Þjóðarlíkami með ört vaxandi sótthita
3.8.2011 | 09:51
Skuldatryggingaálag er mæling á sjúkdómshita þjóðarlíkamans. Í aðdraganda bankahrunsins hér á landi í ársbyrjun 2008 sást vel í hvaða átt stefndi vegna þess að skuldatryggingaálagið á íslensku bankanna var þá þegar komið á hættustig. Þeir gátu ekki lengur endurfjármagnað skuldir sínar þar eð ný lán voru þeim of dýrkeypt. Nákvæmlega sama sjúkdómseinkennið sást í aðdraganda kreppunnar í Portúgal, Grikklandi og Írlandi. Nú er röðin komin að Ítalíu og Spáni. Skuldatryggingaálag upp á rúma 400 punkta táknar 4% vaxtaálag á ný lán.
Margir hafa ímyndað sér að björgunaraðgerðir ESB í þessum tilvikum séu raunveruleg björgun, jafnvel "fjárhagsaðstoð" eins og fréttamenn RÚV taka oft til orða. Aðildarumsókn Íslands er einmitt til komin vegna þess að stjórnmálamenn voru gripnir örvæntingu og héldu að ESB myndi bjarga okkur frá afleiðingum bankahrunsins. En það eina sem ESB raunverulega gerir er að banna aðildarríkjunum að láta stóra, gjaldþrota einkabanka fara á hausinn og útvega ríkissjóðum lán til að halda þeim á floti. Frekar skulu skattgreiðendur borga brúsann. Björgunaraðgerðir ESB gera því aðeins illt verra með því að slá vandanum á frest út í óvissa framtíð. Hjá aðildarríkjum ESB er aldrei gert hreint borð, víxlarnir aðeins framlengdir. Og hvers vegna? Til þess að koma í veg fyrir að stóru bankarnir í Þýskalandi og Frakklandi verði ekki fyrir stórum töpum. Þeir verða umfram allt að fá sitt til baka. Þetta er ástæðan fyrir því að vandi evrusvæðisins fer sífellt versnandi og allt stefnir þar niður á við.
Samkrull smærri ríkja við stóru ríkin í ESB hefur reynst þeim myllusteinn um háls, miklu fremur en aðstoð eða björgun.
Frestaði sumarleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkúrat svona nöturlegt er þetta.
Að tala um björgunarpakka fyrir þessi ríki er hreinn útúrsnúningur og verið að snúa öllu á haus.
Það er verið að hengja skuldaklafa á alþýðu þessara landa og afkomendur þeirra um ókominn ár.
Ekki króna af þessum meintu "björgunarpökkum" fara í að hjálpa þessum þjóðum við að verja almenning eða velferðarkerfið eða koma atvinnuleysinu niður. Allt fer þetta lánsfé sem er á okurvöxtum þetta í bankagangstera hýtina til þess að Stór kapítalið í Evrópu tapi nú ekki einni einustu Evru á því að hafa í heimsku sinni og græðgi ausið lánum til einkaaðila og brasksjóða þeirra í þessum löndum, sem voru svo ekki traustsins verðir.
Þvert á móti skipar ESB elítan með hjálp AGS nú Ríkisstjórnum þessara landa að herða nú sultarólina á almenningi þessara landa sem mest þeir mega !
Skuldabandalagið ESB er gert fyrir Stórkapítalið og þeirra brasksjóði !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 11:38
Ísland varð fyrir efnahagsás evrópusambandsins
http://www.youtube.com/watch?v=vYzSDw-3r5I&feature=fvwrel
SKILABOÐ TIL ÍSLENDINGA FRÁ EVRÓPU ÁHUGAVERT EFNI Á SÍÐUNNI KIKIÐ Á SLÓÐINA
http://youtu.be/SswJzHcHM1o
Til skemmtunar sinking of Samfylking
http://www.youtube.com/watch?v=lgLURmPVdZw
Örn Ægir (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.