Draumurinn um evruna er orðinn að martröð

Á evrusvæðinu eru nú sautján ríki og í tíu þessara ríkja er nú yfir tíu prósent atvinnuleysi. Það er engin tilviljun að einmitt íbúarnir í þeim ríkjum sem féllu fyrir draumnum um traustan, sameigin­legan gjaldmiðil sem allan vanda átti að leysa, þurfi nú að búa við martröð atvinnuleysis­vofunnar.

 

Þau ríki sem dýpst eru sokkin í atvinnuleysispytt evrusvæðisins eru Írland með tæplega 12% atvinnuleysi, Grikkland með tæp 27%, Spánn með rúm 25%, Frakkland með rúm 10%, Ítalía með tæp 13%, Kýpur með rúm 17%, Lettland með um 11,5%, Portúgal  með rúm 15% og Slóvakía með um 14%.

 

Tölurnar eru miðaðar við marsmánuð s.l.  Athyglisvert er að í flestum þessara ríkja hefur ástandið nánast ekkert lagast undanfarna mánuði, þótt vonir stæðu til að það væri að skána.

 

Viðbrögð forystumanna ESB við þessu ástandi hafa mjög verið á eina leið. Þeir hafa lengi aðeins séð eina lausn við öllum vanda og það er enn meiri samruni, enn meiri samþjöppun, enn meira framsal fullveldis til miðstýrðra stofnana ESB.

 

Evru­svæðið verði sam­bands­ríki

„Það er mín per­sónu­lega skoðun að evru­svæðið ætti að verða að Banda­ríkj­um Evr­ópu.“ Þetta sagði Vi­via­ne Red­ing, dóms­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins og vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar sam­bands­ins, í ræðu sem hún flutti í laga­deild Cambridge-há­skóla í Bretlandi fyrir skömmu. Sagði hún sterk rök hníga að því að koma á fjár­mála­legu banda­lagi og að lok­um póli­tísku sam­bandi („poltical uni­on“).

Til­gang­ur Banda­ríkja Evr­ópu ætti að vera að koma á stöðug­leika á evru­svæðinu, sagði Red­ing.

 

En er það vilji ESB-sinna á Íslandi, þessara sem þykjast fyrst og fremst vilja „kíkja í pakkann“ að landsmenn afsali sér fullveldinu og hverfa inn í nýtt sambandsríki Evrópu? - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Evrulöndin af Norðurlöndunum hafa haft ákaflega lélegan hagvöxt í samanburði við Ísland, Norðmenn og Bandaríkin. Hægt að smella á mynd til að fá hana stærri.


Eggert Sigurbergsson, 14.5.2014 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband