Allt til bjargar, hvað sem það kostar?
8.12.2011 | 11:07
Mögulegar breytingar á eðli Evrópusambandsins verða sífellt háværari. Orð Barroso endurspegla vilja þeirra sem vilja allt til vinna til að bjarga Evru-svæðinu og þá er sífellt oftar talað opinskátt um að stofna eiginlegt stórríki með sameiginlegri efnahagsstjórn, hugmyndir sem hafa verið mörgum feimnismál, þótt þær hafi verið á kreiki í allmörg ár. Spurningin er hvaða áhrif þetta mun hafa á Evrópusambandið sem heild (ef það er heild)? Þar er ekki einungis litið til þeirra landa sem óhjákvæmilega hljóta að verða öskubuskur sambandsins, eða þeirra valdaminnstu og skuldsettustu innan Evru-svæðisins, heldur einnig til landa innan ESB sem hafa allt aðrar hugmyndir um hvernig Evrópusambandið á að líta út. Öllum ESB-ríkjum er ætlað það hlutverk að bjarga evrunni eins og sjá má á ummælum Barrosos: Það er gríðarlega mikilvægt að við öll, allt Evrópusambandið, sýnum fram á að evran sé óafturkallanleg."
Danmörk og England hafa valið að vera utan Evru-svæðisins, þótt Danir tengi sína krónu við hana enn um sinn alla vega. Þessi fyrrum EFTA-lönd eru meðal þeirra sem vilja frekar sjá ESB sem viðskiptabandalag en ekki stórríkið sem ef til vill þarf að mynda til þess að bjarga evrunni.
Í vefútgáfu breska dagblaðsins The Guardian í gær er sagt frá vaxandi þrýstingi á bresku stjórnina að efna til þjóðaratkvæðis um framhald ESB-samstarfsins, verði veigamiklar breytingar á eðli sambandsins samþykktar, þjóðaratkvæðagreiðslu sem stórríkissinnar innan ESB hafa fulla ástæðu til að kvíða:
http://www.guardian.co.uk/politics/2011/dec/07/tory-minister-cameron-europe
Allt til bjargar evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það verða þjóðarkosningar í Bretlandi þá verður ekkert ESB því Skotar vilja út og í Norrænt samstarf. Það er líka vita að meirihluti af englum vilja ekki ESB.
Valdimar Samúelsson, 8.12.2011 kl. 21:36
Líklegt er að þróunin innan ESB leiði til að sambandið verði tvískipt í framtíðunni. Aðalfélagar í sambandinu verða með evru. Aðrar þjóðir verða með aukaaðild. EES mun þá hverfa.
Bretland verður með aukaaðild enda er vandi þeirra of mikill til að geta nýtt sér kosti aðalaðildar. Skotar taka upp evru ef þeir fá sjálfstæði. Þessi þróun mun einnig leiða til að Danir taka upp evru til að notfæra sér kosti aðalaðildar.
Auðvitað er sameining Evrópu í eitt stórríki ekki í spilunum. Allt slíkt tal endurspeglar aðeins örvæntingu andstæðinga aðildar.
Hugmyndir þeirra ganga einfaldlega ekki upp. Til þess er munur á milli þjóða of mikill og tungumálin of mörg. Í ESB er lögð mikil áhersla á að þjóðir verndi sinn menningararf, séreinkenni og tungu.
Ekki munu öll ESB-ríki geta nýtt sér kosti aðalaðildar. Til að taka þátt í sameigninlegum gjaldmiðli og til að njóta kosti þess þarf að setja þjóðum ströng skilyrði.
Slík skilyrði munu tryggja að þessar þjóðir lendi ekki í efnahagslegum ógöngum og munu tryggja þeim efnahagslega velsæld.
Reynslan sýnir að Íslendingar þurfa á slíkri vernd að halda enda er örríki með eigin gjaldmiðil án bandamanna fáránleg hugmynd í þeim veruleika sem við búum við í dag. Með slíka vernd hefði 15 ára geðveiki sem leiddi til hruns aldrei getað gripið okkur.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 08:52
Við þurfum ekki miðstýringu Evrópusambandsins ykkar til að öðlast vernd. Við viljum ekki miðstýringu Evrópusambandsins ykkar til að öðlast vernd.
Elle_, 10.12.2011 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.