Hjörleifur sendir þingmönnum VG fullveldiskveðju

Hjörleifur Guttormsson sendi þingmönnum VG kveðju í gær á heimasíðu sinni og hvatti þá eindregið til að hugsa sinn gang. Þeirra væri ábyrgðin að haldið væri áfram viðræðum við ESB um að farga fullveldinu. Kveðjan var svohljóðandi:

„Það fer ekki mikið fyrir hátíðarhöldum nú á fullveldisdaginn og náðist þó 1918 sá áfangi sem skipti sköpum fyrir Íslendinga sem þá urðu þjóð meðal þjóða. Í æsku minni heima á Hallormsstað var þetta hátíðisdagur ekki síður en 17. júní eftir lýðveldisstofnunina 1944.

Það er kaldhæðnislegt að nú skuli vera við völd á Íslandi ríkisstjórn sem vinnur að því baki brotnu að færa til baka þann ávinning sem forfeður okkar náðu fram í sjálfstæðisbaráttunni. Hvernig má það vera að meirihluti á Alþingi Íslendinga skuli ekki sjá að sér og draga til baka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu? Þessa dagana verður það ljósara en áður að færa á vald yfir fjármálum ESB-ríkja undir kommissarana í Brussel, til viðbótar við það fullveldisafsal sem fyrir var.

Mætti ég biðja þá þingmenn VG sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt óheilladaginn 16. júlí 2009 að hugsa sinn gang. Þeirra er ábyrgðin að haldið er áfram viðræðum við ESB um að farga fullveldinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þokkakegur fyrrum þingmaður og ráðherra sem hvetur þingmenn Vg til að svíkja sinn hluta málefnasamningsins eftir að þeir hafa sjálfir fengið sitt.

Allt tal um missi sjálfstæðis er tilhæfilaus áróður. Engin hefur td áður talað um að samstarf norðurlandanna hafi verið missir sjálfstæðis. Engum dettur i hug að tala um að Danmörk, Holland eða aðrar ESB-þjóðir hafi misst sjálfstæði sitt.

Þegar stjórnmálamenn taka svona til orða hafa þeir trúlega í huga eigin völd. Þeir kalla það missi sjálfstæðis að geta ekki ráðskast jafnmikið með þjóðina og áður vegna þess að lög og reglugerðir ESB koma í veg fyrir það.

En þetta höfum við búið við lengi vegna EES og látið okkur vel líka að vera laus undan geðþótta íslenskra stjórnmálamanna þó að sumir þeirra hafi ekki getað leynt gremju sinni.

Með ESB-aðild fáum við fulla aðild að löggjöf og gerð reglna ESB í stað þess að taka við tilskipunum frá Brussel eins og við höfum búið við í hátt í annan áratug.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 10:19

2 Smámynd: Elle_

Hárrétt hjá Hjörleifi.  Og endalausar rangfærslur frá Ásmundi enn.  

Hjörleifur er ekki lengur stjórnmálamaður að ég viti og er örugglega ekki að hugsa um eigin völd.  Lýsingarnar passa við Jóhönnu.  Eins og þegar Ásmundur lýsir Jóni Bjarnasyni. 

´Við´ látum okkur ekki vel líka við EES-samninginn og margir vilja slíta honum. 

Það ER verið að vinna hart að að farga fullveldinu fyrir einn ógeðfelldan stjórnmálaflokk, JÓHÖNNUFLOKKINN.  Það mun ekki takast. 

Elle_, 2.12.2011 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband