Tálbeitan sem fáa lokkar lengur

Margir hafa verið ginkeyptir fyrir upptöku evru enda áttaði fólk sig ekki almennt á þeirri staðreynd að þegar mörg ríki, sem búa við ólíkar aðstæður, taka upp sameiginlegan gjaldmiðil myndast fyrr en síðar háskalegt misvægi, vegna þess að sömu vextir og gengi henta ekki öllum ríkjunum.

Þegar evran var sett á flot fyrir rúmum áratug var það gert í þeim póltíska tilgangi að efla ESB og lokka inn sem flest ríki. Þá vöruðu fjölmargir hagfræðingar við því að illa gæti til tekist ef ekki fylgdi annað með, m.a. samræmd stefna í efnahags- og fjármálum. Þessar hrakspár hafa nú ræst. Flestir virðast sammála um að evrukerfið sé meingallað. Gjaldmiðill sem aldrei tekur nokkurt mið af sveiflum sem verða í viðskiptakjörum, útflutningstekjum og almennri afkomu aðildarríkis verður á endanum hengingaról viðkomandi hagkerfis. Þetta er einmitt það sem gerst hefur í ýmsum ríkjum evrusvæðisins, einkum á jaðarsvæðum. Þjóðverjar stjórna evrusvæðinu og evran lagar sig ágætlega að þörfum þeirra. En jaðarríkin gjalda þess illilega hve takturinn í efnahagslífi þeirra er ólíkur því sem er hjá stórabróður í Þýskalandi.

Langt er síðan farið var að reikna út hve mikið samræmi væri í sögulegu samhengi með hagsveiflum í ríkjum ESB-ríkja svo og á Íslandi og í Noregi, þ.e. hversu samhverfar (symmetric) sveiflurnar væru. Útreikningarnir hafa m.a. sýnt tvo mikilvæga þætti hagsveiflunnar, þ.e. viðskiptakjör og hagvöxt. Samræmið reyndist mest hjá kjarnaríkjum evrusvæðis en sveiflur í efnahagslífi Svíþjóðar, Danmerkur og Bretlands reyndust áberandi ósamhverfar miðað við evruríkin. Ísland og Noregur skáru sig þó algerlega úr. Í báðum þessum löndum hafa hagsveiflur reynst í furðulitlu samræmi við hagþróun á evrusvæðinu.

Þetta sýnir að Íslendingar og Norðmenn eiga ekkert erindi inn á evrusvæðið og gætu orðið þar fyrir stóráföllum vegna þess hve efnahagslíf þeirra er í litlum takti við evruríkin. Skýringin er augljós: engin þjóð í ESB er jafn háð sjávarútvegi og við Íslendingar. Stór hluti tekna og útgjalda atvinnulífsins er auk þess í öðrum myntum en evrum. En hjá Norðmönnum er það tvennt, sjávarútvegur og olíuvinnsla, sem veldur því að hagkerfi þeirra sveiflast með allt öðrum hætti en almennt er á evrusvæðinu.

Áróðurinn fyrir upptöku evru er af pólitískum rótum runnin jafnt hér á landi sem á meginlandinu og byggist ekki á hagfræðilegum rökum. Evrunni var óspart beitt sem tálbeitu til að lokka þjóðir inn í ESB. Þessa mánuðina sér þó fólk það svart á hvítu, hvílíkir ókostir fylgja því að reyna með sameiginlegum gjaldmiðli að tengja saman ólík hagkerfi sem eru mjög misjafnlega á vegi stödd. Sú tilraun er dæmd til að mistakast með skelfilegum afleiðingum eins og nú má sjá í Grikklandi, Írlandi og sennilega bráðum í Portúgal, jafnvel Ítalíu. Þetta hafa Svíar, Danir og Bretar áttað sig á fyrir löngu og eru nú ákveðnari í því en nokkru sinni fyrr að hafna evrunni.

Ragnar Arnalds
mbl.is Landsframleiðsla evrusvæðisins minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Löngu er orðið tímabært að fara með Jóhönnu og Steingrím og Össur og meðblekkjara fyrir sakadóm vegna hinnar fáránlegu EU-umsóknar.  Og stoppa þetta rugl.  Getur þetta lið ekki flutt úr því það endilega vill vera svona náið kúgurum okkar í ICESAVE??

Ekki ætti að hlífa neinum sem vill koma fullveldisafsali (eða kúgun) yfir þjóðina og hvort sem hann gerir það með blekkingum eða blákaldur játar að vilja það ólýðræði og stjórnarskrárbrot.  Og ef það ekki dugi skuli bara breyta stjórnarskránni sem á að verja hvern landsmann og ekki bara meirihlutann.  Það segi ég vegna þess að heyrst hefur í e-m sem virðir það ef ekki eru blekkingar í gangi. 

Það ætti ekki að virða þann sem vill ólýðræði og stjórnarskrárbrot hvort sem eru blekkingar í gangi eða ekki.  Veit ekki hvort er forhertara og ógeðfelldara að fela það eða gera það blákaldur og án skammar.

Elle_, 19.2.2012 kl. 00:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elle, við eigum við villimenn.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2012 kl. 02:31

3 identicon

Evran hentar öllum þjóðum að því tilskyldu að þær lifi ekki um efni fram.

Þær þurfa aðeins að greiða niður skuldir eða safna sjóðum þegar vel árar, þannig að að þær hafi eitthvað upp á að hlaupa  í samdrætti. Ef skuldirnar eru litlar sem engar þegar slæmt árferði hefst er hægt að bjarga sér í gegnum erfiðleikana með lánum. 

Fullyrðingar um að málið sé flóknara fá ekki staðist. Þeir sem halda öðru fram verða að útskýra það nánar.

Möguleikinn á að fella gengið, ef þjóð er með eigin gjaldmiðil, er neyðarúrræði sem virkar því aðeins að skuldir við útlönd séu ekki miklar. Það eru hins vegar miklar skuldir sem einkum knýja á gengislækkun gjaldmiðilsins.  

Gengisbreytingar eru neyðarúrræði sem best er að vera laus við vegna þess að þær þýða miklar tilfærslur á fjármunum.

Ef skuldir þjóðar við útlönd eru miklar virkar ekki gengislækkunarúrræðið  vegna þess að skuldirnar hækka (reiknaðar í innlenda gjaldmiðlinum) og verða enn illviðráðanlegri.

Öfugt við evruþjóðir í vanda skuldaði íslenska ríkið lítið fyrir hrun. Þess vegna virkaði gengislækkunarúrræðið fyrir ríkið. Hins vegar voru áhrifin skelfileg fyrir aðra skuldara einkum þá sem skulduðu í erlendri mynt en einnig fyrir þá sem voru með verðtryggð lán.

Þeir sem tóku erlend lán voru hins vegar svo ljónheppnir að vegna mistaka bankanna dæmdust lánin íslensk þannig að gengisbindingin var ólögleg.

Gengislækkunarúrræðið myndi ekki gagnast Grikkjum og fleiri evruþjóðum í vanda vegna þess að skuldir þeirra við útlönd eru of miklar. Þjóðir með eigin gjaldmiðil verða að gæta þess að safna ekki erlendum skuldum ef þær vilja notfæra sér þetta úrræði. 

Best er þó að þurfa ekki að nota það. Það er hægt með vandaðri hagstjórn þar sem er safnað í sjóði eða skuldir greiddar niður þegar vel árar til að komast í gegnum slæmt árferði.

Með skynsamlegri hagstjórn er auðvelt fyrir allar þjóðir að þola hagsveiflur. Vandinn eykst hins vegar ef ein þjóð dregst efnahagslega varanlega aftur úr öðrum þjóðum.

Þá hjálpar verðbólga á evrusvæðinu sem nánast alltaf er einhver. Lausnin er þá að laun standi í stað meðan þau hækka í öðrum evrulöndum. Ef það nægir ekki þarf að lækka laun eða minnka yfirvinnu. 

Fyrir örþjóð eins og Ísland með örgjaldmiðil eru gengussveiflur miklu frekar vandamál en lausn á vanda.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 08:46

4 identicon

Ásmundur,

enn og aftur spyr ég þig hvort þú búist við annari niðurstöðu en áður vegna þessara endalausu skrifa þinna. Heldurðu að þú sért að sannfæra einhvern hérna inni?

Og ef ekki, hvers vegna að halda áfram og áfram og áfram?

Þú veist að það er skilgreining á geðveiki að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur en búast við annari niðurstöðu.

Skv. því ertu geðveikur. Leiðréttu ef það er eitthvað að þessum rökum.

Ég er bara svo smeykur fyrir þína hönd, Ásmundur. Þegar þín heimsmynd hrynur, eða ef þjóðin fær loks tækifæri til að troða þessari esb-umsókn (t.d. í næstu kosningum)...  þá þarftu að leita þér aðstoðar, ef þú þarft. Slík sálfræðileg áföll eru viðfangsefni sérfræðinga sem þú ættir ekki að hika við að hafa samband við, þegar þetta kemur yfir þig.

Okei? Ætlarðu að lofa að hika ekki við það? Það er ekkert að því.

palli (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 09:10

5 identicon

Mig grunar reyndar að þú sért eðalfíflið Jón Frímann.

Er það rétt? Segðu satt.

palli (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 09:13

6 identicon

Evran hentar okkur prýðilega svo lengi sem við greiðum niður skuldir á uppgangstímum, eða jafnvel söfnum sjóðum, til að hafa eitthvað upp á að hlaupa þegar illa árar.

Öðru máli gegnir með krónuna. Hún er á öllum tímum, hvernig sem við förum að, okkur til mikilla trafala og getur við vissar aðstæður komið okkur í þrot.

Það er mikill misskilningur að hægt sé að koma hér á svipuðu verðbólgustigi og í evrulöndum með bættri hagstjórn.

Þetta er augljóst í ljósi þess að gengislækkun krónunnar veldur verðbólguskoti án þess að gengishækkun valdi verðhjöðnun.

Auk þess kemur þensla af stað bólumyndun sem endar óhjákvæmilega alltaf með hruni gjaldmiðilsins. 

Það þarf varla að tíunda það nánar hve skaðleg gjaldeyrishöftin eru. Það versta við þau er að vandinn safnast upp eftir því sem þau eru lengur í gildi. Lífskjör fara því smám saman versnandi að öðru jöfnu eftir því sem höftin dragast á langinn.

Frjáls viðskipti með krónu eru feigðarflan. Við höfum reynsluna hvernig skuldir geta hækkað á sama tíma og íbúðarverð lækkar og laun standa í besta falli í stað. Tekjur minnka hjá mörgum vegna minni vinnu ef þeir halda vinnunni. 

Það er auðvitað algjörlega óboðlegt að gjaldmiðillinn bjóði upp á þá stöðu að uppsafnaður sparnaður margra ára, sem er lagður í íbúð, breytist í skuld þegar samdráttur hefst og gengi krónunnar hrynur.

Gjaldmiðill sem gerir íbúðakaup venjulegs fólks að stórhættulegu fjárhættuspili er auðvitað ekki nothæfur.

Gjaldmiðill sem gerir fyrirtækjum ókleift að gera samninga til nokkurra ára og auka þannig gjaldeyristekjur kemur í veg fyrir framfarir og bætt lífskjör.

Gjaldmiðill sem vegna smæðar sveiflast svo mikið að hann er auðveld bráð fyrir vogunarsjóði (hrægammasjóði) sem fara létt með að keyra gengi hans niður úr öllu valdi með skortsölu er stórhættulegur.

Eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslendinga er að gera sér grein fyrir þeirri augljósu staðreynd að krónan er ónýt. Þá getum við hrósað happi yfir að geta leyst vandann með því að ganga í ESB og taka upp evru með öllum þeim hlunnindum sem því fylgja.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 11:08

7 Smámynd: Elle_

Núna fær saklaus almenningur í Grikklandi að finna harkalega fyrir yfirgangi hins alræmda Brusselveldis sem studdi lögleysukröfuna ICESAVE gegn okkur bara til að verja eigin banka og fjármálakerfi.  ICESAVE Grikklands í fullum gangi.  Og löngu hafið í Írlandi.  Jóhanna og Össur og co. verja þennan yfirgang, enda eins, og þykjast svo hafa samúð með fátækum börnum og foreldrum úti í heimi.   Eins og Helga sagði: Við eigum við villimenn. 

Elle_, 19.2.2012 kl. 11:50

8 identicon

Ásmundur

Þögn sama og samþykki?

Okei, skil að þú viljir ekkert endilega vera að horfa í spegil á þessum tímum.

En mundu, þegar áföllin dynja yfir þig að þú getur alltaf leitað til sérfræðinga vegna aðstoðar við eigið geðástand.

Ekki vera hræddur við það. Ekkert að skammast sín fyrir.

Þú getur þetta.

palli (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 12:05

9 identicon

Aðeins að taka á síðustu málsgrein Ásmundar ESB Harðarsonar.

Hvaða óskapalegu hlunnindi yrðu af því að ganga inn í ESB og taka upp skuldavafninginn EVRUNA.

1. Er það kannski 20 milljarða nettó greiöslan sem við greiddum árlega í sjóði ESB fjármálaóreiðunnar.

2. Eða er það kannski að við þyrftum að gefa eftir í Makríldeilunni eins og þú hefur lagt til sem gæti kostað okkur aðra 20 milljarða.

3. Eða eru það svona gríðarleg hlunnindi að missa forræðið yfir fiskveiðiauðlyndinni til Brussel, sem sjálfssagt gæti kostað okkur 100 milljarða.

4. Eða er það til þess að komast í þetta ríkjasamaband sem nú er lægsta hagvaxtarsvæði heims. Reyndar er þar nú samdráttur að meðaltali. Meðan að það er blússandi hagvöxtur á Íslandi.

5. Eða er aþð til að komast í þetta Stórríkjasamband þar sem viðvarandi atvinnuleysi er hæst í heiminum.

6. Eða er það til þess að komast inn í ríkjasamband þar sem nánast allar spár til lengri eða skemri tíma um lífskjör og hagvöxt eru neikvæðar, þ.e. annaðhvort dökkar eða kolsvartar.

7. Eða er að til þess að gera fátækt og vesældóm hér að viðvarandi sjálfssögðum hlut. En nýjustu tölur frá hagstofu ESB (EUROSTAT) sýna að nær því fjórðungur fólks í ESB löndunum býr um eða undir fátæktarmörkum. Sambærilegar tölur fyir Ísland eru nær því þrisvar sinnum lægri.

8. Eða er það til þess að taka upp hættulegasta gjaldmiðil í heimi EVRUNA. Sem hefur reynst mörgum aðildarríkjunum baneitraður skuldavafningur og eyðilagt efnahag þeirra.

9. Eða er það til þess að borga inn í botnlausan banka brasks björgunarsjóðinn þeirra. En hlutur okkar í því botnlausa skuldasukki myndi fara í 500 milljarða skuldbindingu fyrir litla Ísland.

10. Eða eru hlunnindin falin í því að eyðileggja möguleika okkar og komandi kynslóða til þess að lifa sem frjáls og sjálfsstæð fullvalda þjóð, sem hefur alla burði til þess að skapa sér einhver bestu lífskjör í heimi, án ESB aðildar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 12:15

10 identicon

Ég reikna nú ekki með að Ásmundur hlusti neitt á þetta frekar en aðrar röksemdir. Hann er eins og ESB forritaður einstreymisloki, sem bunar stanslaust út úr, alveg sama hvað rök eða staðreyndir eru lagðar fram, þá er eins og hann hvorki hlusti á röksemdir eða vilji neitt sjái hlutina sem settir eru fram og koma fram í fréttum um alla Evrópu.

Það er til dæmis ekkert gefið í því að matvæalaverð muni lækka svo nokkru næmi. Matvælaverð er mjög misjafnt í ESB löndunum og munar þar tugum prósenta á sams konar matarkörfum. Matvælaverð á Íslandi er vissulega hátt. En samt er það svipað eða jafnvel lægra en það er í ESB landinu Danmörku. Eldsneytisverð er mjög svipað og víðast hvar í Evrópu.

Þó skal viðurkennast að ef innganga í ESB myndi hafa í för með sér óheftan innflutning á kjúklingum og svínakjöti, þá myndi verð þeirra afurða lækka umtalsvert. En við þurfum ekkert að ganga í ESB til þess að rýmka innflutning og fella niður tolla á þessum afurðum. Fyrir mér eru þessar afurðir ekki hefðbundinn landbúnaður heldur fyrst og fremst iðnaðarframleiðsla og á ekki að njóta neinnar sérstakrar verndar frekar en önnur venjuleg atvinnustarfssemi og þessar greinar hafa ekkert með byggðaþróun landsins að gera og veita sárafáum atvinnu. Þetta mætti gera í áföngum og kannski gætu einhverjir framleiðendur aðlagað sig að samkeppninni. Við eigum fyrst og fremst að verja okkar hefðbundna landbúnað með framleiðslustyrkjum eins og reyndar alls staðar er gert á sjálfu ESB svæðinu.

Þó svo að Ásmundur tali mikið um hvað ómögulegt sé að eignast húsnæði á Íslandi, þá er það samt engu að síður svo að í engu öðru landi Evrópu eru fleirri sem búa í sínu eigin húsnæði og Íbúðalánasjóður er mjög þörf og góð stofnun sem hjálpar fólki að eignast sitt eigið húsnæði. Það er margt sem þarf að horfa til þegar kostnaður við húsnæði er reiknaður. Á Íslandi eru t.d. greidar út vaxtabætur til þess að minnka húsnæðiskostnað fólks, einnig er ýmis rekstur íbúðarhúsnæðis á Íslandi ódýrari en víðast hvar í Evrópu. Til dæmis eru lögbundnar brunatryggingar mun lægri á Íslandi einnig rafmagn og heitt og kalt vatn einnig. Þannig að ef húsnæðiskostnaður er tekinn sem hlutfall af heildartekjum þá kemur Ísland mjög vel út í samanburði við önnur Evrópulönd. En þá ber l´ka að líta til þess að almennar launatekjur eru talsverrt hærri en meðaltal ESB landanna og reyndar hærri en flest allra ESB ríkjanna.

Vaxtakostnaður er alls ekkert alls staðar hinn sami á ESB/EVRU svæðinu og sá munur fer nú ört vaxandi. Það er því ekkert sem segir að frekar háir vextir og eða verðtrygging yrði úr sögunni við inngöngu í ESB. Reyndar eru innlánsvextir mjög víða í Evrópu neikvæðir, þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu og fjármagnstekjuskatts sem víðast hvar er mun hærri en á Íslandi. Það þætti nú venjulegum sparifjáreigendum ekki jákvæð þróun eða hvetur heldur ekki almenning til almenns sparnaðar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 12:58

11 identicon

@Gunnlaugur

1. Er það kannski 20 milljarða nettó greiöslan sem við greiddum árlega í sjóði ESB fjármálaóreiðunnar.

Það sem við greiðum án þess að vera í ESB hefur auðvitað engin áhrif á ákvörðun um ESB aðild. Þetta er þó upphæð, ef hún er rétt, sem er talin hafa margborgað sig með þeim hlunnindum sem fylgdu EES-samningnum.

2. Eða er það kannski að við þyrftum að gefa eftir í Makríldeilunni eins og þú hefur lagt til sem gæti kostað okkur aðra 20 milljarða.

Við komumst ekki upp með að veiða makríl eins og okkur sýnist (nema kannski í einangrun frá öðrum þjóðum) hvort sem við erum í eða utan ESB. Í ESB erum við í mun betri aðstöðu til að ná sanngjörnum samningum. Sjóræningjastefna mun koma okkur í koll. Hún verður okkur dýrkeypt. 

3. Eða eru það svona gríðarleg hlunnindi að missa forræðið yfir fiskveiðiauðlyndinni til Brussel, sem sjálfssagt gæti kostað okkur 100 milljarða.

Þetta er auðvitað hreint bull. Ekkert bendir til að við munum missa neinn afla enda ræður veiðireynsla aflaheimildum. Ef eitthvað er mun ESB-aðild auka veg íslenskra útgerðarfyrirtækja í ESB. Áhuginn hefur verið miklu meiri hjá okkur en á hinn veginn. 

4. Eða er það til þess að komast í þetta ríkjasamaband sem nú er lægsta hagvaxtarsvæði heims. Reyndar er þar nú samdráttur að meðaltali. Meðan að það er blússandi hagvöxtur á Íslandi.

Mörg ESB-löndin hafa ekki enn náð botninum eins og við. Þegar menn fóru fyrst að hafa áhyggjur af stöðu Grikklands sögðu Grikkir að Grikkland væri ekki Ísland.

Það er mikill hagvöxtur í mörgum ESB-löndum, meiri en á Íslandi. Meðaltalið skiptir engu máli. Réttara er að bera Ísland saman við löndin þar sem hagvöxtur er mestur. Annars er hagvöxtur ákaflega ofmetinn mælikvarði einn og sér. Hagvöxtur á Íslandi var mjög hár rétt fyrir hrun.  

5. Eða er það til að komast í þetta Stórríkjasamband þar sem viðvarandi atvinnuleysi er hæst í heiminum.

Atvinnuleysi er minna en á Íslandi í þeim löndum ESB sem við berum okkur helst saman við.

Stöðugleikinn sem fylgir ESB og upptöku evru bætir samkeppnisstöðu landsins. Við það aukast erlendar fjárfestingar og nýjar útflutningsatvinnugreinar fá rekstrargrundvöll. ESB-aðild mun því væntanlega leiða til aukinna atvinnutækifæra. 

6. Eða er það til þess að komast inn í ríkjasamband þar sem nánast allar spár til lengri eða skemri tíma um lífskjör og hagvöxt eru neikvæðar, þ.e. annaðhvort dökkar eða kolsvartar.

Spár í þeim löndum sem við berum okkur saman við eru mjög góðar, mun betri en hér eins og skuldatryggingarálagið er góð vísbending um.

7. Eða er að til þess að gera fátækt og vesældóm hér að viðvarandi sjálfssögðum hlut. En nýjustu tölur frá hagstofu ESB (EUROSTAT) sýna að nær því fjórðungur fólks í ESB löndunum býr um eða undir fátæktarmörkum. Sambærilegar tölur fyir Ísland eru nær því þrisvar sinnum lægri.

Enn ertu sekur um líta svo á að meðaltöl í ESB muni eiga við um Ísland eftir aðild. Það er auðvitað fráleitt. Mörg ESB-ríki eru til sannindamerkis um það. ESB-ríkin eru hver með sinn fjárhag og hver með sína ríkisstjórn og sitt löggjafarþing.  

8. Eða er það til þess að taka upp hættulegasta gjaldmiðil í heimi EVRUNA. Sem hefur reynst mörgum aðildarríkjunum baneitraður skuldavafningur og eyðilagt efnahag þeirra.

Evran er alls ekki hættulegur gjaldmiðill. Vandi evruríkja er vegna mikilla skulda sem hafa ekkert með evruna að gera. Þvert á móti hefðu erlendar skuldir þeirra hækkað upp úr öllu valdi ef þau hefðu haft eigin gjaldmiðil sem óhjákvæmilega hefði hrunið 2008. Íslenska krónan er margfalt hættulegri en evran.

9. Eða er það til þess að borga inn í botnlausan banka brasks björgunarsjóðinn þeirra. En hlutur okkar í því botnlausa skuldasukki myndi fara í 500 milljarða skuldbindingu fyrir litla Ísland.

Björgunarsjóðurinn er aðallega á vegum evruríkjanna en er fjármagnaður víða að td frá AGS og Kína vegna mjög sérstaks tímabundins ástands.

Það eru mörg ár þangað til við getum tekið upp evru. Ef okkur líst illa á það þegar þar að kemur getum við verið með krónu áfram bundna við evru með vikmörkum í samvinnu við ECB. Evran er þó framtíðarmarkmið.

Annars veitir björgunarsjóðurinn lán sem endurheimtast nema ef einhver þjóð fer í þrot og þarf á afskriftum að halda. 

10. Eða eru hlunnindin falin í því að eyðileggja möguleika okkar og komandi kynslóða til þess að lifa sem frjáls og sjálfsstæð fullvalda þjóð, sem hefur alla burði til þess að skapa sér einhver bestu lífskjör í heimi, án ESB aðildar

Nei. þvert á móti tryggir ESB-aðild möguleika okkar á að lifa sem frjáls og fullvalda þjóð í eðlilegum samskiptum við aðrar þjóðir.

Ekki er lítils um vert að fá nauðsynlega bandamenn í þeim þjóðum þar sem mestur jöfnuður er í heiminum, mest lýðræði og mannréttindi mest í heiðri höfð.

Eins og sjá má eru þetta allt mjög léttvæg atriði miðað við þau hlunnindi sem fylgja því að taka upp evru.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 14:27

12 identicon

Spurningin er, Ásmundur, hvers vegna þú heldur áfram og áfram og áfram, þegar það er nokkuð augljóst að það mun ekki breyta neinu.

Hvers vegna gerirðu það?

Geturðu ekki svarað því?

Það er nefnilega merki um geðveiki að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðum.

Þannig að hver er tilgangurinn með þessu hjá þér? Það rakka þig allir niður, það er enginn sem tekur lengur mark á þér, en samt heldurðu áfram og áfram.

Ertu geðveikur, Ásmundur?

Hefurðu einhverntíman pælt í sjálfum þér?

Endilega útskýrðu þetta fyrir okkur. Skilgreining á geðveiki er skýr. Tilgangsleysi þinna skrifa er augljóst.

En samt heldurðu áfram og áfram og áfram.

Hvers vegna gerirðu það, Ásmundur?

palli (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 14:50

13 identicon

Er ekki hægt að segja það sama um þig nafni? Hvers konar tröllahegðun er þetta?

Ég tek ágætis mark á Ásmundi, enda rökfastur og málefnalegur, ólíkt þér. Flest mótrök andstæðinga ESB-aðildar hafa margoft og ítrekað verið hrundið en samt heldur langavitleysan áfram. "Við missum fiskinn!", "Við missum auðlindir", "Við missum sjálfstæðið og fullveldið!", "Við þurfum að fara í herinn!", "Landbúnaðurinn fer á hliðina!", "Evran er svo vond!", "Það er ekki hægt að fara úr ESB!", ESB er stór og vondur eineltisseggur sem bíður með blóðugar tennurnar og ætlar að borða litla Ísland!". Allt hefur þetta verið marghrakið og er endemis þvæla út í eitt. Staðreyndin er einföld. Það eru kostir og gallar við Evrópusambandsaðild. Meta þarf hvort kostirnir séu göllunum yfirsterkari ef inn er farið. Einnig þarf að meta í þessu samhengi og í ljósi reynslu okkar, hver framtíð okkar utan sambandsins sé. Þetta eru ekki trúarbrögð og ekki íþróttafélög til að halda með. Þetta er ískalt hagsmunamat og ekkert annað. Það eru engir landsölumenn eða þjóðníðingar. Það eru ekki heldur fláráðir landráðamenn með óhæfuverk í huga. Það er ömurlegt að horfa upp á málflutning sumra úr báðum fylkingum. Ógeðslegt hreinlega.

Páll (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 18:52

14 Smámynd: Elle_

Hann var ekki málefnalegri og rökfastari en svo þessi maður sem þú verð að hann kallaði alla sem komu með mótrök lengi vel öllu illu.  Og menn hreinlega gáfust upp á að rökræða eðlilega við hann.  Og ekkert skrítið að þeir hafi hætt að vera málefnalegir við hann.  Og allir pistlar í síðunni voru bull og rugl og snúandi hlutum á hvolf að hans mati. 

Sjálfur kallar þú oft menn öllu illu og ofstækismenn með öðru og hefur logið fólk inn í stjórnmálaflokka þannig að engan skal undra að þú ráðist nú inn og verjir einn mesta blekkingarmanninn og orðsóðann.  Við munum sannarlega missa fullveldið ef við látum ykkur ráða för en það gerum við ekki. 

Elle_, 19.2.2012 kl. 23:18

15 Smámynd: Elle_

Og við munum missa stjórn fiskveiðilögsögunnar beint til Brussel þó þið þrætið fyrir það.  Og kallið okkur öllu illu fyrir að segja það.  Við munum ekki einu sinni geta gert okkar samninga sjálf lengur við önnur ríki.  Það kallast FULLVELDISTAP.  FULLVELDISMISSIR.  Ætli þú komir ekki nú með ljótu orðin eins og oftast og eins og samherjum þínum í landsölunni er tamt?

Elle_, 19.2.2012 kl. 23:38

16 identicon

Elle Ericson, þú gerir lítið úr sjálfri þér með því að ráðast með offorsi á þá sem tala af viti.

Hverra hagsmuna ertu eiginlega að gæta? Þú ert ekki í þjóðskrá, ekki í Íslendingabók og ekki í símaskránni. Hvers vega hættirðu að nota fullt nafn eftir að ég benti á þessa staðreynd?

Allur þinn málflutningur skortir algjörlega rök og er því einskis virði. Ertu kannski útgerðarmaður?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 08:51

17 identicon

Núnú, Ásmundur, ég meina Jón Frímann, bara kominn með nýtt nafn.

Eru þetta margfeldisáhrif geðveikinnar?

og Ásmundur, hvers vegna eru að leita að fólki í þjóðskrá eða Íslendingabók eða símaskránni?

Þú ert fæðingarfífl. Þú hefur ekki greind til að taka þátt í vitibornum umræðum, og já, þú átt við geðræn vandamál að stríða.

Ó hvað ég get ekki beðið eftir að þessu ESB kjaftæði og trúarofstækisáróðri verði troðið aftur upp í görnina á ykkur, þaðan sem það kom.

Og þegar það gerist, Ásmundur, ekki hika við að leita til geðlækna.

palli (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 09:08

18 identicon

haha.. samt alveg brilliant hjá Ásmundi að svara Elle á þennan máta. Sýnir og sannar að Elle hitti naglann á höfuðið.

(sem og að hann gagnrýnir að Elle skrifar ekki undir fullu nafni (hvers vegna það?) en skrifar sjálfur undir platnafni.)

Þessu fífli er ekki viðbjargandi.

palli (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 09:14

19 Smámynd: Elle_

ÁSMUNDUR/ÓMAR: Ef ég kýs að nota eftirnafn/fullt nafn geri ég það.  Og geri það ekki ef ég kýs að gera það ekki.  Hinsvegar kemur þér það ekki neitt við.  Og svo hefur ÞÚ gert sjálfan þig að fífli.  SKRIFA AF VITI?????????   HAH, HHHAA, HA.  Það er útilokað að rökræða við þig.

Elle_, 20.2.2012 kl. 12:48

20 Smámynd: Elle_

Og svo ert það þú, ÁSMUNDUR/ÓMAR, sem ræðst á fólk og ætlar núna að snúa því upp á mig.  Nei, ég verst en ég ræðst ekki á neinn.  Og hvorugur ykkar, Páll eða þú, skrifar af NEINU VITI.  Og hef sagt það við hann fyrr.  Ykkur er báðum það tamt að ráðast á menn og oft troða þeim inn í Sjálfstæðisflokkinn.

Elle_, 20.2.2012 kl. 12:59

21 identicon

Þú ert nú ekki alveg í lagi E! Ég hef alveg ca. 3svar átt tal við þig á þessu bloggi og það eina sem þú getur tínt fram er að ég hafi sakað þig um að vera í Sjálfstæðisflokknum! Ætlarðu kannski að neita því að nafni minn er afar dónalegur og ómálefnalegur á þessari síðu? Finnst þér hann öflugur málsvari gegn ESB-aðild með svona tali?

Páll (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 23:48

22 Smámynd: Elle_

Jú, ég er alveg í lagi og meinti hvert orð. Og hef oft lesið yfirganginn þinn gegn fólki í Moggablogginu. En týpískt að þú skyldir fara að ráðast persónulega á mann. Og þú kallar fólk ´ofstækismenn´ fyrir það eitt að vera andstæðir yfirtöku Evrópusambandsins. Ertu ekki bara ´ofstækismaður´ sjálfur?? Og hefur logið fólk inn í pólitíska flokka líka nákvæmlega eins og hann vinur þinn að ofan. Kannski þú sért ekki sjálfur í lagi? Hvað nema ´ofstæki´ fær þig til að ljúga fólk opinberlega inn í pólitískan flokk??

Ætla ég að neita að Palli sé dónalegur? Ætla bara að svara einu um það: Skipti mér ekki af því hvaða orð hann notar við einn orðljótasta og stærsta rudda sem sést hefur í Moggablogginu. Ogí alvöru nenni ég ekki að ræða við ykkur tvo.

Elle_, 21.2.2012 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband