Der Spiegel: evran er hættulegasti gjaldmiðill heims!

Gjaldmiðillinn sem Jóhanna forsætisráðherra getur varla beðið eftir að tekinn verði upp hér á landi fær ekki háa einkunn hjá Þjóðverjum, stærstu og voldugustu evruþjóðinni. Í mjög vandaðri úttekt þýska vikuritsins Der Spiegel er reynt að svara þeirri spurningu hvernig á því stendur að lítil grísk þúfa er í þann veginn að velta ógnarþungu hlassi. Eða með öðrum orðum: hvernig í ósköpunum getur það gerst að gjaldmiðilssamstarf ríkja, þar sem mörg hundruð milljónir manna búa, riði til falls vegna óreiðuskulda lítils ríkis eins og Grikklands?

 

Der Spiegel rekur síðan alla söguna frá því að grunnurinn að evrunni var lagður með Maastricht-samkomulaginu 1992. Frá upphafi var höfuðáherslan lögð á táknrænt og pólitískt gildi sem sameiginlegur gjaldmiðill myndi hafa fyrir hugsjónina um æ nánara samstarf Evrópuríkja og valdasamþjöppun í væntanlegu stórríki ESB. En efnahagslega hliðin var vanrækt. Tugir víðkunnra hagfræðinga bentu þó á að sameiginleg mynt þjóða sem byggju við gjörólíkar aðstæður gæti reynst hættuspil ef ekki yrði fyrir hendi heildarstjórn efnahags- og fjármála á evrusvæðinu. Samstarfið gæti að vísu gengið vel meðan allt léki í lyndi en um leið og á móti blési kæmu vandamálin í ljós. Og nákvæmlega þetta er nú að koma á daginn.

 

Der Spiegel kemst að þeirri niðurstöðu að höfundar evrunnar og arftaka þeirra hafi tapað veðmálinu um evruna. „Þeir lögðu þjóðartekjur landanna tólf undir í þeirri von að markaðirnir tækju ekki eftir því hvað hinn fagri , nýi gjaldmiðill væri viðkvæmur. Og þá bresti sem forvígismenn evrunnar skildu eftir í regluverkinu, notuðu eftirmenn þeirra á næstu tíu árum til að gera evruna enn veikari fyrir.“

 

Rétt er að hafa í huga að tímaritið Der Spiegel hefur hingað til ekki verið í hópi þeirra mörgu sem gagnrýnt hafa evruna og samstarf ESB-ríkjanna. En nú hafa veður skipast svo í lofti að blaðið veltir beinlínis upp þeirri spurningu í fyllstu alvöru hvernig helst megi leysa myntsamstarfið upp. Blaðið líkir evrunni við tifandi tímasprengju og fullyrðir að hún sé hættulegasti gjaldmiðill heims.

 

En þá vaknar spurningin: verður aftur snúið? Utanríkisráðherra Breta, Haig, komst nýlega svo að orði að ástandið á evrusvæðinu sé eins og í brennandi húsi þar sem engar útgönguleiðir séu til. Þetta eru stór orð, en ljóst er að torsótt verður fyrir evruríki að taka aftur upp sinn gamla gjaldmiðil. Þetta mættu þeir hafa í huga sem reka nú áróður fyrir inngöngu í ESB og upptöku evru. Sennilega yrði afar erfitt fyrir Íslendinga að stíga skrefið til baka, jafnvel þótt brýnt væri og öll rök mæltu með því. - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hvaða tölublaði er þessi grein?Gott væri að fá slóðina.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 11:38

3 identicon

Í textanum er bein tilvísun(þýðing hvers?)en hvergi getið heimildar með eðlilegum hætti.( „Þeir lögðu þjóðartekjur landanna tólf undir í þeirri von að markaðirnir tækju ekki eftir því hvað hinn fagri , nýi gjaldmiðill væri viðkvæmur. Og þá bresti sem forvígismenn evrunnar skildu eftir í regluverkinu, notuðu eftirmenn þeirra á næstu tíu árum til að gera evruna enn veikari fyrir.“)Sem sagt; hvaðan er þetta tekið?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 12:01

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Líklega er titill þessarar greinar fengin úr þesari málsgrein:

"If Greece were a state in a United States of Europe with a common fiscal and economic policy, it would be just as protected as the city-state of Bremen, also deeply in debt, is by the Federal Republic of Germany. But because there is no common European fiscal policy, Greece, as the weakest country in the European Union -- and despite the fact that it only contributes three percent to the total economic output of the euro countries -- becomes a systemic threat for 16 countries and 320 million Europeans. And the euro, intended as a means of protecting Europe against the imponderables of globalization, becomes the most dangerous currency in the world."

En greinin sem vísað er birtist í Der Spiegel, prentútgáfunni nýlega.  Hana má einnig finna á vefsíðu þeirra í enskri þýðingu, en þá í þremur hlutum.

Þann greinaflokk má finna á eftirfarandi slóðum:

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,790138,00.html

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,790333,00.html

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,790568,00.html

Í ensku þýðingunni get ég ekki fundið setninguna um þjóðartekjurnar nákvæmlega (þýðing er líka alltaf þýðing,þannig að einhver munur getur verið á ensku og þýsku útgáfu greinarinnar), en í ensku greininni segir:

"The architects of the euro and their successors have lost the Maastricht Treaty bet. They have jeopardized an agreement made by 12 countries in the hope that the markets wouldn't notice how fragile their shiny new currency really is. And what the founders of the euro left in the way of loopholes in the original treaty -- which was aimed at providing a stable foundation for the common currency -- their successors have used in the course of 10 years to make the euro even more vulnerable."

En greinarnar á vefsíðu Der Spiegel eru virkilega góðar og upplýsandi, lýsa baktjaldamakki, reglubrotum, og segja að í raun hafi Euroið varla haft nema einn grunn:  Bjartsýni.  En bjartsýnin er víst af skornum skammti í dag.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2011 kl. 12:37

5 identicon

Varnir ESB og EVRU sinnans Hrafns Arnarssonar eru aumlegar eða reyndar akkúrat engar, aðeins endurteknar hártoganir.

Hvenig á annars annað að vera það eru engar varnir til fyrir þennan gerfi gjaldmiðil EVRUNA sem ógnar nú tilvist margra efnahagskerfa aðildarlandanna og er jafnvel hreint tilræði við allt efnahagskerfi heimsins !

Der Spiegel er ekki eitthvert sorprit eða grínblað, síður en svo heldur er það eitt virrtasta tímarit Þýskalands ekki síst á sviði efnahags- og stjórnmála.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband