Heimskulegasta öfugmæli ársins á Gylfi í ASÍ

Evran er eins og kletturinn í hafinu, er haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni á vef BBC. Ef veitt væru verðlaun fyrir heimskulegustu öfugmæli ársins væri Gylfi öruggur vinningshafi. Á sama tíma og evran á svo mjög í vök að verjast að forystumenn ESB eru önnum kafnir upp fyrir haus þessar vikurnar að reyna að bjarga gjaldmiðlinum og gerbreyta stjórnskipulagi evrusvæðisins og hafa jafnvel neyðst til að leita til Kínverja og Bandaríkjamanna í þeim vanda, sér Gylfi Arnbjörnsson ekkert annað en dásamlega dýrð evrunnar sem hann segir að standi eins og klettur í hafinu vegna „stöðugleika“ síns.

 

Ókostir evrunnar sem gjaldmiðils frá sjónarmiði Íslendinga er einmitt sá að gengi hennar og stýrivextir ESB-bankans  taka mið af þörfum og aðstæðum stærstu ríkjanna á evrusvæðinu, Þýskalands og Frakklands, en myndu ekki á nokkurn hátt endurspegla aðstæður hér á Íslandi eða þarfir þeirra sem hér búa. Ef gengi gjaldmiðils okkar miðast við stöðnun á evrusvæðinu á þeim tímum þegar mikil uppsveifla er á Íslandi og síðan þveröfugt: að hér sé hátt gengi þegar að kreppir og verður jafnvel bankahrun, þá er afleiðingin mjög óhagstæð fyrir þjóðarbú okkar og þar með afkomu allra Íslendinga. Nú er einmitt viðurkennt af flestum að lágt gengi krónunnar þessi misserin er eitt af því sem er að hjálpa okkur að rísa upp úr öskustónni.

 

Það er ekki tilviljun að illa hefur farið fyrir ýmsum jaðarríkjum á evrusvæðinu, svo sem Írlandi, Portúgal og Grikklandi, sem notað hafa evruna undanfarin ár. Meginástæðan er einmitt að gengi hennar og stýrivextir á evrusvæðinu hafa mótast af þörfum stóru, sterku ríkjanna í norðvestanverðri álfunni og af þessari ástæðu hefur nú skapast sú hætta að evrusvæðið liðist í sundur.

 

Þar með er alls ekki sagt að evran hverfi úr sögunni. En við Íslendingar getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að nú eru margar illa farnar þjóðarskútur á sveimi í Evruhafinu og sumar þeirra geta einmitt átt eftir að stranda á dýrlega klettinum hans Gylfa Arnbjörnssonar.


mbl.is Kostir og gallar ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er mögnuð fullyrðing sem kemur frá manni sem eyðilagi fyrstu íslensku krónuna með handónýtri hagstjórn sinni á sínum tíma. Þegar verðbólgan á Íslandi toppaði 100% og það þurfti að taka tvö núll af íslensku krónunni til þess að bjarga málunum. Það er nú bara þannig að Ragnar Arnalds kann ekki að skammast sín á verkum sínum síðustu áratugina á Íslandi.

Þess í stað rekur hann fjandsamlega stefnu gegn almenningi á Íslandi.

Það má ennfremur benda á það að evrusvæðið er ekki að liðast í sundur, langt því frá. Þeir gallar sem hafa komið fram í efnahagskreppunni verða lagaðir á næstu árum. Neyðaraðgerðir munu skila sínu ef þeim er framfylgt af þeim ríkjum sem þurfa að taka þátt í þeim.

Þess má geta að "hrun" evrunnar er bara 1,1% veiking evrunnar gagnvart USD á einu ári. Eins og sjá má augljóslega hérna.  Veikari evra er bara til þess að styrkja útflutning á evrusvæðinu og auka þannig hagvöxt og draga úr áhrifum kreppunar.

Hvað íslensku krónuna varðar. Þá stendur þetta á vefsíðu ECB, " Icelandic krona - The last rate was published on 3 Dec 2008.".

Andstæðingar Evrópusambandins á Íslandi vilja viðhalda núverandi kreppu og vandamálum almennings á Íslandi. Enda þýðir það óbreytt ástand á Íslandi að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Engar afskanir andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi geta réttlæt þetta níð gagnvart almenningi á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 30.9.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einn heilaþvegin ESB sinni, sem ekki tekur neinum rökum.  Algjörlega sammála þessum pistli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 20:20

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ásthildur, Það eru verðmæti fólgin í stöðugleika og sá stöðugleiki mun ekki fást á Íslandi nema við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ég vænti þess að þig dreymi um gamla tíma þar sem gengisfellingar voru einu sinni í mánuði eða oftar eftir því hvernig áraði það skiptið og almenningur mátti síns lítið þegar þessar gengisfellingar áttu sér stað.

Þeir sem taka ekki neinum rökum hérna eru andstæðingar Evrópusambandsaðildar. Sem eru fastir ofan í holu sem er full af þeirra eigin drullu og rugli, og þeir sökkva eingöngu dýpra ofan í þessa holu sem þeir hafa grafið sér eftir því sem tíminn líður.

Jón Frímann Jónsson, 30.9.2011 kl. 20:44

4 identicon

Í bloggheimum eru mjög margir sem bera upp á aðra að vera heilaþvegnir.

Oftast er þetta fólk sem síst hefur efni á slíkum ávirðingum um aðra.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband