Hvað verður nú um Jacqueline og börnin (í ESB kreppunni)?

Skólastjórinn í bók Péturs Gunnarssonar, sem brást við morðinu á Kennedy forseta með því að spyrja hvað yrði um Jackie og börnin, var vissulega að vísa til fólks sem ekki þurfti að hafa fjárhagsáhyggjur. En hann má eiga það að honum varð hugsað til konu og barna, og það hefur stundum gleymst í kreppunni sem nú er að ná nýrri dýpt í mörgum Evrópusamabandslöndum.

Við Íslendingar höfum þegar kynnst aðferðafræðinni í fyrirskipunum AGS (og ESB-landa) um niðurskurð í almannaþjónustu. Við sama tón kveður núna víða í Evrópu. Nýjasta tölublað VETT, sem Nei til EU í Noregi gefur út, er helgað konum í ESB-kreppunni. Þar er að finna mjög fróðlega úttekt á misræmi því sem er á milli orða, markmiða og laga annars vegar og efnda og framkvæmdar hins vegar í jafnréttismálum innan ESB. Meðal annars má nefna viðtal við sænska feministann Evu-Britt Svensson, sem sat á Evrópusambandsþinginu þar til fyrir skemmstu, er hún varð að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum. Þungamiðjan er á konur og börn í kreppunni og þar má nefna sláandi grein eftir írska konu, Anne Casey, um afleiðingar kreppunnar á konur og börn á Írlandi. Hægt er að nálgast efni blaðsins með því að smella á tengilinn hér að ofan. - AB.

VETT_4_2011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjófarnir í Brussel skoðið slóðina:http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share

Örn Ægir (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband