Verður umsóknin afturkölluð eða látin gufa upp?

Enn virðist óljóst hvort ríkisstjórnin beiti sér í haust fyrir formlegri afturköllun Alþingis á aðildarumsókn að ESB eða láti sér nægja að staðfesta að viðræðum sé lokið. Á þessu tvennu er þó meginmunur.

 

Í Morgunblaðinu í dag er birt viðtal við Sigmund Davíð, forsætisráðherra, undir fyrirsögninni: „Framhald ESB-málsins ekki ákveðið“. Þar spyr blaðamaðurinn, Baldur Arnarson, ráðherrann í lok viðtalsins: „Sérðu fyrir þér að ályktunin geti verið tekin fyrir á haustþingi?“

 

Og svar forsætisráðherra er:

„Menn hafa ekkert rætt það sérstaklega hvort þörf sé á því.“

 

Óneitanlega er dálítið erfitt að trúa því að ríkisstjórnin hafi alls ekki rætt það í tengslum við þinglokin hvort tillagan um afturköllun umsóknarinnar verði endurflutt í haust eða ekki. Hitt er augljóst að ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið sig. Þar er eitthvert hik fyrir hendi.

 

Að sjálfsögðu er það hugsanlegur möguleiki að aðildarumsókn Íslands verði skilin eftir í höndum forystumanna ESB eins og hvert annað plagg sem lagt er upp í hillu. En málið er þó ekki alveg svo einfalt. Það hefur ýmsar afleiðingar að ganga ekki hreint til verks og ljúka málinu formlega.

 

Meðan umsóknin hefur ekki verið afturkölluð telst Ísland áfram vera „umsóknarland“ að forminu til. Í umræðum um norðurslóðamál á liðnu ári kom það skýrt fram að í samningaviðræðum ríkja um norðurslóðir myndi ESB koma fram fyrir hönd aðildarríkja sinna svo og umsóknarlanda. Til þess að Íslendingar séu virtir sem sjálfstæður samningsaðili af hálfu þriðju ríkja er óheppilegt að Ísland sé einhvers konar viðhengi við ESB. Einnig er hætt við að erfiðara verði fyrir Íslendinga að gera sjálfstæða viðskiptasamninga við ríki í öðrum heimsálfum, ef það liggur ekki ljóst fyrir hver staða Íslands er gagnvart ESB.

 

Þar að auki er augljóst að ný ríkisstjórn gæti þá tekið upp aðildarviðræður að nýju fyrirvaralaust og án samþykkis Alþingis, ef samþykkt Alþingis  frá árinu 2009, sem veitti framkvæmdavaldinu heimild til samningaviðræðna við ESB, hefði ekki verið afturkölluð.

 

Það er því ljóst að mjög óheppilegt væri að núverandi ríkisstjórn skildi málið algerlega eftir í lausu lofti. Hún verður að setja punktinn aftan við þetta mál með svo skýrum hætti að ný ríkisstjórn geti ekki farið aftur af stað með málið án samþykkis Alþingis og þjóðarinnar. - RA


mbl.is Framhald ESB-málsins ekki ákveðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góð grein, Ragnar, mjög vel rökstudd, m.a. þetta um norðurslóðamálin, sem við höfum ekki engur alfarið á forræði okkar, meðan Össurarumsóknin ólögmæta hangir yfir okkur, og einnig þetta um viðskiptasamningana. Seinustu málsliðirnir tveir eru ennfremur afar vel orðaðir og inntak greinarinnar vert þess að birtast í dagblaði.

Enda þótt Össurarumsóknin sé sé (jafnvel svo, að hún flokkist sem augljóst stjórnarskrárbrot), gufar hún ekki upp af sjálfri sér. Seinni hluti fyrirsagnarinnar þótti mér ískyggilegur, en það var svo sannarlega ekki vilji þinn, Ragnar, að fara þá "leið" í málinu, enda hefur allur þinn rökstuðningur hér hrakið það álit, að rétt sé að setja málið "á ís" eða að nokkurt vit sé í því að ímynda sér, að hægt sé að láta það gufa upp.

Jón Valur Jensson, 17.5.2014 kl. 13:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa:

Enda þótt Össurarumsóknin sé ólögmæt ...

Jón Valur Jensson, 17.5.2014 kl. 13:34

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Roluhátturinn í núverandi ríkisstjórn, er med hreinum ólikindum, thegar kemur ad thvi ad standa vid ad afturkalla umsóknina ad ESB. Pabbadrengirnir tveir, sem eru í forsvari fyrir stjórnina, eru thar vegna thess ad meirihluti kjósenda kaus tha til ad draga thessa blessudu umsókn til baka. Svo einfalt er thad. Eftirlátssemi og hreinn gunguskapur gagnvart hávaerum minnihluta á thingi, gefur ekki miklar vonir til thess, ad thessir guttar geri mikid af gagni, thad sem eftir lifir kjörtímabils, thví midur.

Halldór Egill Guðnason, 17.5.2014 kl. 17:58

4 identicon

Ég er sammála þessu. Það er reginhneyksli, að ESB-flokkarnir á þingi og ESB-fjölmiðlarnir hér á landi skyldu hafa þvælst svona fyrir þessu máli og áorkað að svæfa málið. Það eina rétta væri, að Gunnar Bragi væri sá maður að taka þetta upp á næsta ríkisráðsfundi og klára málið þar, fyrst það er ekki hægt á Alþingi, og fá það þar með út úr heiminum. Þar með værum við laus allra mála. Hann væri þá maður að meiri fyrir vikið, ef hann hefði hug og dug til þess.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband