Mikið atvinnuleysi er fylgifiskur og eitt megineinkenni ESB

Atvinnuleysi mældist tæp 11% á evrusvæðinu í febrúar og hefur aldrei verið meira. Til samanburðar mældist 7,3% atvinnuleysi hér á landi á sama tíma. Það er mest á Spáni eða 23,6%, þar af 50% meðal ungs fólks sem sannarlega er hrollvekjandi staðreynd. Í Grikklandi er atvinnuleysið 21%.

 

Upplýsingar þessar koma frá Eurostat, hagstofu ESB. Á Ítalíu mældist atvinnuleysið 9,3%. Þar voru rétt rúm 30% ungs fólks án atvinnu í febrúar. Minnst atvinnuleysi í mánuðinum mældist 4,2% í Austurríki, 4,9% í Hollandi og 5,7% í Þýskalandi.

 

AP-fréttastofan bendir á að þetta jafngildi því að 1,5 milljónir manna innan evruríkjanna hafi bæst við á atvinnuleysisskrá og þýði að 17,1 milljón manna mæli göturnar. Atvinnuleysi hefur aukist jafnt og þétt á evrusvæðinu síðastliðna átta mánuði og þykja tölurnar vísbending um að vaxandi kreppa vofi yfir evrusvæðinu á nýjan leik.

 

Meðaltal atvinnuleysis í 27 ríkjum ESB reyndist vera í febrúar 10,2% en var 9,5% fyrir einu ári síðan. Eurostat áætlar að 24 milljónir manna séu án atvinnu í ESB, þar af rúmar 17 milljónir á evrusvæðinu, eins og áður segir. Í Eystrasaltsríkjunum Lettlandi og Litháen eru hlutfallstölurnar í kringum 14,5%. Atvinnuleysi á Bandaríkjunum var á sama tíma 8,3% og 4,7% í Japan.

 

Mikið atvinnuleysi hefur lengi verið fylgifiskur ESB-aðildar og er raunar eitt helsta einkenni ESB frá efnahagslegu sjónarmiði. Margir telja að mikil árátta til miðstýringar og samþjöppunar valds án lýðræðislegs eftirlits af hálfu kjósenda eigi þar mesta sök. Skýrt dæmi um þetta er misheppnuð stjórnun fiskveiða sem leitt hefur til þess að flestir fiskistofnar í „Evrópuhafinu“, sameiginlegri lögsögu ESB-ríkja, eru ofveiddir og sumir taldir í útrýmingarhættu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta aukna atvinnuleysi innan evrulanda skapast af kreppunni, er vegna þess samdráttar sem hún hefur leitt af sér. Eftir er að koma mikil aukning vegna þeirra aðgerða sem boðaðar hafa verið til að halda lífi í evrunni. Aðhaldsaðgerðir sem munu þeyta atvinnuleysi evrulanda upp í áður óþekktar stærðir!

Atvinnuleysi hér á landi, 7,3%, þykir okkur með öllu óásættanlegt. En þegar horft er til sögunnar hefur meðaltalsatvinnuleysi innan evrulanda aldrei komist niður í þá tölu, frá því evra var tekin upp.

Nú eru einungis fjögur lönd innan ESB sem hafa minna atvinnuleysi Ísland.

Gunnar Heiðarsson, 8.4.2012 kl. 14:12

2 identicon

Í þeim löndum ESB sem við höfum helst borið okkur saman við er atvinnuleysið minna en eða svipað og á Íslandi. Það er því engin ástæða til að óttast aukið atvinnuleysi með inngöngu Íslands í ESB.

Þvert á móti enda er miklu meiri fengur í ESB-aðild fyrir Íslendinga en aðrar þjóðir. Stöðugleikinn sem fylgir evru eykur samheppnishæfni landsins. Við það verða til mörg ný störf.

Niðurfelling tolla á fullunnum fiskafurðum mun skapa mörg störf um land allt. Erlendar fjárfestingar munu aukast með ESB-aðild og evru. Við það verða til ótalmörg ný störf.

Sú efling efnahagslífsins sem fylgir ESB-aðild og evru er auðvitað atvinnuskapandi en ekki atvinnuletjandi.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 14:34

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þið hafið sagt þetta áður. Það var áður en Ísland gekk í EES á sínum tíma. Talið um fiskinn er einnig endurnýtt efni frá baráttunni gegn EES samningum árið 1989 - 1994.

Hérna er upprifjun.

""Þeir [forkólfar stéttarfélaganna] virðast loka augunum fyrir því að við erum að gerast aðilar að efnahagssvæði þar sem fast atvinnuleysi er um 10%.  Með svipuðu lögmáli og vatnið rennur undan brekkunni hlýtur atvinnuleysi hér að aukast til stórra muna."
(Páll Pétursson, umræður á alþingi 25.08.92)"

Síðan þetta hérna.

""Íslendingar ættu að hugleiða herskyldumöguleikann verði EB-aðdáendunum að vilja sínum."
[...]
"Íslenski utanríkisráðherrann staðhæfir að ekki sé um fullveldisafsal að ræða með samningi um EES.  HVer tekur mark á þeirri yfirlýsingu?"
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 10.08.91 bls. 36)"

Restina af þessum dómsdagsspám um EES samninginn er hægt að skoða hérna.

Ekkert af þessu hefur ræst eins og búast mátti við.

Jón Frímann Jónsson, 8.4.2012 kl. 15:47

4 identicon

Verðhækkanir á Íslandi í samaburði við hækkanir í ESB-löndum eftir hrun 

Tímabilið 2008 – 2012

Dæmi:

- Heildar hækkun á vöru og þjónustu á Íslandi er 34,9% en 5,8% á Evrusvæðinu.

- Matarkarfan hækkaði á Íslandi um 32% en 5,2% á Evrusvæðinu.

- Áfengi og tóbak hækkaði á Íslandi um 55,9% en 14,9% á Evrusvæðinu.

- Föt og skór hafa hækkað á Íslandi um 31,4% en lækkaði um 7,9% á Evrusvæðinu."

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 15:50

5 identicon

Enn heldur Ásmundur Friðriksson ein helsta málpípa ESB trúboðsins á Íslandi hér á síðunni áfram gengdarlausum ESB áróðri sínum og blekkingum.

Hvað ætli hann fái nú borgað frá ESB fyrir þessa iðju sína og nú á sérstöku stórhátíðarálagi væntanlega !

Ná virkilega ströng vinnuverndarlög ESB ekki yfir svona vinnubrjálæði á háheilögum dögum ?

Auðvitað hækkaði verðlag á Íslandi samfara því að íslenski gjaldmiðillinn krónan féll og gaf eftir í október 2008, gjaldmiðill sem hafði reyndar verið allt of hátt skráður um nokkura ára bil, féll og gaf eftir til þess að rétta af kúrsinn. Það var algerlega nauðsynlegt fyrir íslenskan hag- og efnahagsbúskap og hefur orðið til þess að skapa hér svigrúm til framfara og sóknar á nýjan leik.

Efnahagurinn og hagvöxturinn á Íslandi hefur reyndar síðan þá hefur verið að ná sér miklu mun betur á strik heldur en flest ESB og EVRU löndin sem líka lentu í kreppu og samdrætti.

Hér tekur Ásmundur auðvitað ekki tillit til talna sem passa illa við hans daglega ESB sinnaða trúarboðskap.

Svo sem miklu meira og víðtæakara atvinnuleysi á ESB/EVRU svæðinu, mun minni launahækkunum og reyndar hreinum launalækkunum á stórum hluta EVRU svæðisins.

Svona samanburður er því gersamlega út í hött og settur fram einungis til þess að fegra falska mynd ESB/EVRU svæðisins og gera mynd Íslands dekkri en hún í raun og sann er.

En á öllum tímum í heimssögunni hafa einmitt svona óforskammaðir blekkingar- og áróðurspésar einmitt unnið vinnuna sína, hvar sem er í veröldinni !

Tilgangurinn einn helgar meðalið !

Farðu nú að borða páskaeggið þitt Ásmundur og skoða íslenska málsháttinn þinn !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 17:40

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Taka allt með, Ásmundur, þegar þú vitnar í vísitölur.

Launavísitalan var 330,9 janúar 2008, 418.2 desember 2011.

Hækkun 87,3 eða 20,88%. Sem er meðaltal - og kauplækkanir í fjármálastofnunum hafa áreiðanlega áhrif.

Því þegar ég skoða mín eigin laun, sem miðast við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði (án neinna sérhækkana) þá hækkuðu þau um 27.8% frá janúar´08 til desember´11.

Það eru aðallega tóbaks- og brennivínshækkanir SJS sem skekkja myndina...

Kolbrún Hilmars, 8.4.2012 kl. 19:04

7 identicon

Kolbrún, þessar tölur sýndu aðeins verðbólguna sem er alltaf slæm. Eins og alla tíð er hún margfalt meiri hér en á evrusvæðinu.

Þú tekur alls ekki allt með. Launhækkanir hér á landi eru aðeins einn liður af mörgum.

Það vantar alveg hjá þér verðbólguna í ESB-löndum og launahækkanir þar. Hver sem niðurstaðan er er greinilegt að það hallar verulega á Ísland. 

Ásmindur Harðarson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 21:07

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þú tókst semsagt eftir því að ég sleppti því (viljandi) að biðja þig um að birta sambærilegar tölur frá ESB? 

Þú hlýtur að hafa þær á takteinum eins og hinar, er það ekki?

Kolbrún Hilmars, 8.4.2012 kl. 23:06

9 identicon

Nei, Kolbrún, hvers vegna ætti ég að hafa þær á takteinum? Ég sem var bara að birta verðhækkanir.

Mér sýnist þó af grafi að dæma að verðbólgan hafi verið um 2% að meðaltali á ári í ESB-löndum þetta tímabil. Það sýnir að verðhækkanir hafi verið minni en verðbólgan á öllu nema áfengi og tóbaki.

Þá er ekki tekið tillit til áhrifa launabreytinga í ESB-löndum sem ég hef engar tölur um.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 07:54

10 identicon

"Evrópa er í efnahagslægð og samt er verið að ganga á kjör fólksins af fullri hörku. Það getur ekki endað vel, en kannski er tilgangurinn líka að halda verðbólgunni í skefjum. Bankamenn vita að bein peningaprentun (framleiðsla á auknu peningamagni á meðan framboð vöru og þjónustu eykst ekki) orsakar alltaf verðbólgu og mikil bein peningaprentun óðaverðbólgu. Sem sagt, elítan prentar peninga handa bönkunum, en heldur verðbólguáhrifunum í skefjum með því að ganga á kaupmátt fólksins.

Fyrir ríki í S-Evrópu þýðir allt þetta óstöðvandi hrun og sviðna jörð."

http://vald.org/greinar/120203/

Jóhann Björn veit margmargfalt meira en þú nokkur tíman, Ásmundur. Það er kanski þitt mesta vandamál. Þú veist ekki neitt. Þú veist ekki einu sinni að þú veist ekki neitt.

palli (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 08:52

11 identicon

Gunnlaugur þreytist ekki við að reyna að telja okkur trú um að allt sé svo miklu betra á Íslandi en í ESB-löndum.

Hvað segir hann þá um þá staðreynd að landsframleiðsla á mann hefur aukist um 39-52%, 2004-2011, á þeim norðurlöndum sem eru í ESB en minnkað á Íslandi um 4%?

http://silfuregils.eyjan.is/?1333972058

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 12:57

12 identicon

Hahaha... það er svo fyndið þegar Ásmundur reynir að líta vel út, svona eins og hann viti eitthvað.

Hann hefði kanski átt að lesa aðeins lengra niður og sjá ummælin

"Sé samanburður landsframleiðslu hér á landi gerður í krónum, þá jókst hún úr 930 ma.kr. árið 2004 eða 3,2 m.kr. á mann í 1.630 ma.kr. árið 2011 eða 5,1 m.kr. á mann. Þetta er hækkun um 59,4%. Andri hefði getað gert myndina ennþá verri með því að nota japönsk jen, því þá hefði samdrátturinn hér á landi mælst í tugum prósenta. Með því að nota heimsmarkaðsverð á gulli, þá mælist samdrátturinn ennþá meiri.

Eina sem þessi tafla sýnir er afleiðing óhagstæðar gengisþróunar vegna fjárhættuspils bankamanna í undanfara hrunsins á allan alþjóðlegan samanburð."

Ómarktækur fábjáni, eins og alltaf. Þetta er einmitt málið. Rugludallar eins og Ásmundur grípa hvert tækifæri til að ýta undir sínar öfgar. Þetta er ekki rökrænn áróður, þetta er geðveila. Þráhyggja, og veruleikafirring fylgir með.

Áróður til að fá aðra til að koma með í þráhyggjuna, að taka þátt í þeirra veruleikafirringu.

...og svo má ekki kalla þetta lið geðbilaða. 

Hahahaa...

Fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 13:38

13 identicon

Af óskiljnalegum ástæðum telur Vinstrivaktin að ÓRG verði að vera áfram forseti þangað til ESB-atkvæðagreiðslan hefur runnið sitt skeið. Nú þegar ljóst er að það er mjög óljóst að ÓRG haldi velli er ófrægingarherferð gegn Þóru byrjuð af fullum krafti.

Og hverjum er beitt fyrir hestinn nema einum mesta ritsóða netheima, hinum nojaða öfugugga Páli Vilhjálmssyni? En blekkingaráróðurinn fellur í grýttan jarðveg. Menn einfaldlega vita betur. Eflaust vinnur Þóra fullt af atkvæðum á örvæntingafullu upphlaupi palla.

Ef einhver skyldi miskilja orðið öfuguggi þá hefur það ekkert með samkynhneigð að gera. Skv orðabók Menningarsjóðs þýðir það, maður sérlegur í orðum og athöfnum, sérvitringur,  þverhaus.

Er þetta ekki góð lýsing á palla?  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 14:32

14 identicon

Vá hvað einn er að reyna að breyta skyndilega um umræðuefni.

Hahaha...  Æ Ásmundur, þú er bara svvoo misheppnaður. Ertu með kúk í hausnum eða eitthvað? Hvað er eiginlega málið? Hvað misfórst í þínu lífi?

Já og Þóra á ekki séns í Ólaf forseta, sama hvað vælið og orgið verður mikið í þér og þínum.

Mér finnst það alltaf jafn fyndið en hallærislegt þegar Samspillingar ESBsinnar væla eins og stungnir grísir hvað Ólafur var hallur undir útrásarpakkið (eins og það sé ekki hlutverk forsetans að styðja allt sem íslenskt er), en á sama tíma var Samspillingin í hrunstjórninni og gerði ekki skít í neinu. Talaði um ímyndarvanda, fór í auglýsingarherferð, og svo var Ingibjörg Sólrún (Ó hvað var gott að losna við hana, by the way) algjörlega að eipa með að komast inn í öryggisráð SÞ. Shit, talandi um veruleikabrenglun. Það er fátt sem toppar þá kellingu, nema kanski nýja kellingin. Jóhanna brosir ekki því hún getur það ekki. Það springa á henni varirnar. Hlýtur að vera.

En Ásmundur, haltu áfram að segja eitthvað sem þér finnst sniðugt. Alltaf þegar maður heldur að þú hafir náð botninum þá kemurðu með nýtt tromp.

palli (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 14:50

15 identicon

Já og eitt enn...   Ásmundur segir "Af óskiljnalegum ástæðum telur Vinstrivaktin að ÓRG verði að vera áfram forseti þangað til ESB-atkvæðagreiðslan hefur runnið sitt skeið.."

...en hefur Vinstrivaktin minnst einu orði á Ólaf? Ekki svo ég muni eftir.

Er það ekki bara þú sjálfur sem ert algjörlega óskiljanlegur, Ásmundur?

palli (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 15:05

16 identicon

Þóra Arnórsdóttir mun vinna forsetakosningarnar með yfirburðum.

Trúlega fær hún meirihluta atkvæða. Stemningin fyrir henni er mikil í öllum stjórnmálaflokkum.

Það var afar langsótt að bendla Sanfylkinguna við framboð Þóru. Helsti stuðningsmaður hennar er Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Annar stuðningsmaður er Friðjón Friðjónsson fyrrum aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar. 

Ég er þó auðvitað ekki að bendla Sjálfstæðisflokkinn við framboðið heldur aðeins að sýna að stuðningsmenn Þóru koma úr öllum flokkum.

Ég sé ekki að neitt geti stöðvað sigurgöngu Þóru sem er einkar ánægjuleg. Mér sýnist þetta geta verið fyrsta skref í að þjóðin nái áttum en mér hefur fundist hún vera að ganga af göflunum upp á síðkastið. Það eru fleiri geðveikir en palli þó að hann sé þeirra langverstur.

Ég set þó framboð Þóru ekki í samband við ESB-aðildina. Nema að því leyti, eins og hún hefur sjálf bent á, þá mun hún efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-samninginn ef svo ólíklega vill til að Alþingi hafni aðild eftir að þjóðin hefur samþykkt hana.  

Ófrægingarherferðin mun þó halda áfram fram að kosningum en uppskeran verður aðeins eigin skömm og niðurlæging.

Ragnar Arnalds var einn þeirra sem fór á Bessastaði með bænaskjal til að biðja ÓRG um að gefa áfram kost á sér. Það var helst á ÓRG að skilja að hann væri talinn ómissandi sem forseti þangað til ESB málið væri úr sögunni. Þess vegna varð hann við beiðninni.

Hann hefði betur sagt nei í stað þess að enda sinn feril í niðurlægjandi ósigri. Hefð er fyrir því að bjóða sig ekki fram gegn sitjandi forseta. Vinstrivaktin treysti á að það yrði ekki gert.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 23:50

17 Smámynd: Elle_

En hvað mun sigurvegarinn þinn gera HAFNI þjóðin yfirtökunni?  Megi núverandi forseti vinna með miklum yfirburðum.  Og ef ekki, Jón Lárusson, en ekki ógagnrýninn fréttamaður.

Elle_, 10.4.2012 kl. 00:04

18 Smámynd: Elle_

Núverandi forseti ER ómissandi sem forseti meðan flokkur landsölu er enn við völd.  Hafi hann haldið sig vera það, eins og þú heldur þó þú vitir það ekki, var það ekki rangt af honum.  Skringilegt að fullyrða að fréttaþula RUV verði sigurvegari en enginn hinna.  Mætti halda að þú hafir ´íhlutunar-ítök´ eða teljir þig hafa þau.  Og svo kom aldrei neinsstaðar fram að VINSTRIVAKTIN kæmi neitt að málinu þó þú fullyrðir í lokasetningunni hvað þau voru að hugsa.

Elle_, 10.4.2012 kl. 00:50

19 identicon

Jájá, enn er orðum lagt í mun Vinstrivaktarinnar.

Mér sýnist nú að Þóra hafi rammpólitíska fortíð, tengd Alþýðuflokknum og stofnun Samspillingarinnar.

Líka fyndið að Samspillingar halda ekki vatni á netheimum yfir framboði Þóru, en sverja hana  svo af sér í næstu setningu.

En eitt atriði: Ef Þóra myndi verða valin forseti, byrjar hún þá ekki sitt kjörtímabil á fæðingarorlofi?

Og hver tekur þá við forsetavaldinu? Jú, auðvitað Jóhanna Sigurðardóttir!

Svo segir Ásmundur um Þóru "...þá mun hún efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-samninginn ef svo ólíklega vill til að Alþingi hafni aðild eftir að þjóðin hefur samþykkt hana.

Hahaha..  þú ert svo veruleikafirrtur að það nær engri átt. Lifir í þinni eigin draumaveröld sem er ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.

En burtséð frá því þá hefur Ólafur forseti sýnt og sannað að hann stendur með þjóðinni og er hvergi hræddur við fjórflokkinn. Akkúrat það sem við þurfum á komandi tímum.

palli (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 07:13

20 identicon

Elle, þjóðrembingur er það síðasta sem við þurfum á að halda. Þjóðin þarf að ná áttum og vinna sig út úr þeim drullupolli sem hún er í. Gífurlegur áhugi á Þóru sem forseta er vísbending um að það sé að gerast.  

Wllem Buiter sagði í Hörpu eitthvað á þá leið að Íslendingar sem þjóð hefðu verið haldnir geðveiki í um fimmtán ár fyrir hrun. Ég hef bætt við að þessi geðveiki hafi haldið áfram eftir hrun þó að ríkistjórnin hafi sem betur fer verið á réttri leið í mjög erfiðri stöðu.

Kosning Þóru sem forseta Íslands mun boða betri tíma. Henni er hægt að treysta til að fara vel með vald sitt. Hún verður ekki fyrst og fremst forseti háværs minnihluta. Hún verður forseti allrar þjóðarinnar.   

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 09:09

21 identicon

"Ég hef bætt við að þessi geðveiki hafi haldið áfram ..."

Þú ert nú alveg gangandi sönnun á þessu.

Enn vellur kjaftæðisgrauturinn út úr þér. Möntrur og fullyrðingar.

Þú ert bara svo sorglegur náungi, Ásmundur. Áttu þér ekkert líf??

Og kallarðu Ólaf forseta háværs minnihluta?? Já, svona eins og í Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunum, þegar þessu landráðamáli Samspillingarinnar var troðið aftur í kok.

Þú ert ómarktækur fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 09:32

22 identicon

Meira að segja Egil Helgason viðurkennir tengsl Þóru við Samspillinguna.

Ekki að ég sé annars neitt hrifinn af þeim manni.

http://silfuregils.eyjan.is/2012/04/10/forsetakosningarnar-og-samfylkingin/#comments

palli (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 10:44

23 identicon

Þó að ég lesi aldrei sjúklega óra palla þá var síðasta athugasemd hans svo stutt að upphafið fór ekki framhjá mér: Egill viðurkenndi tengsl Þóru við Samfylkinguna.

Svo að Egill er sá sem veit allt um málið og þarf bara að viðurkenna það. Spámiðillinn eini og sanni. Þegar örvæntingin sækir að er gott að geta treyst á spámiðla sem spretta upp eins og gorkúlur þegar á þarf að halda.

Ásmundur Harðason (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 17:20

24 identicon

Framboð Þóru er sjálfsprottið, óháð öllum stjórnmálaflokkum.
Það á upptök sín í umræðum á netinu þar sem velt var upp mörgum nöfnum sem hugsanlegum næsta forseta. Upp úr þessu varð til hópur um betri valkost á Bessastöðum.
Skoðanakönnun var gerð á milli þeirra sem helst voru nefndir og fékk Þóra flest atkvæði.  Nú stóð aðeins upp á Þóru að gefa kost á sér.
Rök Páls Vilhjálmssonar eru heimskuleg. Menn notast ekki við kosningamaskínu stjórnmálaflokka til að safna undirskriftum í stórmörkuðum.
Og auðvitað er ekkert mál að safna yfir 1500 undirskriftum á nokkrum klukkustundum. Það eru aðeins þrjátíu undirskriftir á mann ef fimmtíu manns hafa tekið þátt. Þeir gætu hafa verið miklu fleiri.
Páll hefur margsýnt að hann er ómarktækur rugludallur með ótrúlegustu samsæriskenningar um allt sem honum er ekki að skapi. Ekki merkilegur pappír. 
Ekki eru rök Egils skárri. Hann þykist vita að fólk í Samfylkingunni hafi verið leita að nýjum valkosti á Bessastöðum en lætur sem hann viti ekki að það hafa menn í öllum flokkum og utan flokka einnig verið að gera.
Þóra er hvorki í Samfylkingunni né öðrum stjórnmálaflokki.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 18:43

25 identicon

hahaha...   sjálfur linkar á blogg Egils, m.a.s. við þessa bloggfærslu, en svo ef það er á móti þínum áróðri þá er Egill orðinn að bjána.

Hefurðu hugleitt hvort þú sért ekki fábjáninn, Ásmundur minn.

Ómarktækur fábjáni. Organdi pelabarn. Heilalaus páfagaukur. ..and the list goes on....

Það er bara fyndið að fylgjast með þessum tilraunum þínum að þykjast vera eitthvað annað en hirðfífl. Þetta er eiginlega met. Ég hef aldrei vitað um jafn heimskan en jafnframt sjálfsupphafinn og hrokafullan fábjána og þig. Þú ert alveg í eigin deild.

palli (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 19:22

26 Smámynd: Elle_

Eg hafði hætt að hlusta á og lesa Egil þar sem hann var of hlutdrægur.  Og líka of mikill langtíma stjóri í þætti RUV.  Hinsvegar kíkti ég á linkinn sem Palli setti inn að ofan og viti menn.  Hann sagði: >Það er hins vegar ljóst að Samfylkingarfólk mun telja það mikinn sigur fyrir sig að fella Ólaf Ragnar Grímsson. Það leggur fæð á hann vegna synjunarinnar í Icesavemálinu &#150; það var í raun hún sem gerði út um möguleika stjórnarinnar til að halda trausti og vinsældum.<  Það eina sem ég get sagt að ég hafi verið ósammála í pistlinum var hlutinn sem ég litaði.  Vegna þess að fólk var komið með ímugust á stjórninni vegna ICESAVE.  LÖNGU FYRIR ´SYNJUN´ FORSETANS.

Elle_, 10.4.2012 kl. 19:39

27 identicon

Sá misskilningur virðist nokkuð útbreiddur að forseti komist á full eftirlaun um leið og hann hættir sem forseti.

Þetta er rangt. Vissulega voru lögin þannig áður. En skv núgildandi lögum fær forseti aðeins biðlaun í sex mániði eftir að hann hættir sem forseti. Aldur forseta skiptir því engu máli varðandi kostnað ríkisins. Menn þurfa því ekki að setja fyrir sig ungan aldur Þóru.

Þegar biðlaunum sleppir fær fyrrum forseti engin eftirlaun fyrr en hann nær eftirlaunaaldri. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 08:02

28 identicon

Annar útbreiddur misskilningur er að það skipti máli varðandi ESB-umsóknina hver sé forseti þegar hún verður afgreidd í þjóðaratkvæðagreiðslu og á þingi.

Þeir sem trúa því treysta greinilega á að ÓRG muni fara gegn vilja þjóðarinnar og samþykkja lög þess efnis að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar skuli hunsuð.

Það er í fyrsta lagi mjög vafasamt að Alþingi samþykki ekki vilja þjóðarinnar. Til hvers var þá verið að sækja um aðild? Ef það hins vegar gerist væri það algjör misnotkun á forsetaembættinu að staðfesta slík lög.

Þó að álit mitt á ÓRG sé takmarkað hef ég greinilega meira álit á honum en þeir andstæðingar aðildar sem trúa því að þeir geti vafið honum um fingur sér með þessum hætti þannig að hann gangi í lið með þeim gegn þjóðinni. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 08:30

29 identicon

"Þeir sem trúa því treysta greinilega á að ÓRG muni fara gegn vilja þjóðarinnar og samþykkja lög þess efnis að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar skuli hunsuð."

Ertu alveg að missa þig, litli páfagaukur. Upp er niður og niður er upp, í þínum veruleikafirrta haus.

Ólafur er treystandi til að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu ákvörðun Alþingis að hunsa RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæðagreislu um ESB.

"Það er í fyrsta lagi mjög vafasamt að Alþingi samþykki ekki vilja þjóðarinnar. Til hvers var þá verið að sækja um aðild?"

Hahaha... jájá, eins og þessu Samspillingarpakki sé treystandi hænufet, eftir allan þennan lygaáróður og landráðatilburði. Til hvers var verið að sækja um? Góð spurning. Hvers vegna var umsóknin ekki sett strax í þjóðaratkvæði? Út af því að þetta Samspillingarpakk er frekasta og hrokafyllsta fólk sem fyrirfinnst á Íslandi. Það lýgur eins og enginn sé morgundagurinn, eins og hefur komið í ljós trekk í trekk.

Og fyrst að þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi, þá eru fáir utan ESBtrúaröfgahópsins sem treysta þessu pakki til að fara eftir henni. Það myndi koma eitthvað væl um "samvisku þingmanna" og eitthvað blabla-afsökun til þess að hunsa ráðgefandi þjóðaratkvæði. Þetta mun Ólafur stoppa og senda aftur í BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er þess vegna sem Ólafur er vinsæll á meðal þjóðarinnar. Hann hefur sýnt og sannað að hann stendur með þjóðinni og hræðist ekki þetta pakk á þinginu. Það er þess vegna sem hann nær kjöri.

Það er bara sorglegt að hlusta á þennan kjaftæðisgraut sem vellur upp úr þér viðstöðulaust, Ásmundur. Þú er bara ekki í lagi. Þú lifir í furðulegum heimi sem á ekkert skylt við raunveruleikann.

Þú er í litlum og síminnkandi minnihluta þjóðarinnar, organdi og vælandi þinn trúarofstækisáróður. Þú heldur virkilega að fólk sjái ekki í gegnum þetta kjaftæði langar leiðir.

Og þessi aðlögunarsamningur að ESB mun hvort sem er ekki liggja fyrir, fyrir næstu þingkosningar. Umsóknin verður dregin tilbaka, eða a.m.k. sett í geymslu, þegar Samspillingin og VG verður sparkað úr ríkisstjórn, og ekki sett í gang aftur nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er gott sem búið spil, sem betur fer. Þjóðin er að vakna upp við illan lygadraum Samspillingarinnar, mesta hrokabyttupakk Íslands frá upphafi. Ekkert væl og tuð í fábjánum eins og þér mun breyta því. Reyndar ertu að grafa eigin gröf með þessum landráða lygaáróðri þínum, þannig að haltu þessu bara áfram. Þú ert of fokking heimskur til að átta þig á þessu. Það sjá allir í gegnum þetta nema heimskingjar eins og þú.

palli (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 08:53

30 identicon

Mig langar að ræða palla og bágborið ástand hans. Að mínu mati fer ekkert á milli mála að maðurinn er alvarlega geðveikur. Á sama hátt og leikmenn geta séð að ákveðnir einstaklingar eru líkamlega sjúkir geta þeir einnig séð ef þeir eru alvarlega andlega veikir.

Sjúkdómur palla kemur meðal annars fram í algjöru stjórnleysi. Persónuleikinn hefur stjórn á hugsunum manna og athöfnum þegar menn eru andlega heilir. Þegar algjört stjórnleysi tekur við þá hefur pesónuleikanum verið úhýst og geðveikin hefur tekið öll völd. Palli er gott dæmi um þetta.

En það er margt fleira í fari palla sem bendir til alvarlegrar geðveiki. Ég mun á næstu dögum eða vikum ræða þau atriði í nokkrum athugasemdum.

Látið ekki palla trufla ykkur um of. Hann er hvort sem er einn í heiminum. Sleppið frekar að lesa hann en að yfirgefa síðuna.

Ábyrgðarmenn síðunnar bera hins vegar ábyrgð á því sem hér fer fram. Fyrir utan að þeir geta ekki leitt hjá sér alvarlega sjúkan mann flokkast hver einasta athugasemd hans undir gróft andlegt ofbeldi sem varðar við lög.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 10:13

31 identicon

Hahaha....   þú ert algjört met.

Stopparðu aldrei og pælir í sjálfum þér? Hefur það aldrei gerst? Svona í alvöru, Ásmundur, þú ættir að hugsa meira um eigið geðástand.

Segðu oftar við sjálfan þig að þjóðin eigi eftir að samþykkja aðlögunarsamninginn, og Ólafur vondi ætli að láta Alþingi hunsa þessa ráðgefnadi þjóðaratkvæði.

...þegar það er staðreynd að STÓR meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild Íslands að ESB, sem og að stoppa þetta aðlögunarferli,  og þegar Ólafur hefur sýnt og sannað að hann stendur með þjóðinni og sendir stórmál í þjóðaratkvæðisgreiðslur.

Hringja engar bjöllur í hausnum á þér? Enginn möguleiki að þú sért að sjá heiminn aðeins öðruvísi en hann er??

Þú ert bara svo kengruglaður að það er engu lagi líkt. Gjörsamlega veruleikafirrtur. Veruleikafirringin er ein og sér ekkert stórmál. Það eru geðsjúklingar út um allt, og yfirleitt ágætis fólk, en þú.. þú ert einnig lygahundur og hrokabytta sem heldur uppi landráðaáróðri. Síðan ertu líka alveg pödduheimskur og fattar ekki einu sinni hvað eru rök og hvað ekki. Þú heldur að sífelldar endurtekningar á möntrum og fullyrðingum sé rökræða.

En já, ekki séns að það sé neitt að hjá þér...  nei, auðvitað. Bara eitthvað að hjá þeim sem segja þér að hypja þig með þitt kjaftæði.

Ekki er það bara ég sem segi þér að troða þessu kjaftæði, heldur flest allir aðrir sem eru á þessum ummælum. Aftur og aftur og aftur er þér sagt að sleppa þessu kjaftæði, en nei...  ekki þú. Ekkert að hjá þér.

Eini sjúklingurinn ert þú, Ásmundur (eða Jón Frímann eða hver sem þú ert). Þú ert sorglega áttavilltur lítill skrækjandi páfagaukur sem hefur ekki vit til að taka þátt í rökræðum, en bætir það upp með hroka og sjálfsupphafningu.

Gerðu þitt besta, litla fífl. Ég hlakka til.

Hahaha...  þú ert bara svvoo mikill fábjáni!  hahaaa... Ótrúlegt alveg.

palli (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 10:34

32 Smámynd: Elle_

Í no. 28. var öllu snúið á hvolf, viljandi.  Ekki vegna þess að neinn sé ruglaður.  Fólk vantreystir ekki núverandi forseta ef það vill hann í forsetaembættið.  Heldur öfugt.  Og hljóta allir að sjá það.  Forsetinn hefur sýnt að hann er lýðræðissinnaður, maður fólksins, vinnur fyrir en ekki gegn íslenska ríkinu og þjóðinni.

Elle_, 11.4.2012 kl. 11:02

33 identicon

Elle E:

Viljandi?

Mögulega.

Hvort er Ásmundur ruglandi lygari eða ljúgandi rugludallur?

Eru ekki lygarar verr innrættir en þeir sem eru bara ruglaðir?

palli (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 11:30

34 Smámynd: Elle_

Jú, jú, Palli.  Þannig vinna vinnumenn Fule, Jóhönnu og Össurar.  Með skipulögðum blekkingum og lygasögum og óheiðarleika.

Elle_, 11.4.2012 kl. 11:39

35 identicon

Nákvæmlega. Spurning hvort Ásmundur sé í kjarnanum og skapi lygaáróðurinn, eða hvort hann sé í hisminu, nógu ruglaður til að gleypa lygarnar viðstöðulaust og halda svo áfram með lygaáróðurinn.

Ekki að það breyti öllu. Landráð af gáleysi og heimsku eru landráð engu að síður.

palli (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband