ESB forystan gengur með betlistaf um Peking
15.2.2012 | 11:37
Það lýsir vel örvæntingunni innan ESB um framtíð evrusvæðisins að tveir æðstu embættismennirnir, Van Rompuy forseti og Barruso framkvæmdastjóri, ganga þessa dagana milli æðstu ráðamanna Kína til að biðja þá að leggja fram fé í neyðarsjóð evrunnar. Enn hafa Kínverjar engu lofað.
Þeir félagarnir hittu Hu Jintao forseta í gær og eiga fund með Wen Jiabao forsætisráðherra í dag. Sagt er að Kínverjar hafi haft góð orð um einhvers konar stuðning en þeir munu engu hafa lofað um framlag í sjóðinn.
Að því er stefnt að í neyðarsjóðnum verði 500 milljarðar evra eða 81 þúsund milljarðar króna. Margir telja að sú upphæð sé allt of lág fyrir svo mörg ríki sem nú eru í hættu stödd. Til þess að lesandinn átti sig betur á upphæðinni má benda á að hún er aðeins sjö eða átta sinnum hærri en nam þeirri upphæð sem íslensku bankarnir voru í ábyrgð fyrir og tapaðist að mestu í hruninu. Ljóst er að forystumenn Kínverja hika og vafalaust óttast þeir að framlag þeirra sé fyrirfram tapað fé. Jafnframt er hugsanlegt að þeir vilji setja sín skilyrði á öðrum sviðum samskipta við ESB.
Samkomulag ESB við Grikki virðist litlu hafa breytt. Það sem á strandar er krafa ESB um að fá tryggingu fyrir því að þeir þingmenn sem kosnir verða í væntanlegum þingkosningum í Grikklandi standi við þá niðurstöðu sem samþykkt var nú um helgina.
Óveðursskýin halda áfram að hrannast upp yfir Evrópu. Evrusvæðið varð í gær fyrir enn einu áfalli þegar matsfyrirtækið Moody´s ákvað að lækka lánshæfismat nokkurra evruríkja.
Samkvæmt meðfylgjandi frétt mbl.is í gær eru tólf aðildarríki ESB sögð í hættu að lenda í nýrri efnahagskrísu einkum vegna skuldastöðu þeirra og skorts á samkeppnishæfni samkvæmt nýrri skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem var birt í dag. Ríkin sem um er að ræða eru Belgía, Búlgaría, Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Ítalía, Ungverjaland, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland. Fram kemur í skýrslunni að umrædd ríki þurfi að taka efnahagsmál sín til nánari skoðunar."Tólf ríki Evrópusambandsins í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú steinþegja allir þeir hinir háheilögu og sjálfskipuðu mannréttindapostular og ESB sinnar, sem hafa varla haldið vatni af vandlætingu og reiði ef íslenskir ráðamenn hafa svo mikið sem heilsað kínverskum ráðaamönnum.
Þeir gagnrýndu líka mjög harðlega og með háði og spotti þegar að til stóð að gera mjög hagstæðan fríverslunarsamning milli Íslands og Kína. En við hann var hætt þegar ESB umsóknin var send inn, vegna þess að allir sjálfsstæðir alþjóðaviðskiptasamningar íslenska ríkisins við erlendar þjóðir falla niður ef Ísland gerist aðili að ESB.
Nú steinþegja þeir þegar tveir æðstu valdamenn ESB stjórnsýsluapparatsins fara bugtandi sig og beigjandi með betlistaf í hendi fyrir Kínverska ráðamenn og grátbiðja um peninga fyrir hið hrinjandi EVRU svæði.
Það er ekki spurt núna, hvað eru þeir að sleikja þessa harðstjóra og mannréttindarbrjóta upp.
Nei þessar helstu silkihúfur ESB Elítunnar eru í þeirra augum háheilagir og ósnertanlegir, innvígðir og innmúraðir ESB aftaníossar, sem leyfist allt því að tilgangurinn einn helgar meðalið !
Þetta er svona ekki ósvipað og þegar Stalín samdi við Hitler, þá breyttist allt !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 12:28
Flestir loka augunum fyrir heimskreppunni sem hófst 2007 og mun væntanlega vara í 10-15 ár meðan verið er að vinda ofan af skuldavandanum.
Undantekningin er ESB sem öfugt við aðra bregst við til að lágmarka skaðann. Liður í því er að leita til allra sem hafa hagsmuna að gæta. Þar á meðal eru Kínverjar sem hafa fjárfest mikið í skuldabréfum í evrum undanfarin ár.
Þetta er auðvitað litið hornauga af þeim sem telja afneitun vera bestu lausn vandans og vilja helst fá frið til að fljóta sofandi að feigðarósi.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 15:18
Obama forseti USA hyggst lokka bandarísk framleiðslufyrirtæki aftur heim frá Asíu, og þ.m. Kína, með skattafríðindum. Þar með missir Kína spón úr aski sínum.
Fram hefur komið í fréttum að kínverskir séu tregir til þess að leggja fram fjármuni til ESB vandamálanna - það á eftir að koma í ljós hvort þeir vilji bæta sér upp USA tapið með innflutningi evrópskra fyrirtækja.
Kolbrún Hilmars, 15.2.2012 kl. 15:41
Ásmundur. ESB að lámarka skaðann? Með því að bjarga vonlausu ræningja-bankastjórnsýslunni óborganlegu og bólu-spilltu? Með því að herða sultarólina á þeim sem þeir rændu?
Spyr sá sem ekki skilur. Við þurfum skiljanlega íslenska raunveruleika-tengda Evrópustofu, sem sér um að íslenska. ESB leggur mikla áherslu á að varðveita tungumál hvers ríkis, segja þeir?
Það er margt sem stangast á!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2012 kl. 10:27
ESBsinnar, með Ásmund í fararbroddi, er það sem er kallað á ensku "Failed Cult"
palli (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.