Evran tryggir ekki lágt vaxtastig

Stöðugleiki fæst ekki með því einu að taka upp annan gjaldmiðil, jafnvel þótt gengi hans sé stöðugra en krónunnar. Afar ólíklegt er að annar gjaldmiðill útrými sveiflum í hagkerfi okkar. Rúm 40% af gengissveiflum krónunnar stafa frá breytingum á fiskverði.

Vextir hér á landi munu áfram ráðast af því hversu vel tekst til við að hemja verðbólguna og þar með óstöðugleikann í hagkerfinu, burt séð frá því hvaða gjaldmiðill er notaður. Það er mesti misskilningur að vaxtastig á evrusvæðinu sé alltaf og alls staðar það sama. Á uppgangstímum á seinasta áratug voru vextir þar á svipuðu róli um nokkurt skeið. En það er liðin tíð. Spánn og Ítalía búa nú við miklu hærra vaxtastig á tíu ára ríkisskuldabréfum en Spánn og Ítalía. Portúgal, Írland og Grikkland eru svo langt þar fyrir ofan.

Á þetta bendir Einar Björn Bjarnason á stórfróðlegu bloggi sínu á slóðinni: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1223307/

Fræg eru ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, sem líkti evrunni við klettinn í hafinu. Hann og aðrir ákafir ESB-sinnar hafa löngum reynt að telja þjóðinni trú um að upptaka evru muni sjálfkrafa leiða til sambærilegra vaxtakjara og gilda á evrusvæðinu. Einar Björn vísar þessum áróðri á bug með skýrum og rökföstum málflutningi. Meðal annars birtir hann fróðlegt línurit sem sýnir þróun vaxtastigs í sjö evruríkjum í rúman áratug. Þar má sjá hvílíkt rugl hefur verið í umræðunni hér af hálfu ESB-sinna um lágu vextina sem falla muni þjóðinni í skaut við upptöku evru.

Þeir tímar eru liðnir þegar flóð fjármagns flæddi um á alþjóðamörkuðum eins og var upp úr aldamótum og sprengdi upp eignaverð víða um heim. Seðlabankar dældu þá út fjármagni á lágum vöxtum til að slá á verðbólgu. Gylfi Magnússon, fyrrv. efnahagsráðherra bendir á í grein á heimasíðu Landsbankans (17. febrúar - Heimshagkerfið í hnút?) að þessi innspýting fjármagns á lágum vöxtum hafi haft „tilætluð áhrif til skamms tíma en bjó til miklu verri vanda síðar, þegar enn stærri eignaverðsbóla sprakk 2008."

Gylfi ræðir m.a. í grein sinni um rætur hinnar alþjóðlegu fjármálakrísu sem brátt sé fimm ára og sjái ekki fyrir endann á. Hún sé þvert á móti að magnast. Mikið ójafnvægi sé í utanríkisviðskiptum. Sum lönd hafi verið með mikinn og illviðráðanlegan halla á viðskiptajöfnuði og önnur með mikinn afgang. ESB sem heild og evrusvæðið séu að meðaltali nokkurn veginn í jafnvægi en „mikill halli þar í einstökum löndum og afgangur í öðrum er eitt af því, sem býr til mikla spennu innan Evrusvæðisins og í heimshagkerfinu."

Áður hefur verið á það bent hér á síðunni að sögulega séð hefur íslenska hagkerfið hreyfst í allt öðrum takti en hagkerfi evrusvæðisins. Miklar sveiflur í aflabrögðum íslenskra skipa og afurðaverði útflutnings mun óhjákvæmilega skapa hér talsverðar sveiflur. Evran leysir ekki þann vanda. Mörg ráð eru til sem hér hafa lítið verið nýtt en gætu dregið úr hagsveiflum og áhrifum þeirra. Nefna má bindiskyldu í bankakerfinu sem dæmi um slík úrræði. Íslendingum mun farnast best, ef þeir varðveita yfirráð sín yfir auðlindunum og nota áfram eigin gjaldmiðil sem sveiflast í takti við innlent efnahagsástand og viðskiptakjör þjóðarinnar á hverjum tíma. - RA

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu tryggir evran miklu lægri vexti en mögulegt er að bjóða með krónu. Ástæðan er að krónunni fylgir miklu meiri verðbólga en með evru til lengri tíma litið.

Hugsanlega verða vextir hér þó eitthvað hærri fyrst í stað en þar sem þeir eru lægstir á evrusvæðinu. En ef munurinn verður verulegur verður þess ekki langt að bíða að erlendir bankar opni hér útibú og bjóði betur.

En það eru ekki bara lægri vextir sem bjóðast með evru. Það er enn meira um vert að fá þann stöðugleika sem fylgir evru.

Fyrir hrun þóttust menn hafa fundið lausn á háum vöxtum. Lausnin var að bjóða erlend lán. Þannig töldu menn sig vera komna með sömu kjör og íbúar evrulanda.

En Adam var ekki lengi í Paradís. Menn höfðu hreinlega lokað augunum fyrir því að gengi krónunnar gat hrunið um helming og skuldirnar því tvöfaldast þó svo að slíkt hefði gerst á síðustu áratugum allavega tvisvar.

Nú er lausnarorðið óverðtryggð lán. Greiðslubyrði slíkra lána er miklu þyngri fyrstu árin en greiðslubyrði verðtryggðra lána svo að menn verða að sætta sig við lægri óverðtryggð lán en verðtryggð. Margir geta þá ekki keypt.

Það sem er þó verst með óverðtryggð lán er að vextir munu hækka upp úr öllu valdi þegar verðbólgan fer á skrið. Þá hefst ný skuldakreppa með gífurlegum vanskilum og hrinu gjaldþrota. Hvað tekur þá við?

Evran hefur þann kost fram yfir krónu að tryggja stöðugleika fyrir almenning og fyrirtæki. Lán og greiðslubyrði lána mun lækka jafnt og þétt og vöruverð verður litlum breytingum háð. Ábyrgð á hagsveiflum verður ekki lengur varpað yfir á almenning með hruni á gengi krónunnar og gífurlegum eignatilfærslum.

Með evru verða stjórnvöld að bera sjálf ábyrð á að komast í gegnum hagsveiflur. Það er ekki flókið verkefni. Einungis þarf að gæta þess að greiða niður skuldir og/eða safna sjóðum þegar vel árar td með niðurskurði á opinberum framkvæmdum og hækkun á sköttum. 

Þegar syrtir í álinn er þá hægt að örva hagkerfið með því að lækka skatta og auka opinberar framkvæmdir. Þetta eru reyndar aðferðir sem rétt er að beita hvort sem menn eru með eigin gjaldmiðil eða ekki svo að það er ekkert neyðarbrauð að taka þær upp. Þvert á móti.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa hins vegar verið hinir mestu aular í hagstjórn. Sennilega er það vegna þess hve kolómöguleg krónan er að menn hreinlega gáfust upp á að koma á heilbrigðri hagstjórn. Það var einfaldlega vonlaust verkefni með krónu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 00:55

2 identicon

Smæð krónunnar gerir allar lántökur til fjárfestinga að glæfraspili.

Ástæðan er að fall krónunnar hefur slæm áhrif á öllum sviðum sem snerta fjárhaginn. Lán hækka upp úr öllu valdi um leið og verðlag hækkar. Fasteignin lækkar hins vegar í verði og launin standa í besta falli í stað. Oftast minnka þó tekjur vegna minni vinnu og margir verða atvinnulausir.

Fyrir einstaklinga sem skulda góðan meirihluta í íbúð sinni þýðir þetta að eigið fé upp á milljónir sem lagðar voru til við kaup íbúðarinnar er gufað upp. Og ekki nóg með það heldur hafa áhvílandi skuldir hækkað upp fyrir söluverð íbúðarinnar.

Fyrirtæki í blómlegum rekstri lenda í rekstrarvanda. Á sama tíma og tekjur minnka vegna samdráttar hækka skuldir upp úr öllu valdi vegna krónunnar og gjaldþrot blasir við.

Er það virkilega ekki enn orðið ljóst að svona gjaldmiðill er óboðlegur? 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 09:11

3 identicon

Það góða við þessa bloggsíðu Vinstri vaktarinnar gegn ESB er, að þrátt fyrir bull pistil eins og þennan, að það hafa skynsamir menn eins og Ásmundur Harðarson möguleika á að leiðrétta bullið.

Eftir að vera búinn að lesa bull pistilinn frá Vinstri vaktarinnar gegn ESB og fyllast vonleysis um að það sé yfir höfuð til viti borið fólk á Íslandi, þá kom athugasemd frá Ásmundi Harðarsyni sem er eins og töluð frá mínu hjarta, og ég fylltist að nýju von um að það sé raunverulega til heilbrigt fólk á Íslandi.

Það er sorglegt að maður eins og Ragnar Arnalds skuli hafa þessa afstöðu með krónunni og gegn ESB, maður sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn sem gafst algjörlega upp efnahagsmálunum á þeim tíma og skyldi eftir sviðna jörð og ber þar af leiðandi ákveðna ábyrgð á því sem síðar gerðist hér á landi.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 11:02

4 identicon

Það er alveg sama hvaða ágætis greinar hér eru skrifaðar, sem sýna með staðreyndum og tilvitnunum fram fram á að ekki sé allt með felldu eða eins og blómstrið eina hjá ESB stjórnsýslunni og ýmislegt líka í ólagi með EVRUNA. Þá bregst það varla að hér mætir alltaf Ásmundur nokkur Friðriksson og heldur áfram endalausum og gagnrýnislausum lofgjörðarsöngvum sínum um dýrðir og listisemdir ESB og Evrunnar. Jafnframt því sem hann níðir í sífellu niður krónuna okkar.

Það er alveg eins og hann hafi ekki einu sinni gert svo lítið að lesa, hvað þá reyna að skilja greinarnar sem hann er að commentera við.

Þetta er oft svo augljóst og alveg dæmalaust og ég ætla að biðja aðra lesendur hér sérstakalega að fylgjast með þessu endemis háttarlagi hans.

En þetta er svona eins og að forritaður ESB páfagaukur haldi hér á pennanum. Eða er Ásmundur Friðriksson kannski bara ESB forrituð tölva !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 11:25

5 identicon

Nújá, er bankakerfið í ESB sannkallaður draumur?

Hvað með að koma aftur á gullfót?

Hvað með að stöðva peningaprentun einkabanka/ógígarka?

Hvað með að sleppa vöxtum?

Vitið þig yfirleitt hvað verðbólga er? Peningamagn í umferð er x-mikið. Þessi x-upphæð er þó skuld, þ.e. lán með vöxtum.

Hvernig er hægt að borga tilbaka x-upphæð plús vexti, ef það er bara til x-mikið af peningum?

Jú, það er lánað meira út af peningum, til að borga vextina. x-upphæðin stækkar alltaf.

Og hvað er verðbólga? Er það hærra vöruverð, eða minna verðgildi peninga, því það er alltaf meira og meira af þeim?

Einkabankar búa til peninga úr ekki neinu. Ef þú ferð út í banka og færð milljón kr. í lán, þá var þessi milljón kr. ekki til neins staðar í kerfinu. Hún varð til þegar þér var lánað. Einkabankar geta galdrað fram peninga úr ekki neinu með því að lána, og þeir hverfa svo aftur þegar þeir eru borgaðir tilbaka, og bankinn hirðir vextina.

Þannig að reynið að læra eitthvað um peninga og fjármálakerfi áður en þið kyrjið ykkar ESB/evru möntrur.

palli (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 11:32

6 Smámynd: Elle_

Helgi Rúnar ræðst á Ragnar Arnalds og setur mann sem skirrist ekki við að blekkja og ljúga í fyrirsætið og hælir honum.  Sami Helgi hældi líka öðrum sem á ekki í nokkrum erfiðleikum með að blekkja og ljúga og hefur oft verið staðinn að slíkum ódæðisverkum í opinberu embætti og ætti í alvöru að vera í opinberri rannsókn.  Helgi skrifaði um Össur Skarphéðinsson í desember sl: 

- - - Fáum mönnum treysti ég jafn vel til að halda utanum þessi mál og Össuri. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er traustsins verður, það hefur hann sýnt þjóðinni. Fáir menn hafa unnið sitt verk jafn vel og hann sem ráðherra og sem þingmaður í gegnum árin. Allt tal um að Icesave og ESB aðildarumræðurnar tengist er tómt kjaftæði. - - -

Ótrúleg skrif um svikulan Össur.  Þó ég tali ekki fyrir ísl. gjaldmiðlinum persónulega (ekki evru samt) er ég viss um að Ragnar Arnalds er eini heiðarlegi maðurinn af þeim 3 umræddum sem koma fram í skrifum Helga.  

Elle_, 22.2.2012 kl. 15:01

7 identicon

Það er ekki bara efnahagsleg nauðsyn að losa Íslendinga við krónuna. Það verður að gera það til að bjarga geðheilsu þeirra.

Það er ekki hægt að búa við það lengur að stjórnvöld séu enn undir gífurlegum þrýstingi að virða ekki stjórnarskrá og að lífeyrissjóðir eigi í vök að verjast við að halda sinni lögvörðu eign eftir að hafa áður misst meira en 1/4 hennar vegna hrunsins.

Það er þó skiljanlegt að fólk vilji fá hlut sinn bættan. Vegna hruns á gengi krónunnar fluttist mikið fjármagn frá almenningi til efnamanna. Þessar eignartilfærslur voru vegna löglegrar krónu og menn sitja uppi með tjónið nema í undantekningartilvikum þegar um lögbrot var að ræða.

Kröfurnar ganga hins vegar ekki út á að efnamenn skili fénu heldur á að blóðmjólka lífeyrisþega og skattgreiðendur sem flestir eru eflaust verr settir fjárhagslega en margir þeirra sem enn eru með kröfur um að aðrir borgi skuldirnar þeirra.

Þessar kröfur um að virða ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar er eitt skýrasta merki þess að krónan er ónýt. Undanlátsemi gagnvart lögum og stjórnarskrá skapar fordæmi og getur ekki endað öðruvísi en að grískt ástand verði hlutskipti okkar.

Það jaðrar við geðveiki að neita í á fjórða ár að horfast í augu við að það er ekki hægt að breyta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og að lagabreytingar virka ekki aftur í tímann.

Með evru missa sérhagsmunahópar spón úr aski sínum en almenningur fær loks að njóta þess sem honum ber.   

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 15:08

8 Smámynd: Elle_

Og svo er það fjarstæða af Helga og nokkrum öðrum að neita að ICEAVE hafi ekki verið tengt við ´Evrópu´sambands-umsóknina.  Okkur var nokkrum sinnum hótað af Brussel vegna ICESAVE.  Jóhanna og co. vildu ekki styggja sambandið þó krafa þeirra væri ólögmæt kúgunarkrafa og kusu að kúga eigin þjóð - allt fyrir ´Evrópu´sambandið.  Það hefur oft komið fram að það er bein tenging þar á milli.

Elle_, 22.2.2012 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband