

18 Smámynd: Elle_

Fullyrðingar ´Ásmundar´ um ICESAVE  eru enn með ólíkindum.  Geta vart orðið verri.  Hann skrifar um FJÁRHAGSTJÓN og GLÖTUÐ TÆKIFÆRI fyrir að hafna nauðung.  Hann lætur eins og hann viti að við verðum dæmd í sekt (07:51) þó EFTA dómstóllinn geti það ekki.  Hvað ætli EC Commissararnir borgi honum í mútur??  Vinir Jóhönnu og Össurar verða að fara fyrir ÍSL. DÓMSTÓLA ætli þeir að fá grænan eyri úr ríkissjóði.

Elle_, 5.5.2012 kl. 11:00

19 Smámynd: Elle_

Og svo mótmæli ég harðlega að við skulum hafa þennan forherðing vinnandi í ísl. embætti og gegn ísl. ríkinu.  Það ætti að fara fram rannsókn á skrifum og vinnu þessa manns:

omar.hardarson@hagstofa.is
Hagstofa Íslands Statistics Iceland     Telephone +(354) 528 1000
Omar HARDARSON     HARDARSON, Omar
EUROSTAT National Expert     Eurostat / L-2920 Luxembourg.
E-mail: omar.hardarson@ec.europa.eu     Tel: +352 4301 35166

Elle_, 5.5.2012 kl. 11:22

20 identicon

Elle boðar að Íslendingar eigi að bjóða heiminum birginn og hunsa dóm EFTA-dómstólsins. 

Slík afstaða getur kostað okkur algjöra einangrun frá umheiminum með miklum hörmungum. Ég er hins vegar bjartsýnn á að við látum skynsemina ráða.

EFTA-dómstóllinn mun dæma hvort okkur beri að greiða lágmarkstrygginguna eða jafnvel allan höfuðstólinn. Hann mun hins vegar ekki kveða á um vexti ef upphæðin er ekki staðgreidd.

Ef við bregðumst ekki við dómi EFTA-dómstólsins á neinn hátt getur ESA höfðað annað mál. Bretar og Hollendingar munu þá höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þeir geta ekki hunsað dóm EFTA-dómstólsins. Íslenskir dómstólar munu því aðeins taka afstöðu til kröfu Breta um vexti og önnur kjör.

Það er því útilokað að íslenskir dómstólar geti komist upp með að dæma gegn dómi EFTA-dómstólsins eins og margoft hefur komið fram í máli færustu lögfræðinga landsins.

Nei-sinnar kusu hins vegar að hlusta á fúskara í lögfræðingastétt.

Elle fullyrðir að ég viti að við verðum dæmd í sekt. Þetta er ekki spurning um sekt. Þetta er spurning um að við greiðum innistæðutryggingar íslenskra banka erlendis en ekki erlendu ríkin.

Ég hef ekki gefið upp neina skoðun á því heldur aðeins bent á að kostnaðurinn vegna höfnunarinnar er nú þegar eflaust orðinn miklu meiri en ef við hefðum samþykkt samninginn. 

Við verðum hins vegar að vera undir það búin að geta tapað málinu. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 11:47

21 Smámynd: Elle_

VIÐ, VIÐ??  VIÐ eigum ekki að borga neinar innistæður.   Það var ENGIN RÍKISÁBYRGÐ nokkru sinni á ICESAVE.  Vitleysan er endalaus.  Vinir ykkar verða að fara fyrir ÍSL. DÓMSTÓLA ætli þeir að fá grænan eyri úr ríkissjóði.

Elle_, 5.5.2012 kl. 11:55

22 identicon

Elle þarf að útskýra hvernig henni dettur í hug að ég sé einhver Ómar Harðarson.

Heldur hún kannski að aðeins einn Harðarson geti verið hlynntur ESB-aðild?

Ég er auðvitað ekki Ómar Harðarson og hvorki opinber starfsmaður né starfsmaður ESB.

Opinberir starfsmenn og starfsmenn ESB hafa að sjálfsögðu málfrelsi eins og aðrir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 12:02

23 Smámynd: Elle_

Og svo mótmæli ég harðlega að við skulum hafa þennan forherðing vinnandi í ísl. embætti og gegn ísl. ríkinu.

Elle_, 5.5.2012 kl. 12:04

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ok, Ásmundur er heimavinnandi húsmóðir.  

Enginn launþegi í einkageiranum hefur tíma til þess að skrifa alla þessa pistla og vonandi ekki heldur neinn hjá hinu opinbera.

Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 19:00

25 identicon

Kolbrún, það eru fleiri möguleikar en opinber starfsmaður, launþegi í einkageiranum eða heimavinnandi húsmóðir.

Þú gleymir sjálfstæðum atvinnurekendum, námsmönnum, atvinnuleysingjum, öryrkjum og ellilífeyrisþegum.

Annars eyði ég ekki svo miklum tíma í að skrifa þessar athugasemdir. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 22:41

26 identicon

Hahaha... neinei, þú eyðir ekkert miklum tíma í þetta blaður þitt. Neinei.

...bara meira en nokkur annar á þessari vefsíðu.

Þráhyggju þroskahefur hálfviti.

palli (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband