Óðagot aðildarsinna mun koma þeim sjálfum í koll
12.11.2011 | 12:47
Það óðagot sem hér var viðhaft 2009 við samþykkt Alþingis um að leggja fram aðildarumsókn að ESB kemur nú ferlinu sjálfu og aðildarsinnum í koll. Fyrr en seinna hefnir það sín að ekki var raunverulegur meirihluti fyrir málinu, hvorki með þjóð né þingi.
Hins vegar er enn ekki fram komið hver plataði hvern! Í reglum stækkunardeildar ESB er sérstaklega tekið fram að það sé alger misskilningur að fram fari samningaviðræður við einstakar þjóðir um inngöngu. Það eina sem stækkunardeildin geti boðið upp á séu aðlögunarviðræður.
Nú hefur VG margsinnis hafnað því að farið sé í aðlögunarviðræður og sá skilningur er orðinn yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sem íslenska samninganefndin er bundin af. En jafnframt er stækkunardeild ESB bundin af samkomulagi og reglum aðildarríkjanna um það hvernig aðlögun á að fara fram.
Til að bjarga málum úr þessari sjálfheldu er það nýjasta útspil ESB að fara fram á að Ísland leggi fram áætlanir um hvernig það ætli að ganga að aðlögunarkröfum Evrópusambandsins. Þar með væri samningsstaða Íslands að litlu orðin. Heimildir telja að með áætlanagerðinni eigi að fylgja drög að lagafrumvörpum sem Ísland skuldbindi sig til að samþykkja ef til þess kemur að Íslendingar samþykki í almennri atkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Í reynd er þetta krafa um að stjórnsýslan taki ákvarðanir um væntanlegar lagabreytingar þótt auðvitað sé ljóst að enginn annar aðili en Alþingi getur ákveðið fyrirfram efni laga sem eiga að taka gildi eftir aðild nokkrum árum síðar.
Í garði ESB sinna og erlendra samningamanna virðist það talið léttvægt að ráðuneyti semji lög sem seinna verði svo rennt í gegnum Alþingi með þeirri skýringu að löngu sé búið að ákveða í ráðuneytunum að þau verði samþykkt. En slík vinnubrögð samrýmast að sjálfsögðu engan veginn hugmyndum manna um lýðræði, þingræði og þrískiptingu valds.
Þessar augljósu mótsagnir benda því til þess að sú stund nálgist óðum að Alþingi verði að taka aðildarumsóknina til sín aftur. Ef svo fer reynir á þá þingmenn sem voru kjörnir til Alþingis sem andstæðingar ESB.
Að endingu birtum við hér reglur ESB um aðlögunarferlið. Þær þurfa allir að þekkja sem taka þátt í þessari umræðu. Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir: Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum:
Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið samningaviðræður getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem acquis, sem er franska yfir það sem hefur verið ákveðið) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.
Athugasemdir
Er það ekki þannig með þessar aðlaganir, að þær eigi að framkvæma á embættismannastigi framhjá Alþingi á sama hátt og er raunin með allar tilskipanir frá framkvæmdarstjórninni?
Vendetta, 12.11.2011 kl. 13:10
Já satt segið þið hér.
Óðagotið og ekki hvað síst hrokinn sem forsvarsmenn Samfylkingarinnar hafa sýnt öllum sem vogað hafa sér að efast eða vera á móti ESB umsókninni. Ekki hvað síst þessi hroki þeirra og yfirlæti á einnig eftir að koma þeim í koll þó síðar verði og þá kemur það eins og búmmerang í hausinn á þeim.
Þeir hafa með frekju sinni og yfirgangi, sundrað þjóðinni og þar með skarað eld að höfði sér.
Skrítið samt með þennan flokk Samfylkinguan að enginn af þingmönnum flokksins sé í raun farin að efast, miðað við ástandið í ESB og ekki hvað síst á Evru svæðinu.
Líka með tilliti til hinnar gríðarlegu andstöðu við ESB aðild sem er hér á landi og hefur farið vaxandi.
Samfylkingin hefur verið að stórtapa fylgi vegna þessa og hafa tapað nær þriðjungi af fylgi sínu síðan í síðustu kosningum.
Þó sjást þess merki í skoðanakönnunum að allt að 40% þeirra stuðningsmanna sem þó enn fylgja flokknum að málum, hafa verulegar efasemdir um ESB eða eru beinlínis orðnir andsnúnir ESB aðild.
Þetta virðist samt ekkert bíta nokkurn skapaðan hlut á neinn af hinum innmúruðu og innvígðu þingmönnum flokksins, sem virðast nánast líta á þessa skilyrðislausu ESB hollustu sem hrein trúarbrögð sem eru hafin yfir allan vafa og alla skynsemi eða heiðarleg stjórnmál.
Í Norska Verkamannaflokknum sem hefur um árabil verið hlynntur ESB aðild þá hefur þar samt alltaf verið harður kjarni þingmanna og annarra forystumanna flokksins sem hefur verið harður í ESB andstöðu sinni, sem myndaðist einmitt í þeim tvennu aðildarviðræðum sem Norðmenn hafa farið í við ESB en meirihluti þjóðarinnar hefur fellt í bæði skiptin. Nú eru yfir 84% Norðmanna andvígir ESB aðild og mikill meirihluti úr öllum stjórnmálaflokkunum er andvígur aðild.
Meira að segja eru Norðmenn nú komnir svo mikið upp í kok af öllu sem tengist ESB að meirihluti þeirra vill slíta EES samningnum !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 13:56
Íslendingar hefðu getað lært mikið af Norðmönnum. En í staðinn hefur heimska yfirvalda ráðið för. Þetta á ekki aðeins við um ESB, heldur líka efnahags- og auðlindastjórn og uppbyggingu atvinnuvega. Íslenzk yfirvöld og stjórnsýsla hafa alltaf setið mjög aftarlega á merinni hvað varðar pólítískt og fjárhagslegt vit. Nú er svo komið, að stjórnvöld eru komin undir taglið á merinni og hafa sogið sig föst þar.
Vendetta, 12.11.2011 kl. 14:13
Það er nokkuð til í því að meðal ESB sinna er mikill vilji til að keyra málið áfram án aðkomu Alþingis og aðlögunin birtist okkur núna með ýmsu móti án þess að Alþingi komi að málum. Þannig á núna að prufukeyra byggðastefnukerfi ESB með sérstöku Kötluverkefni undir hatti Iðnaðarráðuneytis og enginn veit í raun og veru hvað átt er við með þeim áætlunum sem Jóni Bjarnasyni er ætlað leggja fram. Í þeim virðist fólgið að Ísland sýni hvernig það ætli sér að ganga að kröfum ESB og það jafngildir aðlögun. Í raun er að verða tímabært að Alþingi taki málið til sín en það er krafa sem ESB andstæðingar innan þings verða að setja fram.
Vinstrivaktin gegn ESB, 12.11.2011 kl. 15:05
Eina óðagotið hérna er í andstæðingum Evrópusambandsins, sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ræna íslensku þjóðina til betri kjarna, lífsskilyrða og stöðugs efnahags.
Fullyrðingar andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi eru ennfremur fásinna og hafa alltaf verið það. Enda gamlir kommar þar á ferð sem hatast út í allt alþjóðlegt samstarf og samvinnu. Það sést vel þegar þessi vefsíða er skoðuð, enda stofnuð og rekin af mannni sem taldi Íslandi best borgið einangruðu og fátæku árið 1970. Viðkomandi hefur ekkert breyst í málflutningi sínum frá þessum tíma. Þrátt fyrir að ýtrekað hafi verið sannað að hann hafi haft rangt fyrir sér í þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar að það kemur að Evrópusambandinu þá hefur viðkomandi einnig rangt fyrir sér og hefur alltaf haft.
Þessi einhver er Ragnar Arnalds, og síðan má ekki gleyma öfga-vinstri manninum Hjörleifur Guttormsson sem hatast úti í allt alþjóðlegt samstarf eins og Ragnar Arnalds hefur alltaf gert. Það er skömm að svona fólki hefur alltaf verið það.
Jón Frímann Jónsson, 12.11.2011 kl. 16:11
Jón Frímann, ekki er ég vinstrisinnaður, þótt ég sé einlægur ESB-andstæðingur, lýðræðissinni og félagshyggjumaður.
Vendetta, 12.11.2011 kl. 17:42
Jón F. Hvað ertu að segja.
Valdimar Samúelsson, 12.11.2011 kl. 17:46
Sem betur fer Jón Frímann hefur skynsemi þeirra "gömlu" ekkert breyst. Það er lán fyrir unga fólkið að eiga "Öldungadeild",sem af einlægri ættjarðarást,berst fyrir komandi kynslóðir Íslendinga. Það er þá hægt að fullyrða að aðrar kenndir liggja þar ekki að baki.
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2011 kl. 23:32
Og Samfylkingin er ekki vinstriflokkur, Jón Frímann? Hvað er aftur alþjóðlega nafnið yfir félagshyggju?
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2011 kl. 04:48
Annars sé ég fátt athugavert við sósíalisma sem hugmyndafræðigrunn, hugmyndafræði Samfylkingarinnar fellur ekki beint undir það í praktík. Dekur þeirra við fjármálaöflin og auðróna á meira skylt við corporativisma, sem einmitt er grundvallarstef ESB.
Corporativismi varð til eða náði flugi á Ítalíu í den og var hugsjón lávaxins oflátungs, sem endaði daga sína illa. Hann breytti raunar nafninu á hugsjóninni er á leið af því að hitt var of blatantly obvius kúgunartheoría.
Þú mátt svo geta þér til hver maðurinn var og hvar þetta litla ævintyri endaði allt saman.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2011 kl. 04:56
Og eins mun ofbeldisævintýri oflátungaflokks Jóhönnu og Össurar enda. Ofbeldi lifir aldrei til lengdar, hvað sem Jón Frímann og Ómar Kristjánsson verja það. Steingrímur verður nefnilega ekki lengi þarna að hjálpa þeim við það. Og við erum ekki að fara að kjósa Jón Frím og Ómar!
Elle_, 15.11.2011 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.