ESB-tilskipanir á færibandi

Atli Gíslason, alþm., vakti athygli á því fyrr í vikunni í viðtali við Helga Bjarnason sem skrifaði fréttaskýringaþátt í Mbl. s.l. mánudag „að ESB-málum hafi fjölgað mjög þegar Samfylkingin fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum vorið 2007 og aftur eftir að Samfylkingin og VG mynduðu sína ríkisstjórn og sóttu um aðild að ESB. Hann nefnir tölur sem hann fékk frá upplýsingadeild Alþingis og sanna þetta. Í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi 27 ESB-mál verið samþykkt og nú sé útlit fyrir að 50 mál verði afgreidd á rúmlega tveggja ára starfstíma ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG.

„Mér hefur fundist að 75% af störfum ríkisstjórnar og Alþingis snúist beint og óbeint um aðlögun að ESB. Í vetur hafa verið mjög margar innleiðingar. Samfylkingin er ótrúlega fókuseruð á þetta," segir Atli og síðar í viðtalinu bætir hann við: „Þetta er ótrúlega markviss stefna og VG hefur því miður algerlega farið í hnjánum í ESB-málinu. Það varð til þess að ég sagði mig úr þingflokknum og studdi vantraust á ríkisstjórnina." Atli hefur efasemdir um að Íslendingum beri skylda til að innleiða allar þessar reglur enda sé mikill munur á EES og ESB.

Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðismanna og Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks framsóknarmanna tóku í svipaðan streng á Alþingi s.l. föstudag og hvöttu til þess „að farið yrði yfir málin á gagnrýnni hátt en gert hefur verið hingað til. Töldu þeir að aukið streymi væri af ESB-málum á færibandi þingsins og mótmæltu því að nauðsynlegt væri að gleypa þau blóðhrá eins og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt fram".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband