Sænskir jafnaðarmenn hafna evrunni!

Það eru óneitanlega stórmerkileg tíðindi þegar talsmaður sænskra jafnaðarmanna í efnahagsmálum lýsir því yfir "að hann útiloki að Svíar taki þátt í evrusamstarfinu á meðan hann lifir. Þessa frétt hefur mbl.is eftir vefnum europaportalen.se.

Fréttina verður að skoða í því ljósi að sænskir kratar voru Svía ákafastir í að taka upp evru þegar þjóðaratkvæði fór fram í Svíþjóð árið 2003 um evruna. Þeir voru þá einir í ríkisstjórn og ætluðu að keyra málið í gegn með hraði. En þjóðin hafnaði evrunni með talsverðum meiri hluta. Þessi mikla viðhorfsbreyting hjá sænskum jafnaðarmönnum hlýtur að vera nokkur lærdómur fyrir systurflokk þeirra á Íslandi, Samfylkinguna

Tommy Waidelich, talsmaður sænskra jafnaðarmanna í efnahagsmálum, er sagður hafa frá árinu 2003 stutt að Svíar tækju upp evru en hafi nú snúið við blaðinu.

Waidelich segir einnig í viðtali við europaportalen.se, að Evrópuríki verði að taka höndum saman um að þvinga banka til að axla ábyrgð á þeirri skuldakreppu, sem nú er víða í Evrópusambandinu. Þá hvetur hann einnig til þess, að gefin verði út sérstök Evrópuskuldabréf.

Waidelich situr á sænska þinginu en hann sat um tíma á Evrópuþinginu. Håkan Juholt, nýr leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, skipaði hann talsmann flokksins í efnahagsmálum nú í mars.


mbl.is Sænskir jafnaðarmenn vilja ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Er sænska krónan eitthvert viðlíka vandamál fyrir Svía og sú íslenska fyrir Íslendinga?

Sú var tíð að þær voru allar jafn verðmætar, sænska krónan, sú danska, sú norska og okkar ástsæla íslenska króna. — Enn standa þær nokkurnvegin jafn sterkar sú danska, sænska og sú norska — en sú íslenska er nú hvergi viðurkennd í viðskiptum og hefur síðan þetta var fallið niður í 1/2000 að verðmæti hinna — og er samt haldið á floti með handafli og gjaldeyrishöftum.

— Hvar eru menn staddir málefnalega og í hugarheimi sínum og þegar þeir leggja að líku stöðu sænsku krónunnar og þeirrar íslensku?

Helgi Jóhann Hauksson, 26.8.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband