Trúarsöfnuður ESB-sinna stingur höfðinu í sandinn
14.2.2012 | 11:52
ESB er í upplausn og evrusvæðið í hættu. Bretar beita neitunarvaldi gegn því að evruríkin leggi allt ESB undir sig. En hér á landi forðast þeir sem ábyrgð bera á ESB- umsókninni að ræða um framtíðarhorfur ESB þótt ljóst sé aðstæður eru gjörbreyttar og forsendur brostnar fyrir ESB-aðild.
Á þetta bendir Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, í ágætri grein í Morgunblaðinu 10. febrúar s.l: Einkenni sértrúarsafnaða er dauðahald í kreddur og kennisetningar sem veruleikinn hefur afhjúpað sem kjánaskap og vitleysu. ESB-sinnar á Íslandi eru haldnir þessu einkenni í ríkum mæli. Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að 16. júlí 2009 er ekki lengur til. Klofningur er staðfestur milli þeirra tíu ESB-ríkja sem standa utan evrusamstarfsins og hinna 17 sem nota evru sem lögeyri.
Evrópusambandið er í upplausn; Bretar beita neitunarvaldi gegn því að evruríkin 17 leggi allt Evrópusambandið undir sig; smáríkið Grikkland stundar fjárkúgun þar sem upplausn evrusvæðisins er í húfi fái Grikkir ekki lán sem þeir munu aldrei geta borgað til baka; Þjóðverjar heimta aukna miðstýringu á ríkisfjármálum allra aðildarríkja ef þeir eiga að draga gjaldþrota Suður-Evrópuríki að landi.
Vaxandi samstaða er meðal álitsgjafa, hagfræðinga og stjórnmálamanna í Evrópu um að evran beinlínis stuðli að ójafnvægi í efnahagsbúskap aðildarríkja. Til skamms tíma var litið á Þýskaland og Frakkland sem tvíeykið er drægi ESB-vagninn. Hagvísar þessara stórvelda Evrópusambandsins stefna í andstæðar áttir. Atvinnuleysi minnkar í Þýskalandi, opinberar skuldir lækka og hagvöxtur eykst. Í Frakklandi eykst atvinnuleysi, opinberar skuldir hækka og það dregur úr hagvexti. Málsmetandi hagfræðingar og stjórnmálamenn í Frakklandi telja að við svo búið megi ekki standa - þjóðarhagsmunum Frakklands sé ógnað með evrunni.
Ábyrgðaraðilar Evrópusambandsins segja ítrekað að evran og Evrópusambandið verði að haldast hönd í hönd; falli evran fellur Evrópusambandið. Af þessu leiðir óhjákvæmilega að aðeins tveir möguleikar standa opnir Evrópusambandinu.
Í fyrsta lagi að bjarga evrunni með stóraukinni miðstýringu þar sem vald þjóðríkja til skattlagningar og fjárlaga er framselt til Brussel sem yrði höfuðborg nýs ríkis Stór-Evrópu. Í öðru lagi að vinda ofan af evrunni og þar með Evrópusambandinu.
Evrópusambandið mun fyrr heldur en seinna taka afstöðu til þessara tveggja kosta. Hvorugur kosturinn er Íslendingum geðþekkur; við gætum aldrei orðið hluti af Stór-Evrópu meginlandsþjóðanna og algerlega tilgangslaust er að sækjast eftir aðild að félagsskap sem ætlar að leggja sjálfan sig niður, verði það ofan á.
Sértrúarsöfnuður ESB-sinna hér á landi stingur höfðinu í sandinn og ræðir ekki grafalvarlega stöðu evrunnar og Evrópusambandsins. Ábyrgðaraðilar umsóknar Íslands standa ekki fyrir neinni umræðu um stöðu Evrópusambandsins og framtíðarhorfur.
Innan við þriðjungur þjóðarinnar kaus Samfylkinguna, sem síðustu þingkosningar bauð einn flokka aðild að Evrópusambandinu sem lausn við helstu vandamálum lands og þjóðar. Þrír stjórnmálaflokkar: Vinstrihreyfingin - grænt framboð, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru með það á stefnuskrá sinni að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan.
Er ekki kominn tími til að taka utanríkismál lýðveldisins úr höndum sértrúarsafnaðarins sem er með heimili og varnarþing í Samfylkingunni?"Brotthvarf ekki óhugsandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En það var forysta VG sem segjast reyndar vera andsnúnir ESB aðild sem samþykktu að senda ESB umsóknina til Brussel og það voru líka þeir sem samþykktu að utanríkismál Íslenska Lýðveldisins ættu að hafa heimili og varnarþing hjá þessum sértrúarsöfnuði Samfylkingunni.
Þeir hafa líka látið þennan sértrúarsöfnuð valta yfir sig eins og að líða það að þessi áróðursmiðstöð ESB-stofa yrði sett hér á laggirnar með ómældum fjárframlögum beint frá Brussel og í þokkabót framhjá íslenskum skattalögum.
Sama á við lymskulega aðlögunarstyrkina og það mútufé allt saman. Þar hefur VG ekki einu sinni virrt sínar eigin flokkssamþykktir og sífellt gefið eftir !
Það verður fróðlegt að sjá hvort að þeir þingmenn VG sem enn eru í þingflokknum séu slíkar "gúngur og druslur" að samþykkja þetta og þar með að ætla að láta þessi landráð yfir sig og þjóðina ganga !
Ekki að furða að SJS sé orðinn úrillur og geðillur í ræðustól Alþingis. Fylgið er hrunið af honum og VG er orðið að örflokki fyrir ömurleg kosningasvik sín í ESB málunum !
Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 12:22
Það hefur að sjálfsögðu ekkert með trúarbrögð að gera að vilja stöðugan gjaldmiðil svo að einstaklingar og fyrirtæki séu ekki í stórhættu á að tapa aleigunni jafnvel svo að mikið eigið fé breytist í skuldir umfram eignir.
Að sækjast eftir mikilli lækkun raunvaxta og hóflegi verðbólgu evrulanda, sem gerir verðtryggingu óþarfa, hefur heldur ekkert með trúarbrögð að gera. Heldur ekki eftirsókn eftir lægra vöruverði og betri lífskjörum.
Nær væri að kalla það trúarbrögð að hafna öllum þessum hlunnindum og vilja frekar sitja uppi án bandamanna með ónýta krónu hvort sem hún er í höftum eða auðvald bráð vogunarsjóða.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 18:40
Auðvita flokkast það með trúarbrögðum að trúa á Evrópusambandið alveg eins og að en er til fólk sem trúir á Hitler.
Það eru til fleiri heimaklambraðir guðir en Múhameð og Jesú.
Það er hægt að kjafta allt til andskotans og ef krónan er ónýt, hver eyðilagði þá hanna?
Traust, mikið eða lítið, byggir á reynslu sem bara fæst með tíma og það er lengri og betri reynsla af krónu en Evru og Grikkir hafa líka betri reynslu af sínum gamla gjaldmiðli en Evru.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.2.2012 kl. 21:17
Menn færa ekki rök fyrir trúarbrögðum. Menn þurfa ekki á trú að halda til að aðhyllast það sem færð eru sterk rök fyrir. Það þarf aðeins skilning.
Reynslan af krónu er afleit. Hún hefur lækkað gagnvart danskri krónu niður í 1/2000 af því sem hún var þegar hún fékk fyrst sjálfstæða gengisskráningu á síðustu öld. Gengishrun krónunnar hefur valdið mörgum kollsteypum og haldið niðri lífskjörum almennings.
Skuldavandi heimila og fyrirtækja eftir hrun er aðeins eitt en gott dæmi um hve ónothæf krónan er sem gjaldmiðill.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 23:51
Alls engin rök eru fyrir að fara þarna inn í fullveldisafsalið og yfirráðin. Og okkur vantar ekki skilning. Þemur gjaldmiðli okkar eða dönsku krónuni ekkert við.
Elle_, 15.2.2012 kl. 00:41
Nei,Ásmundur en þegar trúin,sem er á dauðlegt vald,ber réttlætið ofurliði,er skilningi mínu ofboðið.
Sjáið færslu Einars Björns Bjarnasonar ,stjórnmála og Evrópufræðings: Þótt svo upptaka Evru,lækkaði vexti,myndi það aldrei skila hærri lífskjörum Grein hans fjallar síðan um það efni.
Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2012 kl. 00:44
@ Ásmundur Friðriksson.
Auðvitað er trú þín á ESB fyrirbærið ekkert annað en hrein glópska og/eða trúarbrögð sem standast enga skoðun.
Þú hlustar heldur aldrei á rök þeirra sem sýna skýrt fram á hvað þetta apparat hefur reynst óskilvirkt, ólýðræðislegt, spillt og handónýtt og alls ekki þess umkomið að geta hjálpað til við að bæta lífskjör almennings.
Þú talar hér digurbakkalega um hvað íslenska krónan sé slæm og ónothæf og hafi haldið hér niðri lífskjörum almennings.
Samt er það svo að Ísland býr við mun betri lífskjör en meðaltal ESB/EVRU landana og betri og jafnari lífskjör og minna atvinnuleysi en flest öll þeirra.
Þetta eru staðreyndir.
Bendi þér á að amkvæmt nýjustu tölum frá EUROSTAT hagstofu Evrópusambandsins hafa þeir nú birt sláandi tölur um vaxandi umfang fátæktar í Evrópulöndunum. Samkvæmt þeirra tölum þá búa 23% um eða undir skilgreindum lágtekjumörkum og hættu á félagslegri einangrun.
Ef eingöngu er litið á hversu stór hluti hverrar þjóðar var fyrir neðan þessi skilgreindu lágtekjumörk, þá kemur í ljós að meðaltalið í Evrópu var 16% árið 2010, á meðan það var á sama tíma 9,8% á Íslandi. Semsagt að meðaltali voru 63% fleiri Evrópubúa undir þessum skilgreindu lágtekjumörkum en íbúar krónu ríkisins Íslands.
Í öllum þessum samanburði EUROSTAT koma lífskjör á Íslandi mun betur út í samanburði við Evrópulöndin. Jafnvel þó svo að við tökum sérstaklega út Noeg, Svíþjóð, Finnland og Danmörku þá er Ísland líka að koma mjög sterkt út í samanburði við þá granna okkar.
Sama má reyndar segja um allar nýlegar lífskjaraúttektir sem OECD og aðrar alþjóðastofnanir hafa gert, þar er Ísland nánast allsstaðar að skora mjög hátt á hinum alþjóðlega lífskjara skala.
Auðvitað er Ísland ekki fullkomið og þar er auðvitað mjög margt sem þarf að bæta og laga, en við bætum ekkert með því að taka upp skuldavafninginn EVRUNA og ganga inn í þetta síhrakandi fátæktar bandalag ESB.
Sem nú er talið versta atvinnuleysissvæði veraldar og lægsta hagvaxtarsvæði heims.
Allar alþjóðlegar spár til lengri eða skemri tíma um þróun og lífskjör á ESB og EVRU svæðinu eru annaðhvort dökkar eða kolsvartar.
Svo reynir þú sífellt og gagnrýnislaust að selja okkur ESB og EVRUNA og mála þetta vandamálabandalag í einhverjum rósrauðum litum, þvert á allar raunverulegar staðreyndir og þvert á allar spár og þvert á það sem að fólk sér og heyrir sem hefur fyrir því að skoða fréttir og fylgist með.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 12:03
Gunnlaugur, eins og ég hef áður bent á skiptir svona samanburður við meðaltöl evruríkja engu máli. Ertu virkilega að halda því fram að eftir inngöngu í ESB verði Ísland nálægt meðtali evruríkja í þessum atriðum?
Eftir ESB-aðild höldum við auðlindum okkar, þar á meðal fiskimiðum. Staða okkar verður þá miklu betri en flestra Evrópuþjóða. Staða ESB-þjóða er mjög misgóð. Sum eru betur sett en við, önnur verr stödd.
Ertu hræddur um að við þurfum að greiða svo mikið til ESB umfram það sem við fáum að það eitt og sér muni rýra verulega lífskjör okkar?
Það er af og frá eins og þessi mikli munur á ESB-ríkjum er vísbending um. Sem dæmi um þennan mun eru lágmarkslaun í Danmörku 12-13 sinnum hærri en í Búlgaríu.
Við höfum þurft að greiða til ESB vegna EES-samningsins mun meira en við fáum. Samt sem áður snarbötnuðu hér lífskjör eftir að EES-samningurinn tók gildi.
Sama verður upp á teningnum varðandi ESB-aðild okkar. Afnám hafta, stöðugleiki, vaxtalækkun, vöruverðslækkun, minni verðbólga, afnám verðtryggingar og tollaívilnanir, svo að eitthvað sé nefnt, hafa miklu meira vægi en greiðslumunur til ESB.
Krónan býður annaðhvort upp á gjaldeyrishöft til frambúðar og þá væntanlega úrsögn úr EES, eða að hún mun sveiflast eins og pendúll og vera auðveld bráð vogunarsjóða sem geta auðveldlega lagt hana í rúst með skortsölu.
Þá er illu í efni fyrir okkur sérstaklega án bandamanna í heiminum.
Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifaði stjórnvöldum bréf þegar til stóð að gefa viðskipti með krónur frjáls 2001 og varaði alvarlega við því. Það er enn meiri ástæða til að vara við því núna bæði vegna heimskreppu og einnig vegna aukinnar alþjóðavæðingar.
Haftabúskapur er það sem við eigum helst að varast að mati Jónasar Haralz sem nú er nýlátinn. Ef þú hefur ekki lesið frábært viðtal Illuga Jökulssonar við hann ráðlegg ég þér og öðrum eindregið að lesa það.
Illugi endurbirti viðtalið í gær í pistli sínum Höft og kreppa.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 16:49
"Krónan er fíllinn í stofunni
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir íslensku krónuna í raun vera fíllinn í stofunni. Þetta gangi ekki mikið lengur og segir að þeir sem vilja ekki ganga í Evrópusambandið og taka upp evru skuldi þjóðinni að benda á aðra lausn. Staðan eins og hún er í dag gangi hreinlega ekki upp. Þetta kom fram í máli Jóns á Viðskiptaþingi í dag."
Hver er lausn Vinstrivaktarinnar? Hvaða lausn ert þú með, Gunnlaugur?
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/15/kronan_er_fillinn_i_stofunni/
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 17:25
Jón Sigurðsson kemur inn á nokkur atriði sem ég hef margsinnis nefnt:
Gríðarlegir fjármagnsflutningar fylgja sveiflum krónunnar:
"Óstöðugur gjaldmiðill eykur sveiflur og leiðir til gríðarlegra tilfærslna. Það sé grundvöllur reiðinnar í þjóðfélaginu því gríðarlegir peningar séu fluttir á milli hópa."
Höftin flæma fyrirtæki frá landinu. Þau minna helst á kommúnistaflokkinn í Austur-Þýskalandi:
"Forstjóri Össurar sagði gjaldeyrishöftin minna helst á kommúnistaflokkinn í Austur-Þýskalandi. Hann segir að alþjóðleg félög geti ekki starfað á Íslandi til langframa vegna haftanna. Hann segist hins vegar vonast til þess að Össur yfirgefi ekki Ísland á næstunni."
Ýmsir verða ríkir á krónunni á kostnað almennings:
"Að auki ræddi Jón um þær gríðarlegu tilfærslur sem hafa orðið milli kynslóða og þjóðfélagshópa og sagði hann gjaldmiðilinn eiga þar stóran þátt. Þannig væri besta leiðin til að auðgast á Íslandi að vera á réttum stað þegar þessir fjármagnsflutningar verða."
Meiri stöðugleiki nauðsynlegur:
"Það sem þarf að gera að mati Jóns er þrennt: að stækka kökuna, þ.e. að auka innlendar og erlendar fjárfestingar, að minnka gatið á tómatsósuflöskunni, þ.e. meiri stöðugleiki og að setja fílinn úr stofunni með því að tengjast stærra myntsvæði."
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 17:47
Engin rök eru fyrir að fara inn í eymdina og fullveldisafsalið þó þú nánast einn viljir það. Enda hlustar ekki á nein rök.
Elle_, 15.2.2012 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.