Brostnar vonir vongóðra hugsjónamanna

Finnland var í sárum vegna alvarlegra efnahagsþrenginga þegar aðild að ESB var samþykkt árið 1994 með tæpum 57% atkvæða. Loforð, fyrirheit og alls konar ,,gulrætur" dugðu til þess að ýmsir umhverfissinnar og hugsjónamenn samþykktu aðild, þótt aðrir hafi varað við. Einn þessara hópa voru bændur sem lögðu stund á lífræna ræktun, hópur sem án efa ætti að geta orðið mjög öflugur á Íslandi. Forvitnilegt er að líta á reynslu Finna, þar sem oft er vísað til þess að íslenskir bændur, m.a. þeir sem stunda lífræna ræktun, muni geta fengið hliðstæða byggðastyrki og finnskir bændur út úr samningum við ESB.

Fyrstu árin eftir aðildina að ESB var miklu fjármagni veitt til lífrænnar ræktunar og fjölmargir leituðu á þau mið þrátt fyrir að skrifræðið og reglugerðafarganið sem fylgir ESB-styrkjabúskap, hafi sligað marga. En eftir 2000 hefur dregið mjög mikið úr styrkjunum og fjöldinn allur af bændum sem lögðu stund á lífræna ræktun hefur hætt þeim búskap, líkt og bændur í öðrum búgreinum. Þetta gildir um bændur í syðri og vestari byggðum Finnlands, bændur sem ekki hafa getað stundað sína ræktun þegar styrkjanna naut ekki lengur við. Í sem skemmstu máli má segja að þeir bændur sem búa nyrst og austast í Finnlandi hafi fengið sína styrki áfram, enda var þessu styrkjum ætlað að sporna við brottflutningi fólks úr þessum héruðum. Það hefur reyndar ekki gengið eftir og brottflutningur þaðan heldur áfram. Því er oft slegið fram sem staðreynd að Ísland muni njóta þeirra styrkja sem norðausturbyggðir Finnlands hafa notið, en verði ekki skilgreint eins og Finnland í heild. Vera má að það muni þykja útlátalítið vegna smæðar Íslands, en hins vegar trúðu bændur víða í Finnlandi því að styrkirnir, sem komu mörgum þeirra í lífrænan búskap á árunum fyrir 2000, yrðu meira en gulrót til nokkrra ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ESB er búið að fara illa með finnska bændur en það er ekki auglýst heldur þaggað niðaur af ESB-stýrðum svikafjölmiðlum, og punt-stjórnmálamenn á Íslandi hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast hjá bændum í Finnlandi. Þessar Íslensku stjórnmála-málpípur ESB-AGS "vinanna" vita tæplega nokkuð um atburðar-rás og raunveruleika í Íslenskum landbúnaði, hvað þá  Finnskum.

Það er nauðsynlegt fyrir stjórnmálamenn að hafa lágmarks-þekkingu og innsýn í það sem þeir eru að fullyrða á sinn ó-ábyrgan hátt. Það vita allir sem þekkja til landbúnaðar og lífrænnar ræktunar, að það verður ekki skipt yfir í lífræna ræktun á stuttum tíma, ekki allt í einu. Það tekur c.a. 7 ár að hreinsa moldina, og bændur þurfa að skipta yfir í lífræna ræktun í áföngum. Lífræn ræktun er svo miklu dýrari í framkvæmd, og nauðsynlegt að gera ráð fyrir því líka.

ESB er ekki góðgerðarstofnun fyrir íslenskt alþýðufólk eins og sumir virðast halda. ESB er haldið gangandi með síðustu krónunum í buddu vinnandi bankasvikins alþýðufólks í ESB-löndunum, svipað og íslenska ríkið er rekið af síðustu krónunum í buddum vinnandi bankasvikins alþýðufólks á Íslandi. Svo einfalt er það.

Öfgarnar og hraðinn í þessum ESB þvingunar-aðgerðum má ekki kollsteypa hér öllum landbúnaði vegna þekkingarleysis ESB-öfgamálpípanna, sem ekki hafa þekkingu á hvað um er að ræða. Það er svo greinilegt á málflutningi þeirra sem hæðst hafa um ágæti ESB-styrkjanna til íslensks landbúnaðar, að afhjúpandi og vandræðalegt er að hlusta á þann málflutning.

Það er ekki hægt að vanda svona óábyrgum ESB-áróðri kveðjurnar, því miður.

Orðum og völdum fylgir ábyrgð, en ekki hafa allir íslenskir stjórnmálamenn ennþá skilið það, því þeir hlífa sjálfum sér og sínum flokksfélögum við að fara eftir landslögum og verða dæmdir á jafnréttisgrundvelli. Spillingin fær þarmeð ekki bara að vera til hjá íslenskum stjórnmála-áróðurs-málpípum, heldur fær spillingin blessun og næringu valdhafa til að blómstra vel áfram, og með dyggri aðstoð áróðurs-fjölmiðla ESB, sem þagga niður sannleikann og blása út ósannan áróður.

Þessari siðspillingu ráðamanna verða íslendingar sjálfir að breyta.

ESB tekur bara við peningum, kúgar með dyggri aðstoð AGS, og svíkur almenning í Evrópu í gegnum bankana. Það er vel launað hlutverk punt-stjórnmálamanna í Brussel að lokka, blekkja og ræna almenning, enda veljast ekki vönduðustu og hæfustu persónurnar í Brussel-hægindastólana. Þar eru peninga og valdagráðugir sviðsljósfíklar, og ekki von á góðu frá þannig innréttuðum "hugsjónamönnum". 

En sumir neita að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, horfa í hina áttina og segja: þetta "reddast" með ESB-inngöngu? Rökin fyrir ágæti ESB koma svo frá þessum yfirmönnum í Brussel, svo traust sem þau rök eru nú? Meti hver fyrir sig.

Það er tímabært að rifja upp kafla í bókinni: falið vald, og lesa nýjustu skrif Jóhannesar Björns á: vald.org.

Eigið öll góðan dag.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2011 kl. 10:49

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Takk fyrir ábendinguna um Falið vald eftir Jóhannes Björn, góð viðbót í umræðuna og sömuleiðis fyrir þitt innlegg.

Vinstrivaktin gegn ESB, 16.9.2011 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband