Slóvakar engjast í evru-snörunni

Slóvakar fengu fyrirskipun frá Brussel; þeim ber að standa skil á gífurlega háu framlagi í björgunarsjóð evrunnar og nemur upphæðin í íslenskum krónum talið nokkuð á þriðja hundrað þúsund á hvert mannsbarn í Slóvakíu. Fé þetta mun fyrst hafa viðkomu á grískum reikningum en rennur þaðan til þýskra og franskra banka sem jusu lánum til Grikkja meðan allt lék í lyndi.

 

Svar slóvakískra þingmanna við fyrirskipun ESB var nei! Við hlýðum þessu ekki, sögðu þeir. Við erum næstfátækasta þjóðin í ESB, og höfum meira en nóg með að bjarga okkur sjálfum upp úr kreppunni.

 

En það var eins og fyrri daginn. Æðstu valdamenn ESB hófu þegar að hamast í ráðamönnum í Slóvakíu og reyndu að koma þeim í skilning um að ákvörðunin hefði þegar verið tekin og því yrði ekki breytt. Atkvæðagreiðslan í þjóðþingi Slóvakíu væri aðeins formsatriði; þingmenn þar ættu ekki annarra kosta völ en að greiða atkvæði upp á nýtt.

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppákoma af þessu tagi verður innan ESB. Það hefur oft gerst áður, t.d. í Írlandi og Danmörku. „Nei“ þýðir ekki nei í höfði þeirra sem ráða ríkjum í höfuðstöðvum ESB. Það var einmitt þetta sem utanríkisráðherra Breta átti við þegar hann sagði, eins og áður var rakið hér á síðunni, að ástandið á evrusvæðinu sé eins og í brennandi húsi þar sem engir neyðarútgangar séu til.

 

Eina leiðin sem ríkisstjórn Slóvakíu fann út úr ógöngunum var sú að gera hrossakaup við stjórnarandstöðuflokkana; þeir féllust á það í gær (12. okt.) að styðja framlag Slóvakíu í björgunarsjóð evrunnar, með þeim rökum að skattgreiðendur landsins verði hvort eð er píndir til að greiða þennan mikla evruskatt fyrr en síðar. Þar á móti fær stjórnarandstaðan því framgengt að þing verður rofið og efnt verður til nýrra þingkosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingið í Slóvakíu má kjósa tvisvar um frumvörp sem varða utanríkismál.

Forsætisráðherrann tengdi fyrstu atkvæðagreiðsluna við vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

Stjórnarandstaðan studdi ekki ríkisstjórnina og kaus því ekki með frumvarpinu í fyrra skiptið.

Nú er ríkisstjórnin farið frá og því er hægt að syðja frumvarpið.

Engar hótanir og ekkert spennandi, heldur aðeins deilur stjórnar og stjórnarandstöðu hver á að stjórna landinu. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 12:00

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Stefán! Athugasemd þín segir mjög lítið annað en það sem stendur í greininni. Ríkisstjórn Slóvakíu reyndi að þvinga málið í gegnum þingið með því að hóta afsögn ella. En það dugði ekki til. Málið slapp loks í gegn þegar stjórnarandstöðunni bauðst sá aukabónus að þing yrði brátt rofið, kosningar færa fram og ný ríkisstjórn tæki síðan hugsanlega við.

Þú reynir hins vegar að gera lítið úr því uppþoti sem varð eftir að Slóvakar höfnuðu málinu, bæði á mörkuðum og innan ESB. Barroso var enn í morgun að hundskamma Slóvaka fyrir að reyna að komast undan því að greiða í björgunarsjóðinn. Þetta var á alþjóðlegri ráðstefnu sem skipulögð var af "Friends of Europe". Hann sagði að það væri "absurd" að hafna ákvörðun sem meiri hlutinn hefði tekið "in the 17-strong euro area", eins og hann komst að orði. Sem sagt: ekkert val! Bara að hlýða!  

Vinstrivaktin gegn ESB, 13.10.2011 kl. 14:53

3 identicon

Mér sýnist athugasemd vinstrivaktarinnar um téða atkvæðagreiðslu vera hennar túlkun. Og segir sáralítið annað en það sem menn vilja lesa útúr þessu. Ekkert nýtt á þeim bænum semsagt. Annars er þetta rétt hjá Stefáni. Svona lagað er auk þess alltaf að gerast á evrópskum þingum. Þ.e.a.s. að stjórnir tengi vantrauststillögu á sig við evrópsk mál. Berlusconi er alltaf að þessu. Ca. einu sinni í mánuði. Hér í Þýskalandi gerist þetta af og til. En það kemst bara í fréttirnar þegar eitthvað stórt hangir á spýtunni.  Þú mátt alveg skrifa Eiríkur með upphrópunarmerki í svari til mín kæra vinstrivakt. Það gæti vakið mig af værum blundi. Kveðja, E

Eiríkur (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband