Ástæðurnar fyrir því að evrusvæðið er að hrynja

Föstudagurinn 13. janúar er svartasti dagurinn í sögu evrusvæðisins. Lánshæfismat níu aðildarríkja féll, þar af Ítalíu og Spánar um tvö sæti. Ógöngur evrusvæðisins voru löngu fyrirsjáanlegar. Evran var frá upphafi pólitískt tæki til að lokka sem flest ríki inn í ESB, en hagfræðilega séð var hún feigðarflan.

 

Neðar á síðunni er yfirlit yfir þau stórtíðindi sem gerðust í gær en fyrst skulum við líta á athyglisverða grein sem Þráinn Eggertsson, hagfræðiprófessor, ritaði fyrir skömmu í Frjálsa verslun (blað 7/2011) þar sem hann fer rækilega yfir vanda evrunnar og ESB. Þráinn minnir á að þegar ákvörðunin um evruna var tekin hafi hagfræðingar, einkum vestanhafs, nær allir verið á einu máli um að skrefið væri feigðarflan. Evran myndi molna sundur næst þegar stórkreppa riði yfir Evrópu: „Gagnrýnendurnir töldu ólíklegt að tilflutningur vinnuafls og fjármuna á evrusvæðinu gæti leiðrétt misgengi í efnahagsmálum ríkjanna sökum þess að ólík stjórnmálahefð, menning og tungumál mundu standa í vegi fyrir nauðsynlegri aðlögun.

 

En það sem mestu máli skiptir, sögðu spámennirnir, er að evrusvæðið er ekki skattríki og ekki með sameiginlega og bindandi stefnu í ríkisfjármálum. Ekki nægir heldur að setja á legg Seðlabanka Evrópu sem hefur það verkefni eitt að halda verðbólgu í skefjum og er ekki ætlað að vera lánveitandi til þrautavara. Sameiginleg mynt gerir kröfu um öflugan seðlabanka, sameiginlegt bankaeftirlit og miðstýringu ríkisfjármála.

 

Fjölbreytileiki evruríkjanna auðveldar ekki tilraunina með sameiginlega mynt. Hvert ríkjanna 17 á evrusvæðinu stýrir skattlagningu og opinberum útgjöldum eftir eigin höfði og töluverður munur er á stjórnarfari þeirra. Í samanburði við ríkin í norðri mælist, samkvæmt ýmsum könnunum, töluverð spilling í Grikklandi og á Ítalíu, en almenningur hefur litla trú á stjórnvöldum og ber takmarkaðar virðingu fyrir réttarfarinu. “

 

Þetta litla brot úr langri og vel rökstuddri úttekt Þráins Eggertssonar eru í fullu samræmi við það sem við höfum margoft bent á hér á síðunni. En nú gerist það að í rökstuðningi sínum fyrir lækkun lánshæfismats níu evruríkja staðfestir Standard & Poor's það sem fjölmargir hagfræðingar hafa einmitt bent á seinasta áratuginn að grundvöllur evrusvæðisins er mikið og óleyst vandamál. Matsfyrirtækið gefur auk þess lítið fyrir ákvarðanir Merkel kanslara og Zarkosy forseta um endurbætur á kerfinu og segir berum orðum:

 

„að nýr sáttmáli um ríkisfjármál, sem Evrópuríki eru að semja um, nægi ekki til að vinna á vandamálum á evrusvæðinu og of víðtækur niðurskurður ríkisfjármála geti leitt til samdráttar einkaneyslu og skatttekna.  Segir fyrirtækið, að breytingarnar á lánshæfiseinkunnum evruríkjanna endurspegli m.a. það viðhorf, að virkni og stöðugleiki pólitískra stofnana við stefnumótun vegna vandamálanna á evrusvæðinu hafi ekki staðið undir væntingum.“  

Einar Björn Bjarnason sem oft ritar stórfróðlega pistla á bloggi sínu setur í dag fram lista yfir stórtíðindi gærdagsins um lækkun lánshæfismats Standard & Poor's:

Frakkland, niður um eitt sæti í AA+,

Austurríki, niður um eitt sæti í AA+,

Ítalía, niður um tvö sæti, í BBB+ eða einu fyrir ofan við rusl.

Spánn, niður um tvö sæti í A.

 

Malta, niður um eitt sæti í A-.

 

Slóvenía, niður um eitt sæti í A+. 

 

Slóvakía, niður um eitt sæti í A.

 

Kýpur, niður tvö sæti í BB+ (rusl)

 

 

Þýskaland, óbreytt lánshæfi, AAA. Holland, óbreytt lánshæfi AAA. Finnland, óbreytt lánshæfi AAA. Luxemburg, óbreytt lánshæfi AAA, Belgía, óbreytt lánshæfi AA (Lánshæfi var fellt í nóvember) Eistland, óbreytt lánshæfi AA-. Írland, óbreytt lánshæfi, BBB+. 

Öll löndin nema Þýskaland og Slóvakía, eru áfram á neikvæðum horfum, sem þýðir að líkur eru á frekari fellingu lánshæfis samkvæmt Standars&Poors.

 

Einar bendir líka á aðra stórfrétt gærdagsins: viðræður Grikklands við einkabanka, að þeir myndu samþykkja afskrift 50% skulda gríska ríkisins, virðast hafa siglt í strand. 

 

Á morgun munum við því einmitt ræða um eina af stærstu spurningum komandi vikna: Getur ríki á evrusvæðinu yfirgefið það í von um að bjarga sér betur með eigin mynt? Um þetta eru misjafnar skoðanir. En spurningin er ekki síst áhugaverð fyrir þá sem ákafast hvetja Íslendinga til að ganga í ESB svo að þeir geti tekið upp þennan gjaldmiðil, sem bersýnilega á það á hættu að leysast upp í frumeindir sínar. Ýmsir þeir blindustu í þeim hópi tala enn um evruna sem „klettinn í hafinu“, sbr. ítrekuð ummæli Gylfa í ASÍ.  - RA


mbl.is Lánshæfismat evruríkja lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það verður fróðlegt að heyra nú frá helstu talsmönnum Íslenska ESB/EVRU trúboðsins.

Sennilega mun afneitun og glópska þeirra nú ná hærri hæðum en nokkru sinni og þeir munu sjálfssagt bara fagna þessu sem aldrei fyrr og segja að þetta geri ESB/EVRU gulrótina bara enn stærri og girnilegri fyrir okkar þjóð !

Gunnlaugur I., 14.1.2012 kl. 11:30

2 identicon

Þetta matsfyrirtæki gaf íslensku bönkunum og íslenska ríkinu hæstu einkunn rétt fyrir hrun. Það er aðeins eitt dæmi um hve rangt það hefur haft fyrir sér í gegnum árin. Það er talið þjóna þeim sem fjármagna það. Það er bandarískt. Bandaríkjamenn vilja evruna feiga vegna þess að hún ógnar stöðu dollars.

Merkilegt að þeir sem hafa ekki tekið neitt mark á þessu matsfyrirtæki á undanförnum árum að því er varðar slæma einkunn Íslands líta nú á einkunnir þess sem stórasannleik.

Merkilegt að þessar einkunnir skuli koma einmitt þegar rofa tók til á evrusvæðinu. Deginum áður fór fram skuldabréfaútboð á Ítalíu og Spáni sem tókst mjög vel. Miklu meira seldist en búist var við og á miklu betri kjörum. Hlutabréfaverð hækkaði mikið í kjölfarið.

Ef lánshæfismat S&P er til marks um hrun þá blasir við hrun á Íslandi sem hefur miklu verra lánshæfismat en flest evruríkin.

Upptaka evru er langtímamarkmið . Dægursveiflur skipta engu máli í því sambandi. Lækkun á gengi evrunnar kæmi sér vel fyrir flest evruríkin enda eykst þá samkeppnisstaða þeirra gagnvart ríkjum utan EES.   

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 12:04

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það stóð ekki lengi á því að hér kæmi einn innlumunarsinninn í massívri afneitun á ástand EVURNNAR og ESB og alveg tilbúinn með sínar réttlætingar á þessum tíðindum.

Ásmundur Harðarsson segir nú "að upptaka EVRU sé langtíma marikmið"

Voru réttlætingar þeirra sem trúðu á Sovét kommúnismann, ekki eitthvað álíka. Kommúnisminn var eitthvað svona "langtíma markmið". Þess vegna var öllu fórnandi fyrir þetta göfuga "langtímamarkmið".

Ég segi nú bara við ESB/EVRU tróboðann Ámund Harðarson lestu greinina hér að ofan betur. Sérðu ekki að þeir eru að benda á hvað helstu efnahagsérfræðingar heims sögðu að myndi á endanum gerast þegar EVRUNNI var hleypt af stokkunum. Það er akkúrat það að gerast sem þeir sögðu.

Þessi hörmungar skuldavafningur EVRAN, á sér ekki viðreisnar von og fyrir utan Þýskaland og kannski 2 eða 3 önnur smærri ríki hefur hún stór skaðað efnahag og lífskjör flestra þjóðanna innan ESB sem hafa verið ginnt til þess að taka hana upp þennan vonlausa skuldavafning !

Gunnlaugur I., 14.1.2012 kl. 13:25

4 identicon

Alltaf fyndið þegar nei-sinnar eru að vitna í einn og einn sem varaði við ESB eða evru en sleppa alveg að nefna alla þá sérfræðinga sem mæltu með þeim.

Og ekki vantar rangfærslurnar frekar en fyrri daginn. Flestum evruþjóðunum hefur vegnað vel með evru. Fáeinum hefur vegnað illa. Það hefur þó minnst með evru að gera. Eigin spilling og óráðsía er orsökin. Margir andstæðingar aðildar vilja halda í spillinguna sem fylgir krónunni svo að þeir geti haldið áfram að hagnast á kostnað almennings.

Að líkja ESB við Sovjet sýnir að dómgreindin er rokin út í veður og vind. Þeir sem þannig tala eru yfirleitt fullir örvæntingar og því að mestu ómarktækir. Ástæða örvæntingarinnar er trúlega vitneskjan  undir niðri um að ESB-aðild og upptaka evru eru rétt fyrir Ísland. Eigin græðgi á kostnað almennings villir mönnum sýn.

Gunnlaugur varst þú ekki einn þeirra sem tókst undir með ÓRG í sambandi við Icesave, að ekkert mark væri takandi á matsfyrirtækjunum? 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 14:00

5 Smámynd: Elle_

Ógöngur evrusvæðisins voru löngu fyrirsjáanlegar. Evran var frá upphafi pólitískt tæki til að lokka sem flest ríki inn í ESB, en hagfræðilega séð var hún feigðarflan.

Ógöngur evrusvæðisins voru löngu fyrirsjáanlegar. Evran var frá upphafi pólitískt tæki til að lokka sem flest ríki inn í ESB, en hagfræðilega séð var hún feigðarflan.

Ógöngur evrusvæðisins voru löngu fyrirsjáanlegar. Evran var frá upphafi pólitískt tæki til að lokka sem flest ríki inn í ESB, en hagfræðilega séð var hún feigðarflan.

En Ásmundur, Jón Frímann og Ómar Kristjánsson þurfa EKKI AÐ SVARA.  

Loks á að draga þorparana og meðhjálpara þeirra sem þrýsta á fullveldisafsal lýðveldisins Íslands undir Stór-Þýskalandsveldið, fyrir landsóm eða sakadóm.

Elle_, 14.1.2012 kl. 16:51

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það getur varla verið að Evrusvæðið sé að hrynja enda er svæðið með sérstakt heilbrigðisvottorð frá Össa og Skattnýu, einungis um örstutta tímabundna smáörðugleika að ræða sem fylgir stofnun 1.000 ára ríkisins undir forystu Þjóðverja og Frakka.

Þvergirðingurinn Ásmundur á sér nú fáa líka enda rekur hann flótta Evrukrata af mikilli hugprýði og slengir fram hverju rökbullinu fram á fætur öðru til að tefja hina vantrúuðu enda mun 1.000ára ríkið rísa úr sæ á hverri mínútu og bjarga honum frá því að falla fyrir björg enda löngu komin að leiðarlokum hjá þeim ágæta manni.  "Eigin spilling og óráðsía er orsökin" sagði Ásmundur, megin rök Evrusinna er að SPILLING OG ÓRÁÐSÍA hverfi eins og dögg fyrir sólu með upptöku Evrunnar!

Ef það gengur illa að keyra fullur þá stoðar lítið að skipta um stýri.

Eggert Sigurbergsson, 14.1.2012 kl. 17:00

7 Smámynd: Elle_

VLADIMIR KONSTANTINOVICH BUKOVSKY fyrrum andófsmaður og fyrrum fangi og ríkisborgari gömlu Sovétríkjanna (USSR) spáði fyrir löngu fyrir eyðileggingu evrusvæðisins og sagði evruna sérstaklega vera klikkaða hugmynd, gjaldmiðill ætti ekki að vera pólitískur.  Eins og kemur fram í pistlinum að ofan og oftar var hann alls ekki einn um að segja það.   

Hann varaði líka við algjörum yfirráðum Evrópusambandsins og sagði það vera skrímsli sem yrði að eyðileggja sem fyrst.  Hann óttaðist að sambandið væri að verða að nýjum Sovétríkjum.  Ræðan hans á enn fullt erindi. 

HLUTI ÚR RÆÐU HANS:  

Look at this Legislative and Regulatory Reform Bill. It makes ministers into legislators who can introduce new laws without bothering to tell Parliament or anyone. My immediate reaction is why do we need it?

Why do we need it right now? This can make a dictatorship out of your country in no time.

Particularly the introduction of the euro was a crazy idea. Currency is not supposed to be political.

I have no doubt about it. There will be a collapse of the European Union pretty much like the Soviet Union collapsed.

Samt ætti ekki að fara eftir oft pólitískum matsfyrirtækjum (oft pólitísk ekki síður en ESA) frekar en allavega Moody´s í ICESAVE málinu gegn ríkissjóði Íslands sem kom ICESAVE ekkert við.    

Elle_, 14.1.2012 kl. 19:01

8 identicon

Andstæðingar ESB-aðildar forðast alla rökhugsun enda er hún ónothæf til að réttlæta spillingu og sérhagsmuni samfara krónunni. Þess vegna berjast þeir gegn rökhugsun annarra sem gætu flett ofan af ósómanum. Þegar rökin eru engin er gripið til persónulegra árása.

Að sjálfsögðu er ESB-aðild ekki lækning gegn spillingu. Þetta ætti öllum að vera ljóst sem líta til Grikklands. Mikil fjármálaspilling þrífst hins vegar ekki meðal þjóða ESB. Þess vegna eru Grikkir í vandræðum.

Ef Grikkir hefðu ekki gengið i ESB og ekki tekið upp evru væru þeir samt í miklum vandræðum. Þar eð aðalvandi Grikkja eru miklar erlendar skuldir ríkisins væri staða þeirra enn verri, væru þeir með eigin gjaldmiðil. Þá hefði gjaldmiðillinn hrunið og erlendar skuldir hækkað samsvarandi.

Fyrir þjóðir sem vilja áfram spillt stjórnarfar og vilja halda í  ójöfnuð vegna aðstöðu sérhagsmunahópa til að skara eld að sinni köku, er ESB ekki valkostur. Þær munu komast að því að fullkeyptu ef þær reyna. Grikkland ætti að vera víti til varnaðar.

Þegar óráðsía og spilling bætast við alþjóðlega skuldakreppu er voðinn vís. Skuldakreppan stafar af óvenjulegu ástandi undanfarin ár sem felst í nánast ótakmörkuðu framboði á lánsfé. Það mun taka mörg ár að vinda ofan af kreppunni sem auðvitað er fjarri því að einskorðast við Evrópu.

Að losna við glæpi og spillingu vegna gjaldeyrishafta eða vegna sveiflna á gengi krónunnar er  gríðarlegt hagsmunamál almennings. ESB og evra er leiðin. Stöðugleiki með öflugra atvinnulífi og stórlækkun á greiðslubyrði lána er meðal þess sem bæta lífskjörin til mikilla muna.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 19:06

9 Smámynd: Elle_

Evran var sérstaklega klikkuð hugmynd, gjaldmiðill ætti ekki að vera pólitískur.

  Particularly the introduction of the euro was a crazy idea. Currency is not supposed to be political.

Vladimir Konstantinovich Bukovsky

Og svo þarf Ásmundur sem ´forðast alla rökhugsun´ ekki að svara.   

Elle_, 14.1.2012 kl. 19:39

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásmundur hefur étið of mikið af Iðnaðarsalti frá Hollandi...

Vilhjálmur Stefánsson, 15.1.2012 kl. 00:48

11 identicon

@ Ásmundur - Þú telur að með upptöku skuldavafningsins EVRU "sé hægt sé að losna við glæpi og spillingu vegna gjaldeyrishafta, eða vegna sveiflna í gengi krónunnar"

Þvílíkt RUGL, er ekki sjálft spillingarbælið Ítalía bæði í ESB og með EVRU og það frá upphafi vega. Þar er nú svo komið að veldi 4ra mafíuhópa hefur aldrei verið máttugra. Mafían er nú orðið stærsta viðskiptaveldi Ítalíu, allt í skjóli ESB og EVRUNNAR eða hvað ?

Auk þess eru glæpir mun minni á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum ESB !

Þar sem ég hef búið í ESB og EVRU ríkinu Spáni í hátt í 4 ár þá þekki ég orðið aðeins til hérna.

Hér er fólk alveg meðvitað um það að allir helstu innviðir samfélagsins eru ormétnir að innan á sviði viðskipta- fjármála- og á sviði stjórnmála og embættisaðals.

Mörg dæmi eru um að hið flókna stjórnkerfi ESB valdsins og hið flókna styrkjakefi þess hafi reynst spillingaröflunum hér sem mikil viðbótar matarhola fyrir aukna spillingarmöguleika.

Þar sem ótal dæmi hér sanna að þeir sannmælast oftlega allan hringinn um að misnota kerfið og völd sín og áhrif í sína þágu og sinna og oftast er öllum hringnum borgað undir borðið, þ.m.t. spilltum búrókrötum, Brussel valdsins.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 12:56

12 identicon

Gunnlaugur, að sjálfsögðu hverfa glæpir og spilling af völdum gjaldeyrishafta og gengissveiflna þegar þessi fyrirbrigði eru ekki lengur til staðar. Það er ekki hægt að ræna banka ef bankar eru ekki til.

Frásögn þín af spillingu og glæpum á Spáni  styður þá fullyrðingu mína að spilling þrífst illa í stjórnkerfi ESB-ríkja. Það kemur fram í því að Spánn er meðal þeirra ESB-ríkja sem eru ekki að spjara sig.

Grikkland, Ítalía, Spánn ofl hafa gert sér vonir um að geta varpað kostnaði vegna spillingar stjórnvalda yfir á aðrar ESB-þjóðir. Þær eru nú að komast að því fullkeyptu að það er ekki hægt.

Spillingin á Íslandi er að miklu leyti annars eðlis en í öðrum OECD-löndum. Þess vegna mælist hún illa eða ekki í þeim viðmiðum sem notast er við. Hér er um að ræða spillingu sem er nátengd fámenninu, umburðarlyndi Íslendinga og einangrun.

Með ESB-aðild og upptöku evru munum við losna við mikið af þessari spillingu. Við það munu lífskjör á Íslandi batna. Betri mórall vegna meiri jöfnuðar mun einnig hafa góð áhrif á mannlífið.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 14:39

13 Smámynd: Elle_

I have no doubt about it. There will be a collapse of the European Union pretty much like the Soviet Union collapsed.

Vladimir Konstantinovich Bukovsky

Elle_, 15.1.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband