Smugan vekur athygli á gríðarlegu atvinnuleysi ungs fólks í ESB
19.1.2012 | 12:39
Í athyglisverðri grein í Smugunni í þessari viku er fjallað um atvinnuleysi ungs fólks innan ESB. Vísað er til nýrrar skýrslu þar að lútandi. Innan sambandsins í heild er atvinnuleysi um mitt ár 2011 20,7% og atvinnuþátttaka unga fólksins aðeins 32,9%. Fatlað fólk og börn innflytjenda hafa einkum orðið fyrir barðinu á atvinnuleysinu. Atvinnuleysi ungs fólks hefur lengi verið vandamál innan ESB en þegar harðna fór á dalnum keyrði um þverbak og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun, því miður.
Grein Smugunnar er hér:
http://smugan.is/2012/01/gridarlegt-atvinnuleysi-ungs-folks-i-esb/
Skýrsluna er að finna hér:
http://www.eurofound.europa.eu/pubdocs/2011/72/en/1/EF1172EN.pdf
Athugasemdir
Það er eins í ESB og á Íslandi að atvinnuleysi er mest í yngsta aldurshópnum. Í sumum löndum ESB er það mun minna en á Íslandi, í öðrum miklu meira. Minnst atvinnuleysi meðal ungs fólks í ESB er í Hollandi 4.4%.
Atvinnuleysið í einstökum löndum ESB hefur ekkert með ESB að gera. Þvert á móti minnkaði það hjá þeim þjóðum sem gengu í ESB á árunum áður en kreppan hófst. Það jókst svo aftur vegna kreppunnar eins og annars staðar.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 14:39
Atvinnuleysi ungs fólks hefur verið viðvarandi vandamál í í mörg ár í fjölmörgum ESB-ríkjunum, líka fyrir hrun. Mið- og austurevrópuríkin sem síðar gengu inn í bandalagið hafa mismunandi sögu hvað það varðar og sum tiltölulega nýlega komin úr öðru miðstýrðu bandalagi austurblokkarinnar. Skýrslan talar sínu máli um stöðuna nú.
Vinstrivaktin gegn ESB, 19.1.2012 kl. 14:57
Það er rétt að það var mikið atvinnuleysi í mörgum ESB- löndum fyrir hrun. En það var jafnvel meira áður en þau gengu í ESB á árunum fyrir hrun.
Þess vegna bendir ekkert til að mikið atvinnuleysi sé um að kenna aðildinni að ESB nema síður sé. Það sést einnig á því að atvinnleysið er lítið í mörgum ESB löndum bæði hjá ungu fólki og öðrum.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 15:30
Til að uppfylla ströng skilyrði Maastricht sáttmálans hefur orðið að grípa til efnahagsráðstafana sem auka á atvinnuleysi, þetta er vel þekkt öllum sem fylgjast með. Fleira veldur, en þetta er eitt af því og fáir nema ESB-sinnar á Íslandi sem ekki vilja vita af því.
Vinstrivaktin gegn ESB, 20.1.2012 kl. 09:47
Vinstrivaktin þarf að upplýsa ESB-sinna í afneitun um hvernig Maastricht-sáttmálinn ofl eykur atvinnuleysi í ESB-löndum.
ESB-sinnar hljóta að vera í markhópi Vinstrivaktarinnar en ekki þeir sem hafa nú þegar móttekið sakramentið.
Auk þess virðist þetta aðeins eiga við um sum ESB-löndin enda er atvinnuleysi tiltölulega lítið í mörgum öðrum. Hvernig stendur á því í ljósi Mastricht-sáttmálans?
Með þeim stöðugleika sem fæst með evru (og jafnvel fyrr með bindingu krónu við evru) eykst samkeppnihæfni Íslands. Framleiðsla á vörum og þjónustu til útflutnings mun þá aukast mikið og mörg ný atvinnutækifæri verða til.
Þannig stuðlar ESB-aðild að aukinni atvinnu á Íslandi.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.