Tálbeitan aldrei ókræsilegri

Formaður VG sagði nýlega í viðtali að menn mættu ekki kætast yfir óförum evrunnar og ríkja sem við hana búa. Það er laukrétt hjá formanninum. Ófarir þjóða sem trúðu því og treystu að evran yrði bjargvættur þeirra er ekkert gamanmál.

Hins vegar er lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga að horfast í augu við veruleikann eins og hann er í raun og veru, eftir að Samfylkingin hefur árum saman veifað evrunni sem tálbeitu til að lokka landsmenn inn í ESB. Menn verða að átta sig á því að vandræði minni evruríkja í kreppunni, Íra, Grikkja, Portúgala o.fl. ríkja, stafa af því að Þjóðverjar og Frakkar harðbanna þeim að setja gjaldþrota einkabanka á hausinn og þvinga þau í þess stað til að láta skattgreiðendur í nútíð og langri framtíð borga allan reikninginn.

Það er nokkuð gróft að segja að andstæðingar ESB-aðildar gleðjist yfir óförum annarra. En hins vegar getum við öll glaðst yfir að Íslendingar voru ekki í ESB og með evru þegar hrunið skall yfir því að þá hefði ESB neytt íslenska skattgreiðendur til að taka á sig drápsklyfjar bankaskulda, sennilega tífalda upphæð Icesave reikninganna. Á sama hátt getum við glaðst yfir að Ísland var ekki í EBE, fyrirrennara ESB, á árunum 1971-1976 þegar við færðum landhelgina út í 50 og síðar 200 mílur, því að þá hefðu erlendir togarar haldið áfram að skafa botninn í íslenskri landhelgi og aldalöng veiðireynsla erlendra ríkja á Íslandsmiðum orðið það viðmið sem við hefðum setið uppi með.

Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, ákafur ESB-sinni sem óspart og gagnrynislaust fegraði útrásina, meðan vegur eigenda blaðsins var sem mestur, kvartaði yfir því fyrir nokkrum dögum að menn forðist og flýi umræðuna um krónuna. Hann hlýtur að átta sig á því að hinn valkosturinn, evran, sem hann og hans líkar hömpuðu hvað mest sem tálbeitu fyrir ESB-aðild hefur aldrei verið ókræsilegri kostur en einmitt nú. Í Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi er það nákvæmlega sama upp á teningnum. Áhugi á upptöku evru hefur aldrei verið minni. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta hörmulega bankaráns-verðbréfasvika-kreppumál heimsins snýst ekki um gjaldmiðla, heldur hörmulega svikastjórnun heimsmafíunnar.

Gjaldmiðill er einungis staðfesting á framleiðslu hvers ríkis.

Það er ekki hægt að breyta þeirri staðreynd með villandi túlkun og fréttaflutningi hættulegu blekkingaraflanna í heiminum.

Hvers vegna skilur fólk þetta ekki, eða þorir ekki að tjá sig um staðreyndirnar? Þetta er í raun svo einfalt.

Vaknið kæra fólk, og berjist gegn óréttlætinu, því enginn hefur það betra til lengdar, með því að blekkja sjálfa sig og aðra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband