,,Allar tálvonir um lýðræðislega þróun ESB hrundu með nýjasta efnahagssamkomulaginu." Prófessor Costas Douzinas lagaprófessor og forstöðumaður Birkbeck lagastofnunarinnar við University of London og Jonas Sjöstedt formaður sænska Vinstri flokksins eru meðal þeirra sem hafa látið þessa skoðun í ljós. Samkomulagið, sem 25 af 27 þjóðum Evrópusambandsins eiga aðild að, byggir á mun meiri inngripum ESB inn í fjármál einstakra þjóða en áður hefur þekkst. Kjörnir fulltrúar eru sífellt valdalausari og almenningur á erfitt með að koma sínum sjónarmiðum að. Douzinas gagnrýnir einkum nýfrjálshyggjuna sem hann telur að einkenni þetta samkomulag. Íslendingar, sem brennt hafa sig ærlega á nýfrjálshyggjunni á árunum fyrir bankahrunið ættu að heyra viðvörunarbjöllurnar hringja.
Douzinas er höfundur bókarinnar The End of Human Rights og Human Rights and Empire. Um hann og ummæli hans í fréttum og fræðum má meðal annars lesa í breska blaðinu The Guardian:
http://www.guardian.co.uk/profile/costas-douzinas
Nánar má lesa um þessa umfjöllun í vefútgáfu norska vinstiblaðsins Klassekampen:
http://klassekampen.no/59859/article/item/null/slik-samles-makten-i-eu
Athugasemdir
Össur og co heyra ekki í viðvörunar bjöllum því þau halda fyrir eyrun og þau sjá ekki greinar sem skrifaðar eru þar sem vandanum er lýst því þau halda fyrir augun, en því miður þá halda þau ekki fyrir munninn og út úr honum vellur dæmalaus vitleysa.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 15:40
Það er eins hjá ESB og hjá aðildarríkjunum að það er ekki hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um alla hluti, allra síst þegar mikið liggur við að bregðast skjótt við.
Það er langsótt að tala um að nú hafi verið stigið alvarlegt skref gegn lýðræði í ESB.
Aðgerðirnar eru háðar samþykki stjórnvalda í hverju landi og þurfa samþykki helstu stofnana ESB. Þar sitja kjörnir fulltrúar sem eru ýmist kosnir beinni kosningu eða af kjörnum fulltrúum aðildarríkjanna.
Allt tal um lýðræðishalla í ESB er á villigötum. Það er ekki rétt að alltaf fáist endilega best niðurstaða með beinum kosningum fólksins á fulltrúum eða í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Sum mál eru svo viðkvæm að hætt er við að tilfinningar hlaupi með fólk í gönur. Önnur mál eru svo flókin að einungis sérfræðingar eru færir um að leggja mat á allar hliðar þeirra.
Það getur því verið heppilegt að kjörnir fulltrúar en ekki kjósendur velji þá sem taka ákvarðanir í ákveðnum málum. Þetta á við um einstök ríki og einnig ESB.
Fólk er upptekið af því að fjárveitingar, lög og reglur séu með sanngjörnum hætti sem tryggi mannréttindi og jafnræði. Það er aðalatriðið en ekki hverjir tóku ákvarðanirnar.
Eftir gildistöku EES-samningsins hafa Íslendingar orðið varir við ýmsar réttarbætur á Íslandi. Þeir hafa hins vegar ekki verið uppteknir af því hvernig var staðið að setningu þeirra laga sem tryggðu þær.
Langflest lagafrumvörp ESB þarf að samþykkja á Evrópuþinginu. Fulltrúar þar eru kosnir beinni kosningu á fimm ára fresti.
Við munum fá sex þingmenn sem er 12.5 sinnum meira en íbúafjöldinn segir til um. Hver þingmaður hefur jafnmikið vægi í atkvæðagreiðslum.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 20:24
Ásmundur. Mikil og sterk er trú þín á sérfræðingana, þrátt fyrir bitra reynslu almennings af þeim í sambandi við hrunið. Og mikil er vantrú þín á dómgreind ó-sérfræðimenntaðs almennings.
Er það trú þín að almenningur hafi ekki vit á neinu öðru en að þræla fyrir öllum ESB-herlegheitunum, sem á að færa okkur gull og græna skóga?
Hvað þurfa svo ó-sérfræðimenntaðir þrælarnir að borga á ári fyrir herlegheitin í fyrirheitna landinu? Það veit ekki nokkur maður í dag, hvernig ESB þróast. Ætli atvinnuleysisbæturnar dugi? Með hverju á almenningur að borga aðildina, þegar hann hefur ekki einu sinni efni á að hafa þak yfir höfuðið og mat á borðið?
Er ekki einhver nógu mikill sérfræðingur til, sem getur svarað þessu af þekkingu, heiðarleika og hreinskilni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2012 kl. 11:07
Anna Sigríður, í raun er það ekki flókið mál að gera sér grein fyrir að meira fullveldisafsal fylgir ESB-aðild en EES-samningnum. Vegna þess að við erum í EES verðum við að taka við tilskipunum frá ESB án þess að hafa neitt um þær að segja.
Eftir inngöngu í ESB tökum við fullan þátt í öllum ákvörðunum og getum beitt okkur gegn öllu því sem við teljum rangt. Af þessu ætti að vera ljóst að við endurheimtum að hluta fullveldið með inngöngu í ESB. 75% af lögum og reglum ESB verðum við nú þegar að hlíta skv niðurstöðu norsku nefndarinnar.
Andstæðingar ESB-aðildar taka hins vegar ekki rökum. Þeir eru í afneitun gagnvart staðreyndum og halda úti blekkingaráróðri. Þeir geta auðveldlega mótmælt því sem óbreyttir halda fram á netinu.
En þegar þeir mótmæla niðurstöðu úr tveggja ára rannsókn hæfustu sérfræðinga án þess að færa fyrir því nein rök þá er ljóst að um afdneitun er að ræða.
Að sjálfsögðu eru sum mál svo flókin að þau krefjast ítarlegrar rannsóknar hæfustu sérfræðinga. Icesave er slíkt mál og einnig ESB-aðild. Enginn ætti að greiða atkvæði í slíkum kosningum án þess að kynna sér niðurstöður sérfræðinganna og rök þeirra.
Með því að segja nei við Icesave-samningi Buchheit var tekin gífurleg áhætta að óþörfu. Enn á eftir að koma í ljós hvort við verðum svo ljónheppin að þurfa ekki að gjalda fyrir það dýru verði.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 14:37
Anna Sigríður er ekki svo græn að trúa svona þvættingi um það sem í alvöru var ólöglegur kúgunarsamningur (ICESAVE) og hinsvegar yrði FULLVELDISAFSAL.
Elle_, 3.2.2012 kl. 15:32
Hvaða heilaþvottastöð skyldi hafa afmáð úr huga Elle Ericson málaferlum ESA fyrir EFTA-dómstólnum gegn íslenska ríkinu vegna Iceasve?
Kröfur ESA ganga út á að ríkið greiði allan höfuðstól Icesaveskuldarinnar en ekki bara lágmarkstrygginguna sem samið var um.
Sérstaklega er athyglisvert hvernig heilaþvottastöðin hefur sannfært Elle um að hún hafi dómsvald til að kveða upp endanlegan úrskurð um lögmæti Icesave-kröfunnar.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 20:08
Endilega bulli ÁSMUNDUR/ÓMAR endalaust um heilaþvott og heilaþvottastöðvar og enn verri þvætting ef Vinstrivaktin ætlar að leyfa honum endalaust að vaða uppi. Kúgunarsamningur Jóhönnu og Steingríms verður jafn ólögleg krafa fyrir það, án dómsúrskurðar og gegn lögum.
Elle_, 3.2.2012 kl. 21:17
Skrifa ætti blog.is um þrjót þann sem sakar fólk um ´heilaþvott´ að ofan og víðar og ýmislegt ljótt og hinn sem sakar fólk út í loftið um blint þjóðernisofstæki´ og ´hægri öfgaþjóðrembing´. Það gengur ekki að fólk geti ekki fengið að koma með rök í friði án þess að á það verði ráðist með níði og þvættingi.
Elle_, 3.2.2012 kl. 21:59
Og eitt ruglið að ofan í þessum forherta manni: ´Sérstaklega er athyglisvert hvernig heilaþvottastöðin hefur sannfært Elle um að hún hafi dómsvald til að kveða upp endanlegan úrskurð um lögmæti Icesave-kröfunnar.´
3.2.2012 kl. 20:08
Hvílík fjarstæða og endemis rugl.
Elle_, 4.2.2012 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.