Þverpólitísk samstaða gegn ESB hjá þjóðinni og þremur flokkum

Andstaðan gegn ESB-aðild var svo yfirgnæfandi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að jafnvel Þorgerður Katrín greiddi því atkvæði að hlé yrði gert á aðildarviðræðum til þess að enn afdráttarlausari tillaga yrði ekki samþykkt. Niðurstaðan rímaði vel við samþykkt landsfundar VG og stefnu framsóknarmanna.

 

Ljóst er að undiraldan gegn ESB á landsfundi Sjálfstæðismanna var svo þung að fyrri víglínur færðust til. Engin tillaga var uppi um að aðildarumsókninni skyldi haldið til streitu. Greidd voru atkvæði um hvort aðildarumsóknin skyldi „dregin til baka“, hvort viðræðunum skyldi „hætt“ eða hvort „hlé skyldi gert“ á viðræðunum og þær ekki hafnar að nýju nema það yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Seinasta tillagan var málamiðlun og var hún „samþykkt með þorra atkvæða“ (Heimild: Evrópuvaktin).

 

Jafnvel einn helsti talsmaður ESB-sinna, Benedikt Jóhannesson, lýsti því yfir við Stöð 2 að hann vildi „hægja á viðræðunum“. Hvað svo sem felst í þeim dularfullu orðum sýna þau ótvírætt, hvílíkur flótti er nú brostinn á í liði ESB-sinna.  

 

Það verður því skýrari með hverjum mánuðinum sem líður að Össur og Jóhanna og allt þeirra ESB-lið er pólitískt einangrað í krossferð sinni með þjóðina í eftirdragi inn í hin helgu vé ESB. Falskar og leiðandi skoðanakannanir sem lokka fólk til fylgis á fölskum forsendum með því að blanda saman stuðningi við aðildarviðræður og þjóðaratkvæði duga þeim skammt.

 

Allar skoðanakannanir þar sem spurt er hreint út um afstöðu til aðildarviðræðna sýna að meiri hluti þjóðarinnar er andvígur aðild og vill leggja umsóknina til hliðar, ef ekki að draga hana endanlega til baka.

 

Eina von ESB-sinna er væntanlegur peningaaustur ESB í áróðursskyni. Hann er þegar kominn i gang, sbr. heilsíðuauglýsingar  frá „Já! Íslandi“ undir fyrirsögninni: „Vissir þú?“ ESB og þeirra lið hér á landi er staðráðið í að snúa landsmönnum aftur til fylgis við aðild með því að ausa út milljóna hundruðum og milljörðum í áróðursflóð. Það gera þeir alls staðar. En sem betur fer með misjöfnum árangri enda málstaðurinn fátæklegur.

 

Fram að þessu hafa þó ESB-sinnar verið í nokkru skjóli af þeim sem sumir nefna „kíkja-í-pakkann-sinna“. En nú er sá pakki óðum að opnast og æ betur kemur í ljós, sem alltaf var vitað, að þar er fátt annað að finna en grjóthart regluverk ESB. Seinasta dæmið er um fullveldisrétt Íslendinga til að gera samninga um sjávarútvegsmál, þ.á.m. um flökkustofnana. Sá réttur yrði tekinn af Íslendingum við ESB-aðild (sbr. upplýsingar sem fram komu hér á síðunni í gær frá formanni samningshóps utanríkisráðuneytisins um sjávarútvegsmál), og það yrði sannarlega mikið högg fyrir sjávarútveginn og íslenskt efnahagslíf.

 

Sú krafa verður því stöðugt háværari að viðræðum sé „slitið“ eða „hætt“ eða „hlé gert á þeim“ og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæði.  - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eini flóttin sem er skollin er á hérna er flótti andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi frá raunveruleikanum.

Ég vænti þess að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi geti útskýrt fyrir íslendingum af hverju íslendingar þurfa alltaf að borga meira en Evrópubúar fyrir matvöru, sem og aðra vöru sem er seld á Íslandi.

Þar fyrir utan eru andstæðingar Evrópusambandsins fullir af skít og lygum, og hafa alltaf verið það.

Enda er það stefna andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi loka Ísland af og hefur verið síðan árið 1960 (eða þar í kring). Andstæðingar Evrópubandalagsins (undanfara Evrópusambandsins) hafa verið að spá dauða þess síðan árið 1958, og jafnvel fyrr. Þó er Evrópusambandið þarna ennþá í dag og sterkara en nokkru sinni áður. Þrátt fyrir efnahagskreppu og vandamál tengd því.

Á meðan eru andstæðingar Evrópusambandsins jafn vitlausir og áður, og óska sér ennþá heitar að loka Ísland af frá umheiminum. Svo að hægt sé nú að níðast meira á almenningi en gert hefur verið undanfarna áratugi.

Afneitunin lætur ekki að sér hæða hérna frekar en fyrri áratugina. Enda kemur það ekkert á óvart, miðað við að færslan er skrifuð af manni sem átti sinn þátt í að leggja íslensku krónuna í rúst á sínum tíma, og neitaði síðan að gera eitthvað til þess að bjarga efnahag Ísland eftir sitt eigið klúður.

Þess í stað fór Ragnar Arnalds bara í það loka ríkinu fyrir hvítasunnuhelgar svo að fólk gæti ekki orðið fullt þá helgi, og notaði til þess undarlegustu afsakanir sem sést hafa í íslenskum stjórnmálum, og er nóg af taka af þeim bænum.

Jón Frímann Jónsson, 21.11.2011 kl. 14:32

2 identicon

Mjög sterk grein hér "Á Vinstri vaktinni gegn ESB" og byggð upp á traustum staðreyndum og mjög sterkum rökum.

Stekkur þá ekki til eins og svo oft áður ESB aftaníossinn og endemis veðurvitinn grunnhyggni Jón Frímann Jónsson sem veður nú elginn sem aldrei fyrr. Með rakalausan þvætting og ekki þvælist nú vitið fyrir honum nú, frekar en fyrri daginn og ekki vantar heldur ljóta orðbragðið. Sem fylgir geðvonskunni í þessum kóna hvert fótmál, eins og ótal dæmin sanna.

Þessi veðurviti og heilaþvegni ESB trúboði er svo reiður og bitur af því að innst inni veit hann að ESB trúboðið hans á Íslandi er dauðanum dæmt !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 16:56

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Merkilegar athugasemdir frá manni sem ég tel víst að búi sjálfur á Spáni, noti evruna sem gjaldmiðil sjálfur.

Þetta kallast venjulega hræsni er stundað af mönnum sem vilja allt fyrir sjálfan sig en ekki fyrir aðra.

Þannig að ég mæli með því að þú haldir kjafti, enda eru ekki beint skarpasti hnífurinn hérna. Ekkert frekar en Ragnar Arnalds, sem seint verður talinn snjall maður.

Jón Frímann Jónsson, 21.11.2011 kl. 17:39

4 identicon

Það geisar ægilegur stormur í höfðinu á þér, Jón Frímann. Þú ert ógæfumaður og ekki öfundsverður af hlutskipti þínu.

Birgir (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 19:19

5 Smámynd: Björn Emilsson

Ragnar.  Ennþá einu sinni vil ég árétta að allt er málið í höndum Steingrims VG formanns. Hann vill með engu móti yfirgefa hlýju stólsins á borðhorninu hjá Jóhönnu. 

Björn Emilsson, 21.11.2011 kl. 19:21

6 identicon

@ Jón Frímann Jónsson !

Þú hefur oftar talað á þessum nótum að þar sem ég búi nú í ESB/EVRU sælu ríkinu Spáni með 21,5% atvinnuleysi og efnahag landsins á vonarvöl, þá megi ég ekki eða hafi ekki leyfi til að hafa gagnrýna skoðun á þessu ólýðræðislega Stjórnsýslu apparati ESB sem þú sjálfur dýrkar og tilbiður algerlega gagnrýnislaust.

Þetta er svona álíka eins og í Sovéttinu í den þar var öllum sem bjuggu innan landamæra sæluríkis með hinum óskeikulu commísararáðum og Æðstu ráðum, eins og er í ESB, harðlega bannað að hafa aðrar skoðanir en Ráðstjórnin og KGB heimilaði.

Ég á sem sagt að hafa vit á því að þínum dómi að "halda kjafti" í nafni ESB fullkomleikans og ó-lýðræðisins !

Ég er margfalt beittari en þú heldur og í samanburði við þig þá er ég flugbeittur af því að þú með þínar hörmungar skoðanir ert eins og gömul og ryðguð sög sem verður bráðlega komið fyrir á Vesturfarasafninu á Hvammstanga!

Þar verður þú og yfirgengilegir fordómar þínir og óþjóðlegar skoðanir þínar hafðar til sýnis, öðrum til viðvörunar, eins og hver önnur úrsérgenginn misheppnuð tól og verkfæri fortíðarinnar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 20:19

7 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Björn Emilsson! Það er rétt hjá þér að afstaða VG skiptir miklu máli í þessu samhengi. Landsfundur VG gerði ágæta og mjög mikilvæga samþykkt um Ísland og ESB-aðild fyrir þremur vikum. Hún fjallaði þó ekki um málsmeðferð en vísar ótvírætt veginn. Hvað Steingrím varðar hefur hann alltaf verið eindreginn andstæðingur ESB-aðildar. En á hvern hátt VG hagar sínu uppgjöri við Samfylkinguna í þessu máli og hvenær það gerist get ég ekki fullyrt neitt um enda ekki í mínu valdi. - Ragnar Arnalds

Vinstrivaktin gegn ESB, 21.11.2011 kl. 21:08

8 identicon

Nærri tveir þriðju hlutar þeirra sem sátu landsfund Sjálfstæðisflokksins, og tóku afstöðu, höfnuðu því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Þetta er enn ein vísbendingin um að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðum.

Auðvitað eru menn ekki samþykkir samningum sem hafa ekki enn litið dagsins ljós. En ef góðir samningar nást, sem ég efa ekki að verði, eru líkur á að þjóðin kjósi aðild enda er það auðveld og góð leið út úr vandanum. Þetta er fyrst og fremst spurning um sjálfstraust Íslendinga, hvort þeir líti á sig sem jafnoka annarra þjóða.

Þó að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi með miklum meirihluta hafnað því að slíta aðildarviðræðum samþykkti meirihlutinn að fresta þeim og taka þær ekki upp aftur fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er til marks um ómerkilegan málflutning andstæðinga ESB-aðildar að hver þeirra á fætur öðrum lætur nú í veðri vaka að það hafi verið samþykkt að slíta viðræðunum. Eða er það kannski bara heimska að geta ekki greint þarna á milli?

ESB-aðild og upptaka evru munu skapa nauðsynlegan stöðugleika, lækka vexti og verðbólgu og gera verðtryggingu lána ónauðsynlega. Vöruverð mun lækka og lifskjör batna.

Stöðugleikinn mun bæta samkeppnishæfni landsins og skapa atvinnutækifæri í nýjum greinum. Þannig mun ESB-aðild stórauka útflutning og minnka innflutning. Gjaldeyristekjur hækka á sama tíma og gjaldeyrir sparast vegna minni innflutnings. Auknar tollaívilnanir hafa sömu áhrif.

Skv reglum ESB ræður veiðireynsla aflaheimildum. Það þýðir að íslensk fyrirtæki munu ein sitja að veiðum í íslenskri landhelgi. Kvótahopp er ekki teljandi áhyggjuefni eftir að skilyrði um tengsl við landið voru sett. Þetta sýnir reynsla Breta.

Það segir sig sjálft að krónan getur ekki verið án gjaldeyrishafta í einhverri mynd. Gjaldeyrishöft samræmast hins vegar ekki EES-samningnum. Valið virðist því vera ESB og evra eða úrsögn úr EES.

Gjaldeyrishöft hafa tilhneigingu til að versna eftir því sem fleiri sjá við þeim. Afleiðingin verður sífelld minnkandi tekjur að öðru jöfnu og aukin einangrun landsins. Við höfum reynsluna frá miðri síðustu öld og upp úr því.

Nám og störf erlendis gætu þá að miklu leyti heyrt sögunni til. Jafnvel ferðamannagjaldeyrir gæti orðið af skornum skammti nema kannski á uppsprengdu verði á svörtum markaði eins og við höfum reynsluna af.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 21:40

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er greinilegt á málfutningi Jóns Frímanns og Ásmundar að þeir hafa ekki þurft að versla inn í matinn á evrusvæðini nýlega. Af hverju flytur ekki svona lið bara úr landi og leyfir okkur heimóttarlegu aumingjunum bara að vera í friði með okkar sjálfstæði og eigin ákvörðunarrétt, um okkar málefni? Vita þessar "mannvitsbrekkur" hvað kíló af kjúklingi kostar á Spáni eða í Portúgal? Læðist að mér sá grunur að þessir kaunar hljóti annaðhvort að vera spéfuglar hinir mestu, sem njóta þess að reita fólk til reiði með bulli sínu, eða þá hreinlega á launum hjá evræpusambandinu.

Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 01:57

10 identicon

Merkilegt að Halldór skuli nefna kjúkling til stuðnings þeirri ranghugmynd sinni að verðlag lækki ekki með inngöngu í ESB. Kjúlkingur er nefnilega meðal þess sem lækkar mest, jafnvel um helming eða meira.

Það verður engin hörgull á fólki sem vill flytja af landi brott ef Íslendingar kjósa að einangra sig utan ESB. Ungt fólk mun gera það í stórum stíl, ef höft koma ekki í veg fyrir það. Síst af öllu vill það koðna niður í fásinninu sem hér verður.

Þeir sem sitja eftir heima, án þess að vera tilneyddir, hljóta að fá sérstaka nautn út úr því að styðja sérhagsmunaöflin, meðal annars með kjaraskerðingum og lánahækkunum, þegar bjarga þarf klúðri þeirra og óráðsíu með stórum gengisfellingum krónunnar. Menn lifa ekki lengi á Bjarts í Sumarhúsum syndróminu einu.

Kjarabætur vegna ESB-aðildar felast ekki síst í miklu lægri vöxtum. Fyrir meðalfjölskyldu gæti munurinn numið mörgum tugum þúsunda króna á mánuði. Auk þess er stöðugleikinn nauðsynlegur fyrir lántaka. Það er ótækt að búa við að lán hækki upp úr öllu valdi meðan laun standa í stað.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 08:15

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halldór það hefur líka farið fram hjá þeim en sem fólk er smám saman að átta sig á núna að það var ALDREI NEINN PAKKI TIL AÐ KÍKJA Í.  Þar er einungis tilskipanir og upptaka á regluverki ESB upp á hvað var það nú aftur 90 þúsund blaðsíður? Engar varanlega undanþágur og allt klappað og klárt áður en við fáum að kjósa um það.  Ef svo neiið verður ofan á sem ég vona svo sannarlega, þurfum við þá ekki að fara að vinda ofan af öllum þessum reglum og vitleysugangi sem miðast við milljónasamfélag en ekki 350.000 hræður.

Auk þess fáum við allskonar sjúkdóma sem ekki eru landlægir hér, það þarf til dæmis að sprauta bæði kýr, grísi og annann fénað mánaðarlega með sýklalyfjum.  Er það eitthvað sem við sækjumst eftir.  Ekki ég allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 09:51

12 identicon

Eins og staðan er í dag verðum við vegna aðildar okkar að EES að sætta okkur við tilskipanir frá ESB án þess að geta haft nein áhrif á þær.

Með inngöngu okkar í ESB munum við hins vegar taka þátt í að setja ESB lög og reglur og getum beitt okkur til jafns við aðrar þjóðir fyrir breytingum á þeim. Það jaðrar því við öfugmæli að segja að Ísland muni missa sjálfstæði með ESB-aðild.

Það verður mikill fengur fyrir Ísland að fá vandaða löggjöf ESB enda mannréttindi hvergi jafmikið í hávegum höfð og þar. Með löggjöf ESB mun spilling og óvönduð stjórnsýsla að miklu leyti heyra sögunni til á Íslandi. Við komumst ekki lengur upp með slík vinnubrögð. Það er undarlegt viðhorf að vönduð og ítarleg löggjöf henti ekki smáríkjum.

Í samningum ESB er tekið tillit til sérþarfa aðildarþjóða. Beitt er sérlausnum ("special arrangements").Það er því með ólíkindum að kvótaeiegendur skuli enn reyna að telja fólki trú um að ekki sé um neitt að semja.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 10:46

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er rugl og þú veist það sjálfur Ásmundur.  Hvaða áhrif heldurðu virkilega að við getum haft á ákvarðanatöku?  Þetta er mýta sem búið er að innprenta ykkur sauðunum sem öllu trúið sem frá ESB kemur. 

Og það hefur komið fram að það hefur ekki farið fram uppgjör reikninga ESB apparatsins í núna 18 ár, og ekkert gert í málinu, og milljarða sukk með fjármuni almennings í þessum löndum í gæluverkefni forkólfanna.  Það er orðið þreytandi að hlusta á þessar endalausu staðhæfingar ykkar sem eiga sér enga stoð, enda gapið þið bara upp eins og í ykkur er troðið af fólki sem er örugglega á launum eða tilboði um betri störf erlendis ef þeir troða okkur inn í þetta apparat.  Svei ykkur bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 10:53

14 identicon

Ásthildur, ef þú hefur fylgst með fréttum af ESB áttu að vita að smáþjóðum hefur vegnað sérstaklega vel í sambandinu. Mér vitanlega hefur ekki verið gefin nein skýring hvers vegna en augljóst er að ákveðin atriði hafa stuðlað að velgengni þeirra.

Stöðugur gjaldmiðill er eitt þeirra, vönduð löggjöf sem torveldar spillingu er annað atriði. Spilling er mikið vandamál smáþjóða vegna þess hve mikil hætta er á að kastað sé til höndunum við löggjöf og hve mikil hætta er á að hagsmunasamtök komist upp með að þeim sé hyglt í lögum.

Það gefur augaleið að fámenn löggjafarþing smáþjóða geta ekki keppt við þing stórþjóða í vandaðri löggjöf. Það að allir þekkja alla býður einnig hættunni heim. Oft líta smáþjóðir jafnvel ekki á alvarlega spillingu sem spllingu. Svo samdauna getur hún verið þessum þjóðum. Skaðinn er þó ekki minni þess vegna.   

Við höfum reynsluna af þessu nú þegar. Hve oft hefur EES ekki gert stjórnvöld og dómstóla afturreka með úrskurði sína?  EES hefur stórbætt réttarfar á Íslandi. Með ESB-aðild munu sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál bætast við þá málaflokka sem nú þegar lúta lögum og reglum ESB. Engin ástæða er til að ætla annað en það muni enn frekar bæta réttarfar á Íslandi enda spillingin einna mest einmitt í þessum málaflokkum.

Engin ESB-þjóð er nálægt því að hafa meirihluta atkvæða á bak við sig. Smþjóðir geta því ráðið úrslitum einkum þegar þær standa saman. Meira er þó um vert að það eru einstaklingar sem veljast til forystu sem hafa mest áhrif. Þeir geta allt eins  komið frá smáþjóðum. Þekking okkar á sjávarútvegsmálum mun tryggja okkur mikil áhrif í þeim málaflokki. 

Sjónvarpið sýndi á sínum tíma íslenskan þátt um ESB-aðild Möltu. Mikil ánægja var með aðildina eftir að reynsla var komin á hana. Eftir að dagskrárgerðamennirnir höfðu eingöngu fengið jákvæð viðbrögð reyndu þeir að fá þá sem höfðu verið mest áberandi í andstöðu við aðild. Enginn þeirra vildi koma í viðtal.    

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 14:16

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég heyri bara í fólkinu kring um mig bæði hér í Austurríki, Danmörku og Bretlandi, almenningur er sáraóánægður með að þurfa að borga hærri skatta til að láta renna til suðurálfunnar.  Þau segja að það sé komið nóg.  Telja sig hafa það miklu betra án þessarar innlimunar. 

Ég ætla líka að benda þér á að ríkisútvarp allra landsmanna, svo og flestir fjölmiðlar hafa gert allt til að koma skilaboðum um hamingju ESB ríkja til skila, á kostnað gallana við það.  Ég tel að svipað sé annarsstaðar.  Það er mafía sem ræður og ætlar sér stóra hluti, og eitt af því er að ráða yfir allri Evrópu.  Það er svikamilla í gangi og ég vil ekki sogast inn í hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband