Fylgi við ESB-aðild í Noregi er bókstaflega að gufa upp
25.1.2012 | 11:52
Árum saman hömruðu íslenskir ESB-sinnar á því að Norðmenn myndu brátt ganga í ESB. Við þyrftum því að flýta okkur að ganga ESB svo að við sætum ekki einir eftir í EES. Í dag styðja aðeins 15% Norðmanna ESB-aðild og sjálfur utanríkisráðherra Verkamannaflokksins er tvístígandi!
Forystumenn Verkamannaflokksins í Noregi haf lengi verið ákafir ESB-sinnar líkt og forysta Alþýðuflokksins og síðar Samfylkingarinnar hér á landi. Utanríkisráðherra Norðmanna, Jonas Gahr Störe, var stuðningsmaður aðildar 1994 eins og mikill meiri hluti Verkamannaflokksins. En nú segir hann í blaðaviðtali að hann yrði að hugsa sig tvisvar um ef hann stæði frammi fyrir þessari spurningu í dag.
Þetta kemur fram í Klassekampen, málgagni vinstrimanna, mánudag 23. janúar (klassekampen.no).
Fólkið er hinsvegar með sinn dóm á hreinu. Einungis 15,3% kjósenda hefur jákvæða afstöðu gagnvart ESB-aðild samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Klassekampen. Það er nýtt lágmark fyrir já-hliðina. 75,3% segja nei, sem einnig er nýtt met," segir blaðið.
Formaður Miðflokksins, sem situr í stjórn með Verkamannaflokknum og SV, Liv Signe Navarsete, telur eðlilegast að svo afgerandi þjóðarvilji gegn ESB-aðild hljóti að sýna sig í norskri ESB-pólitík. Þótt mikill munur sé á EES og ESB sé fullljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji ekki nálgast frekar ESB. Þvert á móti væri eðlilegra að spyrna á móti hvað varðar EES-samninginn. Fólk sjái að Norðmönnum vegni vel utan ESB og það vilji ekki að Noregur samlagist efnahagsstefnu ESB meira en orðið er.
Athugasemdir
Þetta eru ánægjulegar fréttir, sífellt einangrast ríkisstjórn Íslands meira og meira í þessu ESBbulli sínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:58
Norðmenn hafa efni á að standa utan ESB. Íslendingar hafa það ekki.
Auk þess er miklu meiri spilling í íslenskri stjórnsýslu en norskri. Smæðin gerir okkur erfitt fyrir. Við verðum eins og korktappi í ólgusjó sem mun reka stjórnlaust undan hvers kyns utanaðkomandi áhrifum.
Auðvitað er lítill áhugi á ESB-aðild núna í Noregi. Það skiptir okkur hins vegar engu máli enda enn langt í að kosið verði um aðild á Íslandi.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 17:06
Hvernig stendur á því að ég hef ennþá ekki séð eða fundið neitt sem staðfestir það að við Íslendingar höfum ekki efni á því að standa utan ESB? Kanski Ásmundur Harðarson geti komið með rök sem sanna þá fullyrðingu hans sem sést hérfyrir ofan.
En á meðan ekki hafa fundist rök sem sýna það og sanna að við séum betur sett í ESB en fyrir utan, vel ég að standa fyrir utan. Annað er fásinna að ætla okkur inn í ESB, engin rök sem enn hafa komið hafa sannfært mig um að við egum að fara í ESB.
Við erum og höfum ávallt verið betur sett sem sjálfstæð fullvalda þjóð og ég kem til með að standa við það nú se endranær.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 25.1.2012 kl. 18:38
Ólafur, ef við verðum ekki sjálfstæð fullvalda þjóð í ESB þá erum við það enn síður í dag vegna EES.
Í EES verðum við að fylgja tilskipunum frá Brussel. Í ESB verður það liðin tíð því að þá tökum við sjálf allar ákvarðanir í samstarfi við aðrar þjóðir.
Norsk sérfræðinganefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að meira fullveldisafsal fylgi ESB-aðild en EES-samningnum. Með EES-samningnum höfum við tekið upp 75% af lögum og reglum ESB að mati nefndarinnar.
En varðandi fjárhagslegan ávinning af að ganga í ESB er best að byrja á kostnaðinum við að hafa krónu.
Gjaldeyrishöftum og sveiflum á gengi krónunnar fylgir mikil spilling sem er almenningi mjög dýr.
Fámennur hópur getur hagnast gífurlega á kostnað almennings. Þetta kemur meðal annars fram í miklu meiri eftirspurn en framboði eftir dýrum einbýlishúsum um þessar mundir.
Sveiflum á gengi krónunnar fylgja miklir fjármagnsflutningar frá almenningi til auðmanna. Þegar gengi krónunnar hrynur gerist allt það versta á sama tíma. Lán hækka upp úr öllu valdi, atvinna minnkar, laun standa í stað og íbúðarverð lækkar.
Þetta þýðir í mjög mörgum tilvikum að eigið fé upp á milljónir í íbúð gufar upp og áhvílandi skuldir verða hærri en íbúðarverðið. Margir verða gjaldþrota.
Slíkt ástand er mjög dýrt fyrir alla nema þá örfáu sem geta og hafa geð í sér til að hagnast á ástandinu á kostnað almennings.
Svona ástand getur sett ríkissjóð á hvolf eins og við höfum reynslu af. Skattgreiðendur borga brúsann.
Krónan er ónothæfur gjaldmiðill fyrir fyrirtæki í útflutningi ef þau njóta ekki sérstakrar verndar. Góð rekstarskilyrði geta auðveldlega orðið vonlaus vegna breytinga á gengi krónunnar. Við blasir gjaldþrot eða flutningur úr landi.
Með krónu á floti er að mínu mati aðeins tímaspursmál hvenær næsta hrun verður. Það verður verra en 2008 vegna þess hve erlendar skuldir eru nú miklar. Með gengisfalli krónunnar hækka erlendar skuldir samsvarandi. Þær geta þá orðið ríkinu óviðráðanlegar.
Með þeim stöðugleika sem fylgir evru lækka skuldir almennings jafnt og þétt. Greiðslubyrði lána verður miklu minni enda vextir lágir, verðbólga lítil og vertryggingar ekki lengur þörf.
Með þeim stöðugleika sem fylgir evru verður útflutningur samkeppnishæfari en áður. Ný störf verða til og gjaldeyristekjur aukast. Líkur minnka á greiðsluþroti ríkissjóðs.
Vegna skaðlegra sveiflna á gengi krónu á floti og hættu á hruni af þeirra völdum tel ég víst að við verðum að hafa gjaldeyrishöft til frambúðar. Það samræmist hins vegar ekki EES-samningnum.
Með úrsögn úr EES lækka gjaldeyristekjur og ríkið mun eiga í enn meiri erfiðleikum með að greiða af lánum. Einangrunin sem fylgir uppsögn EES-samningsins verður veruleg enda missum við þau réttindi sem við höfum í dag í ESB- og EES-löndum.
Þá verðum við í sömu stöðu gagnvart ESB- og EES-löndum og útlendinga frá öðrum löndum á Íslandi í dag. Það verður dapurlegt.
Króna krefst mjög öflugs gjaldeyrisvarasjóðs sem er dýrt að halda úti.
Fleira má telja til en ég læt þetta nægja í bili.
Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 20:08
Dýrt eða ekki dýrt. Fullveldi lands snýst bara ekkert um dýrt eða ódýrt. Við ætlum ekkert að segja okkur á bæinn Brussel hvað sem dýrt líður.
Elle_, 25.1.2012 kl. 22:22
Sú þjóð sem afsalar sér frelsi sínu í von um efnahagslegan ávinning, á hvorugt skilið.
Thomas Jefferson
G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2012 kl. 22:35
Þetta frelsi, sem þið kallið svo, er þegar horfið með ESS-samningnum, í enn meiri mæli en með ESB-aðild. Hve oft þarf að endurtaka það?
Annars er þetta frelsistal ykkar vægast sagt hæpið. Með samvinnu þjóða eykst frelsi þeirra. Frelsi eykst með betri efnahagslegri afkomu.
Það er td aukið frelsi að njóta sömu réttinda í ESB-löndum og íbúar þar eða geta keypt vörur þaðan á sama verði og íbúarnir. Tollaívilnanir eru aukið frelsi.
Frelsið sem þið stefnið að er frelsi Bjarts í Sumarhúsum. Það er þrældómur.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 22:52
Endalaust efnahagstal þitt og tollatal kemur ekkert fullveldi okkar við. Hættu nú að pína þessu Brusselveldi upp á okkur. Við kærum okkur ekki um að vera þarna. Við ætlum að vera frjáls meðal ríkja heims.
Elle_, 25.1.2012 kl. 23:00
"Sú þjóð sem afsalar sér frelsi sínu í von um efnahagslegan ávinning, á hvorugt skilið."
Innganga þjóðar í ESB á ekkert skylt við það sem Thomas Jeffersson á við með þessum orðum. Ekki er um neitt óafturkræft afsal á frelsi eða sjálfstæði að ræða og engri borgun er lofað fyrir.
Þetta er samvinna margra þjóða á jafnréttisgrundvelli. Þær hagnast allar á því enda ljóst að annars myndu þær ekki taka þátt. Þær geta hætt samstarfinu ef þeim sýnist svo.
Þetta á því ekkert skylt við óafturkræft afsal á fullveldi einnar þjóðar til annarrar.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 23:11
Málshátturinn passar akkúrat vel þarna. Við ætlum að vera frjáls meðal ALLRA ÞJÓÐA HEIMS. Ætli ég noti ekki Ásmundar orð: ´HVE OFT ÞARF AÐ ENDURTAKA ÞAÐ?´
Elle_, 25.1.2012 kl. 23:22
Hvaða málsháttur?
Elle, telurðu að órökstuddar furðulegar fullyrðingar þínar hafi sama vægi og niðurstaða norsku sérfræðinganefndarinnar eftir tveggja ára starf ?
Kanntu ekki annan betri?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 00:17
Orð Thomas Jefferson var það sem ég meinti. Og svo eruð þið Össur langfyndnastir allra með ykkar blekkingar og órökstuddu GRIMS ÆVINTÝRI.
Elle_, 26.1.2012 kl. 00:30
Síðuhaldarar, hvað með að banna bara ip-töluna hjá þessum Ásmundi?
Það er ekkert að því. Maðurinn er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann. Hann gæti jafnvel þurft að fara út úr húsi og gæti jafnvel eignast líf!
Heilaþvegnara grey hef ég aldrei séð.
Mig grunar að þetta sé hann Jón Frímann eða Ómar Bjarki, þeir einu sem maður hefur tekið eftir sem eru jafn illilega ruglaðir og téður Ásmundur.
...já og Jefferson minnir mig að hafa sagt málsháttinn ...að sá sem afsalar sér frelsi í von um öryggi, eigi hvorugt skilið, né mun öðlast frelsi né öryggi.
palli (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 08:47
Hlustið á viðtal við Mörtu Andersen sem er/var einn af aðalbókurum ESB en hún sagði meira en Brussel menn vildu. Link á síðu minni.
Valdimar Samúelsson, 26.1.2012 kl. 09:37
Ásmundur Harðarson. Hvað ertu að fara með því að segja að við höfum ekki efni á að standa utan ESB. Við brauðfæddum þessar þjóðir í hundruðir ára og nú eigum við ekki að geta staðið á eigin fótum. Erum við ekki sjálfbær þjóð og ef ekki getum við þá ekki gert okkur það.Við viljum enga styrki frá ESB né ölmusu.
Valdimar Samúelsson, 26.1.2012 kl. 09:41
Hér er linkið að lögum um sendiráð starfandi á íslandi og öðrum löndum. Það er undarlegur skratti hve ESB sinnar eru vitgrannir á Lög eða er það bara brotavilji þeirra sem knýr þá áfram.
http://skolli.blog.is/admin/blog/?entry_id=1219027
Valdimar Samúelsson, 26.1.2012 kl. 09:44
Valdimar, lestu athugasemd mína #4. Þar færðu svör við spurningu þinni.
Við höfum ekki efni á öllu því tjóni sem krónan veldur hvort sem hún er í höftum eða á floti. Íslenska ríkið er mjög skuldugt.
Við vorum heppin að sleppa þó þetta vel eftir hrunið 2008. Þó varð tjónið gífurlegt. Hætt er við að við verðum ekki jafnheppin næst.
Örþjóð með ónýtan gjaldmiðil án bandamanna er eins og korktappi í ólgusjó, varnarlaus gagnvart utanaðkomandi áhrifum.
Það er afneitun að telja sér trú um annað.
Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 20:21
Ef að við "verðum" að taka upp tilskipanir frá Brussel vegna EES þá verðum við í engum betri málum ef við segjum okkur Brussel á vald. Það ætti að segja sig sjálft að þá fyrst koma ákvarðanatökur Brusselmanna að verða sjálfkrafa að lögum. Að halda hinu fram um EES. sem Jón Baldvin þröngvaði uppá þjóðina á sínum tíma er firra...
Langbest að hætta þessu ESB bulli þar sem við komum hvort eð er ekki til með að hafa nein áhrif þegar inn er komið. Það er sama hvað Jón Frímann og hans líkar "copy paste-a" á bloggið, það kemur ekki til með að breyta staðreyndum.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 27.1.2012 kl. 10:51
Algjörlega hárrét Ólafur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 12:08
Ólafur, aðstæður fyrir Ísland til að hafa áhrif í ESB eru mjög góðar.
Framkvæmdastjórnin hefur einn fulltrúa frá hverri þjóð. Þeir kallast framkvæmdastjórar og hefur hver þeirra umsjón með ákveðnu sviði í starfsemi ESB. Framkvæmdastjórnin undirbýr lagafrumvörp auk annarra verkefna.
Leiðtogaráðið, sem eins og nafnið bendir til, er skipað leiðtogum allra  aðildarríkjanna, markar stefnuna. Ráðherraráðið, sem er skipað ráðherrum aðildarríkjanna, samþykkir lög og fjárveitingar ásamt Evrópuþinginu. Þingmannafjöldi okkar er 12.5 sinnum meiri en hlutfall okkar af  íbúafjöldanum.
Að láta sér detta í hug að Ísland muni ekki hafa nein ahrif bendir til mikillar vanmáttarkenndar fyrir hönd Íslendinga. Að telja víst að ESB muni með lagabreytingum sölsa undir sig auðlindir okkar, eins og margir halda fram,  bendir til vænisýki.
Lýðræði og mannréttindi eru í meiri í hávegum höfð í ESB en annars staðar í heiminum. Það er því útilokað að ESB sölsi undir sig auðlindir einstakra þjóða enda myndi það leysast upp ef slíkt væri reynt.
Í ESB er lýðræði og mannréttindi í hávegum höfð. Lögð er sérstölk áhersla á að ESB hafi hagsmuni allra aðildarþjóðanna að leiðarljósi innan þess ramma sem lýðræði og mannréttindi setja.
Hvers konar yfirgangur er ekki liðinn hvort sem um er að ræða yfirgang til að sölsa undir ESB auðlindir einstakra þjóða eða til að tryggja hagsmuni einstakra þjóða á kostnað annarra. 
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 15:41
Og svo ættuð þið Brusselfarar að fara að hætta að halda fram lygasögunni um tollalækkun. Við höfum ALDREI þurft Brussel til að hækka eða lækka gjöld og tolla. Við erum með löggjafarvald sem gerir það og getur. Það kemur Brussel eða Evrópusambandinu ekki neitt við. Þið skuluð ekki halda að við vitum ekki neitt og þið getið logið að okkur að vild.
Elle_, 27.1.2012 kl. 18:52
DON´T FEED THE TROLLS, elskurnar þessi Ásmundur sem sennilega er ekki einn af þessum þremur sem til eru á þjóðskrá er það sem kallað er tröll, annað hvort að tröllast í fólki eða bara svo aumkvunarlega heftur og heilaþveginn að hann hvorki skilur nei veit. En hverjum heilvita manni sem les innlegginn hans sést að hér fer annað hvort heilaþveginn einstaklingur eða tröll sem er að atast í fólki. Hann hefur ekkert fram að færa, leggur þennan vef í einelti og fáa aðra. Honum er raunar vorkunn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 19:00
ÁSMUNDUR: - - - Að láta sér detta í hug að Ísland muni ekki hafa nein ahrif bendir til mikillar vanmáttarkenndar fyrir hönd Íslendinga. Að telja víst að ESB muni með lagabreytingum sölsa undir sig auðlindir okkar, eins og margir halda fram,  bendir til vænisýki.- - -
HEYRIRÐU NOKKUÐ? LESTU NOKKUÐ? VIÐ GETUM AUÐVITAÐ ENDURTEKIÐ ÞAÐ ÚT Í HIÐ ÓENDANLEGA AÐ VIÐ YRÐUM MEÐ SKITIÐ NÚLL KOMMA NÁNAST EKKI NÆTT VÆGI ÞARNA Í STÓR-ÞÝSKALANDINU. ÞAÐ KEMUR HVORKI ´VANMÁTTARKENND´ NÉ ´VÆNISÝKI´ VIÐ AÐ ÞAÐ YRÐI ÞANNIG:
Elle_, 27.1.2012 kl. 19:07
Elle, ertu alveg að fríka út?
Með ESB-aðild falla niður tollar eða gjöld á ýmsum innflutningsvörum frá ESB vegna þess að Ísland verður þá skuldbundið til þess. Við það lækkar vöruverð. Auðvitað lækkum við ekki tolla einhliða.
Einnig lækka tollar á ýmsum útflutningsvörum frá Íslandi í ESB löndum. Við það verða íslensk fyrirtæki samkeppnishæfari erlendis. Í því sambandi skiptir stöðugleiki vegna evru einnig miklu máli.
Elle, þú ert margoft búin að ásaka mig um lygar og alltaf haft rangt fyrir þér. Reyndar veit ég í fæstum tilvikum hvað það var sem átti að vera lygi. Rangfærslur þínar eru hins vegar óteljandi.
Er ekki tími til kominn að þú farir að hugsa þinn gang?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 19:12
NEI, það er rangt, mun ekki lækka á neinu nema hverfandi litlu eins og unnum fiskafurðum. Og það hef ég frá háttsettum manni í Tollinum. Hættu að fara með staðlausa stafi. Enda þó það væri þannig, sem það er ekki, er landið bara EKKI TIL SÖLU.
Elle_, 27.1.2012 kl. 19:19
OG SVO YRÐUM MEÐ SKITIÐ NÚLL KOMMA NÁNAST EKKI NÆTT VÆGI ÞARNA Í STÓR-ÞÝSKALANDINU.
Elle_, 27.1.2012 kl. 19:21
Þú ert komin í mótsögn við sjálfan þig. Engar tollalækkanir segirðu fyrst en viðurkennir svo að ég hafi rétt fyrir mér með því að segja ekki nema td á unnum fiskafurðum. Ekki nema!!!!!
Veistu ekki að fiskafurðir eru okkar aðalútflutningur. Lækkun á tollum á unnum fiskafurðum skapar fjölda atvinnutækifæra í sjávarplássum út um allt land og eins Í Reykjavík. Gjaldeyristekjur geta aukist til mikilla muna.
Og hér geturðu lesið um tollalækkanir á innflutningi til Íslands:
http://evropuvefur.is/svar.php?id=60141
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 20:04
NEI, hvar sagði ég engar tollalækkanir?? Og ég er ekki í neinni mótsögn. Lestu bara aftur það sem ég skrifaði: Og svo ættuð þið Brusselfarar að fara að hætta að halda fram lygasögunni um tollalækkun. Við höfum ALDREI þurft Brussel til að hækka eða lækka gjöld og tolla. Við erum með löggjafarvald sem gerir það og getur. Það kemur Brussel eða Evrópusambandinu ekki neitt við.
Elle_, 27.1.2012 kl. 20:33
Og einu sinni enn: Landið er EKKI TIL SÖLU. Ekki fyrir evru, ekki fyrir ódýrara lambalæri, ekki fyrir neitt. Og þið hafið ekkert fyrir ykkur. Háttsettur maður innan Tollsins er trúanlegri en þið.
Elle_, 27.1.2012 kl. 20:37
Elle, þessi tafla á aðeins við um ráðherraráðið þar sem ráðherrar aðildarríkjanna sitja. Hlutur Íslands á Evrópuþinginu verður 12.5 sinnum hærri í prósentum en skv þessari töflu ef Ísland væri þar með.
Flestar samþykktir ráðherraráðsins eru teknar samhljóða svo að þetta skiptir litlu máli. Það reynir aðeins á það í undantekningartilvikum.
Þessi skipting er auk þess aðeins notuð þegar farið er fram á það skv ákveðnum reglum. Ef ekki er tekin ákvörðun samhljóða ræður oft aukinn meirihluti fulltrúa þar sem ekki er gerður greinarmunur á þjóðum.
Áhrif Íslands verða auðvitað mikil ekki síst vegna þess að í leiðtogaráðinu, sem markar stefnuna, eru leiðtogar allra þjóðanna, einn á þjóð, og vegna þess að í ráðherraráðinu eru ráðherrar ríkisstjórna allra aðildarríkjanna.
Ráðherraráðið hefur löggjafarvaldið til jafns við Evrópuþingið.
Í framkvæmdastjórn er einn framkvæmdastjóri fyrir hverja þjóð. Þar verða til lagafrumvörp í samræmi við stefnu leiðtogaráðsins.
Að einblína á hlutfall atkvæða í ráðherraráðinu við sérstakar aðstæður er mjög villandi.
Af þessu má ráða að Íslendingar hafa alla möguleika á að hafa mikil áhrif í ESB. Að halda annað ber vott um mikla vanmáttarkennd fyrir hönd fulltrúa Íslands.
Ef Íslendingar hafa engin áhrif þá hljóta hinar þjóðirnar að standa saman gegn tillögum íslensku fulltrúanna. Að trúa slíku er paranoja.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 21:08
Rétt, landið er ekki til sölu enda hefur engum dottið það í hug nema andstæðingum ESB-aðildar Íslands.
Svona leikur paranojan ykkur grátt.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 22:27
Í athugasemd #28 sýnir Elle hámark afneitunarinnar sem einkennir marga andstæðinga ESB-aðildar.
Fyrst þvertekur hún fyrir að hafa hafnað því að tollalækkanir fylgdu ESB-aðild. Síðan birtir hún beina tilvitnun í eigin skrif sem sýnir að það var einmitt það sem hún gerði.
Forherðingin er algjör.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 22:44
Hvar sagði ég að ENGAR tollalækkanir yrðu? Þú fullyrðir að ég hafi sagt að það sem ég sagði ekki og ekki í fyrsta sinn. Og kallar það síðan mína forherðingu. NEI, forherðing þín er algjör. Það sem ég var að tala um var endalausa lygasagan ykkar um að nánast allt yrði ódýrara af völdum meiriháttar tollalækkana ef bara við gengjum nú í Brusselveldið ykkar. Og sem er HAUGALYGI. Það sem ég var líka að segja var að það væru OKKAR STJÓRNVÖLD SEM STJÓRNUÐU OKKAR GJÖLDUM OG TOLLUM OG AÐ VIÐ ÞURFUM EKKI BRUSSEL FYRIR ÞAÐ. Það er ekki mér að kenna þó þú skiljir það ekki eða viljir ekki skilja það.
Elle_, 28.1.2012 kl. 00:57
Elle mín láttu ekki þenna man æsa þig upp, hann er tröll, sennilega að grínast í fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 01:19
Hann er forhertur andskoti. Og getur ekki fengið að ganga um með lygasögur eins og endalausu lygasöguna um tollalækkanir: Nánast allt verði ódýrara af náð og miskunn Brussel og tollalækkanir á bara öllu.
Elle_, 28.1.2012 kl. 01:28
Maðurinn er einfaldlega tröll, og sennilega ekki einn af þessum þremur íslendingum sem bera nafnið Ásmundur Harðarson.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 01:35
Elle, allt sem ég hef sagt stendur óhaggað, þar á meðal afneitun þín og forherðing.
Íslendingar geta að sjálfsögðu ekki ákveðið að fella niður tolla erlendis á útflutningsvörum okkar.
Og þeir ljá auðvitað ekki máls á að fella niður innflutningstolla einhliða. Þarf nokkuð að útskýra fyrir þér hvers vegna?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 01:37
Þú þarna forherti, eins og ég sagði að ofan trúi ég að háttsettur maður í Tollinum viti það frekar ein þið ómarktæku lygalaupar.
Elle_, 28.1.2012 kl. 01:51
Elle, þú trúir bara því sem hentar þínum málstað.
Þú trúir ekki niðurstöðu norskrar rannsóknar, gerð af hæfustu sérfræðingum, um að ESB-aðild fylgi meira fullveldisafsal en EES-samningnum.
Þú trúir ekki svari Evrópuvefjarins um tolla á innflutningsvörum sem falla niður með ESB-aðild.
Varla getur verið að þú fylgist svo illa með að þú vitir ekki um verndartolla á landbúnaðarvörum.
Það er greinilegt að þessi háttsetti hjá Tollinum var aðeins að tala um útflutningstolla.
Vöruverðslækkunin verður væntanlega mun meiri en sem nemur tollalækkunum vegna áhrifa þeirra á samkeppni á markaði.
Evran mun einnig hafa veruleg áhrif til lækkunar á vöruverði. Lækkun vaxta og stöðugleiki gera álitlega vöruverðslækkun mögulega.
Þá verður ekki lemgur nauðsynlegt að verðleggja vörur svo hátt að fyrirtækin komist í gegnum djúpar niðursveiflur.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 09:35
Enn að andskotast í fólki? Eg trúi manni sem veit um hvað hann er að tala en ekki blekkjurum og lygalaupum sem vinna fyrir erlent vald gegn fullveldi okkar lands. Og ég blekki ekki fyrir neinn málstað. Það kemur ekki neinum málstað við að ég trúi honum.
Elle_, 28.1.2012 kl. 11:41
Og fagmaðurinn í Tollinum var ekki bara að tala um útflutningstolla. Og hvað sem tollum líður og líður ekki er landið bara ekki til sölu.
Elle_, 28.1.2012 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.