Elítusamfélag ESB elur á öfgum

Tímaritið Economist fjallar ítarlega um Evrópusambandið í nýlegu tölublaði. Myndin sem þar er dregin upp af framtíð ESB og evrunnar er ekki björt. Höfundar vitna til til Bretans David Marsh sem skrifað hefur um sögu evrunnar og myntsamstarfsins EMU.

Hann segir m.a. að EMU skammstöfunin standi ekki lengur fyrir Economic and Monetary Union heldur tákni nú Europe's Melancholy Union sem mætti þýða sem Hið dapurlega samband Evrópu. Einn kaflinn í 16 síðna úttekt Economist fjallar um pólitíska stöðu Evrópusambandsins meðal íbúa ESB. Elítan sem ráði í Brussel og sjálft Evrópusambandið eigi sér fáa formælendur meðal almennings, jafnvel ekki meðal þeirra sem eru samt hlynntir samstarfi Evrópulanda.

Ekkert breytir þeirri staðreynd að Evrópusambandið er fjarlægt almenning, óaðgengilegt og tilheyrir aðeins hinum útvöldu. Hversu mjög sem ESB reyni verður það aldrei í uppáhaldi hjá íbúunum,- jafnvel ekki hjá þeim sem eru samt Evrópusinnaðir. Breski háskólamaðurinn Anand Menon orðar það svo að staða og uppbygging Evrópusambandsins geti aldrei vakið áhuga almennings (structurally condemned to inspire apathty).

Þetta eru stór orð í blaði sem talar ekki almennt á móti Evrópusamrunanum og fer reyndar hörðum orðum um meinta lýðskrumara evrópskrar pólitíkur sem nú notfæra sér óvinsældir ESB og evrunnar. En blaðið bendir jafnframt á að ógöngur ESB-samstarfsins hafi fætt af sér þá jaðarflokka og öfgaöfl sem eigi nú vaxandi fylgi að fagna; Le Pen-istar, Sannir Finnar, Sænskir demókratar, Wilders í Hollandi og hinn flæmski Belang í Belgíu.

Blaðamaður Econimst varar raunar við að flokka allar þessar nýju hreyfingar sem öfgaöfl en bendir á að hér séu samt á ferðinni gagnrýnendur sem í fæstum tilvikum þoli eða geti tekið þátt í að stjórna ríkjum. Þannig hafi flokkur Haiders farið úr 27% fylgi niður í 6% við það að taka þátt í samsteypustjórn í Austurríki. Í öllum tilvikum ali þessir flokkar á óánægju með ríkjandi ástand hvort sem þeirri óánægju sé beint að ESB elítunni eða t.d. innflytjendum.

Úr grein Ecomist má einmitt lesa að þeir öfgar að ráðast að þjóðríkinu sem grundvelli hefur alið af sér aðra öfga. Economist nefnir einmitt að Evrópusamstarfinu hafi verið stefnt gegn þeim öfgun og brjálsemi sem einkennir 20. aldar sögu Evrópu með tveimur styrjöldum og alræðisstjórnum víðs vegar um álfuna.

Evrópa er óumdeilanlega vagga lýðræðisins á okkar tímaskeiði og grundvöllur þeirra lýðræðishugmynda er þjóðríkið. Sú spurning sem liggur í loftinu er einfaldlega hvort það hafi verið gæfuleg leið að vega að þessum grundvelli og til hvers það muni leiða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hvar er heimildin sem er sett fyrir þessari fullyrðingu í þessari grein hérna. Eða telja andstæðingar ESB á Íslandi sig ekki þurfa að setja fram heimildir fyrir orðum sínum, svo að hægt sé nú að ganga í skugga úr um að þær fullyrðingar sem eru settar hérna fram séu réttar og sannleikanum samkvæmar.

Eða kjósa andstæðingar ESB á Íslandi að setja fram fullyrðingar án heimilda svo að hægt sé að blekkja fólk viljandi og skipulega.

Stórt er spurt.

Jón Frímann Jónsson, 25.11.2011 kl. 15:15

2 identicon

Ég hef ekki lesið greinina en geri ráð fyrir að hér sé rétt haft eftir. Greinin ber þess hins vegar merki að vera ómerkileg áróðursskrif.

Það þarf ekki að lesa lengi til að sjá það. Að uppnefna EMU Europe's Melancholy Union er td skýrt merki um æsingaskrif sem lítið mark er á takandi.

Annað dæmi um áróður er "að elíta ESB ali á öfgum". Þar er verið að vísa til öfgaflokka sem auðvitað eru í ESB-löndum eins og annars staðar. Þair hafa ekkert með ESB að gera.

Slíkum flokkum vex ásmegin í kreppuástandi en ekkert bendir til að slíkt gerist frekar hjá ESB en annars staðar.

Bretum er meinilla við evruna. Hún hefur veikt þeirra eigin gjaldmiðil. Þeir leita því logandi ljósi að öllu sem þeir ímynda sér að vinni gegn evru. Þeir vilja hana feiga.

Hún er hins vegar komin til að vera einfaldlega vegna þess að það er ekki valkostur að einstakar þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil. Evrópumálaráðherra Íra benti á þetta í viðtali við Spegilinn nýlega.

Það er auðvitað rétt að rödd einstaklingsins á ekki sama hljómgrunn hjá löggjafarvaldi ESB eins og í fámennu samfélagi eins og Íslandi. Stjórnmálamenn missa einnig völd. En þetta er fámennur hópur sem telur sig missa spón úr aski sínum.

Þessi fjarlægð hefur hins vegar fleiri kosti en galla fyrir almenning. Með ESB fáum við vandaða löggjöf í stað þeirrar hrákasmíðar sem mörg íslensk lög eru. Örþjóðir hafa ekki bolmagn til að keppa við ESB í samningu laga.

Fámennið hér skapar einnig hættu á að sérhagsmunaöflin oti sínum tota með góðum árangri eins og við höfum bitra reynslu af með gífurlegum kostnaði.

Mikill meirihluti almennings hefur enga þörf fyrir að vera í beinu sambandi við löggjafa ESB. Hann vill sjá lægra vöruverð, lægri vexti, minni verðbólgu, enga verðtryggingu og ný atvinnutækifæri. Allt þetta fæst með aðild.

Hagur íslendinga af ESB-aðild er líklega mun meiri en annarra þjóða. Ástæðurnar eru að verðlag var hér mun hærra en annars staðar, vextir miklu hærri og verðbóga miklu meiri. Það er því meira unnið með aðild fyrir okkur en aðrar þjóðir.

Annars væri hægt að tæta þessa grein í sig lið fyrir lið en það er lítill tilgangur í því. Það er ekki einu sinni reynt að færa rök fyrir því sem þar er haldið fram. þetta eru mest sleggjudómar.

Þjóðremban sem þarna kemur fram er aumkunarverð. Það er ekkert jákvætt við svona þjóðrembu enda er samvinna þjóða af hinu góða. Þjóðríkin lifa góðu lífi innan ESB með stuðningi sambandsins.

Evran er ekki í hættu. Vandamálið er skuldavandi margra þjóða, ekkert frekar evruþjóða en annarra þjóða. Td eru Bretar mun verr staddir en Þjóðverjar, Frakkar og margar evruþjóðir.

Asmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Frímann, lestu greinina. Heimildin er nefnd í upphafi og hún byggir öll á tivitnunum í þessa heimild. Það væri kannski nær að þú spyrðir Ásmund Harðarson að því hvaðna hann hefur sína runu af rakalausum fullyrðingum. Hann talar eins og hann sé djúpvitur sjáandi í transi.  Slíkur þarf ekki rök né heimildir að sjálfsögðu. 

Ég er hissa á þessu upphlaupi því að í greininni koma að mestu fram vangaveltur, sem þið hafið notað ykkur í óspart.  En líklega hafið þið ekki lesið þetta. 

Og Ásmundur, farðu nú að skipta yfir í koffeinlaust svo þú drepir þig ekki í þessum flogum.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 19:41

4 identicon

Aðalinnihald þessa pistils Vinstrivaktarinnar er að ESB ali á öfgum. Hér er verið að tala um öfgahópa.

Greinilega á höfundur greinar Economist við að fullt frelsi allra þegna aðildaríkja til að stunda störf í öðrum löndum ESB (og EES) stuðli að uppgangi öfgahópa.

Þetta frelsi er nú þegar til staðar að því er varðar Ísland með EES-samningnum. Einstaklingar frá ESB-og EES-þjóðum hafa rétt á dvalarleyfi og starfsleyfi á Íslandi.

Mér sýnist því að Vinstrivaktin gegn ESB sé að gagnrýna þetta frelsi og vilji setja skorður við frjálsum fólksflutningum til Íslands.

Hvernig Vinstrivaktin tók undir skrif Eyglóar Harðardóttur um að pistill Eiríks Bergmann væri árás ESB-sinna á allt sem íslenskt er, vekur enn frekar grun um að Vinstrivaktin vilji takmarka mjög aðgang ESB-þjóða að landinu.

Vinstri græn eða sá armur flokksins sem er á bak við Vinstrivaktina þarf að koma hreint fram og upplýsa hvort hann vilji setja skorður við frjálsa fólksflutninga ESB-þjóða til Íslands.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 23:07

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áttu við frjálsa í merkingunni hömlulausa eða eftirlitslausa Ásmundur?  Ertu búinn að eyma argumentið þitt niður í þetta atriði?  Að við viljum reisa múra og loka landinu? Útlendingahatur? Útlendingótti? Xcenophobia?

Fjórfrelisð er nú aldeilis að bíta Evrópubúa í rassgatið núna. Skipulögð glæpastarfsemi með ríkisfang í austurblokkinni blómstrar og glæpir eru að ná faraldsfræðilegum hæðum , en ekki síst er hinn frjálsi flutningu fjármagns að gera það að verkum að fjármagnsflóttinn frá ríkjum í kreppu er óstöðvandi og er ein af grunnástæðum þess að ekkert er hægt að gera þessum þjóðum til bjargar.

Það er eins og þú hafir aldrei opnað blað eða bók án þess að það væri glansmyndabæklingur frá áróðursmálamyllu ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 23:53

6 identicon

Ég á að sjálfsögðu við ástandið eins og það er í dag. Fyrir utan vissa möguleika á aðlögun í upphafi er þetta frelsi nánast algjört. Ef Íslandingar ætla að vera í EES eða ESB verðá þeir að beygja sig undir það.

Vinstrivaktin vill takmarka þetta frelsi en telur að slíkar takmarkanir geti verið einhliða. Islendingar muni áfram geta starfað og stundað nám erlendis eins og ekkert hafi í skorist. Það er auðvitað öðru nær.

Með úrsögn missum þau réttindi sem felast í þátttöku okkar í EES þó að menn muni líklega áfram í undantekningartilvikum starfa eða stunda nám í þessum löndum.

Það er ekki hægt að bera saman það ástand sem tekur við eftir úrsögn við hvernig það var áður en Ísland gekk í EES því að nú eru ESB-löndin orðin miklu fleiri.

Það er ljóst að í atvinnuleysi muni þjóðir utan ESB og EES mæta afgangi varðandi störf. Sama á við um aðgang að námi. Þarf svo ekki að greiða himinhá skólagjöld fyrir nám sem nú er ókeypis?

Það nægir að líta í eigin barm til að átta sig á hvað er í vændum ef Íslend hættir í EES. Með inngöngu okkar í EES voru þjóðir utan ESB og EES að mestu útilokaðar frá atvinnuþátttöku á Íslandi.

Hvernig getum við vænst þess að hið sama eigi ekki við um okkur í ESB- og EES-löndum eftir úrsögn úr EES?

Það á lítið skylt við sjálfstæði að búa við slíka átthagafjötra, ég tala nú ekki um ef ferðamannagjaldeyrir verður af skornum skammti eins og í gjaldeyrishöftunum á árum áður.

Þessi framtíðarsýn hugnast ekki ungu fólki sem vill framfarir og aukna möguleika í lífinu. Afturhald og aukið ófrelsi af þessu tagi er eitur í beinum þeirra.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 10:16

7 Smámynd: Elle_

Við eigum ekki að setja fullvalda ríki undir yfirstjórn evrópsKS veldis.  Það eru ÖFGAR.

Elle_, 26.11.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband