Þeir sem hyggja á frama í utanríkisþjónustu ESB eiga litla von um að vera ráðnir í diplómatastöður á vegum sambandsins ef þeir eru ekki frá þeim löndum sem lengst hafa verið í ESB. Þetta sýnir skýrsla sem fram kom í desember síðastliðinn og hefur verið til umræðu að undanförnu. Vinnuaðstæður þykja ekki upp á marga fiska í ESB-utanríkisþjónustunni, en engu að síður hefur fjöldi umsækjenda sótt um þær stöður sem auglýstar hafa verið, þó mjög mismargir frá hverju landi fyrir sig.
Umsækjendur hafa verið margir frá nýjum ESB-löndum á borð við Tékkland, Búlgaríu og Rúmeníu en sárafáir komist að. Hins vegar voru örfáir umsækjendur frá Þýskalandi (1,8% umsækjenda) en þeir áttu meira en tvöfalt meiri möguleika á að komast að (3,9%). Ekki hafa fengist viðunandi skýringar á þessari slagsíðu, en hún þykir bera vinnubrögðum stjórnsýslunnar á þessu sviði sambandsins slæmt vitni.
http://euobserver.com/18/116013
En kannski er það bara spurning um tíma hvenær þetta hættir að vera vandamál, fyrst jafnvel þingforseti ESB-þingsins er farinn að spá því að sambandið liðist í sundur, eins og nýlegar fregnir herma.
Athugasemdir
Þetta er nokkuð athyglisverð pæling. Ef við gefum okkur það að SF og VG takist að lauma Íslandi inní ESB, hvað verður þá um íslensku diplómatana og/eða starfsmennina sem starfa erlendis á okkar vegum hjá EFTA?
Munu þeir fá forgang að stöðum hjá ESB eða verða þeir sendir heim og skipt út fyrir flokksvini aðildarsinna?
Kolbrún Hilmars, 26.4.2012 kl. 18:03
...hyglir...
Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2012 kl. 20:09
Sennilega er þeim sama, því ef þeim tekst að fá landið inn í ESB bíða þeirra góðar stöður í Lúxemburg eða Brussel með einkabílstjóra, villur og einkaskóla fyrir börnin, þeir geta svo sleikt sólina og gleymt gamla föðurlandinu sem þeir sviku inn í ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 21:30
Að sjálfsögðu ,,hyglir" takk fyrir ábendinguna, stundum svolítil blinda á eigin texta. - a
Vinstrivaktin gegn ESB, 26.4.2012 kl. 23:57
Sem betur fer er störfum ekki úthlutað eftir kvótaskiptingu í ESB. Þar ræður alfarið hæfni.
Þannig getur það verið tilviljun hvernig störfin dreifast á milli landa. Hins vegar eru ný lönd skemmra á veg komin í menntun íbúanna, lýðræðislegum vinnubrögðum og vönduðu stjórnarfari en hinar eldri. Það getur verið skýring.
Þátttaka Íslands í EES er hins vegar reynsla sem nýtist í þessu sambandi. Auk þess er Ísland mun þróaðra en þessi fyrrum austantjaldslönd sem hafa gengið í ESB á síðustu árum.
Ísland í ESB stendur því mun betur að vígi að þessu leyti.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 07:13
Ásmundur, láttu þig dreyma. Þótt ESB sé ólýðræðislegur valdasjúklingur þá er fólkið þar ekki það heimskt að ráða vitleysing eins og þig í vinnu.
Og af hverju ertu að ummæla þínum vangaveltum hérna? Ertu alveg blindur og veruleikafirrtur?
Það er enginn hérna inni sem tekur mark á þér.
Þú ert eins og röflandi gömul kelling.
Ertu kanski röflandi gömul kelling?
palli (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 08:15
Það er rétt að segja: Utanríkisþjónusta ESB hyglar...... Leiðréttingin er því röng. Í eftirfarandi hlekk eru allar myndir orðsins birtar.
http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=hygla
Ég veit ekki hvort aðgangur að hlekknum sé öllum opinn. Ég hef aðgang að honum með áskrift að snara.is. Þarna kemur skýrt fram að rétt er að segja í framsöguhætti nútíðar:
Ég hygla, þú hyglar, hann, hún eða það hyglar (en ekki hyglir).
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.