Ögmundur: Hvert erum við eiginlega að fara?

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spyr áleitinna spurninga um stöðu lýðræðisins andspænis æ miðstýrðara Evrópusambandi. Ræða hans á afmælisráðstefnu embættis ríkissaksóknara fyrir nokkrum dögum er í fullu samræmi við vaxandi efasemdir um að valdamiðstöðin í Brussel sé heppileg til að véla um málefni er betur eiga heima á lýðræðislegum vettvangi þjóðríkja. Í ræðu sinni sagði ráðherrann:

„Ég minnist þess að þegar þjónustutilskipun Evrópusambandsins (social service directive) var samþykkt fyrir fáeinum árum eftir áralangt tog á milli félagshyggjufólks og frjálshyggjumanna þá fögnuðu báðar fylkingar sigri því báðar höfðu þær fundið syllu til að standa á í málaferlum framtíðarinnar um túlkun tilskipunarinnar. Á þennan heim erum við Íslendingar minntir þessa dagana þegar fulltrúar EFTA-dómstólsins segja okkur nú í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum að til standi að dómstóllinn kanni hvort það standist lög og regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis að almenningur sem á orkufyrirtækin á Íslandi hefði haft rétt á því að veita fjármagni úr opinberum sjóðum inn í fyrirtæki sín. Áhöld séu um að þetta standist markaðslögmál Evrópusambandsins! Lýðræðið - vilji almennings - er þannig dreginn í efa. Ég spyr: Hvert erum við eiginlega að halda?"

Vinstrimenn eins og Ögmundur setja fyrirvara við valdasamþjöppun í Brussel og það gera líka hægrimenn í ríkisstjórn Bretlands. Þar á bæ eru umræður um að hjálpa til við að leysa úr evru-vanda meginlandsþjóðanna gegn því að fá tilbaka valdheimildir frá Evrópusambandinu.Evrópusambandið fær á sig ágjöf frá hægri og vinstri og jafnt og þétt fjarar undan trúverðugleika sambandsins sem Samfylkinginn vill einn hérlendra stjórnmálaflokka að Ísland verði aðili að.

Heimild: Heimssýn, heimssyn.blog.is og mbl.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verða aldrei til peningar úr innistæðulausum banka-svika-prentuðum peningum úr seðlabankanum.

Mörgum hefur verið kennt að peningar verði til í bönkunum.

Það gleymist alveg í umræðunni, að peningar eru einungis gjaldmiðill fyrir landsframleiðslu, sem seld er úr landinu. Og til að sleppa við vöruskipta-brambolt, er hagræðing í því að nota gjaldmiðil viðkomandi lands!

Eru allir hættir að skilja tilgang gjallmiðils í þessum heimi?

Er sannleikurinn eitthvað flókinn fyrir stjórnendur þessa lands og annarra? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.7.2011 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband