Víða vaxandi órói og óánægja í ESB-ríkjum

Á síðustu misserum hefur verið að magnast upp gífurleg óánægja með ástand efnahagsmála í ESB og þá einkum í evru-ríkjunum. Víða hefur almenningur safnast saman á götum borga og bæja til að krefjast umbóta, og hafna áformum stjórnvalda um stórfelldan niðurskurð sem margir telja rangt svar við evrukreppunni.

 

Írland - Mótmæli voru haldin 6. desember í því skyni að andmæla kröfum ESB um niðurskurð og stóraukið aðhald. Margir telja þetta byrjun á herferð sem muni leiða til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýgerðan samning um samræmda fjárlagagerð ESB-ríkjanna.

 

Portúgal - Allsherjarverkfall gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda átti sér stað í landinu 24. nóvember. Allar samgöngur voru tafðar og starfsemi opinberra stofnana var stöðvuð.

 

Ítalía - 17. nóvember síðastliðinn voru verkföll og mótmæli víða um Ítalíu m.a. með þátttöku námsmanna og starfsfólks í heilbrigðisgeiranum. Samgöngur lágu niðri í mörgum borgum. Sérstaklega var verið að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Mario Monti, eða "ríkisstjórn bankamanna" eins og hún er kölluð þarlendis.

 

Grikkland - Þann 28. október á ári hverju er haldinn hátíð í Grikklandi til þess að minnast þess að þennan dag 1940 höfnuðu Grikkir tilboði ítölsku fasistastjórnarinnar og studdu í stað þess bandamenn. 28. október 2011 fóru mótmælaaðgerðir víða fram á Grikklandi. Mótmælendur fylltu miðborg Þessaloníku og neyddust forseti landsins og varnarmálaráðherra til að yfirgefa hátíðina.

 

Spánn - Atvinnuleysi ungmenna hefur náð þar hæstu hæðum, eða 44%, og hefur margoft verið efnt til mótmælaaðgerða víða um landið undanfarna mánuði.

 

Frakkland og Belgía - Lánstraust þessara ríkja fer nú minnkandi á mörkuðum í kjölfar þess að aðgerðir til bjargar evrunni þykja ekki trúverðugar og er því búist við að lánshæfismat þeirra verði lækkað. Víðtækar hagræðingaraðgerðir eru í undirbúningi. Búist er við sterkum viðbrögðum íbúa landanna tveggja og líklegt þykir að mótmæli og verkföll muni mjög aukast næstu vikurnar.

 

Heimild: heimssyn.is 23. des s.l.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

ISLAND, hvenær kemur sá tími að fólk rísi upp gegn þeim landráðum sem verið er að fremja gagnvart sjálfstæðri þjóð.

Björn Emilsson, 25.12.2011 kl. 18:30

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það væri gaman að Ísland losnaði við þessa ömurlegu ESB umsókn á komandi ári.

Við getum ekki látið það viðgangast að áróðursfé ESB-ista verði notað til að þröngva yfir þjóðina eymd og volæði ESB.

Ef okkur lánast að standa fyrir utan ESB þá stendur okkur til boða að versla við 96% af mannkyninu án þess að verða fjötruð í tollmúra ESB.

ESB löndunum hefur fjölgað mikið en það eru einungis þjóðir sem eru að ganga í sambandið til að sækja sér fé af ríku þjóðunum í vestur og norður Evrópu og sjá það sem kost að leggjast upp á velferðarkerfi ríku landanna með því að leggja í eyði kjör almennings í ríku löndunum enda tilbúnir að vinna á sínum heimalandstöxtum svona eins og Íslendingar á íslenskum töxtum í Noregi.

EES samningurinn og fjórfrelsið nánast gerði út um lífvænlegt þjóðfélag á Íslandi og ætti að vera okkur víti til varnaðar. Við væru betur sett með tvíhliða samning við ESB.

Króna er búin að bjarga því sem bjargað varð vegna þess gífurlega áfalls sem þjóðin varð fyrir þegar EES fjórfrelsið sprakk framan í skattgreiðendur Íslands.

Þýskir bankar dældu hér inn í landið miskunnarlaust þúsundum milljarða í hendur á ótíndum glæðamönnum væntanlega til þess eins að eyðileggja hér samfélagið svo að það yrði innlimað í stór Þýskaland án mikillar fyrirhafnar enda var gert ráð fyrir að stjórnmálamenn myndu greiða hverja einustu krónu með skattpeningum launamanna, það var bara einn maður sem stóð í veginum fyrir að þessi áform tækjust enda kepptust ráðamenn við að nálgast fé frá Rússum og Bandaríkjamönnum til að greiða þessa upphæðir, síðar reyndu þessir sömu menn að svína í gegn samningum sem mundu svínbinda ófædda skattgreiðendur á klafa um ókomna tíð.

ESB kallar nú á stóraukið framsal á fullveldi þjóðanna og er að setja á stofn ríki í ríkinu sem verður ósnertanlegt til að þröngva fram fátækra stefnu Þýskalands og Frakklands á jarðarhagkerfum Evrópusambandsins.

Þeð er mun heppilegra að þjóðin ráði sínum málum sjálf í stað þess að ósnertanleg stofnun í Evrópusambandinu fari með fullveldi okkar í fjármálum enda mun þessi stofnun fyrst og fremst þjóna hagsmunum Þýskalands og Frakklands.

Það er gott að vera laus við ásælni Þýskalands og Frakklands í auðlindir annarra ríkja ESB enda er markmiðið með ESB að gera auðlindir sameiginlegar og aðgengilegar auðlindasnauðum stórþjóðum í ESB. Grænbók frá 2001 tekur sérstaklega fram að langtímamarkmiðið með sjávarútvegsstefnu ESB sé að afnema ákvæðið um hlutfallslegan stöðugleika fyrir fullt og allt og setja allar aflaheimildir á frjálsan markað á meginlandinu.

Markmið ESB-ista er að koma á stofn ósnertanlegum stofnunum sem engin lög ná yfir og þurfa ekki að sæta dómi kjósenda. Lagasafn ESB hefur það markmið að setja upp framhliðar, svona eins og gömlu vestra bæirnir, til að búa til glansmynd handa þeim auðtrúuðu svo að hægt sé að setja í lög einræði að Stalínskri fyrirmynd þar sem ekki er kosið nema til valdalauss Evrópuþings.

Með ESB-aðild þá munum við aldrei setja okkar eigin lög framvegis enda nennir engin að hlusta á okkur í ESB frekar en ESB nennir að hlusta á smáríkið Danmörk.

Ef Íslendingar kjósa að aulast í þetta samband þá munum við taka upp varanlega 10-50% atvinnuleysi að Evrópskri fyrirmynd og landið mun veslast upp enda verður aldrei hugsað um hagsmuni landsins af meginlandsþjóðunum, meira að segja smáríkið Danmörk mun ekki taka upp hanskann fyrir okkur enda hlustar engin á þá heldur.

Göngum við í sambandi munu erlendir verkamenn ryðja úr vegi öllum íslenskum kjarasamningum með austurevrópskum samningum sem mun tryggja varanlega fátækt ófaglærðra á landinu um ókomna framtíð. Menntunarstig landsins mun stór lækka þar sem allir sem vettlingi geta valdið og hafa til þess menntun munu flykkjast í vellaunum störf hjá skrifræðinu í Brussel.

Það er með ólíkindum að almenningur vilji taka það upp ESB fyrirkomulagið að laun þess verði skert um 50% án þess að nokkur skerðing verði hjá fjármagnseigendum eða skuldum almennings.

Það er með ólíkindum að fólk ætli að endurfjármagna öll sín lán á 3 til 5 ára fresti með margfallt hærri lántökukostnaði en gerist á Íslandi. Bankar á meginlandinu stórhækka vexti eftir fyrsta vaxtatímabil svo að fólk neyðist til að endurfjármagna lánin sín með taka viðbótarlán fyrir lántökukostnaði nýju lánanna, útkoman er að lán á meginlandinu eru ekkert lægri þegar upp er staðið heldur en hér á landi.

Í öllum jaðarhagkerfum ESB þá fækkar stöðugt vellaunuðum atvinnutækifærum enda veldur óstöðuleik í fastgengisstefnu Evrunnar  innbyrðis á milli Evrulandanna að jaðarhagkerfin færast jafnt og þétt í átt að krónískri fátækt. Þótt Evran sé ekki nema 10ára þá er hún nú þegar búin að rústa flestum jaðarhagkerfum Evrusvæðisins.

Þessu stöðuga ósamkeppnishæfni jaðarhagkerfa Evrópu verða til þess að sjálfkrafa eyðast störf á þessum svæðum og koma ekki aftur.

Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað gríðalegir fjármagnsflutningar eiga sér stað á Evrusvæðinu frá jaðarhagkerfunum til Þýskalands og Frakklands. Þessi fjármagnsflutningur mun okkur standa til boða ef við göngum í ESB.

Fastgengi Evrunnar á milli hagkerfa Evrulandanna er gróðalind sem Þjóverjar og Frakkar sleppa ekki og er besta dæmið að núna rétt fyrir jól 2011 þá sendi Evrópski seðlabankinn Þjóðverjum og Frökkum 500.000.000.000€ að gjöf á kostnað jaðarhagkerfa Evrulandanna.

Þjóðverjar og Frakkar auka en á gróða sinn með því að auka stöðugt á skuldir jaðarhagkerfanna til að þau geti keypt meira af Þýskum og Frönskum vörum.

ESS fjórfrelsið varð þess valdandi að íslenskir bankar með þúsundir milljarða í vasanum að Þýskum Evrum veðjuðu gegn krónunni til að græða enn meira á íslenskum almenningi.

Ísland mun veslast upp ef það verður svo vitlaust að láta innlima sig í ónýtt kerfi sem hugsar bara um það eitt að mergsjúga jaðarhagkerfin svo að þau veslist upp og færist undir stjórn Þýskalands og Frakklands.

Ísland hefur tækifæri fyrir utan tilvonandi sambandsríki Þýskalands og Frakklands en sjá má tilvonandi hnignun Íslands í 60ára sögu Nýfundnalands í sambandsríkinu Kanada þar sem þetta forríka land er orðin að ölmusulandi á meða unga fólkið flýr landið í leit af tækifærum í kjarnaríkjum Kanada alveg eins mun gerast hér.

Það er betra að vera sjálfstætt Ísland með kvef heldur en Ísland með ólæknandi krabbamein í tilvonandi sambandsríki Þýskalands og Frakklands.

Eggert Sigurbergsson, 25.12.2011 kl. 20:01

3 identicon

Kostuleg þessi kenning Eggerts Sigurbergssonar um að þýskir bankar hafi dælt til Íslands ómældu lánsfé til að auðvelda innlimun landsins inn í Þýskaland.

Við þurfum ekki að vera í ESB né EES til að aðrar þjóðir dæli hingað lánsfé í annarlegum tilgangi. Hættan er hins vegar minni innan ESB því að þá höfum við bandamenn að stóla á í vanda sem við lendum í.

Þetta er gott dæmi um takmarkalausa vanmáttarkennd gagnvart útlendingum og jafnvel hreina paranoju. Eiginleikar af þessu tagi gerir þörfina á bandamönnum enn meiri.

Með slíka eiginleika í vegarnesti mun okkur farnast afar illa í þeim samskiptum sem við verðum þrátt fyrir allt að vera í við erlendar þjóðir utan ESB og EES.

Svona hugarórar eru því algjörlega fráleitir. Ekkert land er nálægt því að hafa meirihluta í ESB, Þjóðverjar og Frakkar saman hafa heldur ekki meirihluta.

Tilraunir til yfirgangs af hálfu stórþjóðanna eru nánast útlokaðar vegna þess að þær vinna gegn ESB. Hver þjóð getur sagt sig úr sambandinu hvenær sem er. Það er því reynt að koma til móts við þær allar og allur yfirgangur litinn hornauga.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 01:07

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er vaxandi órói í stalinískum andstæðingum ESB á Íslandi. Þeir óttast að Evrópusambandið komist í gegnum kreppuna og lifi af. Einnig óttast stalínistar á Íslandi að íslendingar samþykkji aðildarsamning Íslands og Evrópusambandsins þegar fram líða stundir.

Fréttir af vaxandi óánægju og óróa innan ESB eru einnig ýktar hérna. Eins og vænta mátti af ESB andstæðingum á Íslandi þessa dagana, sem og aðra daga.

Jón Frímann Jónsson, 26.12.2011 kl. 01:18

5 identicon

Stalínskir andstæðingar esb á Íslandi? Rosalega áttu bágt Jón! Ég skal borga fyrir þig flugmiða til fyrirheitna landsins ef þú lofar að koma ekki til baka í amk ár. Díll?

Jónas Dýrmann (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 08:39

6 Smámynd: Sólbjörg

Jón Frímann og Ásmundur, afneitun ykkar á raunveruleikanum um alvarlega efnahagslega krísu evrulandanna flokkast undir ranghugmyndir á háu stigi. Þið er vissulega til fólk sem afneitar öllu sem ekki hentar þeirra markmiðum. Hef t.d alltaf undrast hvernig til er fólk sem fullyrðir blákalt að útrýmingaherferð á gyðingum hafi aldrei átt sér stað. En þegar lesin eru ummæli ykkar og annarra ESB aðdáenda sé ég þessa sömu afneitun gagnvart krísu og leiðarlokum evrunar svart á hvítu. Hvernig getur andstaða við miðstýringu og afsal á sjálfræði landa haft nokkuð að gera með ótta við að ESB komist í gegnum kreppuna?.

Jón Frímann ef þú vilt ólmur halda áfram á sömu braut - farðu þá frekar en að skrifa hér i krossferð, byrjaðu a Spáni og segðu ungu fólki þar að það sé ekkert atvinnuleysi eingöngu að þau óttist að ESB gangi vel. Fínt að þú farir svo til Grikklands og upplýsir að þeir hafi misst fjármálavitglóruna eftir að þeir gengu í ESB, því órói og óánægja þeirra og annarra séu ýkur.

Sólbjörg, 26.12.2011 kl. 09:38

7 identicon

Sólbjörg, það er enginn að afneita krísu á evrusvæðinu frekar en annars staðar.

Eins og aðrar krísur gengur þessi yfir. Að henni lokinni verður ESB eftirsóknarverðara en áður.

Athyglin beinist nú að evrusvæðinu vegna þess að þar er verið að gera eitthvað í málunum. Aðrar þjóðir eins og Bretland og Bandaríkin fljóta sofandi að feigarósi.

Þegar kosið verður um ESB-aðild verður staðan allt önnur en núna. Þá munu ESB-löndin njóta þess sem þær eru að gera þessi misserin.

Margar aðrar þjóðir verða þá í djúpum skít.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 09:55

8 identicon

Mér finnst alveg hræðilegt hvernig Íslendingar hafa hagað sér gegn íbúum ESB ríkjanna.

Fyrst tæma þeir Sparisjóðinna í Þýskalandi, með því að láta lána sér peninga, til þess eins að láta fátæka skattgreiðendur borga fyrir sig.

Svo er verið að flytja út vörur til þessara landa og láta borga sér í gjaldmiðli þess ríkis og þar með taka peninga úr hagkerfi ríkjanna sem hægt væri að láta renna í vasa þeirra einstaklinga sem á þurfa að halda.

Það er allt fullt af krónum til, aflandskrónur.

Ætti það ekki að vera baráttumál vinstrimanna að láta gjaldmiðla innflutningsríkjanna í friði og koma aðeins með krónur sem löglega voru gefin út af íslenskum stjórnvöldum.

Allavega settu Íslendingar nokkra sparisjóði í Þýskalandi á hausinn og svo vilja þeir taka peningana(evruna) af fólkinu með því að líta ekki við krónum og heimta evrur fyrir útflutninginn.

Siðferði eða heimtufrekja á jólunum?

Stefán (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 11:17

9 Smámynd: Elle_

ÍSLENDINGAR settu nokkra sparisjóði í Þýskalandi á hausinn???  HVAÐA ÍSLENDINGAR??  Kemur það okkur hinum nokkuð við???

Elle_, 26.12.2011 kl. 13:00

10 Smámynd: Elle_

Ásmundur kemur enn með málflutninginn um ´paranoju´ og ´vanmáttarkennd gagnvart útlendingum´ og heldur sig víst þar með skjóta niður málflutning Eggerts að ofan.  Málið er að Ásmundur mætti heldur lesa og SKILJA lýsingarnar hans.

Næst ætti að draga Jóhönnu og Össur og hans hjálparlið fyrir landsdóm eða sakadóm fyrir blekkingar og stórfelld svik gegn fullveldi landsins. 

Við andstæðingar yfirtöku nokkurra gamalla nýlenduvelda í Evrópu mættum líka fara að stjórna umræðunni frekar eins og BJörn og Eggert og Vinstrivaktin gera en vera endalaust að svara þvælunni í mönnum eins og Ásmundi og Jóni Frímanni og co.

Sýknt og heilagt koma þeir með þá vitleysu hvað við séum ólýðræðisleg þegar við akkúrat berjumst gegn ólýðræði og yfirgangi Brusselbáknsins og þeirra sjálfra í bæði EU-málinu og ICESAVE.  Við stökkvum og verjumst og þar með stjórna þeir umræðunni. 

Elle_, 26.12.2011 kl. 14:01

11 identicon

Elle, finnst þér réttlátt hvernig sumir Íslendingar fóru með Þjóðverja í skjóli íslenska ríkisins og forseta Íslands?

Finnst þér réttlátt að erlendir aðilar séu látnir sitja uppi með íslenskar krónur á meðan við hirðum evrurnar af þjóðum sem eru í verri málum en Íslendingar?

Það er ekki mikill kærleikur í þessu hjá þér.

Stefán (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 14:10

12 identicon

Kátbroslegt að sjá bloggróna og nettröll eins og Ásmund "Gáfaða" og Jón eilífðarfrímann á framfæri þjóðarinnar útskýra hvor fyrir öðrum hvað allt verður svo frábært með evruna og ESB þegar að helstu hagspekingar veraldar og jafnvel sumir sem skarta Nóbelsverðlaunum segja leiknum lokið eða í besta falli að sambandið á aldrei eftir að bera sitt barr eftir hörmungarnar og hrunið.  Ásmundur kann ekki deil á einföldustu barnaskólabyrjendabrögðum í stærðfræði (veit ekki hvað einfaldasti prósentureikningur er og má sjá á athugasemdum við seinustu færslu) er löngu búinn að reikna þetta allt saman út og ESB og evran fá fullnaðar einkunn frá þeim gáfaða reiknimeistara.  Allt í himnalagi hjá ESB óværunni. 

Verst að engin af ESB ráðamönnunum trúa þessum ESB - nettröllunum frekar en þeir sem lesa þau hér.  En vissulega er mikið skemmtanagildi í svona snillingum... 

.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 14:12

13 identicon

Stefán.  Neyddi einhver þessa erlendu banka að lána þekktum "ÍSLENSKUM" fjárglæfamönnum peninga á nokkurra veða á okurvöxtum til þess eins að ætla að græða á þeim..frekar en föllnu "ÍSLENSKU" bankana.....??

Þú veist væntalega hversu margar bankastofnanir í heiminum fóru illa á nákvæmlega sömu vinnubrögðum og þeir sem ætluðu að græða á "ÍSLENSKU" fjárglæpagengjunum..???  Voru það líka einhverjir "ÍSLENDINGAR" sem báru þar ábyrgð með að hafa verið lántakar og ekki greitt sem þú ætlar að bera ábyrgð á persónulega og jafnvel að krefjast að við hinir tökum þátt í fáránleikafarsanum með þér..??  Hvað með allra þjóða menn sem skulda stórar upphæðir í föllnu "ÍSLENSKU" bönkunum... sem lánuðu þeim á sömu forsendum.  Ertu farinn að ráðast á þeirra HEIMALÖND vegna þeirra skulda..???

Heitirðu jafnvel Jón Ásgeir Jóhannesson.....  eigandi Baugsfylkingarinnar.. eða Björgólfur Thor..... ??

Listi gjaldþrota bandarískra fjármálastofnununa sem væntalega Stefán og einhverjir "ÍSLENDINGAR" og jafnvel erlendir þegnar og þá þeirra heimalönd bera ábyrgð á vegna þess að hafa tekið lán sem þeir greiddu ekki.

http://money.cnn.com/news/storysupplement/economy/bank_failures/list/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 14:37

14 Smámynd: Elle_

Æ-i, Stefán, það er enginn ´kærleikur´ í að kenna hinum almenna Í-S-L-E-N-D-I-G-I um það sem kemur honum ekkert við eins og þú gerðir að ofanverðu OG EKKI Í FYRSTA SINN.  Og það var það sem ég var að verja, EKKI STJÓRNVÖLD.  

Vilji þýskir bankar kasta peningum í ótínda glæpamenn, hvort sem þeir nú eru með breskt blóð eða íslenskt, verður það að vera þeirra mál að sækja peningana, ekki okkar.  

´Kærleikur´ þinn var HELDUR ENGINN þegar þú barðist fyrir að koma kúgunarsamningnum ICESAVE yfir blásaklaust fólk og kallaðir það meðal annars ´ÚTLENDINGAHATARA´ fyrir að sættast ekki á löglausar kröfur gamalla nýlenduvelda og helsjúks Jóhönnuflokks og Steingríms. 

Svona rök eru ekki neitt skárri en Ásmundar að ofan og ég ætla ekki að leyfa ykkur að stjórna umræðinnu. 

Það á hinsvegar að draga Steingrím og Össurarflokkinn fyrir landsdóm eða sakadóm fyrir bæði fáránleikaumsóknina og ICESAVE.  

Elle_, 26.12.2011 kl. 14:49

15 identicon

Með framsali fullveldis, eins og andstæðingar ESB kalla það, er átt við sameiginlega vandaða löggjöf ESB-landa um efnahagsmál sem í sjálfu sér verður mikil lyftistöng fyrir okkur enda íslensk löggjöf mikil hrákasmíði.

Það er mun heppilegra að þjóðin taki með öðrum þjóðum þátt í að setja okkur vönduð lög um efnahagsmál frekar en að Alþingi geri það af veikum mætti og með slæmum árangri.

Það er gott að vera laus við miður æskilegar geðþóttaákvarðanir íslenkra stjórnmálamanna. Svokallaður "missir fullveldis" er því í raun mikill ávinningur.

Þetta er spurning um að útrýma spillingu. Vönduð sameiginleg lög um efnahagsmál tryggja mannréttindi og jöfnuð. Reyndar fylgjum við þeim nú þegar að mestu vegna EES og látum okkur þau vel líka án þess að hafa neitt um þau að segja.

Með ESB-aðild þurfum við ekki lengur að fylgja tilskipunum ESB í efnahagsmálum vegna EES. Þetta verða þá okkar eigin lög jafnt sem annarra ESB-ríkja. Það verður okkar hlutskipti að vinna að setningu slíkra laga.

Sjálfstjórn Íslands með evru og sameiginlegri vandaðri löggjöf ESB-ríkja um efnahagsmál verður ótrúlega mikill fengur fyrir Ísland.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 15:06

16 Smámynd: Elle_

Við ætlum ekki að ´útrýma spillingu´ og vaða beint inn í spillingu Brusselbáknsins sem er frekar einræði manna sem eru ekki einu sinni kosnir af almenningi til valda.  Við getum verið í nánu sambandi VIÐ ÖNNUR LÖND Í FRIÐI FYRIR BRUSSEL: Færeyjar, Grænland, Kanada, Skotland eftir að þeir losna úr fangaböndunum. 

Næst ætti að draga Jóhönnu og Steingrím og Össur og hjálparlið fyrir landsdóm eða sakadóm fyrir blekkingar og stórfelld svik gegn fullveldi landsins og vegna ICESAVE.  

Elle_, 26.12.2011 kl. 15:16

17 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þau eru mikil gáfumennin eins og Jón Frímann sem beita oftar en ekki sömu brögðum hvar sem tækifærið gefst.

Copy-Paste, skal það vera hjá þeim, en bara það sem hentar þeim. Þeir kynna sér ágætlega hlutina en bara það sem hentar þeim. Hina kaflana eða kaflahlutana skal sleppa að lesa eða kynna fyrir fólki, þessa sem sýna hve illa innrætt ESB báknið er.

Mitt álit á svona pappír (lesist: Jón Frímann og co) er það sama og á fölsuðum, Ekki prentsvertunnar virði.

Menn eiga því að sjá sóma sinn í að hætta að eyða orðum og dýrmætum tíma í að svara svona vesalingum sem styðja landráðin af miklum móð. Ekki nema þá kanski fyrir dómi þar sem landráðakaflarnir eru opnir, ekki svona ósvipað og þegar opnir eru samningskaflar í aðlögunarviðræðum Íslands og ESB.

Með Jólakveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.12.2011 kl. 15:23

18 identicon

Elle, gætirðu bent mér á hvar ég kallaði einhverja "útlendingahatara" eða tekið ummælin þín til baka.

Guðmundur 2. Gunnarsson, þýsku bankarnir lánuðu íslensku bönkunum peninga. Sumir líta á þetta sem að þeir hafi lánað okkur. Enn aðir líta á þetta sem að þeir hafi lánað þeim o.s.frv.

Það sem ég er að benda á að sparisjóðir í Þýskalandi fóru á hausinn m.a. vegna viðskipta þeirra við Íslendinga. Svo er lausnin að flytja ut vörur til illra settra evru ríkja til þess að hirða af þeim evrur í staðin fyrir að koma með krónur sem þjóðirnar sitja uppi með og geta ekki notað.

Besta aðstoðin væri að hætta að flytja út vörur til ríkja sem eru illa stödd með því að fá greitt í krónum.

Krónan bjargaði jú Íslandi og því væri hún kærkomin aftur til landsins í umferð hér á landi á meðan að evrurnar verða áfram þar sem þær geta hjálpað til.

Þetta hefur ekkert með það að gera hvort ég vilji ganga í ESB eða greiða innistæðutryggingar vegna Icesave.

Stefán (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 15:33

19 identicon

Það er með ólíkindum ef almenningur sem hefur orðið að þola að skuldir hækki upp úr öllu valdi á sama tíma og íbúðarverð stórlækkar skuli ætla að láta slíkt yfir sig ganga aftur og aftur algjörlega að óþörfu úr því að ESB og evra er í boði. Slíku fólki er varla við bjargandi.

Það er með ólíkindum ef almenningur ætlar að sætta sig við áframahald á mikilli verðbólgu, verðtryggingu og háum vöxtum. Meðallán í ESB-löndum er með meira en helmingi lægri greiðslubyrði en álíka hátt lán hér. Hvað veldur? Munar fólk ekki um milljóna útgjöld á ári?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 15:52

20 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er ekkert sem er öruggt í sambandi við verðlag, hvort um hækkun eða lækkun verði að ræða ef ísland afsalar fullveldinu.

Þetta er til þín Ásmundur Harðarson, í sumum löndum sem gengu í ESB-ríkið hækkuðu verðin á meðan verð lækkuðu hjá öðrum. Þetta á jafnt við um lánakjör sem önnur kjör. Eins getur enginn verið viss um að laun hækki á Íslandi erf við framseljum fullveldið. Það er nefnilega líka staðreynd að verð hækkuðu í sumum löndum sem gengu inní Evrópuríkið ESB á meðan laun hækkuðu ekki neitt, stóð semsagt í stað.

Þetta er eitthvað sem landráðapésarnir horfa framhjá af því það þóknast ekki þeirra "ofurhreinu ESB-hugsun"...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.12.2011 kl. 16:10

21 identicon

Almennt hafa lifskjör batnað í ESB-löndunum eftir aðild.

Sérstaklega hefur smáþjóðum vegnað vel. Í því sambandi má nefna að einu ESB-löndin, sem eru af svipaðri stærðargráðu og Ísland að því er fólksfjölda varðar, hefur vegnað séstaklega vel. Þar er atvinnuleysi td aðeins um helmingur af því sem hér er.

Það er ástæða til að ætla að ávinningur Íslands með ESB-aðild verði sérstaklega mikill. Ástæðan er ekki síst gífurlegur kosnaður vegna krónunnar sem kemur meðal annars fram í meira en tvöfalt hærri greiðslubyrði innlendra lána en meðaltal ESB-landa.

Fleira kemur til eins og aukin samkeppnishæfni Íslands sem mun skapa mörg atvinnutækifæri og aukinn útflutning. Með ESB-aðild má sjá fram á hækkun lánshæfismats sem lækkar verulega fjármagnskostnað ríkisins, Landsvirkjunar, Orkuveitunnar ofl. og sparar þannig skattgreiðendum stórfé.

Utan ESB og EES er veruleg hætta á að Ísland verði gjaldþrota vegna of mikillar skuldabyrði ríkisins.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 16:53

22 Smámynd: Elle_

Stefán, eins og ég man það sakaðirðu mig ranglega um fordóma gagnvart útlendingum og útlendingahatur vegna ICESAVE í bloggsíðu Sigurðar Jónssonar .  Gáðu sjálfur.  Ætla ekki að finna það fyrir þig.  

Við getum verið í nánu sambandi VIÐ ÖNNUR LÖND Í FRIÐI FYRIR BRUSSELBÁKNINU.  Við myndum ekki vilja það ef við ´hötuðum eða værum með fordóma eða paranoju gagnvart útlendingum´.

LOKS ÆTTI AÐ DRAGA JÓHÖNNU OG STEINGRÍM OG ÖSSUR OG NOKKRA ENN FYRIR LANDSDÓM EÐA SAKADÓM. 

Elle_, 26.12.2011 kl. 17:02

23 identicon

Elle, ég þarf ekki að gá því ég hef aldrei skrifað þess háttar. En þar sem þú komst með þetta hér, þá skaltu taka þetta til baka eða setja tengil á ummælin mín.

Þú bæðir um það sama ef ég væri að ásaka þig um eitthvað.

Það er alveg í lagi að eiga viðskipti við aðrar þjóðir. Það væri þá hægt að ná í íslensku krónurnar frá útlöndum svo þær geti unnið á Íslandi.

Það er ekki fallegt að flytja út vörur til landa sem eiga ekki aur og hirða síðustu evrurnar af þeim.

Stefán (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 17:07

24 Smámynd: Elle_

Viltu meina að þú hafir ekki heldur sakað mig um ´fordóma gagnvart útlendingum´?

Elle_, 26.12.2011 kl. 17:15

25 identicon

Afar athyglisverð könnun gerð af fagfólki ESB ári fyrir hrun sambandsins og evrunnar og meinta "könnun" Baugsfylkingarfréttamiðilsins.

Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB.

45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing).

Þá sýnir könnunin, að aðeins 29% svarenda hér telja, að Ísland hafi hag af ESB-aðild (would benifit).

58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild, 12% vita ekki.

Traust almennings í öllum ESB-ríkjum í garð Evrópusambandsins hefur stórminnkað í flestum aðildarríkjum þess vegna vaxandi atvinnuleysis og erfiðleika á evru-svæðinu að því er könnun Eurobarometer sýnir.

Minna en helmingur íbúa ESB-ríkja (49%) telur, að land sitt hafi hagnast af ESB-aðild, er þetta minnsti stuðningur við þessa skoðun í sjö ár. Traust í garð stofnana ESB hefur fallið um 6 stig í 42%.

Afstaðan til ESB versnaði verulega á Grikklandi, Kýpur, í Portugal, á Spáni, í Rúmeníu, Ítalíu og Lúxemborg
– þar minnkaði álit á ESB-stofnunum um 10 til 18% miðað við 2009. Ungverjar og Danir voru hinir einu, sem höfðu aðeins meira álit á valdakerfinu í Brussel en áður, skoðun Belga breyttist ekkert milli ára.

Aðeins 19% tengdu lýðræði við ESB.

Bloomberg fréttaveitan segir 15. september 2010.:

"Majorities across Europe view the euro as a “bad thing” in the wake of the sovereign debt crisis that rattled the continent, a survey showed.


Fifty-five percent of Europeans voiced negative sentiments about the currency, led by a
60 percent disapproval rate in France and 53 percent in Germany, according to a poll released today by the German Marshall Fund of the United States and the Italian foundation Compagnia di San Paolo."

Svo er nú það... og sennilega hefur ástandið ekki batnað "verulega" ESB og ESB - einangrunarsinnum hérlensdis  í hag frá því að þessar kannanir lágu fyrir.
.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 17:36

26 Smámynd: Elle_

Ekkert svar, Stefán? 

Klókindi Stefáns: Hann lokaði síðunni sinni með öllum rangfærslunum um ICESAVE: http://stefanj.blog.is/blog/stefanj/ 

Og kemur svo og segist ekki hafa sagt það sem hann sagði.   Hann getur vitað að þó nokkuð af gamla efninu hans var geymt. 

Elle_, 26.12.2011 kl. 17:43

27 identicon

Góðan dag Elle,

ég sit nú ekki alltaf fyrir framan tölvuna og svara þér ekki alltaf því tölvan segir mér ekki þegar þú hefur sett inn athugasemd.

Ég var með blogsíðu og stend við allt það sem ég skrifaði þar. Ég var klókur að hætta að blogga, þar hefur þú rétt fyrir þér.

Mér finnst margir vera með "fordóma" þegar kemur að Icesave. Það er horft á þá sem eru "innlendur aðilar" og "erlendir aðilar". Þegar kemur að Icesave, þá finnst mér það ansi sterkt þegar kemur að Icesave, bjarga innlendu aðilunum og aðrir geta bætt tap erlendu aðilana.

Ég held að ég hafi ekki talað um Icesave í einhvern tíma.

En aldrei hef ég kallað þig "útlendingahatara" eins og þú hefur haldið fram.

Eigðu góðan dag.

Stefán (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 06:21

28 identicon

Andstæðingar ESB-aðildar huga almennt ekkert að framtíð Íslands ef ESB-aðild verður hafnað.

Þeir nota ekki rök með eða á móti aðild enda ljóst að öll rök hníga að aðild allavega ef evran lifir af sem ég tel víst. Þannig eru andstæðingarnir almennt í mikilli afneitun.

Gjaldeyrishöft til frambúðar samræmast ekki EES-samningnum. Jafn lítill gjaldmiðill og krónan á floti er hins vegar auðvelt skotmark vogunarsjóða sem hika ekki við að keyra gengi hennar niður úr öllu valdi þegar hún sýnir veikleika. Þannig stórgræða erlendir vogunarsjóðir á kostnað Íslendinga.

Með krónu á floti er því annað hrun óhjákvæmilegt innan fárra ára. Næsta hrun yrði miklu alvarlegra en 2008 vegna þess hve skuldugur ríkissjóður er. 2008 skuldaði ríkið nánast ekkert.Ekki er hægt að afskrifa skuldir ríkisins nema með samþykki lánardrottna.

Skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, voru hins vegar gífurlegar 2008. Þar sem bankarnir voru einkafyrirtæki verða skuldir þeirra afskrifaðar að svo miklu leyti sem eignir þrotabúanna geta ekki greitt þær.

Gjaldeyrishöft eru því komin til að vera ef evra verður ekki tekin upp. Gjaldeyrishöft ásamt úrsögn úr EES hafa í för með sér mikla lífskjaraskerðingu og spillingu. Reynslan sýnir að lífskjör gætu versnað ár frá ári á sama tíma og þau bötnuðu annars staðar.

Uppsögn EES-samningsins og gjaldeyrishöft hafa einnig í för með sér einangrun. Við missum réttinn til starfa í ESB- og EES-löndum. Þó að það þýði kannski ekki algjört bann er hætt við að flestum Íslendingum verði vísað frá á sama hátt og útlendingum utan EES fá yfirleitt ekki atvinnuleyfi hér á landi.

Fórnirnar við að hafna ESB eru miklu fleiri. En það er ótrúlegt af menn ætla að fórna þessu fyrir jafnlítið og um ræðir. Telja menn það virkilega svo mikilvægt að Alþingi setji sjálft lög um efnahagsmál af veikum mætti í stað þess að fá vandaða löggjöf ESB?

Sameiginleg lög ESB-landa um efnahagsmál, sem við tækjum þátt í að móta, eru síður en svo fórn fyrir Ísland. Íslensk löggjöf er mikil hrákasmíði enda ekki við því að búast að örríki geti keppt við stórríki í vandaðri löggjöf sem þarf stöðuga endurskoðun í breytilegum heimi.

Sjálfstjórn Íslands með sameiginlegri löggjöf um efnahagsmál með öðrum ESB-ríkjum er góð blanda sem mun skila okkur miklum ávinningi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 10:50

29 Smámynd: Elle_

Stefán, kannsi gat ég orðað ofanvert mildar í pirringnum og ekki notað orðið ´klókindi´.  Og sá það strax og hugsaði um að laga það en hætti við.   En allavega man ég það eins og ég lýsti að ofan en þú getur kannski gáð?? 

Kaftæði ykkar nokkurra um að við séum með ´fordóma gagnvart útlendingum´ og viljum ´mismuna útlendingum´ er alveg óþolandi.  Sjálf er ég í miklu sambandi við ÚTLENDINGA. 

Gleðileg jól samt.  Og nokkur mögnuð jólalög:

  O HELGA NATT     

                        O HOLY NIGHT

            O HOLY NIGHT

               Ó, HELGA NÓTT

OG EKKI SÍST ÞETTA FYRIR ÁSMUND, JÓHÖNNU OG ÖSSUR OG CO:

ICELAND, DON'T DO IT!

Elle_, 27.12.2011 kl. 17:05

30 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Andstæðingar ESB-aðildar huga almennt ekkert að framtíð Íslands ef ESB-aðild verður hafnað.

Eg myndi nu frekar segja að það seu esb-sinnar sem huga almennt ekkert að framtið islands ef landinu yrði troðið þangað inn, við yrðum ekkert meira en hreppur þarna inni sem fengi skipanir, lög og reglur a færibandi fra brussel hvort sem okkur likar eða ekki.

Aftur a moti ef við höldum okkur fyrir utan esb þa eru okkur allir vegir færir utfra okkar eigin hugsjonum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.12.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband