Vandræðagangur Jóhönnu og Össurar er með ólíkindum

Viðbrögð Jóhönnu og Össurar við ákvörðun ESB að gerast meðákærandi gegn Íslandi í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum hafa einkennst af feluleik, miklum vandræðagangi og ákafri viðleitni til að komast undan því að skýra þjóðinni frá raunverulegu eðli málsins.

 

Forystumenn ESB tilkynntu Össuri utanríkisráðherra hinn 27. mars s.l. að þeir myndu nýta sér heimild sem þeir hafa samkvæmt EES-samningnum til að ganga inn í málsóknina gegn Íslandi í icesave málinu og taka þar að sér hlutverk ákæranda ásamt ESA. Ljóst er að Össuri brá mjög við tilkynningu ESB því að hann ákvað í fyrstu að stinga bréfinu undir stól og leyndi bæði ríkisstjórnina og utanríkismálanefnd Alþingis að bréfið hefði borist. Ljóst er að utanríkismálanefnd Alþingis vissi ekki um kröfuna fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum 11. apríl s.l., þ.e. rúmum tveimur vikum eftir að Össur fékk það í hendur.

 

„Ég vissi nú bara um þetta þegar þetta kom í fréttum,“ sagði Jóhanna aðspurð hvenær hún hefði frétt af kröfu framkvæmdastjórnar ESB.“ Þessi orð mátti lesa í Morgunblaðinu tveimur dögum síðar, 13. apríl.

 

Síðan upphófst einstæður skollaleikur af hálfu forsætisráðherrans og utanríkisráðherrans og þau reyndu hvað þau gátu að snúa vörn í sókn og héldu því ákaft fram að það væru bara fínar fréttir að ESB hefði gerst meðákærandi í þessari örlagaríku málsókn gegn Íslandi. Já, já! Bara betra!

 

Eftirfarandi mátti lesa í Morgunblaðinu þennan sama dag, 13. apríl: „Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Icesave-málið væri stórt mál og því væri ekki óeðlilegt að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vildi koma að því. Hún sagði að krafa framkvæmdastjórnarinnar fæli í sér tækifæri fyrir Íslendinga að koma sjónarmiðum sínum betur á framfæri og að ekki væri rétt að leggjast gegn henni.“

 

Málflutningur á þessum nótum endurómaði síðan meðal ESB-sinna næstu dagana. Svo var það loksins í morgun að sú frétt barst á mbl.is: „Íslensk stjórnvöld hafa með formlegum hætti mótmælt afskiptum Evrópusambandsins af Icesave-deilunni fyrir EFTA-dómstólnum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Utanríkisráðherra greindi frá þessu í lok fundar utanríkismálanefndar Alþingis í gærkvöldi.“

 

Samkvæmt þessu hafa þau Jóhanna og Össur snúið snögglega við blaðinu í gær, a.m.k. til málamynda, og hafa nú mótmælt því sem Jóhanna sagði fyrir fáeinum dögum að væri „tækifæri fyrir Íslendinga“.

 

Þess skal að lokum getið að samkvæmt yfirlýsingum sérfræðinga munu engin fordæmi vera fyrir því í málarekstri ESA, (sem hefur eftirlit með því að EES ríki EFTA, þ.e. Ísland, Liechtenstein og Noregur, virði skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum), að ESB hafi krafist þess að verða formlegur aðili að ákæru gegn EFTA-ríki, þ.e. meðákærandi gegn Íslandi. Til þess þó að „fruntaleg og ósvífin“ framganga ESB gegn Íslandi (eins og ráðherrar VG hafa komist að orði) líti ekki alltof illa út í augum almennings er dregið fram mýkra og mildara hugtak og ákæra ESB kölluð „meðalganga“, en þetta hugtak mun hafa öðlast þegnrétt í íslensku lagamáli með 20. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Engu að síður virðist það mjög villandi í þessu samhengi, því að samkvæmt íslenskum orðabókum þýðir „meðalganga“ það sama og „milliganga“, þ.e. „að fá einhverju framgengt með aðstoð einhvers“ eða „með því að fá einhvern til að skerast í málið“ (Orðabók Menningarsjóðs), sbr. hugtakið „milligöngumaður“, þ.e. maður sem gengur á milli málsaðila og leitar að viðundandi niðurstöðu.

 

ESB er sem sagt ekki að taka að sér neina „milligöngu“ í þessu örlagaríka dómsmáli gegn Íslandi heldur leggst það fyrirfram og af fullum þunga á sveif með öðrum málsaðilanum. Það er sannleikur málsins. - RA

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, tækifæri, lugu þau í landsölunni.  Nema Steingrímur og hans meðhjálparar eru ekkert skárri í Brusselvörninni gegn Íslandi.  Nú er ég líka nokkuð viss um að háværi minnihlutinn komi aðvífandi og verji fjandskapinn.

Elle_, 18.4.2012 kl. 15:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta og margt fleira þarf að rannsaka ofan í kjölinn þegar þau verða svipt þinghelgi í næstu kosningum.  Það er ágætt að búið er að virkja landsdóm, núverandi ríkisstjórn verður sá aðili sem fer þangað næst inn á sakamannabekkinn fyrir landráð, aulaskap og ringulreið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 16:00

3 identicon

Það er greinilega gúrkutíð hjá Vinstrivaktinni og hver ekkifréttin rekur aðra.

Það skiptir auðvitað engu máli hvort við mótmælum. Þetta var allt fyrirsjáanlegt. Eru menn búnir að gleyma að ESB gerði þá kröfu að við greiddum lágmarkstryggingu Icesave ásamt vöxtum ellegar fengjum við engin lán frá AGS og nágrannaríkjum? AGS og öll ESB löndin studdu kröfuna og meira að segja Noregur.

ESB beitir sér ávallt á fullu til að verja hagsmuni aðildarríkjanna. Það er því betra að vera þar innanborðs en utan.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 16:15

4 identicon

Willem Buiter talaði í Hörpu  um sameiginlega sturlun íslensku þjóðarinnar í fimmtán ár sem leiddi til allsherjarhruns bankakerfisins. Þetta var hárrétt mat hjá Buiter.

Verra er að ástandið hefur frekar versnað en hitt eftir hrun og svei mér ef það fer ekki sífellt versnandi. Jóhanna og Steingrímur fá réttilega mikið hrós erlendis fyrir góðan árangur í svo til vonlausri stöðu. En Íslendingar rakka þau niður. Þetta er bilun.

Ólafur Ragnar Grímsson er hafinn upp til skýjanna fyrir að hafa valdið þjóðinni gífurlegu fjarhagstjóni með því að leyfa þjóðinni að hafna Icesave III. Afleiðingin var að Ísland lenti í ruslflokki matsfyrirtækja svo að lánskjör versnuðu, gengi krónunnar lækkaði og traust á Íslandi þvarr.

Þetta hefur verið ríkinu og þjóðarbúinu gífurlega dýrt, margfalt dýrara en það sem við hefðum þurft að greiða ef við hefðum samþykkt samninginn. Síðan getur bæst við óheyrilega há upphæð að loknum öllum málaferlunum sem eiga væntanlega eftir að standa yfir í mörg ár.

Er engin von til þess að þjóðin fari að taka sönsum?      

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 16:38

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta hefur verið ríkinu og þjóðarbúinu gífurlega dýrt, margfalt dýrara en það sem við hefðum þurft að greiða ef við hefðum samþykkt samninginn.

Síðan getur bæst við óheyrilega há upphæð að loknum öllum málaferlunum sem eiga væntanlega eftir að standa yfir í mörg ár.

Mér þykir þú segja fréttir Ásmundur. 

Veistu yfirleytt nokkuð um hvað þú ert að segja svona almennt? 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2012 kl. 16:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Steinar að mínu mati er þessi maður heilaþveginn, yfirleitt vita slíkir ekkert hvað þeir eru að tala um, mjálma bara eins og þeim er sagt að gera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 17:18

7 identicon

Jón Steinar, þetta eru nýjar fréttir. Þetta var allt kynnt þjóðinni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Menn kusu hins vegar að fara í afneitun.

Skilurðu ekki að lægra lánshæfismat þýðir minna traust á Íslandi, lægra gengi krónunnar og verri lánskjör og að allt þetta auk óvissunnar vegna Icesave kostar ríkið og þjóðarbúið gífurlega háar upphæðir?

Skuldatryggingarálag hefur að vísu farið lækkandi eins og hjá öðrum þjóðum en það hefði lækkað meira ef samningurinn hefði verið samþykktur.

Rekstrahagfræðingur reiknaði út og birti í dagblaði að þessi tafakostnaður vegna Icesave skipti tugum milljarða á mánuði. Þetta eru því einhver hundruð milljarða króna miðað við Buchheit-samninginn.

Var þér ekki kunnugt um að meðan samningurinn hljóðaði upp á lágmarkstrygginguna með lágum vöxtum var hætta á að Ísland yrðu dæmt til að greiða allan Icesave-höfuðstólinn með miklu hærri vöxtum ef málið færi fyrir dómstóla?

Þetta er vegna þess að EES-samningurinn heimilar ekki að innistæðueigendum sé mismunað? ESA vill meina að með því að íslenska ríkið ábyrgðist allar innistæður í íslenskum bönkum átti það einnig að ábyrgjast allar Icesave-innistæður.

Hvers vegna heldurðu að samninganefnd valinkunnra manna hafi eindregið mælt með að samningurinn yrði samþykktur? Reyndar benti hún á þessi atriði sem ég hef hér talið upp.

Ivesave-þjóðaratkvæðagreiðslan var þjóðargeðveiki. Fólk ímyndaði sér að það hefði fengið umboð til að ráða því hvort það greiddi Icesave. Það var auðvitað af og frá.

Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um val á milli samningsins og þess að taka þá áhættu að við þyrftum að greiða miklu meira með því að hafna samningnum.

Til þess að leggja mat á það voru ráðnir færustu sérfræðingar og þeirra mat var að áhættan við að segja nei væri allt of mikil.

En meirihluti þjóðarinnar ákvað að kjósa um allt annað og því fór sem fór. Verstur er hlutur Ólafs Ragnars. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 17:54

8 identicon

Fyrsta setningin í síðustu athugasemd minni átti auðvitað að vera:

Jón Steinar, þetta eru ekki nýjar fréttir.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 18:01

9 identicon

Ásthildur, hefurðu ekkert lengur að leggja til málanna annað en skítkast, útúrsnúninga, öfugmæli og upphrópanir?

Mér finnst endilega að athugasemdir þínar hafi haft innihald hér áður fyrr. En það gæti verið misminni.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 18:07

10 Smámynd: Elle_

Eina sem þú gerir er að ráðast á forsetann og ´geðveika þjóðina með minnimáttarkenndina og paranojuna´.  VIÐ borgum ekki kúgun.  VIÐ ætlum ekki inn í þvingunarveldið.  Það ætti ekki að vera of flókið fyrir þig.  ÞIÐ MINNIHLUTINN þvingið okkur ekki eitt eða neitt.

Elle_, 18.4.2012 kl. 18:28

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu Ásmundur en ég er bara orðin örmagna yfir þessu svindli lygi og hringlandahætti sem ríkisstjórn Íslands stendur fyrir.  Það gengur líka yfir þá sem verja hana og hennar verk.  Ég er búin að fá nóg.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 18:33

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hafðu formsatriðin á hreinu, Ásmundur. Með neyðarlögunum ábyrgðist íslenska ríkisstjórnin engar innstæður. Hún einfaldlega flutti þær á milli banka til þess að viðhalda greiðsluflæði innanlands.

Ríkissjóður Íslands hefur aldrei, endurtek aldrei, ábyrgst neinar innstæður! Hvað þá greitt krónu í því skyni.

Kolbrún Hilmars, 18.4.2012 kl. 18:42

13 identicon

Kolbrún, skv neyðarlögunum voru Icesave-innistæður gerðar að forgangskröfum.

Ábyrgðin á í íslenskum innistæðum átti sér stað fyrr þegar bera tók á fjármagnsflótta úr íslensku bönkunum. Ríkisstjórnin lýsti því þá yfir að ríkið myndi ábyrgjast allar innistæður á Íslandi.

Þarna er gert upp á milli íslenskra innistæða og Icesave-innistæða sem ESA telur að samrýmist ekki EES-samningnum.  

En það er rétt að ríkið greiddi aldrei neitt. Innistæðurnar voru einfaldlega fluttar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju eins og þú nefnir.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 19:09

14 identicon

Ásthildur, endilega segðu okkur í hverju svindlið, lygin og hringlandahátturinn eru fólgin.

Ég kannast ekki við neitt slíkt nema kannski hringlandahátt í sambandi við skuldir heimilanna.

Það er hins vegar lofsvert að draga í land þegar alvarlegar afleiðingar fyrri yfirlýsinga koma í ljós.

Þetta hafa yfirleitt verið einstakir þingmenn sem hafa aðeins talað fyrir eigin hönd. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 19:22

15 Smámynd: Elle_

Eins og Kolbrún sagði voru neyðarlögin ekki um ríkisábyrgð.  Íslenska ríkið fór eftir tilskipun 94/19/EC og íslenskum lögum, lögum no 98/1999.  Það er engin og var engin ríkisábyrgð á ICESAVE.

Elle_, 18.4.2012 kl. 19:27

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur það var þetta sem ég átti við; það sem ráðherrar segja, lýsa yfir eða skrifa á minnismiða skiptir engu máli.

Ekkert er marktækt nema Alþingi samþykki lög um málið.

Kolbrún Hilmars, 18.4.2012 kl. 19:41

17 Smámynd: Elle_

Úr skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá feb, 2009 UM ÍSLAND:

According to the EFTA Surveillance Authority (ESA), the percentage of internal market legislation introduced into national legislation as required by July 2009 is at the same level as the average for EU Member States - - -

In general, Iceland has a satisfactory track record in implementing its EEA obligations.

EFTIRÁSKÝRINGAR bara duga ekki.  Maður setur ekki afturvirk lög.

Elle_, 18.4.2012 kl. 19:50

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þarf að útskýra það fyrir þér Ásmundur?  Ef þú sérð það ekki sjálfur þá er borin von að það sé hægt að útskýra það fyrir þér.  Heila málið um umsóknina að ESB var lygi frá upphafi.  Það hefur nefnilega komið í ljós það sem var reynt að leyna að þetta var aldrei að kíkja í pakka, heldur innlimun sem alþingi átti að vita þegar alþingismenn ákváðu að sækja um.  Það er ef til vill stærsta lygin.  Síðan hefur Össur þvælst fram og til baka nú síðast með að ESB væri bara að gera okkur greiða með því að vilja koma að dómstólamálinu, svo kemur í ljós eftir að hann hefur leynt alþingi, utanríkismálanefnd og forsætisráðherra þessu máli, þá allt í einu er búið að senda mótmæli.  Hér stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi og hefur reyndar aldrei gert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 20:06

19 Smámynd: Elle_

Skýrslan var frá 2010.

Elle_, 18.4.2012 kl. 20:08

20 identicon

Málið er miklu flóknara en svo að það snúist eingöngu um ríkisábyrgð á Icesave.

Bann EES-samningsins við mismunun hefur td ekkert með ríkisábyrgð að gera. Auk þess hefur ESA gert athugasemdir við að íslenski tryggingarsjóðurinn var nánast tómur og var langt frá því að geta ábyrgst innistæður eins banka eins og tryggingarsjóðir annarra EES-landa gátu.

Að ógleymdum miklum óbeinum kostnaði af að málið dregst á langinn.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 20:21

21 Smámynd: Elle_

Sjóðurinn var ekki tómari en lögin sögðu að hann ætti að vera, hvort það var 1% eða 1,5% af innistæðum man ég ekki í svip.  Þetta með mismunun er blekking eða misskilningur og líklega blekking þar sem það kemur lang-oftast frá andstæðingum ísl. ríkisins.

Elle_, 18.4.2012 kl. 20:29

22 Smámynd: Elle_

Síðasta setningin: - - - ´óbeini kostnaðurinn ef málið dregst á langinn´- - -  eru ekki rök fyrir að fallast á ríkisábyrgð á ICESAVE.  Maður ver sig fyrir dómi.

Elle_, 18.4.2012 kl. 20:37

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, það þýðir ekkert að horfa á íslenska tryggingarsjóðinn. Auðvitað var hann blankur því hann miðaðist við íslensk innlán sem voru aðeins um 20% af heildinni. Hvað annað svosem?

Af hverju heldur þú að bretarnir hafi krafist þess að Landsbankinn keypti tryggingar hjá breska tryggingarsjóðnum? Sem hann og gerði!

Af hverju heldur þú að franskir hafi neitað Landsbankanum að selja Icesave þarlendis?

Aðeins hollenskir klikkuðu á þessu. Enda eru þeir einu raunverulegu fórnarlömb útrásarpakks einka-bankans.

Kolbrún Hilmars, 18.4.2012 kl. 20:38

24 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega.  Einkabankinn var með SKYLDUTRYGGINGAR í bæði Bretlandi og Hollandi.  Með starfsleyfi þarlendis frá breskum og hollenskum stjórnvöldum og undir eftirliti þeirra.  ICESAVE-STJÓRNIN þegir hinsvegar um það.  VILJANDI.

Elle_, 18.4.2012 kl. 21:07

25 identicon

Enn og aftur uppljóstrar Ásmundur um sitt einstæða skilningsleysi.

Tryggingarsjóðurinn mátti ekki skv. lögum ESB ekki vera í ríkisábyrgð. Það er enginn tryggingarsjóður í ESB í ríkisábyrgð.

Ef svo væri þá væri t.d. bankar í Þýskalandi mun tryggar en t.d. bankar á Grikklandi eða Spáni.

Ásmundur, þú ert vitstola heimskt fífl.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 07:12

26 identicon

Geðsjúklingurinn kominn á kreik.

Geðsjúkdómur hans kemur meðal annars þannig fram að hann er alltaf að tala um sjálfan sig þó að hann feli sig bak við aðra. Hann er með geðveiki á heilanum vegna þess að innst inni veit hann að hann er alvarlega geðveikur.

Þó að það sé full reynt að hann getur ekki stöðvað skrif mín, sem hann telur greinlega að hafi jákvæð áhrif á fylgi við ESB-aðild, þá heldur hann áfram að reyna í það óendanlega. Hann hefur einfaldlega enga stjórn á sjálfum sér. Geðveikin hefur tekið öll völd.

Geðveikin kemur einnig fram í því að hann heldur að undirmálsmaður eins og hann geti haft einhver áhrif á skoðun lesenda síðunnar. Ef áhrifin eru einhver hljóta þau að vera þveröfug við það sem til er ætlast.

Ég hef áhuga á að vita hvort palli gengur laus eða sé á stofnun. Það er ekki nóg að einangra hann frá raunheimum. Það þarf einnig að einangra hann frá netheimum.

Tek fram að ég held að geðsjúklingar séu flestir indælisfólk. Aðeins í undantekningartilvikum tekur sjúkdómurinn á sig jafnviðurtstyggilega mynd og við höfum orðið  vitni að hjá palla undanfarna mánuði.

Bendi fólki á að það þarf ekki að lesa viðbjóðinn. Flestir sleppa því eflaust alveg.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 08:18

27 identicon

HJÁLP!!  HJÁLP!!!

Heilinn á mér hefur verið yfirtekinn af þráhyggju!!!   Ég náði að brjótast í gegn og skrifa þessi ummæli, en þráhyggju-persónuleikinn mun yfirtaka mig aftur innan skamms!!

HJÁLPIÐ MÉR!!! 

Hringið á geðlækna og hjálpið mér!!

Þetta byrjaði sem áhugi á ESB, en svo breyttist það í þráhyggju, og svo þróaði þráhyggjan með sér eigin persónuleika, sem yfirtók heilann í mér!!

Ég er fangi í eigin heila!!  Hjálpið mér!!

Ónei, þráhyggju-Ásmundur sér að ég náði í gegn í smástund. Hann mun loka á mig bráðum.

Hjálpið mér!!  Hringið á geðdeild Landspítalans, bráðavakt!!! 

Þráhyggju-Ásmundur er brjálaður. Lætur mig dansa um nakinn á hverju kvöldi og atar mig út í hnetusmjöri, og dansar lofdans til ESB.

Ég er andsetinn brjálæðingi!!!

HJÁLP!!!!

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 08:32

28 identicon

Nújá, Ásmundur. Er ég sá geðveiki?

Lítum aðeins á þetta:

Þín rök eru sem sagt að ég sé geðveikur, út af því að ég segi að þú sért geðveikur?

Aldeilis firnasterkur rökstuðningur það!

Það ert þú sem ert búinn að dæla þínum áróðri hérna í marga mánuði, og þú telur að rökræður sé að endurtaka möntrur og fullyrðingar. Þú getur aldrei svarað málefnalega, bara endurtekið sama bullið.

Það eru svvoo margir búnir að fá nóg af þér, en nei, þú heldur virkilega að fólk taki eitthvað mark á þér?

Hvað nákvæmlega fær þig til að halda það?

Og enn og aftur spyr ég þig, Ásmundur:

Hvers vegna heldurðu áfram og áfram og áfram, þegar það er fullljóst að það er ekki að hafa nein áhrif?

Hvers vegna? Til hvers?

Þér er sagt aftur og aftur að hypja þig af næstum öllum hérna inni, en nei, þú heldur áfram og áfram.

Til hvers?

Heldurðu að þú náir þínu fram með þrjósku?

Hvað er málið?

Svaraðu, ef þú hefur vit eða þroska til þess.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 08:46

29 identicon

Ásthildur, það hefur ekkert breyst varðandi ESB-umsóknina. Það þarf að fara í gegnum samningaferlið til að sjá hvað er í boði. Síðan er það íslenska þjóðin sem ákveður hvort við göngum í ESB.

Að tala um lygi og láta sér detta í hug að innlimun sé í gangi og að fljótlega verði ekki aftur snúið, eins og Jón Bjarnason hefur sagt, er paranoja.

Ummæli Össurar um afskipti ESB af dómsmáli ESA gegn Íslendingum eru hárrétt. Þau breyta hins vegar ekki því að stjórnarandstæðingum á þingi á þingi hefur tekist að skapa óróa meðal almennings. Það er því í góðu lagi að mótmæla afskiptum ESB. Það skaðar varla.

Þetta er því afskaplega lítið bitastæð gagnrýni á ríkisstjórnina. Ef þetta eru helstu umkvörtunarefnin hlýtur hún að vera í mjög góðum málum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 08:59

30 identicon

Varla þarf að taka það fram að ég hef ekki skrifað athugasemd #27.

Palli virðist vera að grípa til örþrifaráða til að tryggja að einhver lesi athugasemdir hans.

Geðsjúkur eins og hann er sér hann ekkert að því að nota nöfn annarra.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:10

31 identicon

Nákvæmlega. Þetta er akkúrat dæmi um veruleikafirringu:

"Það þarf að fara í gegnum samningaferlið til að sjá hvað er í boði"

Sjálft ESB segir að þetta sé ekki svo. Breytir það nákvæmlega engu fyrir þig? Hefur það engin áhrif á þínar skoðanir? Nei auðvitað ekki. Þetta samrýmist ekki áróðri Samspillingarinnar, svo það er algjörlega hunsað?

Og ertu svo hissa á að þú sért kallaður veruleikafirrtur??????

Er himininn blár? Er páfinn kaþólskur??

Ummæli Össurar? Hvernig stendur á því að Össur segir þetta bara hið besta mál, eitthvað sem afglapar eins og þú gleypa hrátt, en svo gefur ráðuneytið hans út formlega kvörtun? Ekkert misræmi þar?? Halló???? Er ekkert í gangi í hausnum á þér?

En málið er, Ásmundur, hvort sem þú vilt horfast í augu við það eða ekki, að þetta aðlögunarferli og umsókn í ESB er komið að leiðarlokum. Fólk hefur engan áhuga á þessu lengur, það sér í gegnum lygaáróðurinn sem þú hefur gleypt hráan.

Þú getur kvartað og vælt eins mikið og þú vilt, þú getur kallað eigin þjóð hálfvita og ósiðaða, þú getur kallað alla sem eru ekki sammála þér sjálfum vitleysinga...

...það breytir engu.

Það er innilega ánægjulegt að horfa upp á þetta núna. Ykkar spilaborg er við það að hrynja til grunna. Ekkert væl og enginn lygaáróður mun breyta því.

Vældu eins og þú vilt. Kallaðu alla fávita sem eru ósammála þér. Segðu svo að aðrir séu að grafa eigin gröf og séu geðveikir.

Það sem ég skil ekki er hvernig einstaklingur eins og þú virkilega haldir að einhverjir utan trúarflokksins séu yfirleitt að taka eitthvað mark á þér, þegar lygarnar hafa verið afhjúpaðar trekk í trekk í trekk.

Þú heldur virkilega að einhver taki þig málefnalega lengur??

Það finnst ekki skýrara merki um veruleikafirringu en nákvæmlega það.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:11

32 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESBríkisstjórn Íslands hefur ekki gefið enn til kynna að hún muni reyna að fara fram hjá stjórnarskránni og reyna að koma í veg fyrir Alþingiskosningar eftir tæpt ár, þótt vissulega væri henni trúandi til þess, til að reyna að koma í veg fyrir kosið verði. vegna þess að ekkert getur komið í veg fyrir að kosið verði um ESB aðild í þeim kosningum.Það er búið að´" kíkja í pakka ESB" og þar er ekkert eins og allir máttu vita.Ferlið sem átti að taka 1-2 ár er orðið að þremur vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar og ESB við að íslendingar fái að kjósa um það sem í boði er.En þetta er búið.Kosið verður um þetta í Alþingisskosningunum og þar mun ESB FLOKKURINN VG með ESB dindilinn Steingrím J. í fararbroddi ekki kemba hærurnar.Enga ESB aðild.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.4.2012 kl. 09:26

33 identicon

Örþrifaráð? Ekki alveg, ég er bara að gera grín að þér.

Ég segi að þú sért geðsjúkur út af þessu og hinu, ber fram rök fyrir þinni geðsýki og veruleikafirringu.

Þú vælir eins og smástelpa "Nei, nei, þú ert geðveikur" væl væl væl.

Ef þú ert ekki geðveikur, Ásmundur, þá gætirðu auðveldlega svarað þessum spurningum

Af hverju heldurðu að fólk sé að taka mark á þér, þegar þér er sagt af öllum að þú sért með kjaftæði?

Hvernig fer það saman????

Og í ljósi þess að þér er sífellt sagt að hypja þig með þitt kjaftæði, hvers vegna heldurðu áfram og áfram?

Það er augljóst að þú ert ekki að hafa áhrif á neinar skoðanir hérna. Það er augljóst, er það ekki? Burtséð frá hvort þínar skoðanir eru réttar eða ekki, þá er enginn hérna inni sammála þér.

Hvers vegna heldurðu þá áfram, svo mánuðum skiptir, eins og þú segir sjálfur?

Hvers vegna? Til hvers? Hver er tilgangurinn?

Ef þú getur ekki svarað, þá er rökrétta niðurstaðan að þú sért haldinn þráhyggju á háu stigi.

En svaraðu þá bara ef þetta er vitlaust, og sýndu öllum hvað þú ert heilsteyptur og rökrænn persónuleiki.

Ef þetta er vitlaust hjá mér, þá geturðu bara útskýrt þessa furðulegu hegðun sjálfur.

Gjörðusvovel.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:29

34 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Síðan er spurningin mun Steingrímur skríða undir sæng Samfylkingar eftir kosningar þegar þjóðin hefur hafnað honum og hans VG-ESB liði.Það nýjasta er að varaformaður VG, Katrín Jakobsdóttir vill sameina ESB flokkana.Hún hlýtur að eiga við strax.Að sjálfsögðu er það heiðarlegast gagnvart kjósendum þessara flokka.Best er að þetta ruglu ESB lið umhverfisögfafólks sé í einum flokk það verður auðveldara fyrir kjósendur að átta sig á því hvort þetta fólk sé í raun heilbrigt, því ofurtrú þess á ESB og öfgaumhverfisvend er orðin slík að því er vart sjálfrátt.Og stefna þess hefur ekkert með vinstri pólitík að gera.Fyrsti umhverfisráðherra heimsins var í ríkisstjórn Adolfs Hilers og ekki er vitað til þess að vinstra fólk hafi neitt viljað með hann hafa.Nei við ESB og öfgum þess, og valdagræðgi.

Sigurgeir Jónsson, 19.4.2012 kl. 09:41

35 identicon

Það er hlægilegt að óbreyttir bloggarar skuli vera að rífast við ESA og síðustu Icesave-samninganefndina um hvernig Icesave muni að lokum reiða af. Við skulum bara bíða og sjá.

Samninganefndin samanstóð af valinkunnum samningamönnum undir forystu Lee Buchheit, eins besta samningamanns á þessu sviði í heiminum. Allir voru sammála um að best væri að semja. Árangur samningaumleitananna þótti mjög góður með vaxtalaust tímabil og vexti langt undir markaðsvöxtum.

Valið stóð um samninginn eða taka þá áhættu að þurfa að greiða miklu meira.  Með þetta góðan samning í höndunum taka menn ekki slíkar áhættur. Það var algjörlega galið að eyða miklu fé og tíma í að semja en hafna samningnum þó að vel hafi þótt takast til með hann.

Auk þess var ljóst að óleyst Icesave myndi grafa undan trausti á þjóðarhag. Menn veðja ekki svo léttilega á land sem á hugsanlega yfir höfði sér fleiri hundruð milljarða greiðlsluskyldu. Getur það borgað? Aukið vantraust á þjóðarhag veldur hærri vöxtum á erlendum lánum og lægra gengi krónunnar. Kostnaður fyrir ríkið og þjóðarbúið er því  gífurlegur.

Ásamt Davíð Oddssyni er Ólafur Ragnar Grímsson að mínu mati mesti skaðvaldur íslensku þjóðarinnar.   

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 10:59

36 identicon

Þarf að tyggja ALLT ofan í þig, Ásmundur?

Það er engin ríkisábyrgð á tryggingarsjóðum í ESB, né EES. Engin!

Ríkin eru skuldbundin til að koma sjóðunum upp, en sjóðirnir eru ekki í ríkisábyrgð.

Það er ekki leyfilegt samkvæmt lögum ESB! Ef ekki, þá væru t.d. þýskir bankar mun traustari en bankar í öðrum ESB löndum.

Hvað í anskotanum er það sem þú skilur ekki?

En já, auðvitað. Það hlýtur að vera þrælslundin.

Þú ert ekki kominn af höfðingjum, heldur þrælum. Þú kyssir vöndinn.

Og a.m.k. ég er að bíða eftir svari við spurningum mínum að ofan.

Þögn er tekin sem samþykki fyrir minni skoðun á þinni geðsýki.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 11:10

37 identicon

HJÁLP!!

Ég komst aftur í gegn!!

Þið verðið að hjálpa mér!!

Þráhyggju-Ásmundur er að berja á dyrnar. Hann kyrjar ESB ESB eins og óður.

Hringið á sjúkrabíl og bráðavakt geðdeildar!!  HJÁLP!!

Þráhyggju-Ásmundur hefur verið að skoða margar vefsíður um lýðaaðgerðir. Hann ætlar að fara í aðgerð og verða í útliti eins og Össur Skarphéðinsson!!

HJÁÁÁÁLLP!!

Hann er byrjaður að borða sælgæti alla daga og nætur, og hættur að raka sig.

Ég er andsetinn!!

Hringið líka í prest!!

HJÁLPIÐ MÉR!!

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 11:26

38 identicon

Palli algjörlega orðinn sturlaður aftur eftir að hafa reynt að taka sig á í örfáa daga.

Ætlar Vinstrivaktin ekkert að koma fjársjúkum manninum til hjálpar? Það sem hér fer fram er á ábyrgð hennar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 11:52

39 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvert er traust heimsins á ESB og þeim gömlu nýlenduveldum sem þar stjórna og vilja stjórna heiminum.Ber einhver mikið traust til þeirra.Hfi það eitthvert verið þá fer það minkandi.Fjármálakreppan á ESB-evrusvæðinu er fyrst og fremst ESB sjálfu að kenna.Og sú fjármálakreppa sem skall á Íslandi og stendur enn,var og er fyrst og fremst því regluverki sem ESB samdi sjálf

Sigurgeir Jónsson, 19.4.2012 kl. 12:12

40 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

samdi sjálft um að kenna.

Sigurgeir Jónsson, 19.4.2012 kl. 12:13

41 identicon

Á ég að hringja á vælubílinn fyrir þig? Að heyra í þér. Þú getur ekki einu sinni rifið kjaft eins og Íslendingur. Það eina sem kemur frá þér er væl og org, "Nei þú! Nei þú!" eins og grátandi smástelpa bendandi putta.

"taka sig á í nokkra daga"??  Sumir lifa ekki á örorkubótum heima hjá sér alla daga og japla pillur, eins og þú.

Þú getur auðvitað reynt að svara fyrir þína absúrd furðulegu hegðun á þessari vefsíðu, sem bendir eindregið til að þú sért haldinn geðvillu.

Það ætti ekki að vera flókið fyrir þig að útskýra þetta, ef þú ert heill á geði og getur komið með rökræna skýringu yfirleitt.

Hérna er þetta aftur:

Ef þú ert ekki geðveikur, Ásmundur, þá gætirðu auðveldlega svarað þessum spurningum:

Af hverju heldurðu að fólk sé að taka mark á þér, þegar þér er sagt af öllum að þú sért með kjaftæði?

Hvernig fer það saman????

Og í ljósi þess að þér er sífellt sagt að hypja þig með þitt kjaftæði, hvers vegna heldurðu áfram og áfram?

Það er augljóst að þú ert ekki að hafa áhrif á neinar skoðanir hérna. Það er augljóst, er það ekki? Burtséð frá hvort þínar skoðanir eru réttar eða ekki, þá er enginn hérna inni sammála þér.

Hvers vegna heldurðu þá áfram, svo mánuðum skiptir, eins og þú segir sjálfur?

Hvers vegna? Til hvers? Hver er tilgangurinn?

Ef þú getur ekki svarað, þá er rökrétta niðurstaðan að þú sért haldinn þráhyggju á háu stigi.

En svaraðu þá bara ef þetta er vitlaust, og sýndu öllum hvað þú ert heilsteyptur og rökrænn persónuleiki.

Ef þetta er vitlaust hjá mér, þá geturðu bara útskýrt þessa furðulegu hegðun sjálfur.

Gjörðusvovel.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 12:21

42 identicon

Já og Ásmundur. Ef þú svarar ekki, hunsar þessar spurningar og byrjar með þinn kjaftæðisgraut

...þá er það líka svar (ef þú skyldir ekki hafa áttað þig á því).

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 12:25

43 Smámynd: Elle_

Og lyginnni er enn haldið við langt úti á hafi eins og í no. 29.  Vil bara segja við Ásthildi: Þú sagðir ekkert rangt.

Elle_, 19.4.2012 kl. 12:38

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Elle mín.  Þessi maður er hreint ótrúlegur að mínu mati.  Maður fær hausverk að reyna að ræða við hann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 12:41

45 identicon

ESB-löndin eru lýðræðislegustu lönd heims. Hvergi er jöfnuður meiri og hvergi mannréttindi meira í heiðri höfð. Traust á ESB-löndum er því mikið.

Svo virðist vera að sum evrulöndin hafi talið að evran væri allra meina bót. Þau hafa því látið reka á reiðanum eftir upptöku evru og eru nú í vandræðum.

Vandræðin eru alfarið þeirra eigin sök sem sést best á því að flest ESB- og evru-lönd eru í mjög góðum málum. Sjö ESB-lönd eru þó talin í meiri hættu á greiðsluþroti en Ísland en nítján eru talin í minni hættu, langflest þeirra í miklu minni hættu.

Eins og sjá má af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var hrunið af völdum innlendra aðila. Stjórnmálamenn jafnt sem eftirlitsaðilar sváfu á verðinum enda var það stefna Sjálfstæðisflokksins að gefa bönkunum frítt spil og hafa eftirlit með þeim sem allra minnst. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 12:55

46 identicon

Elle og Ásthildur, hvaða lygi eruð þið að tala um af minni hálfu? Eða er þetta bara enn eitt pínlega rökþrotið þar sem engri lygi er til að dreifa?

Annars grunar mig að þið skiljið ekki orðið lygi. Lygi er aðeins notað þegar vísvitandi er farið rangt með staðreyndir. Lygi á ekki við um skoðanaágreining.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:04

47 Smámynd: Elle_

Hvar ver eftirlit bresku og hollensku stjórnvaldanna sem gáfu leyfi fyrir ICESAVE starfseminni þar og skylduðu líka bankann til að tryggja sig þar?  Ísl. stjórnvöld gátu ekki stoppað bankann vegna EES samningsins.  Var kannski fall allra banka heimsins ísl. eftirlitsmönnum og stjórnvöldum að kenna?? 

Elle_, 19.4.2012 kl. 13:08

48 identicon

Hahahahaaa!!!!  Nákvæmlega Ásmundur!!

Takk fyrir að svara svona skýrt og greinilega spurningunum mínum.

Enn einn fullyrðinga upphrópana flaumurinn segir allt sem segja þarf um þín svör, eða skort á þeim.

Þú ert í löðrandi veruleikafirringu, um umheiminn og sjálfan þig.

Takk fyrir að undirstrika fyrir öllum allt það sem ég hef verið að segja um þig, geðsjúki páfagaukurinn þinn.

Þú ert svo snarbilaður að maður efast um hvort Kleppur myndi yfirleitt taka við þér. Of ruglaður fyrir geðsjúkrahús!!

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:09

49 identicon

Myndi Vinstrivaktin hlusta á atkvæðagreiðslur lesenda, um að banna Ásmund?

Þá þyrftum við ekki að hlusta á áróðurinn í honum, og ég þyrfti ekki að vera sparka í hann.

Eitt akvæði frá mér.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:20

50 identicon

..en kanski best að halda honum inni, og sýna fram á geðbilunina sem ESBsinnar geta náð?

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:21

51 identicon

Elle, Icesave er bara mjög lítill hluti bankahrunsins, nánast enginn. 

Auk þess fékk Landsbankinn einn banka leyfi til að vera með útibú erlendis enda stjórnendur hans í náðinni hjá Davíð Oddssyni.

Kaupþing og Glitni var bannað að vera með útibú. Það hefði verið hægt að banna Landsbankanum það einnig. 

Kaupþing og Glitnir voru með dótturfélög sem Íslendingar báru enga ábyrgð á.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:41

52 identicon

"...sem Íslendingar báru enga ábyrgð á."

Hversu þroskaheftur og bara fokking stúpid ertu eiginlega?

Þetta voru einkabankar.

Sem þýðir að þeir eru ekki ríkisbankar.

Sem þýðir að þeir eru ekki í ríkisábyrgð.

Váá, hvað þarf eiginlega að tyggja oft ofan í þig einföldustu staðreyndir?

Íslendingar sem þjóð bera enga ábyrgð á neinu einkafyrirtæki, sbr. EINKAfyrirtæki.

En annars, til hvers að reyna að ræða við þenna apakött?

Algjörlega tilgangslaust. Maðurinn er vitstola og sturlaður.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:48

53 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,   það gáfulegasta sem hefur verið sagt um lygina er:  Lygarinn verður að hafa gott minni.   

Reyndir menn láta ekki hanka sig á lyginni.  Þeir skauta framhjá henni. 

Eins og þú gerir í innleggi #45:

 “ESB-löndin eru lýðræðislegustu lönd heims. Hvergi er jöfnuður meiri og hvergi mannréttindi meira í heiðri höfð. Traust á ESB-löndum er því mikið.”

ESB-stjórnsýsluapparatið er nefnilega ekki það sama og ESB-löndin.  Svo vill bara til að við erum hér að ræða hið fyrrnefnda.

Kolbrún Hilmars, 19.4.2012 kl. 13:56

54 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er talað um að Holland sé að bætast í þau lönd ESB sem eru í vandræðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 14:13

55 Smámynd: Elle_

Ekki-ríkisábyrgð þýðir EKKI-RÍKISÁBYRGÐ þó´Ásmundur´ fari langt út í haf við að villa fólki sýn.  Og svo ég noti orð hans sjálfs - bull og vitleysa.  Hann mun að lokum ekki einu sinni komast í björgunarbát í land.

Elle_, 19.4.2012 kl. 14:27

56 identicon

Kolbrún, hvers konar aðdróttanir eru þetta eiginlega?

Í fyrsta lagi er ég ekki lygari enda hefur enginn getað bent á neinar lygar af minni hálfu. Í öðru lagi er ég annálaður fyrir mjög gott minni. Í þriðja lagi er ekkert samhengi í þessari samsuðu þinni.

Hefurðu kynnt þér "stjórnsýsluapparat" ESB? Það hef ég gert. Það er mjög lýðræðislegt með mikla valddreifingu. Það er miklu lýðræðislegra en íslenskt stjórnkerfi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 14:43

57 identicon

Elle, ég hef hvergi minnst á að það sé ríkisábyrgð á Icesave enda finnst mér fráleitt að vera að ræða það nú þegar málið er fyrir dómsstólum. Það eru önnur atriði sem ég hef meiri áhyggjur af vegna Icesave eins og kemur fram í fyrri athugasemdum mínum hér við þessa færslu.

Ég er auk þess sannfærður um að fjárhagstjónið sem höfnun Icesave hefur haft og mun hafa í för með sér vegna lækkunar á lánhæfismati, vegna hærri vaxta og lægra gengis krónunnar, auk óvissurnar um skuldabyrði, sé miklu meira en það sem við hefðum þurft að greiða skv samningnum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 14:55

58 Smámynd: Elle_

Jú, þú gerðir það nefnilega í kannski óbeinum orðum í no. 51 að ofan og ættir að lesa aftur það sem þú skrifaðir.  Líka með endalausum og ógeðslegum stuðningi þínum við kúgunina.   Það er RÍKISÁBYRGÐ sem bresk og hollensk stjórnvöld, Brussel, ESA, ísl. ICESAVE-STJÓRNIN hafa heimtað.   

Elle_, 19.4.2012 kl. 15:18

59 Smámynd: Elle_

Þú styður ríkisábyrgð og kemur svo og segist ekki segja að það sé ríkisábyrgð?????

Elle_, 19.4.2012 kl. 15:20

60 identicon

Elle þú ert ótrúleg. Þú ert stöðugt að ásaka aðra um lygar, algjörlega að tilefnislausu, en ert svo sjálf eflaust mesti lygarinn.

Íslendingar báru ábyrgð á Icesave á þann hátt að íslenski tryggingarsjóðurinn bar ábyrgð á innistæðum. Ríkisábyrgð er allt annar hlutur.

Dótturfélög Kaupþings og Glitnis voru hins vegar erlend fyrirtæki með innistæður sem voru tryggðar af erlendum tryggingarsjóðum. Þeir hafa greitt allar innistæður.

Þvílík forherðing!

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 15:34

61 Smámynd: Elle_

Nei, ég hef engu logið og ekki sakað neinn um lygar nema hann hafi logið.  Þú ert, eins og Össur, forhertur og lyginn.  Hví farið þið ekki úr landi?  Þið eruð jafn-forhertir og þið eruð andstæðingar ísl. ríkisins.  LYGALAUPAR.

Elle_, 19.4.2012 kl. 15:57

62 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,  ef þú hefðir lesið innleggið mitt #53 vandlegar þá tók ég einmitt sérstaklega fram að ég héldi að þú værir EKKI lygari.  Hagræddir bara staðreyndum stundum - en það er allt annað mál...

Óska þér síðan  til hamingju með hið annálaða góða minni (sem ekki er notað í þágu lyginnar)  og einnig gleðilegs sumars.   :)

Kolbrún Hilmars, 19.4.2012 kl. 19:30

63 identicon

Kolbrún, hagræðing á sannleikanum er lygi.

Skoðanaágreiningur hefur hins vegar ekkert með sannleika né lygi að gera þó að sumar skoðanir geti verið rétthærri en aðrar.

Gleðilegt sumar. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 08:41

64 identicon

Ásmundur segir:

"Íslendingar báru ábyrgð á Icesave á þann hátt að íslenski tryggingarsjóðurinn bar ábyrgð á innistæðum. Ríkisábyrgð er allt annar hlutur"

Íslendingar báru enga ábyrgð, hvorki á Icesave né tryggingarsjóðnum. Að segja að Íslendingar beri ábyrgð á einhverju er að segja að það sé ríkisábyrgð!! jesús fokking kristur hvað þú ert tregur!!

Nú er búið að tyggja þetta ofan í þig nokkrum sinnum, Ásmundur. Hvað er málið?

Ertu alveg viss um að þú hafir vit og greind til að tala um þessi mál?

Eða reyndu þá að útskýra hvernig Íslendingar bera einhverja ábyrgð þegar það er engin ríkisábyrgð!!

palli (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 09:19

65 Smámynd: Elle_

Nei, við bárum nefnilega enga ábyrgð á ICESAVE eða TIF.  Í 51 sagði hann: - - - sem Íslendingar báru enga ábyrgð á - - -  eins og þeir hafi borið ábyrgð á eu öðru.  Í 60 sagði hann: - - - Íslendingar báru ábyrgð á Icesave á þann hátt að íslenski tryggingarsjóðurinn bar ábyrgð á innistæðum. Ríkisábyrgð er allt annar hlutur. - - -  Ríkisábyrgð er ekki allt annar hlutur og það var engin lygi í 58 og 59.  Hann vill RÍKISÁBYRGÐ fyrir ICESAVE.  Hann hefur oft talað fyrir RÍKISÁBYRGÐ.  Við höfum það á prenti.  Það var RÍKISÁBYRGÐ sem bresk og hollensk og íslensk stjórnvöld vildu og nú Brusselbáknið og ESA.  ICESAVE1 + 2 + 3 voru um RÍKISÁBYRGÐ.  Ætli þetta sé ekki orðið nógu skýrt??

Elle_, 20.4.2012 kl. 11:00

66 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er líklegt að dómurinn um icesave falli okkur í hag, en um leið vill ESB breyta lögunum. Auðvitað vill ESB vera með í réttarhöldum um hvort allar innistæður í evrópu séu á ábyrgð einkabanka og engin ríkisábyrgð.

Ég á von á því að Ísland sleppi vel úr þessum málaferlum enda vantar lög um þetta atriði i lög ESB, en nú skilst mér að innistæðutryggingin hafi veruð hækkuð! Það er eftir icesave.

Icesave er úr okkar höndum núna og aðilar verða að lúta dómi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2012 kl. 12:35

67 Smámynd: Elle_

Dómur EFTA-dómstólsins í málinu yrði ekki aðfararhæfur á Íslandi.  Það er þessvegna sem Bretar og Hollendingar vildu ekki höfða mál sjálfir og kusu að hóta okkur og ógna og heimta ríkisábyrgð, eins og Brussel núna.

Elle_, 20.4.2012 kl. 14:37

68 Smámynd: Elle_

Og þeir vissu líka að þeir hefðu ekkert alvöru mál þó Brussel sé komið pólitískt inn í það núna.  Þeir gátu höfðað alvöru mál á Íslandi en vildu það ekki.

Elle_, 20.4.2012 kl. 15:00

69 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er rétt hjá þér Anna, að Ísland verður ekki dæmt fyrir að svíkjast undan ríkisábyrgð. Eins og Elle bendir á vita bretar og hollendingar það líka.

En ég held að ESB og dómstóllinn séu að finna leiðir til þess að hanka íslendinga á einhverju sem þeir kalla "mismunun".

"Apartheid" er góð dula til þess að veifa þegar lögin duga ekki.

Kolbrún Hilmars, 20.4.2012 kl. 16:45

70 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já, enda er það mismunun að tryggja innistæður í botn á íslandi en ekki annarsstaðar!

Málið er bara að það er munnlegt og hefur aldrei verið staðfest á pappír, svo dómurinn stenst ekki ef það á að byggja á mismunun. 

Ef það stenst þá eru innanríkismál ESB úr sögunni.

Nei, við vinnum málið og ESB herðir reglur og lög.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2012 kl. 20:11

71 Smámynd: Elle_

Nei, það var engin mismunun í gangi.  Sjálfstætt ríki hefur fullt leyfi til að verja sig sjálft í neyð.   Við þurfum ekki leyfi frá Brussel sem hefur enga lögsögu í okkar fullvalda ríki.

Elle_, 20.4.2012 kl. 22:40

72 Smámynd: Elle_

Hvort þeir herða lög eða ekki kemur okkur ekki við.

Elle_, 20.4.2012 kl. 22:50

73 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Elle E

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2012 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband