Nú, ætlar utanríkisráðherra að hætta?
1.12.2011 | 12:19
Ætla mætti af neðangreindum ummælum utanríkisráðherra á ruv.is frá í gær að hann hafi áttað sig á því að hann hafi sjálfur hefði setið allt of lengi á ráðherrastól:
En auðvitað er það ekki svo. Ummæli hans eru í framhaldi af spurningum fréttamanns varðandi uppstokkun í ríkisstjórn í tilefni af vilja Samfylkingarinnar og meðreiðarsveina hennar til að losa sig við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni. Eins og rakið hefur verið hér á síðunni er það fyrst og fremst vegna ESB-andstöðu hans.
Listi af tylliástæðum hefur verið viðraður, kynning á tillögum starfshóps um fiskveiðistjórnun var nýjasta útspilið og nú bætir utanríkisráðherra um betur og svarar spurningum um sama mál með röksemdum um að kannski hafi sumir (les Jón Bjarnason) setið of lengi á ráðherrastóli. Tylliástæðurnar verða sífellt rýrari og þarna fataðist utanríkisráðherra flugið.
Lítum á tímalengd þingmennsku og ráðherradóms nokkurra ráðherra í núverandi ríkisstjórn (heimild: www.althingi.is):
Forsætisráðherra: Á þingi í 33 ár og þar af ráðherra í tæp 12 ár.
Fjármálaráðherra: Á þingi í 28 ár og þar af ráðherra í tæp 7 ár.
Utanríkisráðherra: Á þingi í 20 ár og þar af ráðherra í tæp 7 ár.
Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra: Á þingi í 12 ár og þar af ráðherra í rúm 2 ár.
Hvern á að setja á bekkinn í ljósi þessa?
Athugasemdir
Það er ekkert nýtt að ráðherrar hætti á miðju kjörtímabili og aðrir komi inn í staðinn ef ráherrum er ekki fækkað.
Þetta hefur td þegar gerst á kjörtímabilinu og var löngu búið að boða að það myndi gerast aftur. Auk þess er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að fækka skuli ráðherrum á kjörtímabilinu.
Það sem er hins vegar nýtt er að sá ráðherra sem stendur til að víki hóti því að styðja ekki ríkisstjórnina nema hann fá að vera ráðherra áfram.
Svona fáheyrt háttalag eitt og sér ætti að nægja til að gera fólki ljóst að Jón Bjarnason er óhæfur sem ráðherra. Auk þess er listi afglapa hans og vanrækslna orðinn æði langur.
Jón Bjarnason er dæmi um mann sem kemst til valda af röngum ástæðum og hangir á voldunum með hótunum og misbeitngu valds. Um leið og ríkisstjórnin gefur í skyn að hún láti ekki kúga sig lengur gefur Jón eftir og selur þannig "sannfæringu" sína.
Það er hins vegar löngu ljóst að hín margrómaða "sannfæring" Jóns Bjarnasonar er blekking. Pólitískur ferill hans hófst með framboði í prófkjör Samfylkingarinnar 1999.
Þegar í ljós kom að Jón beið ósigur munaði hann ekki um að fara í framboð fyrir Vinstri græn. Ef Samfylkingin hefði ekki hafnað honum væri hann nú trúlega að tala fyrir ESB-aðild.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 17:56
Ásmundur veit kannski ekki að vorið 1999 hafði Samfylkingin enn ekki tekið upp þá stefnu að Íslendingar ættu að ganga í ESB. Á þeim forsendum gekk fjölmennur hópur Alþýðubandalagsmanna til liðs við hana. Margir gáfust þó fljótlega upp á Samfylkingunni og gengu til liðs við Vinstri græna. Jón Bjarnason var einn af þeim og hefur alltaf verið andvígur inngöngu Íslands í ESB.
Hitt veit Ásmundur vafalaust að Jón lýsti yfir eindreginni andstöðu við inngöngu í ESB þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Afstaða hans var öllum ljós. Í málefnasamningi stjórnarinnar sem margoft hefur verið vitnað til hér á netinu undanfarna daga, er sérsta,klega tekið fram að flokkarnir tveir, svo og ráðherrar og þeingmenn, hafi ólíkar skoðanir í afstöðu sinni til ESB-aðildar og áskilji sér fullan rétt til að fylgja sannfæringu sinni. Það hefur Jón gert samviskusamlega.
Rógur Ásmundar Harðarsonar um Jón Bjarnason missir því algerlega marks - nú eins og fyrri daginn.
Vinstrivaktin gegn ESB, 1.12.2011 kl. 20:20
Það má vera að Samfylkingin hafi ekki verið formlega komin með stefnu í ESB-málum 1999 þegar Jón Bjarnason fór í framboð fyrir flokkinn. Hins vegar var ljóst að meirihluti Samfylkingarfólks kom úr Alþýðuflokknum sem var fylgjandi ESB-aðild. Jón Bjarnason hlaut því að vita hvað var í vændum.
Það er auðvitað mjög ótrúverðugt að Jón Bjarnason hafi gefið kost á sér í framboð Vinstri grænna vegna Evrópumála aðeins nokkrum dögum eftir að hann beið ósigur í prófkjöri Samfykingarinnar. Nær væri að halda að Jón vildi bara á þing. Samfylkingin var fyrsta val. Þegar það gekk ekki eftir urðu Vinstri græn fyrir valinu.
Vinstrivaktin veit vel að ég er ekki að gagnrýna Jón fyrir að vera andstæðingur ESB-aðildar Íslands, heldur ekki fyrir andstöðu hans við ESB-aðildarumsóknina. En Vinstri græn samþykktu ESB-umsókn til að gefa fólki kost á að kjósa um aðild.
Það er eitt helsta ákvæði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að sækja um ESB-aðild. Ráðherra í ríkisstjórn ber skylda til að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. Jón Bjarnason hefur vanrækt þessa skyldu og unnið gegn henni. Það er það sem gagnrýni mín gengur út á varðandi Jón og ESB.
Jóni ber að fylgja sannfæringu sinni. Ef hann getur ekki sinnt skyldum sínum sem ráðherra og um leið fylgt sannfæringu sinni er honum nauðugur sá kostur að segja af sér. Hér er því ekki um neinn rógburð að ræða. Ég ætla að leyfa Vinstrivaktinni að sitja eina um þá iðju. Í færslunum hér á undan er nóg af slíku að taka.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:37
Mér líst nokkuð vel á hugmynd Össurar, að þingtími og ráðherratími verði látinn ráða um hverjum verði skipt út. Það væri strax ágætt ef stjórnarflokkarnir kæmu sér saman um að skipta út einum ráðherra hvor. Þá munu þau bæði yfirgefa stjórnina, Jóhanna og Steingrímur. Vissulega væri það bónus ef Össur færi líka.
Gunnar Heiðarsson, 1.12.2011 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.