Aðeins fjórðungur Breta styður áframhaldandi aðild að ESB

Almenn og hávær gagnrýni er nú um alla Evrópu á evru-samstarfið sem flestir telja stórgallað og þá ekki síður á aðgerðir valdamanna ESB sem þvingað hafa skattgreiðendur í Grikklandi, Portúgal og á Írlandi til að taka á sig gífurlega skuldabyrði í þeim gagngera tilgangi að koma í veg fyrir að stóru bankarnir í Þýskalandi og Frakklandi verði ekki fyrir skakkaföllum vegna ábyrgðarlausra lánveitinga til einkabanka í þessum ríkjum. Viðhorf almennings koma víða fram í skoðanakönnunum. Í Bretlandi var niðurstaðan þessi 2. - 4. júlí. s.l:

Spurt var um afstöðu fólks til þess hvort Bretar ættu áfram að vera í ESB. Aðeins fjórðungur aðspurðra svaraði þessu játandi en 49 % sögðust myndu kjósa gegn því að vera áfram í ESB. Í rauninni má því með fullum rétti segja með hliðsjón af þessum afgerandi niðurstöðum að Bretum sé haldið nauðugum inn í ESB.

Ekki tók betra við fyrir ESB þegar spurt var hvort fólk vildi taka upp evru: 81 % breskra kjósenda kvaðst myndu greiða atkvæði gegn því ef kosið yrði um það í þjóðaratkvæði.

En hér á Íslandi eru þau Jóhanna og Össur að eyða hundruðum milljóna og bráðum milljörðum króna í að troða Íslendingum inn í ESB - gegn eindregnum vilja þjóðarinnar eins og skoðanakannanir hér sýna. 


mbl.is 81% Breta vilja ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband