Jón Bjarnason: Gætum að fjöreggi þjóðarinnar!

Samkvæmt frétt mbl.is í dag fór Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki leynt með andstöðu sína við aðild að ESB þegar sendinefnd frá ESB var hér á ferðinni fyrir skömmu. Hann var einnig ómyrkur í máli í ræðu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva og lagði þar áherslu á að Íslendingar mættu aldrei semja frá sér yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni né samningsforræði sitt yfir deili- og flökkustofnum. Orðrétt sagði hann:

"Þrátt fyrir góðæri í sjávarútvegi eru verkefnin næg og langt því frá að vera lognmolla ríkjandi í greininni. Sjávarútvegurinn er og verður áfram ein mikilvægasta undirstaða hagkerfis okkar. Undir velgengni og þróun sjávarútvegsins eigum við það að hafa á fullveldistímanum vaxið frá því að vera ein fátækasta þjóð allrar Evrópu yfir í það að vera í röð hinna fremstu. Grundvallaratriði í þeirri vegferð eru yfirráð okkar yfir fiskimiðunum með útfærslu landhelginnar, fyrst til muna 1958 og svo áfram.  

Eins og jafnan er tíminn afstæður. Í stjórnmálum getur einn dagur verið langur tími en þegar kemur að náttúru, sögu og varðveislu á fjöreggi þjóðar þá eru hálf öld ekki langur tími. Ég get svo bætt því við að fyrir okkur sem erum komnir af barnsaldri og vaxnir upp úr hárinu eins og sá sem hér stendur þá eru 50 ár heldur ekki langur tími.  

En það er einmitt svo að fyrir aðeins 50 árum var meira en helmingur alls afla á Íslandsmiðum dreginn á land af erlendum útgerðum og hagur þjóðarinnar þá allt annar en nú. Nú er þetta hlutfall komið niður fyrir 5% og stærstur hluti þess raunar til Færeyinga sem voru hér fyrrmeir og vonandi enn fremur taldir frændur en útlendingar.  

Við þurfum áfram að gæta að fjöregginu og það má aldrei verða að Íslendingar semji frá sér hvorki yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni né heldur sem ekki er minna um vert, yfirráðunum yfir okkar samningsforræði í deili- og flökkustofnum sem standa undir nær fjórum tíundu af öllum þeim afla sem í land kemur af okkar miðum. "

Ræðuna í heild má sjá hér, á heimasíðu ráðuneytisins, http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/radherra/raedur_JB/nr/10661


mbl.is „Einfaldlega til að stöðva viðræðurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samt er hann að skemma fisveiðistórnunarkerfi og umbreyta því yfir í að vera hagkvæmnt og gefur arð til þjóðarinnar yfir í að vera ósjalfbært styrkjarkerfi svipað og landbúnaðurinn.... furðulegur málflutningur hjá honum Jóni.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband