Forseti ASÍ misnotar forsetastólinn til áróðurs fyrir ESB

Augljóst er af skoðanakönnunum að forseti ASÍ er umboðslaus og talar ekki fyrir skoðunum meiri hluta félagsmanna í verkalýðshreyfingunni þegar hann staglast á því sí og æ úr forsetastóli að Íslendingar verði að ganga í ESB og taka upp evru.

 

Undanfarna mánuði hafa kannanir sýnt að einungis liðlega fjórðungur kosningabærra manna vill að Ísland gangi í ESB. Einungis einn flokkur á Alþingi, Samfylkingin, telur að hagsmunum Íslands sé best borgið með ESB-aðild og fylgi við þann flokk hefur mælst að undanförnu um og stundum talsvert neðan við 20%. Það er því eins ljóst og tvisvar tveir eru fjórir að innan aðildarfélaga ASÍ er enginn meiri hluti fyrir því að troða Íslendingum inn í ESB, langt í frá. Forystumennirnir í ASÍ sem mest geipa í nafni verkalýðshreyfingarinnar um ESB-aðild eru því augljóslega umboðslausir í áróðri sínum.

 

Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra og formaður Framsóknarflokks, kom með ágæta hugmynd í grein í Morgunblaðinu s.l. mánudag. Hann skrifar þar:

 

„Sem gamall félagi í verkalýðshreyfingunni og maður sem trúir að þar á bæ ríki lýðræðisást og að forystan vilji á hverjum tíma marka stefnu í sátt við félagsmenn sína þá skora ég hér með á formann og forystu ASÍ að spyrja alla félagsmenn hreyfingarinnar um afstöðu þeirra til Evrópusambandsins hvað aðild varðar og upptöku evru.“

 

Nú er að sjá hvort forystusveit ASÍ þorir að verða við þessari áskorun Guðna. Sambandsleysi ASÍ-forystunnar við félagsmenn sína og fólkið í landinu er áhyggjuefni margra. Lilja Mósesdóttir, forystumaður nýs flokks, Samstöðu, sem hlotið hefur góðar undirtektir í könnunum, kemst þannig að orði fyrir nokkrum dögum á facebokk færslu sinni (liljam.is):

 

"Eftir hrun hefur forysta launafólks valdið mér mestum vonbrigðum, þar sem hún tók afstöðu með fjármagninu en ekki launafólki. Forystan hefur unnið gegn afnámi verðtryggingarinnar og leggur til ESB aðild og upptöku evrunnar til að leysa efnahagsvandann. ESB er orðið að frjálshyggjubandalagi sem neyðir aðildarlönd í lausafjárvanda til að skera niður velferðarkerfið og dæla peningum í ónýtt bankakerfi í staðinn. Evran ver fjármagnseigendur sem geta flúið með eignir sínar til útlanda. Launafólk situr fast og býr við meira atvinnuleysi og örbyrgð en í löndum sem geta neytt fjármagnseigendur til að taka á sig hluta byrðanna í gegnum gengisfellingu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Launafólk landsins hefur fyrir löngu afneitað forseta ASÍ og svo mun verða þar til nýr forseti og ný stjórn verður valin, hellst af launþegum sjálfum.

Það er undarlegt hvernig forusta launafólks á Íslandi talar þvert á skoðanir starfsbræðra þeirra innan ESB. Það er ekki gert í umboði eða fyrir launafólkið. Það er gert til aðstoðar einum ákveðnum stjórnmálaflokki!

Pólitíkin hefur plantað sér innan forustu ASÍ og sýkt hana. Þann sjúkdóm er einungis hægt að lækna með því að skera meinið burt, að skipta út allri forustu ASÍ!!

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2012 kl. 13:04

2 identicon

Gylfi Arnbjörnsson er réttkjörinn forseti ASÍ. Hann hefur enn sömu skoðanir á ESB-aðild og þegar hann var kjörinn. Forystumaður hlýtur að tala eins og samviska hans býður honum.

Ef hann er sannfærður um að hagsmunum almennings sé best borgið í ESB þegir hann auðvitað ekki yfir því vegna þess að þá væri hann að bregðast. Hann er leiðtogi.

Gylfi er ekki viljalaust verkfæri i höndum annarra. Ef hann væri það væri hann ófær um að gegna stöðu forseta. ASÍ getur lýst á hann vantrausti eða sleppt því að kjósa hann næst.

Með því að fylgja sannfæringu sinni fer Gylfi frá með reisn þegar þar að kemur. Ef hann fylgdi meirihluta í skoðanakönnunum hverju sinni brygðist hann skyldu sinni sem leiðtogi og færi frá með skömm.     

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 17:59

3 identicon

Gleymdi einu, Gylfi er fulltrúi gamla tímans, þess tíma þegar verkalýðshreyfingin var hertekin af flokksgæðingum og notuð í pólitískum tilgangi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 20:27

4 identicon

Athugasemd #3 er ekki frá mér komin. Hér hefur geðsjúklingurinn greinilega verið að verki.

Það er auðvelt að sleppa því að lesa hann þegar hann skrifar undir eigin nafni en verra þegar hann falsar nöfn annarra.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 22:11

5 Smámynd: Elle_

Sannfæring Gylfa í ASÍ er ekki eðlileg.  Sannfæring Gylfa í ASÍ hefur ekkert með félaga ASÍ að gera.  Sannfæring Gylfa í ASÍ snýst alltaf um Gylfa og Jóhönnu: Dýrðarsambandið, evra, fjármálaveldið, landsala, ICESAVE.  Við munum losna við kattastjórnendurna fyrir fullt og allt í apríl.  Í SÍÐASTA LAGI.

Elle_, 6.5.2012 kl. 22:18

6 Smámynd: Elle_

Og svo er ég sammála Ásmundi í no. 3 (20:27) :) og Gunnari.  Og pistli Vinstrivaktarinnar.

Elle_, 6.5.2012 kl. 23:28

7 identicon

Fólk er bara komið með ógeð á þér, Ásmundur. Fattarðu það ekki einu sinni.

Það ert þú sem ert geðsjúklingurinn, sem allir sjá nema auðvitað þú sjálfur, enda geðsjúklingur.

palli (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 07:49

8 identicon

Fátt er um rök hjá andstæðingum ESB-aðildar. Í staðinn er blygðunarlaust beitt blekkingum. Þöggun er svo úrræðið gegn þeim sem tala af ábyrgð og eru því marktækari en aðrir.

Ljóst er að Gylfi getur stöðu sinnar vegna ekki talað gegn betri vitund. Evrópustofa ekki heldur. Evrópustofa svarar aðeins spurningum um staðreyndir. Hún er því nauðsynlegt mótvægi við blekkingaráróðrinum.

Einhvers staðar verða menn að geta treyst á að fá rétt svör svo að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Andstæðingar aðildar reyna allt til að koma í veg fyrir það enda hefur þeim orðið þó nokkuð ágengt í blekkingaráróðrinum.

Sem dæmi um að Evrópustofa svarar aðeins spurningum um staðreyndir þá neitar hún að svara spurningum eins og hverjir eru helstu kostir og gallar aðildar. Svörin myndu ekki aðeins byggjast á staðreyndum heldur einnig skoðunum.

Kostir aðildar eru svo miklir og gallarnir svo litlir að meirihluti fólks hlýtur að kjósa aðild ef réttar upplýsingar ná til þeirra. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 08:11

9 identicon

Hahha...  jájá, Ásmundur. Hvernig er veðrið á plánetunni "Óskhyggja".

Fólk er farið að sjá í gegnum lygaáróðurinn í þér og þínum. Stuðningur við aðild mun bara fara minnkandi.

Það er ekki séns að þessi aðlögunarsamningur verði samþykktur af þjóðinni, nema ESB breyti sínu innra eðli á allan hátt.

Þú ert bara of fokking heimskur til að rökræða um hlutina. Þessi lygagröftur hefur lekið úr þér viðstöðulaust, og það er enginn að kaupa þetta. Það eru færri og færri sem leggja trúnað á þessa Samspillingar-hrokadrullu ríkisstjórn, og ef ekki fyrr, þá verður þessu aðlögunarferli hent út um gluggann í næstu kosningum.

Réttar upplýsingar? 

Djöfull ertu sturlaður og vitstola. Ummælist hérna endalaust, mánuðum saman, og þó þér sé sífellt sagt að hypja þig með þinn áróður, þá heldurðu bara samt áfram, eins og það þjóni einhverjum tilgangi. Þú ert sorglegur einstaklingur og átt þér greinilega ekkert líf. Þessi ummæla-áróður sýnir hvað þú ert innilega lokaður í þinni ESB þráhyggju og heilaþvætti, hroka og sjálfsupphafningu.

Án gríns, Ásmundur. Farðu til sálfræðings eða geðlæknis og reyndu að horfast í augu við sjálfan þig og þína þráhyggju, sem og litla vitsmuni.

"Kostir aðildar eru svo miklir og gallarnir svo litlir að meirihluti fólks hlýtur að kjósa aðild ef réttar upplýsingar ná til þeirra"

hahaha.... jájá, whatever. Við hin hérna á plánetunni Jörð sjáum alveg í gegnum trúarofstækis-lygaáróðurinn í þér og þínum. Landráðahyski og pakk. Heimskingjar og hrokabyttur.

Þakkið bara fyrir að Íslendingar eru flestir friðarsinnar. Það væri fyrir löngu búið að stúta svona fávitum eins og þér í öðrum löndum. Ekki vegna mismunandi skoðana, heldur vegna lyganna, hrokans og landráða-áróðurs.

palli (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 10:01

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vera að Gylfi sé "réttkjörinn" Ásmundur, en hann er ekki kjörinn af launafólki! Úrelt kosningafyrirkomulag kom honum í stól forseta ASÍ, kosningafyrirkomulag sem byggist á því að "hinir æðri" hafi vit fyrir almúganum. Það var á fundi tæplega 300 manna sem ákvörðun var tekin um að Gylfi skildi verða forseti ASÍ. Af þessum tæpum 300 greiddu tæp 60% honum atkvæði!!

Hvort hugur Gylfa til aðildar að ESB sé sá sami og þegar hann tók við embætti ASÍ, skiptir bara engu máli. Á þeim tíma var málið ekki komið á það stig sem það er nú.  Hann hefur vissulega heimild til að hafa sínar skoðanir, en hann hefur ekki neina heimild til að beyta ASÍ í þeim tilgangi að koma þeim að!! 

Gylfi skýlir sér á bakvið nærri 13 ára gamla samþykkt innan miðstjórnar ASÍ, um að skoða skuli hvort einhver hagræðing gæti orðið fyrir launafólk af inngöngu í ESB. Þessi samþykkt var aldrei borin undir launþega, auk þess sem hún fjallar einungis um skoðun á hagkvæmni aðildar fyrir launafólkið. Gylfi er ekkert að skoða þetta, hann er að vinna að aðild af fullum krafti og beitir ASÍ í þeim tilgangi. Það hefur hann aldrei fengið leyfi til, hvorki frá "hinum æðri" innan samtakana, né launþegum sjálfum. Hann vinnur að þessu marki í fullkomnu leifisleysi!!

Þú segir að Gylfi sé ekki viljalaust verkfæri í höndum annara og ef svo væri þá væri hann ófær um að stjórna ASÍ. Það er einmitt málið, hann er fullkomlega ófær um að stjórna ASÍ, einmitt vegna þess að hann er viljalaust verkfæri Samfylkingar!!

Blygðunarlausar blekkingar eru þínar ær og kýr, Ásmundur. Þú sækist þó eftir að ásaka aðra um þá iðju. Sá málflutningur sem ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson hefur haldið uppi stenst ekki skoðun. Á köflum hefur þessi málflutningur verið svo vitlaus að enginn nennir að bera það til baka, enda varla þörf á. Íslendingar eru jú nokkuð skynsamir og sjá í gegnum þetta rugl, þó auðvitað séu til undantekningar sem öllu trúa!

Þú segir að Gylfi geti ekki talað gegn betri vitund. Það ætlast enginn til þess, einungis að hann geri það á réttum vettvangi. Að hann segi sig frá starfi forseta ASÍ og haldi trúboði sínu áfram í sinum trúflokki, Samfylkingunni. Það er aldrei að vita að þar geti hann platað nógu marga til að komast á þing, þó fyrri tilraunir hans til þess hafi mistekist.

Þá er ánægulegt að sjá að þú viðurkennir að Evrópustofa hefur það verkefni að boða trú ESB. Það er þá kannski eitthvað sem þú skilur í þessari harmsögu Íslands!!

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2012 kl. 13:23

11 identicon

Sem forseti ASÍ ber Gylfa að berjast fyrir hagsmunum launafólks.

Ávinningrunn með ESB aðild er meðal annars mikil lækkun vaxta, lægra matarverð, meiri stöðugleiki, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri vegna bættrar samkeppnishæfni.

Þeir sem notfæra sér gengissveiflur krónunnar til að græða mergsjúga almenning. Þar á meðal eru erlendir vogunarsjóðir. Þannig mun spillingin stórminnka og jöfnuður verða meiri með ESB-aðild.

Að segja Gylfa vera viljalaust verkfæri Samfylkingarinnar er svo yfirgengilega vitlaust að þeir sem tala þannig stimpla sig út úr umræðunni. Allir sem eitthvað fylgjast með vita að Gylfi er oft upp á kant við forystu Samfylkingarinnar.

Jafngalið er að tala um að ég viðurkenni að Evrópustofa hafi það verkefni að boða trú ESB. Það eru algjör öfugmæli. Ég sagði að Evrópustofa upplýsi aðeins um staðreyndir varðandi ESB en svari ekki öðrum spurningum.

Dæmi um þetta er að Evrópustofa gefur upplýsingar um ákveðin lög ef um það er beðið en lætur ekki í ljós hvort þessi lög séu jákvæð eða neikvæð fyrir Ísland í ESB. Að kalla slík vinnubrögð trúboð lýsir örvæntingu og rökþroti.

Margir sem enn eru ekki tilbúnir til að samþykkja aðild hugsa kannski að við vitum hvað við höfum en vitum ekki hvað við fáum ef við göngum í ESB.

Þetta stenst hins vegar ekki skoðun vegna þess hve heimurinn hefur breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Auk þess var krónan á floti, sem er skilyrði fyrir aðild í EES, aðeins fáein ár áður en allt hrundi. Krónan hrundi áður en bankarnir hrundu.

Það undarlega er að andsinnar virðast alveg hafa lokað augunum fyrir því í að skuldavandi heimila og fyrirtækja með öllum sínum harmkvælum er afleiðing af því að vera með krónu sem gjaldmiðil.

Ef við hefðum haft evru þegar hrunið varð hefðu skuldir ekki hækkað. Með krónu sem gjaldmiðil verðum við að búast við slíkum kollsteypum öðru hvoru með skelfilegum afleiðingum. Lántökur í krónum eru fjárhættuspil.

Gylfi lætur ekki þöggun hafa áhrif á sig þegar um mikla hagsmuni almennings er að tefla.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 15:03

12 Smámynd: Elle_

Aftur sammála Gunnari.  Blekkingar og blygðunarlaust kjaftæði eru ykkar ær og kýr í þessum ömurlega öfgaflokki ykkar.  Við losnum við ykkur í síðasta lagi í apríl.

Elle_, 7.5.2012 kl. 17:20

13 identicon

Forseti ASÍ misnotar ekki forsetastólinn enda ber honum að vinna að hagsmunum launþega skv eigin sannfæringu.

Á hinn bóginn hefur forseti Íslands gróflega misnotað forsetastólinn og er enn að.

Að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um samning sem 70% þingmanna samþykkti og meirihluti þjóðarinnar var samþykkur skv skoðanakönnunum var gróf misnotkun á málskotsréttinum. 

Þetta uppátæki forseta er þegar orðið okkur dýrkeypt og gæti átt eftir að kosta ríkið morð fjár til viðbótar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 16:18

14 Smámynd: Elle_

Brenglun á veruleikanum einni sinni enn frá þessum manni.  Forsetinn kostaði okkur ekkert.  Það KOSTAR ekki NEITT og hvað þá MORÐFJÁR að hafna NAUÐUNG.

Elle_, 9.5.2012 kl. 00:07

15 Smámynd: Elle_

FORSETI ASÍ hinsvegar KOSTAR OKKUR.

Elle_, 9.5.2012 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband