VG hottar á ESB-hrossið sem Samfylkingin teymir!
26.8.2011 | 15:31
Í tilefni af flokksráðsfundi VG sem haldinn er nú um helgina og hefst í kvöld skrifaði Anna Ólafsdóttir Björnsson á bloggsíðu sína:
Flokkurinn sem ætti að leiða andstöðuna gegn ESB er enn að hotta á ESB-hrossið sem Samfylkingin hefur í taumi. Rök VG gegn ESB eru fín og hafa oft komið fram meðal annars í stefnuskránni sem finna má á heimasíðu VG: ,,Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."
Á meðan þjóðin trúði því enn að hægt væri að ,,kíkja í pakkann" og aðildarviðræðurnar væru bara spjall var viðkvæðið að leiða ætti viðræðurnar til lykta, þjóðin vildi það. Nú hefur komið í ljós að allt annað er að gerast og þjóðin vill hætta viðræðum, en enn er ekki farið að bóla á frumkvæði VG í því að slíta þessu flani nú.
Ég vildi að ég gæti sagt að ég bindi vonir við komandi flokksráðsfund, en þar eru umræður orðnar í skötulíki og krafan um stuðning við stjórnina búin að lama margar góðar raddir."
Athugasemdir
Þó svo að ég hafi stutt VG í síðustu kosningum vegna staðfastra stefnumiða flokksins um að hafna með öllu ESB aðild.
Þá hef ég og margir fleri orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum, með hvernig flokkurinn og það annars margt ágæta fólk sem þar er lét Samylkinguna draga sig á asnaeyrunum og plata sig í þetta árans samstarf þar sem ESB umsóknin hefur verið upphaf og endir alls ills.
Ég tel líka að ef VG eigi að telja sig lýðræðislegan grasrótarflokk alþýðunnar að þá eigi þeir að leggja niður svona uppvakningar flokksráðstefnur eins og þessa "Flokksráðsfundi".
Þetta er svona einhverskonar slæmur arfur vinstri manna frá Stalíns tímanum.
Þar sem ekkert gerðist nema að allir klöppuðu forystunni lof í lófa alveg sama hvað.
Það þarf alvöru lýðræðislega grasrót í íslensku stjórnmálaflokkana ekki síst hjá VG ef þeir vilja kalla sig alvöru flokk íslenskrar alþýðu, sem taka alvöru lýðræðislegar ákvarðanir sem marka stefnuna og segja forystunni hvar hún á að vinna.
Þó ég telji mig nú reyndar alltaf frekar til vinstri þá tel ég samt að Sjálfsstæðisflokkurinn, með sitt alræmda flokksræði komist samt kannski einna næst þessu með sína fjölmennu grasrótar Landsfundi þar sem hinn almenni flokksmaður hefur sitt atkvæði og getur sett stefnuna þvert gegn flokksbroddunum.
VG gætu því ýmislegt lært af andstæðingum sínum í Sjálfsstæðisflokknum !
Þessi Flokksráðsfundur VG er svo upphafinn og fyrirsjánleg samkoma flokkseigendanna og helstu framámanna flokksins og mun alls engu skila öðru en klappað verður 10 sinnum fyrir Steingrími J og 8 sinnum Kötu Jak og skipaðar 7 eða 8 samráðsnefndir sem aldrei eiga eftir að skila neinum tillögum, ja "nema þá í skötulíki" eins og Anna Ólafsdóttir Björnsson segir svo hnyttilega !
Því miður þá er þetta bara svona !
Er nema vona að fólk sé orðið þreytt á stjórnmálum !
Gunnlaugur I., 26.8.2011 kl. 21:58
Gott og satt hjá henni, en eitt hefur hún rangt: >Á meðan þjóðin trúði því enn að hægt væri að ,,kíkja í pakkann" og aðildarviðræðurnar væru bara spjall var viðkvæðið að leiða ætti viðræðurnar til lykta, þjóðin vildi það.<
Rangt að þjóðin hafi viljað það, það kom aldrei fram neinsstaðar nema í skáldsögum E-sambandssinna.
76,3% þjóðarinnar vildi fá að kjósa í júní, 09 um hvort sótt yrði um:
http://heimssyn.is/images/stories/documents/gallup-thjodaratkv-jun09.pdf og fjöldi þeirra vildi alls ekki neitt með E-ríkið hafa en vildi kjósa til að forða að ráðist yrði í niðurlæginguna.
VG stóð ömurlega að málinu og líka að ICESAVE og fyrir það hafa þeir tapað.
Elle_, 26.8.2011 kl. 22:46
Er það svo ekki alveg dæmigert hjá þessum FLOKKSRÁÐSFUNDI VG.
Að þar er hvorki á dagskrá að ræða um stöðu ESB málsins eða umaóknar- og aðildarferlisins, né hvað þá heldur að ræða um hrikaleg vændræði og gjörbreytta stöðu EVRU svæðisins.
Ekkert fer fyrir mótmælum af þeirra hálfu vegna 270 milljóna króna fjáraustur stil landsins sem áróðursmálaapparat ESB ætlar að dæla hér inn til þess að reka áróður fyrir ESB aðildinni.
Þetta var bara eins og ég sagði í commenti hér að ofan ein alls herjar halelúja samkunda flokksræðisins og klappað a.m.k. 10 sinnum fyrir Steingrími J. og einum 8 sinnum fyrir Kötu Jak.
Hvar er hin opna umræða og hvað með stefnuna og lýðræðið í þessum flokki ?
Er nema von að spurt sé !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 11:57
Og það mátti víst ekki heldur ræða E-sambandið á síðasti fundi VG eða síðustu fundum, samkv. manni sem hefur verið virkur í flokknum og nú hætt. Enda kom ekki orð í neinum fréttamiðlum um að málið hafi verið neitt rætt. Steingrímur hagar sér eins og alvaldur og hefur farið að þagga niður í mönnum eins og alvaldurinn og einráðurinn í Versta Flokknum.
Elle_, 27.8.2011 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.