Kanslari Þýskalands: næstu skref eru t.d. að stofna Evrópuher

 

Í tilefni af heimsókn Jóhönnu til Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og viðræðum þeirra um fyrirhugaða inngöngu Íslendinga í ESB er við hæfi að rifja upp ummæli kanslarans fyrir rúmu ári:

„Ef evran bregst, þá er það ekki aðeins gjaldmiðillinn sem er gjaldþrota heldur einnig hugmyndin um sameiningu Evrópu... Við erum með sameiginlegan gjaldmiðil en okkur skortir pólitíska og efnahagslega einingu. Og þessu þurfum við einmitt að breyta. Tækifærið sem býðst í þessari kreppu er einmitt að ná þessu markmiði. Við verðum að líta á kreppuna sem tilefni til að ráða bót á því sem misheppnast hefur - og ekki var bætt úr með Lissabon sáttmálanum... Og fyrir utan efnahagsmálin og eftir hina sameiginlegu mynt, munum við ef til vill þora að stíga enn frekari skref, til dæmis í þá átt að stofna Evrópuher."

Svo mælti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í ræðu við afhendingu Aachen Charlemagne verðlaunanna. Heimild: Open Europe 14. maí 2010.

 Ætli Merkel hafi nokkuð minnst á Evrópuherinn við Jóhönnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Angela Merkel er með sömu hugsun og Adolf Hitler,yfirráð yfir Evropu. Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson sleikja skóna á þjóðverjum og ESB fulltrúum==svíkja þjóð vora...Hvað er svona Fólk kallað?..

Vilhjálmur Stefánsson, 12.7.2011 kl. 19:54

2 identicon

SVAR = LANDRÁÐAHYSKI !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:01

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þurfum við að láta þau ganga sinna erinda og  RÁÐSTAFA okkar landi og lyð ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.7.2011 kl. 21:09

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þegar talað er um Evrópuher þá er yfirleitt verið að tala um að herir aðildarríkjanna verði að hluta settir undir sameiginlega stjórn til að leysa verkefni til skamms tíma.

þetta er útskýrt vel í þessum texta.

Lúðvík Júlíusson, 12.7.2011 kl. 22:33

5 identicon

Eruð þið að grínast Vilhjálmur og Gunnlaugur...?Er þetta málefnaleg umræða eða eruð þið bara svona barnalegir... Talið þið svona við fólk yfirhöfuð eða gerið þið það bara í blogginu ykkar...?

Guðbjartur (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 10:06

6 identicon

Lúðvík: Burtséð frá gæðum umfjöllunarinnar sem þú vísar til þá er hún um beinar afleiðingar Lissabonsáttmálans.

Lissabonsáttmálinn er auðvitað engin endapunktur í þróun Evrópusamrunans. Raunar er strax þörf á breytingum þar sem skipulag myntsamstarfsins er gallað.

Merkel er - ef ég skil hana rétt - að tala um næstu mál á dagskrá þegar gjaldmiðilsvandinn er leystur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband